Þó flestir eru líklega enn með hugan við leikinn á Ethiad í kvöld þá fer að styttast í seinni leik undanúrslita Meistaradeildarinnar gegn Barcelona á Anfield annað kvöld. Vissulega er spennan fyrir þeirri viðureign töluvert minni en venjulega á þessu stigi keppninnar eftir 3-0 sigur Barca í fyrri leiknum. Hinsvegar má ekki gleyma því að kraftaverkin gerast og það sérstaklega í þessari keppni. Við höfum á undanförnum árum séð lið koma tilbaka eftir slakan fyrri leik, til dæmis þegar Roma sló út Barcelona í fyrra og þegar Barcelona sló út PSG þar áður. Einnig könnumst við sem Liverpool stuðningsmenn við svona ævintýri, þá helst seinni hálfleikurinn gegn AC Milan 2005. Það er því allt mögulegt, en möguleikinn er ansi lítill samt sem áður.
Andstæðingurinn
Í byrjun tímabils var það yfirlýst markmið hjá Barcelona að vinna meistaradeildina í ár eftir að hafa horft á erkifjendurna í Real vinna titilinn síðustu 3 ár í röð og Messi vantar einn titil til að jafna Real Madrid leikmennina sem hafa verið hvað lengst og unnið 5 titla hver.Háleit markmið en var hjálpað mikið af því að Real gjörsamlega hrundi í ár og fengu Barca því titilinn heima fyrir nánast gefinns og hafa getað hvílt mikið í deildinni eins og þeir gerðu um helgina þegar þeir gerðu ellefu breytingar fyrir leik sinn gegn Celta, leik sem þeir töpuðu 2-0.
Spurning hvað er hægt að segja um þetta Barcelona lið. Innanborðs eru leikmenn sem svo ótrúleg gæði að það er engu líkt, Liverpool gerði flest allt rétt í fyrri leik liðanna þeir mættu á Camp Nou pressuðu grimmt á Barca og héldu boltanum vel. Gerðu í raun allt rétt og þvinguðu Barca til að spila bolta sem þeir eru ekki vanir að spila. Samt vann Barca 3-0 það er líklegast besta leiðin til að lýsa þessu liði.
Þeir eru samt langt frá því að vera ófellanlegir og eitt til tvö mörk í fyrri hálfleik gætu komið leiknum í uppnám. Við leiddum 3-0 eftir fyrri leik gegn City í Meistaradeildinni í fyrra og ef mark Sané hefði ekki verið dæmt af og þeir hefðu komist í 2-0 í seinni leiknum hefðum við flest fengið í magan á þeim tímapunkti og það var í raun ekki fyrr en Salah skorar sem maður var alveg öruggur að við værum að fara áfram.
Þar sem allir hjá Barcelona hvíldu um helgina sjáum við líklega sama byrjunarlið og í fyrri leik liðanna og þeir munu líklega reyna leggja upp með að drepa leikinn og passa að hann fari ekki í eitthvað kaós. Sjáum þá líklega leita að aukaspyrnum um allan völl og reyna taka sér tíma í hlutina og mikilvægt fyrir leikmennina að láta það ekki fara í taugarnar á sér. Þeir hafa þó besta leikmann veraldar í þessum hlutum í Suarez sem við þekkjum vel og og enn mikilvægara að leyfa honum ekki að æsa sig upp.
Liverpool
Liðið lét mann enn og aftur horfa með hjartað í buxunum um helgina en það endaði þó vel eins og nánast hver einasti leikur á þessu tímabili fyrir utan meiðsli Mo Salah sem koma á afleitum tíma þegar við fengum að frétta eftir leikinn að Bobby Firmino verður líkelga ekki meira með á tímabilinu. Meiðsli Salah voru þó ekki jafn slæm og þau virtust í fyrstu en ég tel að leikurinn gegn Barcelona hljóti að koma of snemma fyrir svona höfuðhögg.
Það verður gaman að sjá hvernig liðið mætir stemmt til leiks, sérstaklega ef City tapar stigum í kvöld, því það sem ég vil helst sjá er að við mætum grimmir til leiks og vinnum allavega seinni leikinn og setjum einhverja spennu í einvígið síðustu mínúturnar. Það væri bara eitthvað mun jákvæðara fyrir lokaumferðina að mæta til leiks eftir sigur á Barcelona þó það dugi jafnvel ekki til.
Ég býst við að sjá þetta lið mæta til leiks, tel að helstu mistökin í síðustu viku hafi verið að fórna Trent fyrir Gomez í engu leikformi. Þó Gomez sé betri varnarmaður hefur Trent bætt sig mikið á því sviði og hættan sem hann kemur með sóknarlega bætir upp fyrir það. Við munum þurfa á mörkum að halda á morgun og ég yrði mjög ósáttur við Klopp ef Gomez kæmi aftur inn. Mesta spurningamerkið er sóknarlega en ef Firmino er ekki með myndi ég vilja sá Mané fremstan þó hann hafi verið að fara illa með Roberto í síðustu viku þá held ég að þessi uppstilling myndi hennta öllu liðinu betur en að hafa Origi eða Sturridge fyrir miðju.
Þetta verður klárlega mikil brekka en ólíklegri hlutir hafa gerst svo maður hefur einhverja von þó ég setji von mína frekar á Leicester heldur en á þennan leik.
Áfram Brendan!
Var fyrir Newcastle leikinn ekkert svo sérstaklega svartsýnn fyrir leikinn á morgun, en þegar er síðan gefið út að Firmino og Salah spili ekki, þá kárnar gamanið, rosalegur missir, sem gerir þetta margfallt erfiðra, kraftaverkin eru ekki ennþá liðin undir lok. Leyfi mér ekki einu sinni að spá, vona bara það besta.
YNWA
Ekki batnar það ef þessar fréttir reynast réttar,
Virgil van Dijk tók ekki þátt í æfingu Liverpool í dag, hann virðist vera tæpur fyrir leikinn.
Alex Oxlade-Chamberlain hefur fengið bakslag í endurkomu sína og er tæpur fyrir leikinn.
gerum jafntefli á morgun.
Við erum allavega ekki að fara að skora fjögur án Salah og Firmino.
Útlitið er vissulega dökkt og eftir City leikinn í gær og markið í skeytin hjá Company þá varð vont verra….EN það getur allt gerst enn og við getum þess vegna unnið 3-0 eða 5-1…..Vona bara að leikmenn séu ekki jafn svartsýnir og flestir. Ef Roma hefði ekki haft trú fyrir seinni leikinn i fyrra þá hefðu þeir ekki unnið 3-0 í seinni!!!! Ekki taka út sorgina fyrirfram, það er leikur í kvöld og hann getur alveg farið 3,4 eða 5 – 0.
Hahahaha eg fékk 2 like á thessa færslu??? 4-0!!!!!!!
Hahahaha eg fékk 2 like á thessa færslu??? 4-0!!!!!!!