Gullkastið – Yfir til ykkar Man City

Stærstu hindruninni á pappír var rutt úr vegi um helgina og pressan færð yfir á Man City í bili. Barcelona bíður í undanúrslitum fyrir það lið sem vinnur einvígið annað kvöld og ljóst að Meistaradeildin verður engin aukabrúgrein áfram komist Liverpool þangað. Cardiff með alla sína Neil Warnock-a bíður svo næstu helgi. Þetta og mun fleira í þætti vikunnar en með okkur að þessu sinni var meistari Jón Þór stjórnarmaður í Liverpool klúbbnum. Hann sá um Berger og Smicer um daginn og er oftar á Anfield en SSteinn.

(Afsökum örlitla truflun á línunni til Magga í þættinum)

00:00 – Intro
05:30 – Stærstu þrjú stig tímabilsins
11:00 – Næstu leikir, þorum við að vona?
27:00 – Sarri-boltanum sparkað út í sjó
45:00 – Meistaradeildin, Utd og Juve út, Barca bíður.
01:02:00 – Porto og Cardiff

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Jón Þór Júlíusson stjórnarmaður í Liverpool klúbbnum.

Hvetjum hlustendur sem og alla aðra til að halda Liverpool klúbbnum sterkum og styrkja hann enn frekar með því að ganga í klúbbinn. Þau eru að vinna mjög flott og ómetanlegt starf.
Skrá sig hér

MP3: Þáttur 234

10 Comments

  1. Maður vill sjá Man City klára Tottenham á morgun.
    Af þeiri einföldu ástæðu að þetta heldur leikjaálaginu áfram hjá Man City.
    Ef Tottenham tapar fyrir þeim í meistaradeild þá koma þeir brjálaðir gegn City um helgina.

    Þessi Porto leikur verður erfiðari en menn halda en við komust samt áfram en sama má segja um Cardiff leikinn, þeir verða fullir sjálfstraust eftir sigur gegn Brighton og munu berja á okkur en við eigum að vera nógu góðir til að klára þann leik.

    6
  2. Takk kærlega fyrir frábært hlaðvarp.

    Er sammála því að maður vill að city fari áfram og viðhaldi brjáluðu leikjaálagi en ég tek alveg þessu ,,plani” ykkar um að slæmur kafli hjá þeim má byrja í kvöld!

    Úff, það er bara svo erfitt að fylgast með þessu, þetta er bæði í senn stórkostlegt og hræðilegt. Svona eins og júróvisjónkeppni.

    7
  3. Að þú skulir líkja besta fótbolta og sjónvarpsefni Evrópu við Júróvísjon er ekki í lagi, þú fékst fyrsta dislike-ið mitt Svavar.

    Takk fyrir þáttinn strákar, tek undir það með ykkur að það þarf stórslys ofan á stórslys til að við förum ekki áfram í undanúrslit í kvöld. Ég veit hinsvegar ekki hvort ég vonist eftir City eða Spurs sigri í kvöld, hræddur um að Spursarar yrðu saddir og yrðu auðveld bráð fyrir City um helgina ef Spurs vinna í kvöld.

    2
  4. Ég vill að Tottenham fari áfram held það yrði sálfræðilega áfall og auki pressuna á city.

    1
  5. Eitthvað tal um að Salah sé að biðja um að fara eftir tímabilið haldið þið að þetta sé slúður ?

  6. Algert BS – enda svarar umboðsmaður hans þessu svona.

    1

Upphitun: Meistadeildarslagur á Drekavöllum

Liðið gegn Porto