Byrjunarliðið gegn Chelsea á Anfield

 

Það er fagur sunnudagur í Bítlaborginni með tveggja stafa hitatölu og bjartviðri. Fyrirtaks fótboltaveður og veðurguðirnir leggja sitt af mörkum til stórleiks dagsins, hvað sem Fowler og aðrir guðir aðhafast. Við vonum þó að þegar líður á daginn að himnarnir verði rauðleitari og yfirtaki blámann. Það verður vonandi endurspeglun á því sem mun gerast á grasblettinum heilaga á Anfield Road. The Spion Kop þarf að vera í banastuði og rífa leikmenn og restina af vellinum með sér.

En áður en leikurinn hefst verður virðing vottuð minningu fórnarlambanna 96 sem létust á Hillsborough fyrir 30 árum nú á morgun ásamt minningu goðsagnarinnar Tommy Smith sem lést í fyrradag 74 ára að aldri.

JFT96! YNWA!

En hættum hástemmdum himnalýsingum og hugum að hersveitum dagsins. Herr Klopp hefur skilað inn sinni liðsskýrslu til dómarans og hún er eftirfarandi:

Bekkurinn: Mignolet, Wijnaldum, Lovren, Milner, Sturridge, Shaqiri, Origi.

Matip snýr aftur í liðið eins og spáð var í upphituninni og Robertson kemur eftir inn eftir leikbann gegn Porto. Keita heldur sæti sínu eftir tvo leiki með markaskorun í röð og Henderson einnig eftir öfluga leiki. Fyrnasterkur varamannabekkur ef að þörf er á innspýtingu þaðan.

Signore Sarri hefur slökkt í sígarettunni í smástund til þess að skrifa sína skýrslu og hún er svona:

Flest augu beinast að Eden Hazard sem er yfirburðarmaður hjá bláliðum og ungu ensku leikmennirnir Loftus-Cheek og Hudson-Odoi fá tækifæri í byrjunarliði í stórleik. Mikið af öflugum leikmönnum á bekk gestanna og þetta verður því gríðarlega öflugur slagur fram á síðustu mínútur.

Upphitunarlag dagsins er að venju tímalaus snilld og í takt við hið bláa lið sem berjast þarf við. Hverjir aðrir en blúsararnir í The Who í gæsahúðargimsteininum Behind Blue Eyes. Hækkið græjurnar í botn og bassaboxið líka til að njóta þess að heyra Keith Moon lúberja skinnhúðirnar til óbóta!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


37 Comments

  1. Væri alveg til í smá Crystanbul… með réttum formerkjum í þetta skiptið!

    2
  2. Ánægður með liðið miðjan á skilið að vera sú sama. Það mun reyna mikið á Trent í þessum leik. Koma svo

    3
  3. Sæl og blessuð.

    Mikil átök og allt í járnum, satt að segja. Hazardinn er stórhættulegur sem og Willian. Vona að þeir þreytist eftir því sem líður á leikinn. Höfum fengið amk tvö góð færi og nokkra hálfsénsa.

    Getur farið á hvern veg sem er og þeir eru mjög einbeittir þeir bláliðar.

    Myndi breyta miklu ef okkur tækist að skora því þá verða þeir að breyta sínu skipulagi.

  4. Liverpool betra liðið í fyrri hálfleik, en þurfum mark/mörk. Keita er ekki mikið með, vonandi kemur Milner inn fyrir hann í seinni.

  5. Verðum að vinna. Liðið að spila vel en sammála með að Milner mætti koma inn fyrir Keita.

    2
  6. Robbi láttu þig hverfa yfir á MU síðuna sem þú átt við að vera á.

    15
  7. Sælir félagar

    Ég er ekki sammála gagnrýni á Keita né Mané eða Salah. 11 manna varnarmúr bláliða er erfiður. Vonandi fer að bíta þá erfiður leikur í vikunni með ferðalögum og fleiru. Þeir eru gífurlega skipulegðir í varnarleiknum en þreyta þeirra gæti breytt einhverju þegar líður á leikinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  8. Ég er skíthræddur við þennan leik. Held að það sé einhver Chelsea ára yfir okkur. Kannski kemur Sturidge inná og reddar þessu.

  9. Ánægður með þetta, menn farnir að skjóta á markið. Salah allt í öllu í fyrra markinu þó Henderson ætti stoðsendinguna og bjó hitt svo til einn og sjálfur. Held hann eigi eftir að verða okkur mikilvægur í restina.

    3
  10. Skrítið að vera 2-0…. 10mín eftir og vera samt drullu stressaður……

    Hvernig væri svo að skota úr hornspyrnu svona upp á punt…… YNWA

  11. Algjörlega sammála með Hendo búinn að vera einn besti maðurinn á vellinum

    4
  12. Mikið er ég kominn nóg af þessu Mo Salah einelti á fotbolti.net

    6
  13. Jibbí gaman, gaman, hoppum allir saman. Nú er sko gaman að lifa. Þetta var ekki auðveldur leikur og vont ef Hendó er eitthvað meiddur að ráði. Drengurinn sá búinn að vera frábær í síðustu leikjum. Sigur er það sem skiptir mestu máli á þessum tímapunkti. Nú þarf MC að tapa stigum, helst í næsta leik.

    2
  14. Búið að grafa þessa grýlu og fyrsti sigur á Chelsea í 7 ár takk fyrir félagar við vorum svona 3 klössum fyrir ofan Chelsea í þessum leik þeir áttu ekki séns.

    6
  15. Bara eitt orð og það er… YYYYYYYYYYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!

    3
  16. Takk fyrir þumalinn niður súri Chelsea aðdándi dujfull er þetta gott á ykkur eftir að rasshausar úr ykkar ömurlega stuðningsmanna hóp voru með kynþáttanýð á Salah fyrir leikinn gerir þetta enn sætara f…..ers.
    Vonandi missið þið af CL á næsta tímabili líka þumlaðu þetta niður : D

    3

Upphitun: Chelsea á Anfield

Liverpool 2-0 Chelsea