Það virðist vera samdóma álit knattspyrnuspekinga að leikurinn á morgun sé í manndómsvígsla strákana hans Rafa, hvort þeir hafi það sem þarf til að vera meistari! Ég er að nokkru leiti sammála því en það er náttúrulega líka alveg á hreinu að úrslit deildarinnar munu ekki ráðast á þessum leik en sjálfstraustið og trúin sem liðið gæti fengið með því að taka 3 stig í London er ekki hægt að meta til í stigum.
Það sem er af okkar liði að frétta er að Torres sum klárlega ekki spila þennan leik á meðan sagt er að Keane og Babel séu tæpir. Góðu fréttirnar eru þær að Gerrard og Alonso eru klárir í slaginn. Hvernig er síðan byrjunarliðið? Ég tel að Kuyt muni 100% spila þar sem hann hvíldi í síðasta leik sem og Hyypia. Ennfremur tel ég næsta víst að Aurelio komi beint inn fyrir Dossena sem hefur ekki náð ennþá að sína sitt rétta andlit. En þetta er s.s. mín ágískun:
Arbeloa – Carragher – Hyypia – Aurelio
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane
bekkurinn: Cavalieri, Dossena, Lucas, Benayoun, Babel, Agger og Pennant.
Ég set Hyypia inní liðið í stað Agger einfaldlega vegna þess að Hyypia var ekki í hóp í síðasta leik og ég er að reyna að lesa í aðgerðir Rafa, sama á við um Kuyt. Hvað varðar Aurelio þá held ég einfaldlega að Rafa treysti honum ennþá betur en Dossena og í svona leik þá notar þú þá sem þú treystir 110%.
Fyrir þennan leik eru bæði lið taplaus í síðustu 6 leikjum og eru jöfn á stigum í deildinni, einungis markatalan sem skilur liðin að en það sem ótrúlegt er að Rafa hefur aldrei náð að vinna eitt af topp liðunum (Man U, Chelsea og Arsenal) á útivelli. Í rauninni hefur Liverpool einungis náð 2 stigum og skorað 4 mörk gegn þeim í þessum leikjum sem eru 12 talsins síðan Rafa tók við. Frá stofnun Úrvalsdeildarinnar hefur Liverpool unnið Chelsea einu sinni á útivelli, 7.janúar 2004 og þá var það Zida… nei meina Cheyrou sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur Liverpool ekki tapað fleirum stigu til neins liðs í Úrvalsdeildinni á útivelli en Chelsea, úff tölfræðin er ALLS EKKI með okkur í þessum leik.
Chelsea liðið er ógnarsterkt lið sem okkur hefur gengið illa með í deildinni undanfarin ár. Núna er hins vegar þessi “Mourinho effect” farinn og ég hef hugboð um að “strákarnir okkar” hafi einfaldlega óbilandi trúa á Rafa og sjálfum sér eftir ótrúleg comeback í undanförnum leikjum. Þetta verður háspennuleikur þar sem allt verður lagt undir og líklegast verður það eitt mark á endanum sem skilur á milli. Ég efast um að þetta verði opinn leikur með mikið af færum heldur frekar mikill stöðubarátta og liðin muni keppast við að slá vopnin úr höndum hvors annars. Kannski hægt að líkja þessu við einvígi Viktor Kortsnoj og Jóhanns Hjartar í St.John 1988.
Lampard, Cech, Boswinga o.s.frv. verða þarna inná á morgun ásamt félögum sínum en aðalatriðið er að það breytir engu fyrir okkur því ef við mætum með trúa á verkefninu þá getum við unnið þennan leik. Alonso ræddi á official síðunni að núna væri komið að því:
“Beating United in our first big test of the season was very important for our confidence and this is another big test for us. We know Chelsea have a great record at home in the Premier League – they haven’t been beaten for four seasons. It is going to be really tough but we honestly feel we are ready to get a good result there.”
Rafa segir að liðið þurfi að spila áaðfinnanlega í 90 mínútur og mælist hann til þess að liðið byrji líkt og gegn Atletico á miðvikudaginn en klári leikinn betur. Einnig segir hann svolítið mikilvægt:
“If they score first it will be really difficult for us so we have to do everything perfectly from the first whistle. When we get a chance we have to take it because we know they will have chances as well.”
Þetta er mjög mikilvægur punktur, að skora fyrsta markið. Ég ætla að leyfa mér að spá 1-2 sigri Liverpool þar sem við tökum forystuna í fyrri hálfleik með marki frá Keane.
Jamm og já, mér fannst Dossena bara nokkuð góður í síðasta leik og hann gæti verið inná. Ef Keane er tæpur, hvað þá? Verður Kuyt frammi eða kemur Ngog inn í liðið? Ég er bjartsýnn og segi 1- 3 og að Gerrard verði með 2 mörk og far mikinn í leiknum eða þannig.
Agger byrjar, það er ekki spurning.
Mikið vona ég að þú sért sannspár, Aggi. Og þvílíkt hugmyndaflug að vera með tilvísun í Viktor Kortsnoj og Jóhann Hjört í St.John árið 1988. haha!
Að skilja Hyypia eftir heima í vikunni var nú engin “masterstroke” aðgerð hjá Rafa. Hyypia er einfaldlega ekki í meistaradeildarhópnum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að breyta vörninni sem minnst á milli leikja og gefa Agger kost á að spila sig í form.
Ef við skoðum þessi 4 lið sem hafa verið á toppnum undanfarin ár, þá er það svona. Che$, skora 19 fá á sig 3, Liv 13-6, Ars 16-6, Man 12-4 og eiga 1 leik til góða, sem segir okkur að við verðum að skora meira og vinna betur í vörn, og að Keane verður að fara í gang, hann er búinn að skora 2 mörk sem er alls ekki nógu gott. Svona til gamans, að Hull sem er í 3 sæti er markahlutfall, 11-11. Tökum þettað á morgun eða þannig. 🙂
Dossena átti góðan leik á móti Atletico, einn af fáum sem sýndu eitthvað í 90 mínútur. Hyypia er ekki í meistaradeildarhóp og Agger er að komast í gang og er líklega í betra leikformi en Hyypia. Kæmi mér samt svosem ekkert á óvart að hann spilaði.
Hvað er málið með Babel, búin að vera tæpur í sirka viku, spilaði eitthvað á móti Atletico og engir fréttir bárust eftir leik að hann hafi fengið högg eða eitthvað þannig, ég spái honum á hægri kanti og Riera á vinstri. Ashley Cole vill gjarnan koma upp en Babel vill líka helst vera uppi og þess vegna gæti Cole neyðst til að sækja minna. Ef Yossi eða Kuyt verða þar þá veit Cole að þeir elta hann niður og getur leyft sér að skilja eftir sitt svæði. Fá Keane frekar 100% í næsta leik í stað þess að spila honum einum frammi 90%.
GK: Reina
DL: Dossena
DR: Arbeloa
DC: Carragher og Agger
DM: Alonso og Mascherano
MC: Gerrard
AML: Riera
AMR: Babel
FC: Kuyt
Tökum þetta 2-0. Kuyt skorar eitt og Babel eða Riera eitt.
Agger verður í liðinu og ef Keane spilar ekki þá kemur Babel inn. Dossena var fínn í síðasta leik og verður áfram í liðinu, stærra spurningamerki er Arbeloa. Hann ræður ekkert við sterka kantmenn en við eigum sennilega ekkert skárra í hægri bakvörðinn. Við erum á nokkuð góðu róli en án Torres náum við ekki að vinna þennan leik. 1-1 verða ágætis úrslit fyrir okkur.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
7, hvaðan hefu rþú það að Arbeloa ráði ekkert við sterka kantmenn? Hann átti vissulega ekki góðan leik gegn Simao, en ertu búin að gleyma fyrsta leik hans í búningi Liverpool? Messi er enn að pæla í hvað hafi gerst í þeim leik þar sem Arbeloa snýtti honum.
Það er alveg týpískt að menn segja að þessi eða hinn geti ekkert í þessari eða hinni stöðunni vegna þess að hann átti einn slæman leik. Arbeloa eru ein bestu kaup Rafa frá því að hann kom til félagsins (Rafa), og á ég þá við að það vissi ekki nokkur sála hver þessi maður er, ég var t.d. í Liverpool rétt eftir að hann var keyptur og hitti þar spænska Liverpool-aðdáendur sem vissu hreinlega ekki hver hann var.
kv
Ninni
Flott upphitun hjá þér en ég tel engar líkur á því að Hyypia byrji á morgun, ekki nema að Agger eða Carragher muni meiðast.
Ég ætla að spá okkur 1-2 sigri þar sem sigurmarkið kemur í uppbótartíma.
Ég er hræddur um að Babel byrji ekki inná. Reina – Arbeloa – Agger – Carra – Dossena – Alonso – Mascherano – Benayoun – Gerrard – Riera – Kuyt
Þessu liði spái ég og Keane og Babel verða báðir á bekknum.
Ég ætla að koma okkur á jörðina og spá 2-0 ósigri. Joe Cole skorar minnsta kosti eitt mark.
Góð upphitun Aggi, en ekki sammála þér í greiningu á liðinu. Dossena átti fínan leik gegn Madrid og ég hreinlega heimta það að hann fái smá run í liðinu. Það væri líka ákaflega furðulegt að taka Agger út úr liðinu núna. Hann verður að spila sig saman með Carra og eins og kom fram hér að ofan, þá var frekar einföld skýring á fjarveru hans úr liðinu í vikunni.
Svo er ég algjörlega sammála ninna hér að ofan. Finnst menn oft á tíðum vera ansi fljóta að afskrifa menn fyrir einn dapran leik. Mér fannst meira að segja (eins og kom fram í commentum við þá leikskýrslu) að Arbeloa hafi ekki fengið alveg sanngjarna gagnrýni í leiknum gegn AM.
Þetta verður HROÐALEGA erfiður leikur, það er ljóst. Djöfull VONA ég heitt og innilega að við vinnum, það væri algjör toppur. En ég er ekkert voðalega bjartsýnn. Það er alltaf talað um að það styttist alltaf í tapið þegar menn hafa ekki tapað í svo og svo langan tíma. Helvítis staðreyndin er reyndar sú að það er búið að segja þetta í 3 fokking ár. Jafntefli, já takk. Sigur…uhhh…allt á hvolf.
Ég held að Rafa fari aftur í kerfið sem virkaði best undir lok síðasta tímabils. Kuyt kemur inn í hlaupastöðuna sína hægra megin, Stevie í holuna (og girtu þig í brók drengur, hef ekki séð hinn sanna þig vikum saman) og Riere vinstra megin, með Keane uppi á topp og Masch og Xabi á miðjunni.
Bring it on…
Ég get alveg keypt ykkar rök fyrir því að Agger spili enda hef ég sett hann í byrjunarliðið í hvert einasta skipti sem ég geri upphitun og aldrei hefur það staðist… 🙂 Ég tel bara að Agger gæti verið þreyttur eftir marga leiki í röð á stuttum tíma því við skulum muna að hann er rétt byrjaður að spila reglulega.
Babel er svona Joker og frábært að hafa hann á bekknum því hann getur umturnað leikjum þegar hann kemur inná. Ennfremur hefur Riera verið að spila fantavel og á einfaldlega skilið að starta í þessum leik.
Er einnig sammála SSteinn með Gerrard, hann verður að taka af skarið í þessum leik og sýna hvers hann er megnugur… Gerrard vs. Lampard? athyglisverður bardagi!
Drauma úrslit hjá Manutd. og Everton 🙂
það virðist sem svo að allir hafi misst trúnna á Pennant, en getur ekki verið að hann verði á kantinum og ef ekkert gengur þá komi Yossi B inná. M U með jafntefli gott mál. 😉
fín upphitun aggi. sammála flestu hjá þér en ég tel að agger komi í miðvörðinn með carra og að dossena verði í bakkaranum, tel það mjög slæmt að hrófla e-ð við vörninni þessa dagana. held að rafa reyni að hafa sömu mennina þarna.
svo langar mig rosalega að sjá babel spila e-a rullu í þessum leik. spurning hvort hann komi ekki bara inná í seinni og klári þetta fyrir okkur 😉
annars er ég skíthræddur fyrir þennan leik og verð himinlifandi með 1 stig.
Pennant hefur einfaldlega hvorki gæði né aga til að spila með stórliði….Punktur. Óskiljanleg kaup hjá Rafa að þurfa kaupa Arsenal reject.
Ninni, Arbeloa á bara víst í erfiðleikum með hraða vinstri kantmenn sem leita uppí horn og taka hann á. Gegn Barcelona spilaði hann í vinstri bakverði gegn Messi sem leitar nánast alltaf inná miðjuna, á hægri fót Arbeloa. Löngu skrefin hans náðu alltaf að tækla stuttu hreyfingarnar hjá Messi.
Hægri bakvarðastaðan er ein af þeim sem hægt er að bæta hjá Liverpool. Arbeloa er þó frábær squad/first team player til að hafa í liðinu.
Sölvi, mér finnst allt í góðu að gagnrýna Pennant fyrir skort á getu eða gæðum, en því að tala um agann? Hefur hann orðið uppvís að EINU agabroti síðan hann missteig sig hraparlega þarna fyrir nokkuð mörgum árum síðan?
Varðandi Arbeloa, þá hef ég nú ekkert sérstaklega mikið tekið eftir þessum vandræðum hjá honum gegn sérlega hröðum kantmönnum, allavega ekkert umfram aðra. Eins og gefur að skilja þá eiga menn eflaust auðveldara með að blokka út hæga menn en hraða.
Kannski bæta við að ég reikna fastlega með tapi á morgun c.a. 3-1.
Þessi leikur hefur þó ekki úrslitaáhrif á lokaniðurstöðu deildarinnar. Lið undir stjórn Scolari byrja alltaf frábærlega en dala svo undir lok leiktíða. Afburða mótivator en of eftirlátsamur við stjörnur til að halda liðsanda og réttu spennustigi út tímabilið.
Þeir þurfa að koma sér upp góðu forskoti fyrir áramót til að eiga góðan séns á titlinum. Okkar lykilmenn skortir betra form útaf meiðslum og öðru til að geta unnið sigur á Stamford Bridge. Það lið sem skorar fyrsta markið. Spái að staðan verði 1-1 til 60-70mín en en það sem skori 3markið taki þetta í lokin.
Þetta eina “agabrot” sem ég er að tala um er rauða spjaldið sem hann fékk einu sinni.
SSteinn, varðandi agann er ég að tala um hvað Pennant er oft húðlatur á velli og nennir ekki að pressa andstæðinga heldur horfir bara á.
Hann er búinn að vera mjög þægur utan vallar, eiginlega of þægur.
Hann mætti alveg taka einn Bellamy á þetta í kvöld og berja einhvern liðsfélaga í með golfkylfu! Það myndi sko mótivera fyrir þá stórleiki eins gerðist gegn Barcelona. T.d. má einhver alveg fara dangla duglega í Steven Gerrard og segja honum að tímabilið sé byrjað… 🙂
he he, skil hvað þú ert að fara Sölvi
Pennant hefur nú áður átt stórleik gegn þeim bláu, og nokkuð eftirminnilegt mark.
Við erum að gefa Keane sjens og segjum að hann verði góður og hann skori mörg mörk, en svo á að sparka í Gerrard vegna tveggja slakra leikja sem ,nota benið, hann átti samt þátt í mörkunum sem voru skoruð í þeim leikjum. Og með Pennant hann er ekki sá versti í LIV….
Nei einsi, það sem verið er að segja er að við þurfum að fá Gerrard í sitt besta form í svona leikjum eins og á morgun. Hann er klárlega búinn að vera langt frá sínu besta og við þurfum hann almennilega í gang. Ef það dugar að dangla í hann og æsa hann þannig upp, þá væri það bara ansi fínt mál ef þrjú stig myndu nást af Chelsea. Gerrard hefur virkað bara hálf áhugalaus á köflum, það sama er ekki hægt að segja um Keane, frekar í raun að hann sé að reyna of mikið.
Varðandi Arbeloa þá er ég á því að hann ráði illa við sterka kantmenn og hleypi allt of mikið af krossum í gegn. Kannski fullsterkt að nota orðið “skárra”. Ég tek þó fram að þegar menn eins og Ronaldo, Simao, Robben, Babel, Riera og Messi eru að spila eins og þeir geta best þá eru ekkert margir sem stoppa þá. Ég er ekkert endilega að tala um leikinn gegn Atlético. Það sem haffsentarnir (og miðjumennirnir) þurfa að gera þegar von er á kantmanni í þessum gæðaflokki er að styðja betur við bakvörðinn og færa vörnina til hjálpar við hann.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
OK OK en bara að dangla ekki meiða’nn. Annars held ég að Gerrard sé ekki áhugalaus hann er með LIV hjarta og hefur sagt að hann vilji vinna úrvalsdeildina, en hann hefur ekki verið alveg heill, eða það fynnst mér.
Sælir félagar.
Fín upphitun og hægt að skrifa undir allt þar NEMA… Fabio Aurelio er maður í sama klassa og Riise okkar gamli liðsmaður. Það væri ömurlegt ef hann kæmi inn fyrir Dossena því Dossena er, hversu sem hann spilar ílla, alltaf betri en Aurelio.
Annars bara. Vinnum leikinn og ekkert um annað að ræða.
Það er nú þannig.
Þetta er fín upphitun og mjög lítið gert úr þessum heimavelli þeirra sem við höfum nánast aldrei unnið neitt á nema fyrir slysni.
Mitt mat er, að ef við komumst frá þessum leik með stig þá er ég sáttur. Spurning hvort ég sé hógvær eða metnaðarlaus læt ég aðra um að svara, en rýnandi í tölfræðina hjá þeim á Stamford og okkar árángur væru meiri líkur á því að röðin 1-2-3-4-5 kæmi upp i lottóinu ….
Vonandi verður þetta í leiðinni skemmtilegur knattspyrnuleikur.
(Ákvað að gúgla þetta:
Chelsea hefur ekki tapað 86 heimaleikjum í röð. Þeir hafa ekki lotið í gras í fjögur ár og 8 mánuði (56 mánuði). Chelsea hefur ekki tapað 29 leikjum í röð á meðan Lpool hefur ekki tapað í 15 leikjum. Heimild BBC. ).
YNWA // Árni Jón.
Þú veist að Hyypia var ekki í liðinu síðast, því hann má ekki spila í evrópukeppnini.
SiggiE, það er alveg búið að benda á það fjórtan sinnum hér á undan. Agger spilar pottþétt, ef Dossena var keyptur til að verða byrjunarliðsmaður þá á hann að spila. Mascherano verður okkar maður á morgun, tæklandi útum allan völl og stoppandi sóknir þeirra bláu og svo skorar hann “Lampard” mark fyrir utan teig (skýtur í varnarmann og inn) á 73. mín og Liverpool vinnur 1-0.
1:1 er mín spá … tek annars undir með SSteina … það færi allt á hvolf með sigri!!
Giska fastlega á að Agger verði í liðinu og Dossena. Held að Dossena gæti virkað mjög vel á móti Chelski. Ef einhver Liverpoolari tryggir okkar liði sigur á morgun, þá verður sá maður tekinn í guðatölu 🙂
Áfram Liverpool!
Mikilvægur leikur? Allir leikir eru mikilvægir. Fyrirfram myndi ég veðja á Chelsea sigur, svona ef raunsæið eitt ætti að ráða. Maður má ekki láta óskhyggjuna eina stjórna sér. Hins vegar held ég að eitt hjálpi okkur á morgun: Chelsea skoraði böns af mörkum í síðasta leik, voru það ekki fimm kvikindi? Þess vegna skora þeir ekki mörg í næsta leik. Það er bara þannig. Og sennilega munu þeir vanmeta Liverpool út af Torres. Jafntefli eða útisigur og yrði það ekki sætt?
Væri frábært að ná sigri. Btw. er ekki tjallinn að breyta klukkunni í nótt og byrjar leikurinn því ekki 14:30 en ekki 13:30 eins og virðist standa allstaðar??
Held þú sért aðeins að misskilja tímadæmið BJ. Leikurinn hefst klukkan 13:30 að íslenskum tíma eins og kemur fram hérna hægra megin á kop.is
Þessi leikur er ekki make or break fyrir titilbaráttuna – hinsvegar held ég að sigur í þessum leik gæti gert ótrúlega mikið í að auka það sjálfsstraust og trú í liðinu…
Svo oft í gegnum tíðina höfum við tapað akkurat svona deildarleikjum, og ég er hræddur um að slíkt gerist í dag einnig.
En ég ætla að spá 1-1 jafntefli … við komumst í 1-0 með marki frá Alonso, og það verður svo Lampard sem jafnar á lokamínútunum.
Tad sem vid hofum framyfir Chelsea er vinnuhesturinn Dirk Kuyt. Med honum er haegt ad sigra hvada lid sem er!
Jæja komin með tölur
Liverpool vinnur 3-1
Liverpool make two changes, with Fabio Aurelio preferred to Andrea Dossena and Dirk Kuyt in for Yossi Benayoun. Still no Fernando Torres.
The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Agger, Mascherano, Alonso, Gerrard, Keane, Riera, Kuyt. Subs: Cavalieri, Hyypia, Babel, Lucas, Pennant, Keane, Dossena.
Vá nú er komið að því, Chelsea tapar loks,, alveg öruggt!! 0-2 fyrir okkur, Kuyt og Babel,,, YNWA
Nei það verður 1-3 og Riera með það 3ja KOMA LIVERPOOL JESS JESS
39 Baldvin. Er Keane i byrjunarliðinu og á bekknum… nokkuð gott
Hæ hó.
Forritið að stríða okkur, þess vegna er ekki komin frétt um byrjunarliðið. Vonandi hrekkur þetta í gang fyrr en seinna……
Ekki líst mér á þetta í dag. Það er eins og Rafa sé búinn að tapa leiknum, að minnsta kosti tveimur stigum, svona nokkurn veginn. Keane einmana frammi – það gengur ekki, allra síst á móti vélvæddum vegg eins og Chelsea, sem er 60-70% með boltann. Þetta verður ömurlegt á að horfa.
Nú, jæja. Aldrei má maður segja neitt! Þetta er ekki eins slæmt og ég hugði fyrir einni mínútu!!!!!
Hvað er hægt að segja?
Það er hvergi veikan blett að finna á liðinu og ljóst að Benitez hefur stimplað sig inn sem goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool. Maðurinn er kominn á sama stall og Bill Shankley.
Ég sé ekki mörg lið standast okkur snúning miðað við spilamennsku liðsins. Bring on Man. Utd man!! Bring on Barcelona man!!
Helgi, Chelsea mega yfirspila okkur og vera 90% með boltann mín vegna svo lengi sem að fáum eitthvað út úr leiknum. 3 stig væri svakalega sterkt. Vonandi verður þú svo glaðari eftir leik en fyrir hann.
Áfram rauðir.
Snillingar
80 og hvað margir leikir ónýtt;)
Yeeeeessssssssss!
Snilld snilld sniiiild!
Þetta var bara brill – þrjú stig á móti Chelsea úti – það verður varla betra – en taugaslítandi var þetta samt. En vel þess virði.
Til hamingju með sigurinn!
Það er gaman að lesa þegar verið er að tala um að þessi og hin liðin séu þetta langt á eftir TOPPLIÐI Liverpool 🙂