Liðið gegn Newcastle

Það er búið að tilkynna liðið sem mætir Newcastle á St. James park núna kl. 18:45 að íslenskum tíma:

Bekkur: Mignolet, Milner, Matip, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Origi

Semsagt, enginn Firmino, hvorki í byrjunarliði né á bekk. Auðvitað enginn Keita heldur, enda sjáum við hann næst í einhverjum preseason leiknum, væntanlega ekki fyrr en í byrjun júlí. Það er svo Sturridge sem fær sénsinn á að leiða línuna, annan deildarleikinn í röð. Fjarvera Firmino er auðvitað ekki til að hjálpa neitt, en þetta var svosem viðbúið. Sá kvittur verið uppi um að meiðslin hjá honum séu ekki jafn lítilvæg og gefið hefur verið upp, jafnvel voru einhverjir að tala um að hann yrði ekki meira með það sem eftir væri leiktíðar. Hann fékk vissulega korter í lok leiks gegn Barcelona, svo þau voru ekki alvarlegri en svo, en eitthvað er að há honum ennþá. Við vonum auðvitað að hann verði leikfær á þriðjudaginn, og helst að hann geti byrjað þann leik.

Annars verður þetta sjálfsagt með allra síðustu leikjum þar sem við sjáum Sturridge í Liverpool treyjunni, þar sem það virðist vera ljóst að samningur hans renni út núna í sumar og ekki verið talað um að endurnýja hann. Líka klárt mál að fyrst Klopp t.d. setti hann ekki í byrjunarliðið á miðvikudaginn sl., þá er hann ekki nægilega góður sem varaskeifa. Sjáum til hvort að Brewster verður það.

Minnum svo á spjallið í athugasemdum hér að neðan, eða með #kopis myllumerkinu á Twitter.

KOMA SVO!

57 Comments

  1. Já og Barcelona eru að spila á sama tíma á Spáni, og hvíla að sjálfsögðu 11 leikmenn. Átti svosem ekki von á neinu öðru.

  2. Byrjaði allt með þessari glötuðu sendingu Lovrens á Alisson.

    2
  3. Cardif fallið og því skiptir loka leikur brighton á móti City engu máli fyrir þá. Ég var að vona að Brighton þyrfti að bjarga sér í loka leiknum.

    Salahhhhh

    Trend með báðar sendingar

    1
  4. Er það skrítið að maður var furðulostinn þegar hann setti Gomez í hægri bak um á móti Barca ? TAA á bara vera þarna punktur!

    6
    • TAA var heppinn að Newcastle skoraði því annars hefði hann fengið beint rautt og Newcastle víti.
      Gomez er einfaldlega mun sterkari varnamaður og þeir sem sáu hvernig Klopp vildi gera þetta á móti Barca þá létt hann Gomez detta mun meira inn(nær miðvörðunum) þegar við vorum að verjast.

      3
  5. Þetta er stórskrítin leikur og eiginlega tætingslegur. Það er eins og það sé pínu meistaradeilda þynka í okkar mönnum sem virðast ekki alveg eins traustir og venjulega.
    Það eru allt í einu fullt af plássi fyrir andstæðing til að hlaupa í þegar við erum ekki með boltan og sóknarlega erum við pínu klaufar að nýta okkur ekki plássið sem heimamenn gefa okkur.
    Þetta er langt í frá góður Liverpool leikur miða við hvernig við höfum spilað í vetur en þetta snýst bara um 3 stig í dag og ekkert annað

    YNWA

    2
  6. Sæl og blessuð.

    1. Sturridge átti hælsendingu á TAA og það var svo sem ágætt. Að öðru leyti er hann ósýnilegur. Við erum nánast með tíu manna lið því þeir gefa ekki á hann og hápressan virkar illa með hann þarna í fremstu. Origi er mun skárri.

    2. Hnúkaselið er á köflum beitt og Perézinn er búinn að vera skæður ásamt ýmsum öðrum. Markið var verðskuldað og í raun blessun í dulargervi því TAA átti að fjúka út af fyrir handavinnuna á línunni.

    3. Dómarinn í ruglinu. Leyfir óblíða meðferð á okkar mönnum, ristar í hæl, lappir í upphæðum og endalaust hnoð.

    4. Væri til í að sjá Origi inn fyrir Sturrarann og svo þarf að herða aðeins miðjuna. Dettur jafnvel í hug að hann bæti Matip inn fyrir framan vörnina. Ef við vinnum þetta svona er það mjög gott en auðvitað viljum við sjá annað mark svo okkar menn geti slakað aðein á!

    2
    • Menn kanski búnir að sætta sig við 2 sætið……

      Nú þarf Herra Klop að koma með breytingar…. og það strax

  7. þvílik hörmungarvarnavinna er þetta einn og óvaldaður inní teig eftir hornspyrnu finnst sjást vel í þessum leik að það er ekki bara VVD sem gerir Matip betri heldur er það nú svolítið í hina áttina líka Lovren er bara í stökustu vandræðum í nánast öllum aðgerðum

  8. Á meðan Sturridge er inná er Liverpool manni færri. Fíflagangur er þetta í Klopp!

  9. Vonandi náum við að skora meira. Óöryggið er mikið hjá liðinu. Varnarleikur slæmur og sóknarleikurinn hikandi svo ekki sé meira sagt.

    • Barca leikurinn situr bara ennþá í þeim, ég óttaðist það strax eftir að úrslitin láu fyrir. Að tapa niður 7 stig forustu í jan er bara erfitt að kyngja og sitja svo í þessari stöðu í dag, þar sem það litur út fyrir að lfc verði án titils.

  10. TAA á stóran þátt í þessu marki. Hann selur sig mjög illa í hægri bakverði(gjörsamlega að óþörfu) og Newcastle brunar upp og fær hornspyrnu sem þeir skora úr.

    2-2 og við fengið færi til að fara langt með að klára þennan leik. Þetta er enþá galopið en þetta hefur verið einn af okkar lélegustu leikjum á tímabilinu.

  11. Klopp er búin að tapa þessum leik því Newcastle er ekki að fara tapa og þeir spila eins og þeir séu í 1 sæti en ekki 14 sæti og Liverpool er bara sprungið.

    • Fokk…við erum að glata deildarmeistaratitlinum, meistaradeildartitlinum og KR er að verða íslm í körfu…..fokkings fokk

  12. Frábært Salah borinn af velli, ef það er ekki allt á móti okkur þá veit sg ekki hvað.

    Vona að hann jafni sig fljótt

    2
  13. Ætla ekki að dæma dómarann fyrir brotthvarf Salah en hann hefur samt verið að bjóða upp á svona hörmungar. Fær hann borgað fyrir að gefa skotleyfi á okkar menn. Spyr sá sem ekki veit!

  14. jæja ætlar þetta að verða svo að liverpool sjái bara um það sjálfir að hafa ekki möguleika á titlinum virðast alltaf vera góðir í því að redda því sjálfir að klúðra hlutunum en vonum það besta en lítur ekkert vel út og Salah útaf meiddur er ekki til að fylla mann bjartsýni

  15. ánægður að klopp reyni allavegna með milner inn fyrir lovren

    1
  16. Trent ætlaði að taka aukaspyrnuna en Virgil skipaði Shaqiri að taka spyrnuna og við vitum öll hvernig það endaði.

    VVD#4

    2
  17. snilld að redda þessu þrátt fyrir frekar slappan leik en Newcastle eiga hrós skilið líka fyrir hörkuleik

    1
  18. Stressadur.is – en við erum enn í aðstoðarbílstjórasætinu…

  19. Eina sem Liverpool getur gert er að vinna þessa leiki setja pressuna á City aftur og enda þetta með sóma þeir eru klárlega að gera það en þetta var óþarflega spennandi þarf hjartatöflur eftir þetta.

    2
  20. Vá, þvílíkur leikur! Þetta hlýtur að þetta falli með okkur. Vona líka að Lovren fari í sumar. Svo var líka svakalega sárt að sjá Salah borinn af velli, vonandi ekkert of alvarlegt.

    1

Áfram gakk, Newcastle á laugardag

Newcastle 2-3 Liverpool