Þriðjudagskvöldið bjargaði tímabilinu enn sem komið er fyrir okkur og gerði höggið aðeins vægara að vinna ekki deildina með 97 stig. Það eru þrjár vikur eftir af mótinu fyrir okkar menn en að sama skapi ljóst að nokkrir hafa líklega spilað sinn síðasta leik. Líklega er enginn að þeim sem byrjar leikinn í Madríd að fara spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool það kvöld. Eins er spurning hvort það það stefni í algjört Tottenham sumar hjá okkar mönnum á leikmannamarkaðnum?
Hvaða leikmenn hafa spilað sinn síðasta leik?
Alberto Moreno sem hefur spilað 253 leiki fyrir Liverpool á fimm tímabilum fer í sumar. Hann er svipað toxic og Mignolet og Karius voru orðnir í fyrra. Hann átti ágæta spretti í byrjun síðasta tímabils en hefur ekki séð til sólar eftir að Andy Robertson varð bókstaflega besti vinstri bakvörður í heimi.
Hvað kemur í staðin?
Ekkert nýtt er mitt gisk. Andy Robertson spilar alla leiki þegar hann er heill og væntanlega er erfitt að hafa back up fyrir hann í sambærilegum gæðaflokki nema það sé leikmaður eins og Milner eða Gomez sem spila allajafna aðra stöðu líka. Moreno hefur ekki verið næsti kostur inn fyrir Robertson undanfarið sem gefur töluverða vísbendingu. Eins hefur Adam Lewis verið orðaður við sæti í hópnum og það væri alls ekki ólíkt Klopp að skoða hann sem þennan 2-3 kost.
Daniel Sturridge hefur vonandi spilað sinn síðasta leik einnig. Meiðslasaga hans er ein stærsta ástæða þess að Liverpool hrundi svona hrikalega illa eftir 2013/14 tímabilið. Hann fékk risastóran samning sem ætlaður var aðalsóknarmanni félagsins og hefur ekki spilað meira en 25% leikja liðsins á neinu tímabili síðan þá. Samtals er hann með 160 leiki á sjö árum og entist sjaldnast í 90 mínútur í þessum leikjum. Undanfarin tvö ár hefur hann reyndar bara ekkert komist í liðið. Samningurinn er loksins að renna út og tími til komin að finna level við hæfi.
Hvað kemur í staðin?
Rihan Brewster virðist vera augljós arftaki og Divock Origi er að verða að því skrímsli sem efni stóðu til þegar hann fór 17 ára á HM með Belgum. Bobby Firmino hefur ekki gefið mikið svigrúm fyrir aðra framherja og spilar vonandi megnið af næsta tímabili. Liverpool þarf einn sóknarmann til í Coutinho klassa til að rótera við þríeykið en sá flokkast varla sem arftaki Sturridge. Ekki nema þá hvað launapakka varðar.
Adam Lallana er ekki að renna út á samningi en eftir tímabil þar sem hann spilaði minna en Sturridge hlítur hann að ná skilaboðunum. Keita og Ox ættu að koma miklu meira inn á næsta tímabili sem takmarkar möguleika Lallana ennfrekar. Það var mikil þörf á fullfrískum Lallana á tímabili í vetur þegar Keita var að fóta sig og Ox meiddur. Sérstaklega eftir að Fekir kaupin duttu uppfyrir. Hann stóðst enganvegin álagið. Hann hefur komið við sögu í 156 leikjum undanfarin fimm tímabil og aðeins náð 1/3 af síðustu tveimur tímabilum. Algjör synd þar sem Klopp elskaði Lallana.
Hvað kemur í staðin?
Allt þetta tímabil hef ég haldið því fram að Liverpool væri betur sett með Harry Wilson en Adam Lallana og væri alveg til í að láta reyna á það næsta vetur. Ef ekki Wilson þá jafnvel hinn 18 ára Curtis Jones.
Alex Oxlade-Chamberlain færir samt Lallana ennþá aftar í goggunarröðina og sama má segja um Naby Keita sem ætti að koma klár inn í næsta tímabil. En takist að losna við þennan launapakka sem og pakkann sem Sturridge er með myndast töluvert svigrúm fyrir fjórða heimsklassa sóknarþenkjandi leikmanninum. Einhverjum með svipað profile og Salah, Firmino og Mané voru með áður en þeir komu til Liverpool en verður orðinn betri en þeir allir eftir tvö ár.
Simon Mignolet vildi ólmur fara síðasta sumar og þar sem það er mjög óvanalegt að Liverpool/Klopp standi í vegi fyrir ósáttum leikmönnum ætti að vera ljóst að hann fer í sumar. Hann er á launum sem sæma markmanni númer eitt hjá Liverpool og því enn eitt svigrúmið sem hægt er að búa til á launaskrá án þess að það komi niður á hópnum. Hann hefur verið mjög fagmannlegur í vetur og á allt gott skilið, það vantaði ekkert upp á vilja eða hugarfarið. En ég mun ekki gráta sölu á honum.
Hvað kemur í staðin?
Það er fátt sem ég skil minna í fótbolta en kaup á markmönnum. Liverpool kaupir eitt mesta efnið í álfunni fyrir hvert tímabil sem sést síðan aldrei aftur. Kelleher er númer 3 núna ásamt líklega Grabara sem var á láni í vetur. Ef að þeir fá ekki sénsinn kemur líklega einhver nýr sem skiptir ekki máli enda sá aldrei að fara í byrjunarliðið. Ef ég ætti að giska tel ég næsta víst að James Milner verði varamarkvörður næsta vetur.
Danny Ings fer til Southampton eftir tímabilið fyrir £18-20m. Synd að hann hafi meiðst í fyrstu viku Klopp hjá Liverpool. Líklega eitthvað sem hann á eftir að svekkja sig á þar til hann deyr því hann ætti að henta leikstíl Klopp gríðarlega vel. Liverpool hefði vel getað notað fullfrískan Danny Ings undanfarin tvö tímabil.
Hvað kemur í staðin?
Innkaup Michael Edwards og Klopp hafa verið svo rosalega markviss og öflug að félagið er að spara fullt af peningum í svona leikmönnum sem áður þurftu að vera partur af hópnum. Það fæst gott verð fyrir Ings en Liverpool þarf ekkert að kaupa fyrir hann beint.
Nathaniel Clyne er að fá sorglegan endi á feril sinn hjá Liverpool. Hann lendir í fyrsta skipti í mjög alvarlegum meiðslum og þegar hann kemur til baka er liðið búið að þróast framúr því sem hann var að bjóða uppá þegar hann var upp á sitt besta.
Hvað kemur í staðin? Liverpool var að spila miðjumönnum í bakverði á tímabili í vetur sem segir okkur að það er klárlega þörf á meiri og betri breidd í þessari stöðu. Sama hvaða álit þið hafið á varnarleik TAA þá er allt of mikið drop off þegar hann er ekki leikfær. Jafnvel þegar Joe Gomez kemur í hægri bakvörðinn. Rafa Camacho gaf það skýrt til kynna að hann væri ekki framtíðar hægri bakvörður og því spurning hvort reynt verði að kaupa leikmann í stað Clyne. Eins er það skoðun margra að alvöru góður hægri bakvörður gæti fært TAA á miðjuna sem er líklega mun hentugri staða fyrir hans hæfileika.
Ki-Jana Hoevar er wild card í þessu þetta er miðvörður sem mun líklega byrja sem bakvörður í aðalliðsfótbolta. Hann er nógu góður til að koma mjög ungur inn í hópinn en líklega kemur næsta tímabil of fljótt fyrir hann. Nota bene hann væri líklega orðin fyrirliði Ajax.
Grujic, Ejaria, Kent, Ojo og Wilson gætu allir skapað tekjur sem skipta alveg máli. Grujic er líklega aldrei undir £20m og sama má segja um Wilson. Kent var svo besti ungi leikmaðurinn í Skotlandi. Líklega ná þeir ekki í gegn hjá Liverpool en þarna gætu legið £30-50m.
Til að koma í staðin fyrir þá er Liverpool núna með besta unglingalið Englands.
Aðrir sem gætu farið í sumar?
Án þess að maður eigi von á því gæti það alveg gerst að 1-2 fari sem hafa spilað stórt hlutverk undanfarin ár. James Milner hefur talað um að hann langi að enda ferilinn hjá Leeds. Kannski væri rétti tímapunkturinn að fara þangað ef þeir komast upp (og hann landar Meistaradeildinni með Liverpool)? Ég efast um þetta en útiloka alls ekki. Ef að hann fer þarf að kaupa nýjan vara vinstri bakvörð, nýjan miðjumann og auðvitað nýjan varamarkmann.
Dejan Lovren gæti líka hugsað sér til hreyfings miðað við hörmungartímabilið sem hann er búinn að eiga. Hann endaði sumarið sem einn besti miðvörður í heimi og spilaði til úrslita í bæði Meistaradeildinni og á HM. Núna kemst hann bókstaflega ekki í liðið vegna þess að Joel Matip er búinn að eigna sér stöðuna hans og er að leysa hana betur. Ofan á það vita allir að Joe Gomez er betri en þeir báðir og mun eigna sér stöðuna aftur. Lovren hefur mest byrjað 24 deildarleiki sem leikmaður Liverpool. Hann byrjaði 11 leiki í vetur. Þetta er bara allt of lítið fyrir ekki stöðugri leikmann en þetta. Það kom tímabil í vetur þegar þeir voru allir meiddir og verði allt óbreytt er hætt við því að sama staða komi upp aftur.
Hvernig getur Liverpool bætt sig eftir þetta tímabil?
Líklega er ekki raunhæft að búast aftur við 97 stigum og þriðja úrslitaleiknum í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þrátt fyrir að þetta tímabil hafi verið eins galið og það hefur verið sér maður svigrúm til bætingar í nánast öllum stöðum.
Alisson er besti markmaður sem ég hef séð spila fyrir Liverpool. Hann vann gullhanskann strax á sínu fyrsta tímabili. Hann er ennþá bara 26 ára og það er ekkert sem bendir til að hann haldi ekki áfram að bæta sig.
Virgil Van Dijk hefur sloppið vel við meiðsli í vetur og er án vafa langbesti varnarmaður sem ég hef séð hjá Liverpool. Þetta tímabil er ekki síst magnað hjá honum í ljósi þess þrír mjög ólíkir miðverðir skiptu tímabilinu á milli sín með honum rétt eins og hann var með þrjá ólíka djúpa miðjumenn fyrir framan sig líka. Ef að Gomez helst heill næsta vetur ásamt VVD gæti vörnin bætt sig enn frekar.
Trent Alexander-Arnold er að verða betri með hverri vikunni og er klárlega ekki hættur að þróast tvítugur. Bara hann ári eldri ætti að styrkja liðið. Klopp gæti samt fengið betra back-up fyrir hann til að dreifa álaginu.
Robertson er að klára sitt fyrsta heila tímabil hjá Liverpool, hann hefur vaxið þannig í vetur að núna er ekki notað neinn gríntón þegar talað er um hann sem besta vinstri bakvörð í boltanum. Það er erfitt að bæta þetta tímabil en mögulega getur félagið verndað hann betur með betri breidd.
Við höfum bara séð sýnishorn af Fabinho í vetur. Þetta er leikmaður sem hefur alla burði til að verða mun betri djúpur miðjumaður en Javier Mascherano var.
Endurkoma Jordan Henderson er beintengd uppgangi Fabinho. Ef að hann hefði spilað þessa box-to-box stöðu í janúar-febrúar held ég að Liverpool væri enskur meistari núna. Frá Southampton leiknum höfum við loksins verið að sjá þann Henderson sem maður hélt að yrði geggjaður undir stjórn Klopp þegar hann tók við liðinu.
Naby Keita og Oxlade-Chamberlain koma vonandi báðir inn í nýtt tímabil eins og nýjir leikmenn og einmitt leikmaðurinn sem okkur vantaði á fyrri hluta tímabilsins. Verði annarhvor eða báðir heilir heilsu næsta vetur er það strax gríðarleg styrking.
Fremstu þrír þurfa klárlega mun meiri samkeppni og fá vonandi í sumar.
Ég man ekki eftir Liverpool í sterkari stöðu fyrir leikmannaglugga. Það eina sem heldur aftur af þessu liði er eitt ljótasta financial doping sögunnar, það mun því miður bara versna.
So Liverpool make more more from TV, and the Championsleague, have more then 4x the worldwide fan base, yet make half the revenue of the Champions
— SimonBrundish (@SimonBrundish) May 12, 2019
Ég held að breydd sé mjög mikilvægur þáttur til að berjast á öllum vígstöðum.
Já Mignolet, Sturridge, Ings og Clyne eru allir að fara frá liðinu.
Ég veit að hann er alltaf meiddur hann Lallana en ég vona að við höldum honum, hann kom mjög sterkur inn í þessa fáu leiki sem hann var heill( hann var valinn maður leiksins í einum af þeim).
Við erum nefnilega með Ox, Keita, Henderson og Fabinho sem allir hafa meiðst og þá þurfa einhverjir að vera til taks og ef Lallana er til takst bara 1/3 af tímabilinu og við þurfum ekki að versla einhvern inn þá er það bara auka breydd fyrir okkur.
Ég sé ekki miklar breyttingar á liverpool liðinu í sumar.
Vinstri bakvörður kemur inn, sókndjarfur miðjumaður og ég spái einn heimsklassa sóknarmaður til að leysa Firmino/Salah/Mane af hólmi ef þeir meiðast eða jafnvel vera fremstur með Firmino fremstan á miðjuni.
Það er samt langt síðan að maður fer svona afslappaður inn í sumargluggan því að ef við kaupum engan þá erum við samt með mjög sterkt lið og er þetta spurning um að fínpúsa liðið og gera það tilbúið í ef lykilmenn meiðast.
YNWA – það er svo gaman að tímabilið okkar er ekki búið 🙂
Ég held að það sé mikilvægara að breikka hópinn en að styrkja byrjunarliðið T.d höfum við einn alvöru varnartengilið og aðeins tvo sóknarbakverð í sitthvorri barkvarðarstöðunnii, En þar kemur blessaður hausverkurinn. Eru margir leikmenn á markaðnum sem eru með sambærileg gæði og Fabinho, Trent Alexsander og Andy Robertson ? Þá er ég að tala um leikmenn sem fitta inn í leikstílinn. Þeir gætu reyndar leynst á ótrúlegustu stöðum eins og sannaðist með Andy Robertson.
Ef það er leikmaður þarna úti sem gæti raunverulega styrkt byrjunarliðið, Þá væri hann vel þeginn.Þá er ég ekki að tala um leikkmann sem er ekki til sölu eða leikmaður eins og Hazard sem yrði aldrei nokkurn tímann seldur til Liverpool, bæði vegna þess að hann er of dýr og líka vegna þess að Chelsea myndi aldrei selja hann innan Englands.
Persónulega er ég mjög hrifinn af Nicolas Pépé en ég er stórlega efins um að hann myndi slá Salah eða Mane úr byrjunarliðinu, Hvað þá Firmino en hann gæti styrkt hópinn.
Ég held að leikmaður eins og De ligt yrði ekki keyptur nema einn af miðvörðunum fari. Málið er að miðvarðarhópurinn er mjög sterkur hjá okkur og ekki vandamálið síðan Van Dijk fór að spila fyrir liðið. Svo þyrfti De Ligt tíma til að aðlagast og því alls ekkert sjálfgefið að vörnin yrði eitthvað sterkari á næsta tímabili ef hann kæmi.
En ég hef ekki séð þetta vandamál nokkurn tímann síðan 1990. Það er þvílíkt luxusvandamál að sjá að Klopp er aðeins nokkrum leikmannakaupum frá því að vera með hóp sem er með ámóta mikla breidd og City.
Vinna meistaradeildina. Hætta að tala um alla þessa eldgömlu bikar sem við unnum fyrir löngu löngu síðan og bæta við. Ef við vinnum meistaradeildina þá tökum við framúr Manchester United sem stærsta félag á Englandi. Ef við hinsvegar töpum þessum úrslitaleik eins og við gerum hvert einasta ár þá gefst ég gjörsamlega upp á þess liði og skil vel afhverju við erum liðið sem allir hlægja af!!
held að þessir tímar þar sem einhver hlær að Liverpool séu að baki, í dag er Liverpool 2 besta félagið á englandi og í raun það eina sem getur kept við city á næstu árum, ég allavega sé ekki Chelsea, arsenal eða Tottenham ná að styrkja sig svo svakalega í sumar að þeir verði í einhverri baráttu, ég minnist ekki á united í þessu þar sem jú ég tel það vera 3-4 ár í að þeir komist í meistaradeildar sæti aftur í deildinni og þetta eru einmitt þeir aðilar sem eru að gera grin af Liverpool í dag en gleyma að horfa á sitt eigið lið.
Hugsaðu þig um Gunnar, hverjir eru að hlægja að LFC? Svarið er, engin hlær að Liverpool, nema þá hræðsluhlátri, sé þannig hlátur til. Að enda yfir 20 stigum ofar en 3ja efsta liðið og 1 stigi neðar en efsta liðið, spila síðan úrslitaleik meistaradeildar, sem mun aldrei tapast nema eithvað verulega óvænt kemur upp á í annað skiptið í röð.
Við verðum teknir af lífi eins og í fyrra ef við töpum úrslitaleiknum. Vegna þess að við klúðruðum deildinni þegar við vorum með 7 stiga forskot. Þú veist hvernig þetta virkar. Bikarar tala. En ég hef fulla trú á að við vinnum meistaradeildina. Alltaf smá hræðsla því Tottenham eru mjög gott lið.
Sammála þér Gunnar, ef við töpum aftur CL þá mun engin muna eftir þessum 97 stigum, enda tala Bikarar meira en einvher stig. Verðum bara að vinna CL..
Ég mun muna eftir þessu 97 stiga tímabili. Er algjörlega ósammála ykkur.
Sælir félagar
Að mínu mati erum við með byrjunarlið sem er eitt það besta í heimi. Breiddin á miðjunni er næg nema ef til vill í varnartengiliðnum. Þar mætti ef til vill bæta við. Ég tel að það vanti varamenn bæði fyrir TAA og AR. Milner vantar hraða en er annars býsna góður sem veramaður fyrir AR en við höfum engan sem er nógu góður bakvörður til að dekka TAA. Okkur vantar ungan heimsklassa sóknarmann til að leysa af í sókninni en D. Origi hefur farið fram úr væntingum mínum þar þó mér finnist hann hafa tekið framförum þá veit ég ekki . . .
Ég væri alveg til í de Ligt með Virgil í miðverði og ekki síst ef Lovren fer. Sá áðan orðróm um að LFC væri búið að bjóða í hann 55mp en veit ekki hvað er hæft í því. Gomes er að mínu mati betri en bæði Matip og Lovren en eins og Matip hefur verið að spila núna þá er erfitt að setja hann út úr liðinu. Svo eru það auðvitað ungu strákarnir. Ef til vill er Rhian Brewster sá sem getur aukið samkeppnina í sókninni amk. hefur Klopp sagt að hann sé framtíðarmaður og komi sterkur inn á næstu leiktíð. En hvað veit ég sosum.
Það er nú þannig
YNWA
Amen!
Hvað næst?
Úrslitaleikur í meistaradeildinni sem sigurstranglegra liðið!
Eftir að enda í öðru sæti í ensku deildinni með stigafjölda sem hefði nánast alltaf dugað til að vinna deildina.
Ég er þakklátur fyrir það sem liðið hefur fært okkur stuðningsmönnum í vetur, gleðina og spennuna hingað til sem endar vonandi með sigri í Madrid. Ég er bara ennþá að melta þetta tímabil. Hversu góðir leikmenn eru að spila fyrir Liverpool, hversu góður stjórinn er, hversu sterkt liðið er orðið og hversu mikið allir virðast njóta þess að vera hjá félaginu er það sem kemst að hjá mér. Ég er bara ekki tilbúinn að fara í þessar innkaupspælingar tveimur dögum eftir síðasta deildarleikinn og tveimur vikum fyrir úrslitaleik.
Annars bara takk fyrir alla pistlana og hlaðvarpsþættina í vetur 🙂
Við getum selt:
Grujic
Ejaria
Kent
Ojo
Clyne
Lallana
Sturridge
Lovren
Mignolet
Wilson kemur inn í hópinn og Ox og Gomez verða nánast eins og ný leikmannakaup. Vona að þeir haldist heilir.
það sem þarf þá að kaupa er (% af budgeti fyrir hverja stöðu):
5% Varamarkvörður
30% Miðvörður
20% Hægri bakvörður (gæti verið leikmaður í annari stöðu sem getur einnig spilað sem bakvörður)
10% Sóknarsinnaður miðjumaður
35% Sóknarmaður
Draumur (mjög óraunhæfur):
Einhver 33-34 ára reynslumikill markvörður sem sættir sig við aukahlutverk
De Ligt
Wan Bissaka (færa TAA í aðra stöðu á miðjunni)
Julian Brandt
Griezmann
Griezmann er að fara til Barcelona
Óþarfi að færa TAA á miðjuna þegar hann er að læra að vera einn besti hægri bakvörður heims(þarf að læra aðeins staðsetningar og halda focus í 90 mín) en sóknarlega er hann mjög góður.
De Ligt, Brandt og Wan Bissaka væru samt allir leikmenn sem maður vildi fá til liðsins.
Mjög áhugavert og spennandi hversu sterkt liðið okkar er orðið og ef breiddin verður aðeins meiri að þá eigum við að þola meira álag á næstu leiktíð, sbr. bikarkeppnir og smá meiðsli.
Annars er ég alltaf stoltur af því að vera púllari en aldrei eins mikið og þessa dagana. Sérstaklega eftir að maður sá áhorfendur hrauna yfir pobga í lokaleiknum (átti það skilið) og svo þetta með lagið hjá leikmönnum shitty um Liverpool, hversu lágt getur þessi plastklúbbur lagst niður?
Vonandi verður nú tekið á þessum FFP-reglum í eitt skiptið fyrir öll því peningarnir streyma inn til okkar, á réttum forsendum.
Varðandi De Ligt þá er Gomez allan daginn betri leikmaður
Ef að ég ætti að velja í dag hvort ég myndi frekar vilja byggja upp vörn í kringum De Ligt eða Joe Gomez væri sá Hollenski alltaf svarið. Meiðslasaga Gomez er vægast sagt áhyggjuefni.
Málið er samt að Liverpool er núna komið á þannig stall að liðið “þarf” að vera með þennan gæðaflokk leikmanna að berjast um stöður. Liverpool þarf meira en bara frábært byrjunarlið til að keppa ár eftir ár við Barcelona, Real, PSG, Juve, United, Chelsea og hvað þá Man City eins og við sáum í vetur. Það er ekkert í rekstri félagsins sem segir að félagið hafi ekki burði til þess. Stuðningsmenn Spurs hugsa þetta líklega nákvæmlega eins.
Mané, Coutinho, Salah og Firmino kostuðu allir bara smáaura m.v. virði þeirra í dag. Einmitt slík kaup væru rosalega vel séð núna í sumar.
Ef að það er séns á svona uber-heimsklassa efni eins og De Ligt, Dembéle, Mbappé, De Jong o.s.frv. vill ég sjá Liverpool í því kapphlaupi.
Alisson, Van Dijk, Fabinho og Keita eru allt dæmi um leikmenn sem stóru liðin vildu flest og Liverpool vann baráttu um þá og borgaði það sem þurfti. Félagið er komið í mun sterkari stöðu núna eftir annan úrslitaleik og 97 stiga tímabil.
Harry Wilson að brillera í seinni leiknum gegn Leeds.
Tvær stoðsendingar og eitt mark eftir 55 mín.
Ég vil sjá þennan strák koma heim til Liverpool.
Svaka spyrnumaður þessi strákur með gott auga fyrir sendingum og spili.
Ég er einmitt mjög spenntur að sjá Harry Wilson fá tækifæri með Liverpool, verst að hann spilar í stöðunni hans Salah en hann ætti að geta fengið helling af leikjum samt.
Ég held að hann sé kominn með 15 mörk í vetur af kantinum.
Ég væri til í að fá Zaha í Liverpool
Ætlaði akkurat að fara kommenta um Zaha núna vill hann ólmur komast frá Palace og spila í meistaradeild væri þetta slæmur kostur fyrir Liverpool að fá snöggan og góðan leikmann sem hann er ekki væri það slæmt í leikkerfi Klopp það er nokkuð ljóst.
Zaha verður 27 ára í nóvember og er risa fiskur í litlu vatni. Sannarlega frábær leikmaður og velkominn til Liverpool en ég STÓREFAST um að Edwards reyni við hann, passar enganvegin inn í innkaupamódel Liverpool og eins held ég að hann passi ekki vel inn í hugmyndafræði Klopp.
Stóra vandamálið er að hann mun kosta fáránlega fjárhæð fyrir það eitt að vera enskur og þekkt nafn í úrvalsdeildinni. Sambærileg gæði úr öðrum deildum á meginlandinu kosta jafnan helmingi minna og jafnvel tæplega það. Edwards hefði líklega verið klár í slaginn á svipuðum tíma og þegar hann fór til United en ekki núna. Það væri töluvert úr karakter.
Án þess að hafa fylgst með honum það mikið held ég að hann hafi ekki heldur þá vinnusemi sem Klopp fer fram á. Þetta gæti verið bull og hann vissulega vinnur það upp með gæðum framávið. Líklega hefði verið hægt að segja ca. það sama um Shaqiri fyrir ári síðan, Liverpool hefði aldrei keypt hann ef hann hefði ekki verið með þessa klink klásúlu í sínum samningi. Zaha er að ég held ekki með neitt slíkt.
Aldur plús verðmiði held ég að útiloki hann strax. Eins held ég að Edwards geti vel fundið betri kost en Zaha.
Nicolas Pepe og Maxi Gomez líta vel út miðað við það sem ég hef séð. Pepe er mjög teknískur, hraður og með frábærar hreyfingar. Gomez er með markanef og góðar staðsetningar, kraftur í honum líka. Væri frábært að fá þá tvo, eða amk þessar týpur. Samuel Cuckwueze (eða eitthvað þannig) líka verið orðaður við Liverpool, svipuð týpa og Pepe segja gárungar, Brantd líka en spilar aðeins öðruvísi en Pepe amk. en hægt að fá hann ódýrt miðað við markaðinn í dag, er með release klásúlu m rétt yfir 20 milljónum punda, sem minnir mig reyndar á nýjustu fréttirnar. Hakim Zyech (eða eitthvað þannig) er mjög spennandi leikmaður sem hægt er að fá fyrir 25 milljón pund (klásúla í samning) hraður og teknískur gæi. Það verður amk spennandi að sjá hvaða framherji kemur inn, verður sennilega bara einn því að Divock kallinn spilaði sig inná nýjan samning núna í lok tímabils. Varðandi miðjuna getur bara ekki annað verið en að annað hvort eða jafnvel báðir af Grujic og Wilson fái sín tækifæri eða hvað ? Báðir staðið sig frábærlega. Svo er auðvitað hægt að taka Wenger á þetta og segja að fá Uxann inn sé bara eins og að kaupa inn nýjan leikmann 🙂 það kemur nýr vara markmaður það er held ég alveg klárt, verð bara að treysta Klöpp og félögum með það en það verður að vera gæji sem er full mótaður og með sjálfstraust til að standa í búrinu hjá LFC í fjarveru Alisson en ekki eitthvað Karius dæmi, sem var kannski ready tæknilega en greinilega aldrei tilbúinn 100% andlega kallgreiiiið til að standa í búrinu. De Light er draumur sem hefur smá möguleika á að rætast vegna ágengt Van Dijk, þroskaður beond his years og mynnir að því leitinu til á Varane þegar hann steig fullskapaður 19 ára inní stjörnuprýtt Real lið. Svo virðast menn ætla að fara svipaða leið og síðast með kaup á vinstri bakverði og er þessi Lloyd frá Bristol City líklegast maðurinn sem kemur inn fyrir Moreno í backup-ið fyrir Robbo enda gekk það vel síðast að fara þá leið að fá inn mann frá svona minni spámönnum með fullri virðingu fyrir Hull og Bristol City. Ef þetta gengur eftir þá er það meira en klúbburinn gaf út, minnir að menn séu að tala um 2-3 leikmenn inn en ég trúi bara ekki að menn reyni ekki við De Light, þessi strákur verður frábær leikmaður og virðist líka vera náttúrulegur leiðtogi, LFC eru með marga leiðtoga en eru ekki bestu liðin skipuð leiðtogum í hverri einustu stöðu ? Bara mínar pælingar, en fókus núna á CL og svo verður bara gaman að fylgjast með Silly season í sumar eins og alltaf. Heskey, Ölver and out (vá hvað þetta varð langt hjá mér, ef þú kæri lesandi nenntir að lesa þetta, hafðu þakkir fyrir og verði þér að því).
Lloyd farinn til Bournemouth fyrie 13 mill.