Liverpool setti nýtt og áður óþekkt viðmið í að vanta bara herslumuninn til að vinna deildina á mögnuðu tímabili. Gríðarleg vonbrigði en það er eitt stórt verkefni framundan og núna ljóst hverjir andstæðingarnir verða í Madríd.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn
MP3: Þáttur 238
Ekki mörg lið sem hafa náð meira en 97 stigum í sinni deild.
Hrátt vinnuskal til að bera saman núverandi lið við önnur sem hafa endað í öðru sæti.
“The best way to do it is bring together a group of players, try to develop them altogether and then stay together for a while.
Klopp að tala um að Liverpool séu ekki að fara að eyða miklu í sumar, hann telur ekki ástæðu til þess heldur aðaláherslan er að bæta þá leikmenn sem fyrir eru en auðvita bætist eitthvað við en það verður ekki margir leikmenn
Sammála þessu SE. Ég gæti trúað að yrðu keyptir 2 leikmenn, 1 bakvörður og fjölhæfur og afar öflugur sóknarmaður. Veit ekki ef það yrði keyptur þriðji maðurinn hvar hann ætti að vera. Ef til vill backup fyrir Fabinho.
Það er nú þannig
Takk fyrir þetta strákar. Hvað er framundan hjá Klopp og klúbbnum er spurningin í dag…
…held að keyptir verði í mesta lagi einn til tveir leikmenn, jafnvel enginn
… liðið er á besta aldri og ef allt er eðlilegt þá verða flestir leikmenn betri næsta vetur
… vona svo sannarlega að lélega næsta tímabil eftir 2. sætið verði ekki raunin nú. Við munum eftir 2001-02, 08-09 og 13-14. Þá átti að taka titilinn tímabilið eftir og allt fór í hönk hvað eftir annað
… Klopp losar sig við menn sem hann sér ekki í plönum liðsins m.a. Sturrigde
…vona svo sannarlega að Milner taki eitt tímabil í viðbót. Er frábær leikmaður og einstaklega fjölhæfur og klárlega einn af leiðtogum liðsins
… ef CL titillinn kemur ekki í hús er ég hræddur um að geti komið los á t.d. Mane og Salah jafnvel fleiri leikmenn
… Klopp bókstaflega verður að reka af sér sliðruorðið um að geta ekki unnið úrslitaleiki
… ég vill að liðið mitt vinni titil sama hve stór eða lítill hann er, fyrst og fremst PL, svo FA.
… það er algjörlega óþolandi hve Liverpool þarf að hafa mikið fyrir nánast engu. Lið svipað að getu, MC, stendur uppi með þrjá titla
… að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með okkar frábæra lið en titlana vantar
Bara get ekki verið meira ósammála þér varðandi það að ef CL komi ekki núna að það verði eitthvað los á mönnum, bara trúi því ekki að þeir fari frá einu af tveimur bestu liðum heims, bara vill ekki trúa því að þessir drengir sem þú nefnir séu ekki betur gefnir en svo að þó að einhver dolla náist ekki þá verði allt vitlaust og þeir fari að vilja verma bekkinn hjá Barcelona eða í uppbyggingarstarf hjá Real eða Skums næstu 5 árin.
Það væri galið að staðna með þennan hóp.
Það á alltaf að bæta inn mönnum.
Hve mörgun veit ég ekki það ræðst bara hvað er í boði fyrir Liverpool.
Það að hamra ekkiá járnið meðan fjármalagetan og aðrir hlutir félagsins eru í toppstandi væri galið.
Ég hef trú á stórum glugga en byggðan á trúktur félagsins.
Það munu öll lið styrkja sig í sumar sem meiga og liverpool getur ekki setið eftir.
En næst er það bara stærsti leikur timabilsins og ég get bara sagt það strax að ég veit ekki hvernig maður gæti tekið á móti tapi i þeim leik eftir allt sem undan er gengið hjá liðinu hans klopp 4 úrslitaleikurin hjá liðinu og 2 sætið með 97 stig sem er galið. Maður varla myndi þola tap gegn tottenham um cl titilin væri risakjafshögg af þyngstugerð.
De Ligt hefur samið við LFC til á 5 ára(staðfest), svona setningu langar mig að sjá á næstu dögum, í síðasta lagi eftir úrslitaleikinn. Um aðra leikmenn væri gaman að fá uppástungur.
YNWA
Við erum oliklega að fara að bæta við okkur De Ligt….það litla sem eg hef séð til Hakim Ziyech hjá Ajax þá gæti hann verið góð viðbót við fremstu 3 hjá okkur….okkur vantar menn til að bakka upp bakverðina okkar….annars trúi ég og treysti Klopp vel i þessum málum….væri lika frábært ef Hasard eða Mbappe kæmu…
það er örugglega ekkert að fara að heirast af leikmannamálum fyrr en eftir a.m.k tvær vikur
Ég skil þessi kaup á De Ligt ef hann er leikmaður sem ætti samkvæmt öllu eðlilegu að bæta byrjunarliðið. Annars finnst mér miðvarðastaðan einna best mönnuðust á vellinum,. Vandinn er frekar breidd í bakvarðarstöðunum og að við höfum aðeins einn alvöru varnartengilið. Vissulega væri gott að fá einn vængmann en þar fyrir utan er þessi hópur þegar orðinn suddalega sterkur.
Er Liverpool ekki komið á þann stað til að berjast um svona leikmann ?
Reyndar eru Real menn langlíklegastir til að borga það sem þarf til að fá hann en það væri gaman að sjá Liverpool allavega berjast um hann.
https://www.visir.is/g/2019190529943/mbappe-ihugar-ad-yfirgefa-psg?fbclid=IwAR1Z-v4tty35rcOJWMjDuUGvGQMJtaRaUevPKUA162jG6u5SawzWn46WX9c
Er Werner ekki að koma .. finnst hann svo sem ekki merkilegur .. lítið gert með landsliðinu til dæmis.. en hann gæti kannski passað með hinum sóknarmönnum okkar og verið fremsti maður og hver veit nema hann gæti smellpassað.
Í mínum huga er LFC mest spennandi klúbbur í fótboltanum í dag, einfaldlega vegna þess að undir Klopp að þá eru allir leikmenn að bæta sig sem leikmenn. Enginn leikmaður væri svo vitlaus að vilja ekki skoða þann möguleika að fara til LFC. Ég veit ekki með Mbappé, er hann ekki of mikil barnastjarna eitthvað? Finnst hann pínu vera í þessum pogba/balotelli pakka. Gaur sem hugsar meira um hárið sitt en aðra mikilvæga hluti. Annars er hópurinn okkar sterkur og ég vil að hann verði styrktur enn frekar. Sérstaklega ef selja á Moreno, Lallana og einhverja fleiri sem hafa verið á tréverkinu. Annars hefur Klopp ekki gert ein slæm kaup hingað til þannig að ég treysti honum 110% til þessa verks 🙂
Held að hann Mbappé sé töluvert skárri en P og B hann er líka aldrei með neitt hár og virkar á mig meira svo eins og Mo okkar alltaf með sama lúkkið og ekki of upptekinn af því?
Moreno ER held eg samningslaus svo ekki verdur hann seldur frekar en Sturridge en fint ad Losa um launaskrànna.
Mbabbe ER held eg alls engin Pogba EDA Balotelli og virkar heill I hausnum en held ad ef hann fer eitthvad Verdi tad alltaf Real tvi midur, væri samt til i ad sja okkar menn Reyna tott hann kostadi 300 kulur, med einn svona Mann gætum vid unnid alla titlana næsta vetur.
Vona svo ad okkar menn kaupi adeins meira en bara bakvord og soknarsinnadan leikmann I sumar . Draumurinn eru 3-4 leikmenn SEM allir styrkja besta 11-15 manna hópinn. Vill miklu frekar Zaha fra Palace heldur en Dybala ef menn eru ad Skoda ta tvo. Væri helst til I 2 leikmenn tarna fremst a vollinn en tad gerist aldrei ef Origi gerir nyjan samning en hefdi verid raunhæft ef Origi og Sturridge hefdi badir Farid. Hefdi alls ekki verid slæmt TD ad Reyna vid Son hja Tottenham, teim vantar aura eftir ad teir bygdu vollinn sinn sem kostadi helmingi meira en hann ætti ad kosta.
Vill allavega sja okkar menn styrkja lidid tvi hin lidin Gera tad oll klarlega og tott lidid se frabært ER alltaf hægt ad bæta tad. ættum ad eiga nog af sedlum og ta um ad gera ad henda I 2-3 risakaup og syna metnad afram og yfirlisingu um ad vid ætlum okkur bara miklu meira a næstu arum.
Veit annars einhver eitthvad um hvenar a ad klara ad stãkka Anfield ? Ætti ekki ad stækka Anfield Road stukuna um 5-6 Tusund sæti svo vollurinn færi Ur 54 Tusund I 60 Tusund ? Tad voru alltaf upphaflegu plonin allavega
Við vorum nú nett heppnir að þríeykið frammi voru allir heilir nánast allt tímabilið. Það er ekkert víst að sú heppni haldi áfram. Origi er búinn að sanna sig sem fínasti kostur. Shaqiri er alltaf lúnkinn. Efnilegir unglingar. En ef það kemur einhver bomba þá hlýtur það að vera frammi en ekki De Ligt.
Samt sjálfsagt að tjékka á De Ligt þó ég efist um að hann sé eitthvað betri en Gomes sem var meiriháttar áður en hann meiddist.
Varabakverðir sérstaklega hægra megin fyrir TAA þar sem hann er enn svo ungur eru nauðsynlegir.
Held að það sé gúrkutíð hjá slúðurblöðum að orða hina og þessa við Liverpool.