Það hlaut að koma að því. Eftir bestu byrjun í sögu Úrvalsdeildarinnar – átta sigrar og tvö jafntefli í fyrstu tíu leikjunum – tapaði topplið Liverpool í dag fyrir botnliði Tottenham, **2-1 á útivelli**.
Rafa stillti upp okkar sterkasta liði í dag, ef frá eru talin meiðslin á Torres og Skrtel:
Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane
**Bekkur:** Cavalieri, Hyypiä, Aurelio, Lucas, El Zhar, Benayoun (f. Riera), Babel (f. Keane).
Fyrsta mark leiksins kom strax á þriðju mínútu. Robbi Keane fékk boltann úti við hægra horn vítateigs Tottenham og sneri laglega á Ledley King og inn að endalínunni. Þar kom **Dirk Kuyt** fyrstur að boltanum, lagði hann fyrir sig í þröngu færi og negldi honum upp í þaknetið. Staðan strax orðin 1-0 fyrir Liverpool.
Næstu sjötíu mínúturnar voru allar á sömu leið; Liverpool-liðið stjórnaði leiknum og lokaði algjörlega á dapra sóknartilburði heimamanna. Nokkur hálffæri okkar manna var með því markverðasta í fyrri hálfleik en í þeim síðari gerðu okkar menn stórsókn framan af og voru hreinlega klaufar að bæta ekki við a.m.k. einu marki. Eins og venjulega fóru að renna á mann tvær grímur þegar leið á seinni hálfleikinn og annað markið lét standa á sér, og það kom líka á daginn að okkar mönnum hegndist enn einu sinni fyrir að ná ekki að gera út um leikinn.
Þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru eftir sýndi **Jamie Carragher** einhverja lélegustu varnartilburði sem ég hef séð til hans á hans annars langa og giftusama ferli. Hann var með boltann fyrir framan teig Liverpool og hreinsaði út úr vörninni með vinstri fæti, en klúðraði sendingunni svo að hún barst beint á Tottenham-menn sem hófu stórsókn í staðinn. Á sama tímapunkti og sú stórsókn hófst sýndi Carra af sér frekar óíþróttamannslega tilburði þar sem hann brá greinilega fæti fyrir Darren Bent, fjarri atburðum í kringum boltann. Annars slappur dómari leiksins, Phil Dowd, kom auga á þetta og þegar Alonso braut á David Bentley við hægri kant Tottenham var hann fljótur að kalla Carra til sín og spjalda hann.
Í kjölfarið tók Bentley ágætis fyrirgjöf frá hægri úr aukaspyrnunni og þar stökk Carragher hæst allra, undir pressu frá Ledley King, og skallaði boltann óverjandi í fjærhornið á eigin marki, þegar það virtist mikið auðveldara fyrir hann að setja boltann í horn eða bara eitthvert annað. Sannarlega furðuleg mínúta hjá Carra sem leit út eins og hann hefði séð draug eftir þetta jöfnunarmark.
Við þetta mark kom fát á okkar menn og Tottenham-menn juku pressuna. Rafa setti Babel og Benayoun inná en lítið kom út úr þeim og undir það síðasta virtist þetta vera að fjara út í jafntefli. Á 91. mínútu náðu Tottenham-menn þó einni lokasókn; Bentley náði að búa sér til pláss við vinstra horn vítateigsins og átti gott skot sem Reina varði vel. Darren Bent náði fyrstur til boltans hægra megin í vítateignum en Andrea Dossena pressaði hann. Bent náði þó að renna boltanum framhjá Dossena inn að markteig þar sem varamaðurinn **Roman Pavlyuchenko** náði að snudda hann framhjá Daniel Agger og Pepe Reina og í fjærhornið.
Lokatölur leiksins urðu því **2-1** og dugði það heimamönnum til að lyfta sér úr botnsætinu, á meðan okkar menn sitja jafnir Chelsea að stigum eftir ellefu umferðir, fimm stigum á eftir United (sem eiga leik til góða) og sex stigum á undan Arsenal.
Persónulega, þá er ég rólegur yfir þessu tapi. Eftir frábæra byrjun í vetur var þetta bara spurning um hvenær, ekki hvort, fyrsta tapið kæmi. Þetta tap mun ekki hafa úrslitaáhrif á titilmöguleika Liverpool í vetur, en viðbrögð liðsins í næstu deildarleikjum gæti haft afgerandi jákvæð eða neikvæð áhrif. Eins og hefur komið fram áður á þessari síðu er leikjaprógrammið fram að jólum frekar auðvelt, nær eingöngu leikir við lið sem eru í neðri helming stigatöflunnar, þannig að liðið hefur enga afsökun fyrir því að láta þetta tap slá sig út af laginu. Í fyrra var liðið ósigrað fram í miðjan desember – en þá með talsvert fleiri jafntefli og ekki í toppsætinu – en um leið og fyrsti leikurinn tapaðist (úti gegn Reading) hrundi allt og næstu tvo mánuðina eyðilagði liðið alla möguleika á titilbaráttu. Það má einfaldlega ekki gerast aftur og því er gríðarlega mikilvægt að liðið girði sig í brók eftir þennan leik og haldi áfram næstu deildarleiki eins og ekkert hafi í skorist.
**Maður leiksins:** Sko, áður en ég útnefni mann leiksins vil ég nefna tvo punkta stuttlega. Í fyrsta lagi, þá lék liðið alveg ágætlega í dag. Riera hefur átt betri daga á kantinum, sem og Keane í framlínunni, á meðan Carragher átti fyrra mark Tottenham skuldlaust og Agger hefði getað gert betur í því seinna. Að öðru leyti var liðið í raun ekkert að leika svo illa á þessum erfiða útivelli og það sem helst er gagnrýnisvert er sennilega það að liðið skyldi ekki gera út um leikinn í stórsókninni við upphaf seinni hálfleiks.
Ég vil hins vegar ræða aðeins um tvo leikmenn sérstaklega í dag, varamennina Yossi Benayoun og Ryan Babel. Rafa setti þá inn í dag til að reyna að hressa upp á sóknarleikinn og ná að knýja fram annað mark en þeir ollu honum verulegum vonbrigðum. Hann hefði allt eins getað sett Örn Árnason og Ladda inná eins og að sóa skiptingum í Babel og Benayoun. Það eru flestir sammála um að þótt Benayoun sé góður kostur að hafa í leikmannahópi sé hann ekki nægilega góður til að eiga fast sæti í byrjunarliðinu okkar, en þeir eru öllu fleiri sem hafa látið glepjast af hraða og leikni Babel og heimta að hann fái bara alltaf að byrja inná, no matter what. Miðað við það sem hann hefur sýnt okkur í vetur (með einni undantekningu, sigurmarkinu gegn United) er það hins vegar hárrétt ákvörðun hjá Rafa að nota hann ekki meira en raun ber vitni. Babel einfaldlega verður að fara að sýna okkur meira til að réttlæta verðmiðann og orðsporið sem fylgdu honum frá Ajax til Englands.
Maður leiksins í dag var engu að síður hollenskur; **Dirk Kuyt**, auk þess að vera sívinnandi og alltaf að berjast eins og hans er von og vísa, skoraði frábært mark í upphafi leiks og var allan leikinn okkar mest skapandi og mest ógnandi leikmaður. Frábær leikur hjá honum og hann átti ekki skilið að vera í tapliði í dag.
Svona getur lífið stundum verið. Ef við hefðum átt þennan leik við Tottenham fyrir tveimur vikum hefðum við nær örugglega farið með sigur af hólmi, en á meðan þeir hafa verið að gefa stig eins og jólanammi í haust lendum við í þeim í miðri endurreisn og það var allan tímann erfið viðureign, þótt svo að liðið væri á botni deildarinnar. Þeir verða það ekki lengi og við getum bara vonað að þeir eigi eftir að hirða stig af United og Chelsea líka þegar Redknapp er búinn að rífa þá lengra upp töfluna.
Næsti leikur er á þriðjudag gegn Atletico Madrid á Anfield. Vonum að Fernando Torres fái að heilsa upp á gamla vini í þeim leik. Okkur vantar upplyftingu eftir daginn í dag.
Slakt….. endalaust slakt
Ég er ólýsanlega pirraður.
þetta er fótboltinn….búinn leikur. Ekki hægt að vinna þá alla. Núna er það næsti leikur sem þarf að hugsa um.
Þetta var ótrúlega ótrúlega ótrúlega pirrandi rán í dag
Það var innan við vika sem við vorum á toppnum, Adam var ekki lengi í Paradís!
Robbie Keane er farin að fara verulega í taugarnar á mér. Finnst hann ekki gera neitt rétt og þvælist bara fyrir ef eitthvað er. Maðurinn hefur týnt sjálfstraustinu og er svo sannarlega ekki 20m punda virði!
Nú er bara að rífa sig upp og taka öll stigin sem að eru eftir i boði í november.
Það skiptir augljóslega máli hvort maður heitir Papa eða séra King þegar maður ver skot með hendi inni í teig. Í heildina var þetta eins og að horfa á 90 mínútur af innköstum.
Halló við erum á toppnum og það er engin skömm að tapa á móti þeim , með nýjan þjálfar . ‘Afram LIVERPOOL 🙂
3 Arsenal gerði það fyrir nokkrum árum… hefði verið gaman að jafna það en það verður víst ekki, en þetta var verulega slakt hjá okkur í dag, menn á hálfum hraða og hreinlega dapurt á að horfa
Kenni Gumma Ben alfarið um þetta!! Sem Liverpool maður að þá á hann að vita að maður talar ekki um það fyrir leik að Rafa hafi aldrei tapað fyrir Tottenham, skamm Gummi!! En við þurfum ekkert að vera að fara af límingunum þó að einn leikur tapist, nú er bara að taka sig saman í andlitinu og taka á A. Madrid í meistaradeildinni í næstu viku!!!
Kristján V #9, Arsenal vann ekki alla leikina árið sem um er rætt, heldur fór taplaust gegnum deildina, það er nokkur munur á því.
Eh nei við erum ekki á toppnum, við erum í 2. sæti.
Skelfilegur leikur ef einhver var að tala um Keane hafi verið lélegur hvernig var þá Babel eða Benna jón? Carra sýndi okkur að hann kann allveg skora ennþá 😉 verst að hann gleymti að það var búið að vera hálfleikur og við áttum að skora í hitt markið 😉 en ég ætla að vona að þetta tap sýni þeim að þeir verða að fara spila fótbolta til sigur, þetta er búið að vera hræðileg fótboltavika ef ég á segja eitthvað. eins og að horfa á Gamla liðið mæta aftur sem við vorum orðnir geðveikir á síðasta tímabili. Maður leiksins hjá mér er bara liðsheldinn fannst engin skara eitthvað framúr og þreytan farin að segja til sín hjá ansi mörgum.
En prógramið sem við eigum fram í 20 des á að vera þægilegt og koma þessum möunnum aftur þar sem við vonum að þeir verði fyrir jólin 😉
Fúlt. Verulega fúlt. Ce la vie.
11 það var meiningin, maður hugsar ekki rökrétt svona rétt eftir tap… kannski var maður orðinn svo góðu vanur
Einhvern tíma verður allt fyrst og þetta var fyrsta tapið okkar. It is done, get over it. Nú kemur í ljós úr hverju liðið er gert … næstu leikir ráða miklu. Jafnvel þótt þeir séu á móti “lélegri” liðum, þá eru þetta samt lið sem voru fyrir leikinn í dag ofar á töflunni en Tottenham! 🙂
Hins vegar var leikurinn slakur, menn leikandi á hálfum hraða fyrir utan fína byrjun í báðum hálfleikjum. Ef … ef …. ef … maður nennir ekki svoleiðis væli. Þetta voru færi sem kláruðust ekki.
Ég er algjörlega á móti því að Keane hafi verið slappur, ekkert slappari en margir aðrir!!! Og nákvæmlega hvað gerði skiptingin fyrir liðið???? Þegar Keane fór út af og Babel kom inn á, þá fórum við að spila verr!! Hvort sem það hafi verið ástæðan eða ekki. Babel gerði ekki kúk í þessum leik! Keane átti fínar rispur!
Maður er ótrúlega pirraður, þetta var ekki sanngjarn sigur … en við höfum sosum lent á hinum endanum líka. Þú sækir stigin – og við gerðum það hreinlega ekki í dag. Komið með næsta leik!
Mikið djöfull var Babel og Benayoun skelfilega hræðilegir í dag. En þessi leikur var algjört bull og það er ljóst að ef við ætlum okkur að verða meistarar þá verðum við að bæta leik okkar til MUNA. Því Chelsea er að spila svo yfirnáttúrulega vel að liðið hefur miklu meiri gæði nú en þegar Móri var með þá. Jafnvel þótt þeir töpuðu fyrir okkur þá eru þeir í heildina allt of sannfærandi.
En var Keane að spila fyrir Tottenham í þessum leik? Hann gerði vel á 2. mínútu og svo ekki meir. ÞEtta sýnir svart á hvítu hvað mark númer tvö er mikilvægt í boltanum, ekki hægt að halda að við getum unnið með marki á 2. mínútu.
En næsti leikur í deild er það sem máli skiptir núna (jafnvel þótt einhver Meistardeild flækist fyrir)
Æji hvað við áttum þetta skilið! Menn eiga bara að læra af þessari reynslu og klára leikina framvegis en ekki hanga svona á einu marki. Sækja áfram, nýta færin annars eigum við eftir að tapa fleiri svona leikjum á tímabilinu.
Af hverju verður maður alltaf svona brjálæðislega pirraður þegar Liverpool tapar? Reyndar var þetta endalaust leiðinlegur ósigur.
Það er hægt að kenna mjög mörgu um í leiknum og allir vilja vera stjórar á svona dögum. Vörnin ömurleg í báðum mörkunum… hversu oft er samt vörn ekki ömurleg þegar lið fá á sig mörk?
Ég fílaði samt í fyrri hálfleik að pressa svona ofarlega og tækla öftustu menn. Það sem ég fílaði ekki var pirringurinn sem manni sýndist vera á milli nokkurra leikmanna og þá fékk maður strax á tilfinninguna að þetta færi ekki vel. Maður hefur alveg séð betri stemmningu í liðinu en í dag.
En ég held að þetta sé ekki rétti tíminn til að leita að blórabögglum. Maður verður bara að sætta sig við að hin liðin eru líka með góða leikmenn sem geta klárað leiki og það hefði alveg verið gott að mæta tottenham fyrir viku.
Hvað er þettað 3 sjálfsmark Carr, er hann góður 1 daginn og þann næsta alveg frábær, er hann að vera jon arne riise eða hvað. Allavegana mjög ósáttur
Óheppni.
Þannig er fótboltinn. Áfram í næsta leik.
Guð minn almáttugur hvað maður verður pirraður af svona rugli!
Ísak – Keane gerði miklu meira en Babel í þessum leik. Miklu miklu.
Annars verðum við að fara að læra að gera út um svona leiki, fjöldinn allur af krossum og skotfærum sem við verðum að nýta okkur.
Fannst Benitez skipta virkilega heimskulega. Riera er fjölmörgum klössum fyrir ofan Benayoun og Babel er ekki maður í að koma inn í þessari stöðu í svona leik.
En Oddur, hvaða móral milli leikmanna sást þú? Ég tók ekki eftir neinu.
Virkilega sárt…..
Það má segja að Liverpool getur sjálfum sér um kennt. Það reyndist dýrt að hafa ekki nýtt færin sem liðið fékk í byrjun seinni hálfleiks. Fjölmörg tækifæri í stöðunni 1-0 klúðruðust og ekki batnaði ástandið eftir að Liverpool hjálpaði Tottenham inní leikinn með skelfilegu sjálfsmarki. Við það fékk Tottenham sjálfstraustið og skelfileg varnarmistök í öðru markinu kostuðu liðið stig.
Nú vonar maður bara að liðið rífi sig upp og vinni næstu leiki í deildinni. Þetta hefur verið sá árstími þegar liðið hefur byrjað slæmu kafla sína. Vonandi að liðið brottni ekki eftir einn tapleik. Man eftir því fyrir nokkrum árum að Liverpool var á toppnum taplaust eftir fyrstu c.a. 10 leikina. Þá tapaði liðið fyrir Middlesboro eftir skelfileg mistök Dudek og í kjölfarið fylgdi skelfilegur kafli þar sem liðið vann einn leik næstu tvo mán. Viðkvæmt sjálfstraust hefur verið helsti veikleiki Liverpool undanfarin ár, vonandi að það séu breyttir tímar og menn rífi sig upp.
23
Menn voru alltaf að pirra sig að fá ekki boltann og þegar sóknir gengu ekki upp. Gerrard út í Riera. Riera út í Kuyt o.s.frv. Bara pirringur sem er held ég ekki venjulega og sérstaklega ekki þegar lið eru yfir.
25 Oddur
OK, sá ekki. Sá bara þegar Gerrard hjálpaði Kuyt að standa upp og Gerrard og Riera klöppuðu hvorum öðrum á bakið þegar við vorum að ‘outplaya’ þetta lið.
Svo sannast það sem ég hef sagt oft áður að Mascherano er ónothæfur í svona leikjum. Hann gerði ekkert gagn í dag frekar en venjulega í leikjunum sem við stjórnum.
Það eina sem ég get sagt um þennan leik er að sigurinn gegn Chelsea var þarna eyðilagður með óútreiknanlega fáránlegu tapi. Tottenham var ALDREI að fara að vinna þennan leik, hvað þá taka stig, en þeir unnu þennan leik samt! Þetta er AKKÚRAT ástæðan fyrir því að við vinnum EKKI þessa helvítis dollu á þessu ári. Það bara gengur ekki að hafa bara Keane til að bakka upp Torres og því þurfum við að hafa meiri samkeppni þarna frammi.
Svo voru mistök hjá Rafa að skipta útaf Riera því þegar hann er inná þá finnst mér hann alltaf vera mest ógnandi leikmaður Liverpool, sama hvar litið er á liðið. Ég hef þurft að éta það nokkrum sinnum ofan í mig varðandi þennan Riera en hann virkar tussu sterkur og skelfilega leikinn! Þetta er leikmaður sem á að byrja alltaf inná!
21einsi
Rólegur með YFIRLÝSINGAR ;ekki bera nafn Jamie Carragher við hégóma
jon arne riise (enda skrifað með LITLUM STÖFUM).
Samt fróðlegt að vita hvað hjarta Liverpools hefur skorað mörg (sjálfsmörk)Jamie Carragher.
Það vantar vegagerðina hjá Liverpool, að valta yfir andstæðinginn og klára helvit bíp leikina.
En þá er bara byrja á næstu sigurgöngu.
Keane var ekki góður í þessum leik! Átti ekki rispur. Ef Kuyt hefði ekki verið til að hrifsa markið hefði boltinn rúllað burt. Hefði Babel komið inn á og gert rósir eins og hann gerir svo oft hefðu margir haft annað álit á Keane eftir þennan leik og Babel, ef því er að skipta. Kuyt var fínn í fyrri hálfleik en fjaraði út í þeim seinni, sem og flestir leikmenn Liverpool. Sá liðið í seinni hálfleik eins og það var í fyrra inni á vellinum, dúndra boltum frá og fram eins og Crouch og Heskey væru enn frammi að taka á móti boltunum.
Ég er einfaldlega orðinn drulluþreyttur á frammistöðu Keane það sem af er, og hvað þá Babel. Hins vegar þá tekur að sjálfsögðu tíma að aðlagast leikspili nýs liðs og því verðum við auðvitað að bíða og sjá hvernig þeir eiga eftir að höndla næstu season.
Annars var þetta tap ólýsanlega sárt og gjörsamlega eyðilagði kvöldið fyrir mér og eflaust mörgum öðrum Liverpool aðdáendum, sérstaklega eftir öll sms-in frá Man Utd áhangendum sem elska að nudda þessu í andlitið á manni, ég man ekki betur en að ég hafi haldið kjafti þegar við pökkuðum þeim saman fyrr á seasoninu, ég hefði greinilega betur sleppt því.
Mér finnst við ekki höndla það nógu vel að vera á toppnum, Gerrard & félagar hafa tönnlast svo mikið á því að halda sér á jörðinni undanfarið að maður er farinn að halda að þetta sé óöryggið að tala. Það besta samt sem áður við þennan leik er að sjá viðbrögð Liverpool leikmannanna, þeir voru gríðarlega ósáttir og pirraðir í lok leiks, eitthvað sem ég var allavega ekki vanur að sjá eftir jafnteflisleiki á síðustu leiktíð (sem jafngilti eiginlega tapi í mínum huga). Ég trúi því að við mætum trítilóðir í næsta deildarleik (við tökum Madríd í vikunni, bókað mál).
Keane það getur engin verið verri, það er ekki hægt. Ég sagði á sýnum tíma að hann væri góður í miðlungs liði en í toppliði er hann varla miðlungs leikmaður og ætti bara að vera einhvers staðar að þvælast með Pennant
Hvaða hvaða?
Auðvitað er hægt að pirra sig á því að nýta ekki færin en heilt yfir spilaði Liverpool frábærlega og gjörsamlega yfirspilaði Tottenham. Fullt af færum sem hægt er að telja upp eins og skot Gerrard í slánna og svo stöng á meðan Tottenham lágu til baka. Undir lokin voru þeir heldur ekkert að flýta sér í innköstum þegar staðan var 1-1 þeir voru drulluhræddir.
Það er skrýtið að lesa hér að þetta hafi verið slakur leikur, að menn hafi ekki verið að standa sig og svo framvegis þegar ég er viss um að menn væru slefandi yfir frammistöðunni ef við hefðum unnið. Kuyt átti fínan leik og Keane líka, hann barðist vel og lagði upp markið hans Kuyt þannig að ekki er við hann að sakast. Ég held að það sé nokkuð líklegt að ef við spilum fleiri leiki eins og þessi leikur í dag var spilaður þá muni stigin halast inn.
Það er alveg rétt að Keane var ekki góður en það er hægt að segja um marga aðra í liðinu, við vorum bara ekki að nýta færin okka og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér sýndist boltin fara í hendina á varnamanninum þegar Gómes varði í stöng frá Gerrard, er einhver sem sá þetta þannig. Nú er bara að hisa upp um sig og tka næsta leik, gleyma þessum og halda ótrauðir áfram…
28eikifr
Sammála með Riera hann getur tekið menn vel á. En maður vill hafa 2 sóknarmenn í sínu liði, Steven Gerrard er ekki bestur framarlega, hvað þá þegar Keane kemur að sækja boltann. Robbie Fowler og Ian Rush voru sóknarmenn, vantar okkur kannski fleiri sóknarmenn eða vill hann ekki eða treystir hann ekki ungu strákunum? Má maður spyrja eða.
staðreynd: við vorum góðir í 70 mínútur og áttum að vera löngu búnir að ganga frá leiknum , en hrikalega fúlt að tapa þessu helvíti.
Já Gomez varði klárlega, eftir “vítið”. “En menn börðust vel”, “Keane og Kuyt börðust vel” Rosalega er ég orðinn þreyttur á baráttu þeirra manna. Kuyt skárri af tveimur slæmum á hrós skilið fyrir hvað? “Að berjast vel” “þrælduglegur” og Keane það sama nema hefur ekki sýnt krónu! (m.t.t. að krónan telji ekkert í dag)
http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/barcelona/es/desarrollo/1180401.html
Úff, maður fengi nánast úr honum ef þetta yrði að raunveruleika…
Kommon
Kommon
Kommon.
Þetta var fyrsti tapleikurinn okkar í vetur eftir bestu byrjun okkar í deild í 15 ár. Ég skil ekki hvernig menn nenna að gera einstaka leikmenn eins og Babel og Benayoun að blórabögglum fyrir þetta.
Að mínu mati var þetta auðveldasti leikur sem við höfum spilað í vetur. Mark strax á 3. mínútu, fyrri hálfleikurinn drepleiðinlegur, nákvæmlega ekkert að gerast í sóknarleik Tottenham og maður beið hreinlega eftir því að leikurinn myndi klárast svo maður gæti kíkt á síðu 344 í textavarpinu. Inn komum við í seinni hálfleik, miklu grimmari – stórhríð að marki Tottenham. Tvö eða þrjú núll, velti maður fyrir sér? Loksins eitthvað auðvelt og þægilegt. Síðan laumast Tottenham-menn bakdyramegin með tvö mörk, og ég hef ekki enn kíkt á síðu 344 í textavarpinu.
Þetta var auðveldasti leikurinn á tímabilinu. En við töpuðum honum samt. Það er drullusúrt.
Það sem tapaði þessum leik var værukærð. Ekkert annað. Þið megið kalla það ofmat á eigin getu, þið megið kalla það sofandahátt eða deyfð. En ástæðan fyrir þessu tapi var ekki sú að við hefðum ekki stjórnað honum frá A-Ö. Leikmenn Liverpool voru bara hreinlega búnir að gleyma því að þeir gætu tapað. Við gætum kallað það lúxusvandamál. Ég hef fulla trú á því að við myrðum Wes Brown Albion um næstu helgi.
Svo ég komi nú með samhengislaust pirringsraus (Vinsamlegast hoppið að næstu greinarskilum): Hvernig í andskotanum stendur á því að Liverpool tapi svona leik!? Hvernig komast leikmennirnir upp með svona áhugleysi? Hefði Sir Alex horft upp á sína leikmenn sína slíkt kæruleysi? NEI! Og hversu svört er tilveran ef að besta byrjun okkar í sögu úrvalsdeildarinnar dugar okkur ekki eini sinni til að vera á toppnum eftir 11 umferðir? Það er engar líkur á að þetta form sem liðið hefur verið í haldi áfram, og jafnvel þó það myndi halda áfram þá er borin von að besti nóvember mánuður okkar í sögu úrvalsdeildarinnar, besti desember mánuður o.s.fr, og svo framvegi myndi duga okkur. Ef okkar besta dugar ekki einu sinni til að vera fyrir ofan þessa andskotans Chelsea-maskínu, hvað í fjandanum mun þá duga? Við töpuðum á móti botnliði! Efsta sætið er farið! Mómentið okkar er farið! Núna kemur slæmi kaflinn. Núna er tíminn til að byrgja sig upp af kattamat og grafa sig í byrginu. Ef við verðum ennþá í efri hlutanum eftir jólatraffíkina, bjallið þá í mig. Þá kem ég kannski upp aftur.
En allavegana, þá finnst mér algjör óþarfi að skrifa þetta á Babel og Benayoun.
“og maður beið hreinlega eftir því að leikurinn myndi klárast svo maður gæti kíkt á síðu 344 í textavarpinu.”
hahaha ég hló endalaust þegar ég las þetta því maður kannast svo við þetta.
Ég held að Laddi já svo ég tali nú ekki um Örn Árna hefðu nú gert en verra mót en Babel og Benayoun. Laddi (sem er besti gamanleikari allra tíma) er sextugur og ég vil meina að Örn sé talsvert seinni en Babel,annars er það bar mitt mat.
Reynum einu sinni að vera málefnalegir!
þetta var mjög súrt.
sammála síðasta ræðumanni að það er vindhögg að skrifa þetta á babel, nær lagi að skrifa þetta á sóknarmenn (og alonso) sem kláruðu ekki færi og varnarmenn sem áttu að stöðva spurs menn, s.s. dossena.
Allt tal um að Tottenham séu neðstir í deildinni er algjörlega marklaust. Þetta lið á ekkert skylt við Tottenham lið Juande Ramos. Karakterinn og krafturinn í Tottenham liðinu eftir þessi umskipti er gríðarlega góður og liðið er spila eins og maður var hræddur um að það gæti gert fyrir tímabilið.
Viðbrögð Liverpool við marki Tottenham ollu vonbrigðum enda höfum við sýnt að við getum sýnt styrk og karakter eftir að hafa lent undir en sýnum ekki sama karakter þegar við verðum fyrir áfalli. Tottenham aftur á móti sýndi okkur að þeir eru til alls líklegir í öðrum leiknum í röð og að þeir verði ekki auðveld bráð í vetur. Þeir náðu ótrúlegu jafntefli á móti Arsenal, Sigruðu okkur, vonum bara að Chelsea og manutd mæti þeim í svona formi þá geta þeir tekið af þeim stig.
En þetta er bara eitt tap. Þetta núllar ekki út sigra á móti Chelsea og utd enda hefðum við tapað þeim í fyrra og þessum og city leiknum svo það er allt annað upp á teningnum í ár en fyrri ár.
Ef þetta endar ekki sem enn einn Black November þá erum við ennþá að horfa fram á bjarta tíma.
hræðilegt að tapa fyrir svona slöku fótboltaliði. erum mörgum klössum fyrir ofan þetta tottenham lið. en það vantar bara að klára þetta. áttum 2 skot í fokkin tréverkið og fengum nokkur góð færi til að klára þetta. ég sagði við félaga minn eftir að orrahríðinni í seinni lauk hjá liverpool en við vorum enn yfir 0-1: “við fáum í mesta lagi stig út úr þessum leik”. við vorum búnir með sénsana okkar. en svo kom babel inná. þá lifnaði heldur betur yfir mér en þvílík vonbrigði sú skipting. jesús minn almáttugur!!
en stundum eru heilladísirnar ekki með okkur í för og það á svo sannarlega við um leikinn í dag. ég ætla að vera sammála andra fannari með mascherano.
kuyt klárlega maður leiksins, frábær leikmaður.
Þetta er vissulega hundsvekkjandi, sérstaklega þar sem að við vorum svoooo nálægt því að ná öðru markinu.
Þýðir ekkert að hengja haus. Fínt að fá alvöru leik strax á þriðjudag til að vinna sig uppúr þessu og svo verður WBA tekið næstu helgi. Vil alls ekki meina að sigurleikirnir gegn Chelsea og Man Utd séu ónýtir útaf þessum úrslitum. Hvernig væri staðan ef við hefðum tapað þessum tveimur leikjum.
Ef einhver hefði boðið manni þessa stöðu í deildinni á þessum tímapunkti fyrir tímabilið held ég að allir hefðu tekið því boði fegins hendi ekki satt.
Mögnuð staðreynd að Carragher hefur skorað fleiri mörk fyrir Tottenham en Liverpool í deildinni. Annars var þetta sorgleg niðurstaða, við áttum einfaldlega að hafa gengið frá þeim, púnktur pasta. 3 skot í tréverkið og sitt hvor deddarinn hjá Alonso og Kuyt. Jæja, það er greinilega erfitt að spila á móti liði sem er með Houdini sem stjóra. Fer Torres ekki alveg örugglega að fara að koma aftur svo við getum farið að klára öll þessi færi sem við erum að skapa?
Greinilega ekki staðreynd heldur ýkjur. Skv. LFCHistory hefur Carragher skorað 4 mörk í deildinni en sjálfsmörkin á móti Tottenham er einungis 3: http://www.liverweb.org.uk/owngoal.htm. Þannig nálægt but no cigar!
Jæja það hlaut að koma að því, enn eins og menn segja besta byrjun okkar manna í allt of langan tíma.
En eigum við ekki að leiðrétta eitt, “fimm stigum á eftir United”, eigum við ekki að hafa það “fimm stigum á undan United” takk.
Harry Redknapp viðurkennir fullkomlega að Tottenham voru bara stálheppnir og yfirspilaðir af Liverpool mestallan leikinn.
http://sport.setanta.com/en/Sport/News/Football/2008/11/01/Prem-Redknapp-on-Liverpool-win/
Ef við hefðum spilað þennan leik 10 sinnum þá hefðum við unnið 9 af þeim. Þurftum að hitta á einu leiðina til að tapa fyrir þessu ævintýralega slaka Tottenham liði. Það tottar bigtime.
Eins og segir að ofan þá erum við ótal mörgum klössum fyrir ofan þetta lið. Það er gjörsamlega ekkert jafnvægi í þessu Tottenham liði og bara 11 einstaklingar.
Ekki sammála að við spiluðum illa í dag eða að Mascherano sé óþarfur í svona leikjum. Þetta var mjög svipuð frammistaða og gegn Chelsea, pressuðum hátt og stjórnuðum sendingaleiðum og sóknarleik andstæðinganna frá A-Ö.
Ef við hefðum náð 2 markinu hefði þetta alveg getað endað í 5 eða 6-0.
Nú er bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti og vinna næstu 4-5 leiki. Við unnum tvo 6stiga toppleiki gegn Man Utd og Chelsea og erum í mjög góðri stöðu búnir með flestöll toppliðin og búnir að fara á mjög erfiða útivelli gegn Chelsea, Aston Villa, Everton o.fl. Ef við vinnum Arsenal leikinn sem stutt er í þá fyrirgef ég alveg þetta slys gegn Tottenham.
Liverpool fær væntanlega 1-2 góða leikmenn í janúarglugganum og við erum yfirleitt liða sterkastir frá feb-maí. Erum því ennþá í alveg frábærri stöðu. 🙂
Áfram Liverpool!
Þetta var einn ömurlegasti leikur sem ég hef séð með Liverpool maður gjörsamlega beið eftir að þetta gerðist þ.e.a.s. að Tottenham skoraði.
Með mest pirrandi leikjum sem ég hef séð – eftir 65 mínútur öskraði ég inni í mér: “ÞAÐ VERÐUR AÐ NÝTA ÞESSI HELVÍTIS FÆRI ANNARS ENDAR ÞETTA ILLA!!!!” Því miður reyndist ég jafn sannspár og besserwisseragengið um fjármálakreppuna – maður hefur séð þetta alltof oft; þegar þú veður í færum/hálffærum og nýtir þau ekki til að þjarma almennilega að markinu þá færðu það í andlitið!
Kommon, það hellirigndi, Tottenham er með einn mest shaky markvörð sem um getur og við náðum ekkert að láta reyna á hann! Öll skot voru langt framhjá eða þá skottækifæri notuð til að reyna að gefa aukasendingar; og góðar fyrirgjafir voru ekki til staðar… Það átti að láta vaða Á helvítis markið við öll tækifæri og ELTA lausa bolta í vítateig með 2 – 3 mönnum – það var ekki tilviljun að sigurmarkið kom upp úr skoti sem markvörður hélt illa!
Við áttum þennan leik, en við áttum ekkert sérstaklega skilið að vinna hann, fyrst við gátum ekki nýtt þessa fáránlegu yfirburði sem við höfðum meiri part leiksins. Vonandi er þetta bara örlítil leiðrétting örlaganna á því hversu við höfum oft reddað okkur á síðasta kortérinu í vetur og sigurgangan byrjar aftur og heldur áfram næstu vikurnar. En það er eins gott að menn átti sig á því að það er ekki hægt að treysta endalaust á guð og lukkuna – það þarf að slátra svona ömurlegum liðum á fyrsta kortérinu og ekkert múður!
Vissuð þið annars að þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool hefur haft forskot í hálfleik í deildinni í vetur?
Ég trúi því ekki sem margir sögðu við mig í gær, að Torres væri tilbúinn en að hann hefði ekki verið notaður í þessum leik vegna næsta leik við A M í meistaradeildinni
Jæja.
Þá kemur örugglega í ljós hvað í okkar lið er spunnið. Það er mælikvarði á stór lið hvernig þau bregðast við mótlætinu. Nefni t.d. síðustu tvo leiki Chelsea eftir tap þeirra gegn okkur. Við þurfum svoleiðis viðbrögð.
Auðvitað áttum við að vinna þennan leik örugglega! Fyrstu 70 mínúturnar fannst mér allt liðið bara rúlla fínt utan þess að við áttum að klára færin.
Mörkin sem við fengum á okkur voru svo auðvitað fullkomlega kjánaleg í besta falli. Ég var orðlaus yfir Carragher vini mínum og seinna markið byrjar á skelfilegri varnarvinnu Xabi, svo slakri markvörslu Reina, værukærð Dossena og sofandahátt hjá Agger!
En við þurfum að fara að fá fleiri mörk frá liðinu, það er alveg morgunljóst. Eftir fínan kafla höfum við nú aðeins skorað 4 mörk í 4 leikjum, sem er ekki nóg…….
Kiddi, við vorum líka yfir í hálfleik gegn Chelsea. Er sammála því að Mascherano hefur lítið hlutverk í leikjum eins og var fyrstu 70 en ég hefði viljað sjá hann sterkari síðustu 20.
Svo er ég nú svo gr**** þessa dagana að ég hefði viljað fjölga sóknarmönnum frá mínútu nr. 80, áttum eina skiptingu sem við ekki nýttum, það pirrar mig mikið í dag. Útaf með annan bakvörðinn og El Zhar inná. Auðvelt að vera vitur eftirá en skiptingar Rafa gegn Wigan og City skiluðu þremur stigum. Í gær var annar slíkur möguleiki fannst mér….
En fyrst og fremst, nú sjáum við hvað í liðið er spunnið, fyrsta “setbackið” komið, bring it on!
Þessi saga er orðin svolítið gömul og hefur heyrst full oft fyrir minn smekk. Það er að segja sagan um það þegar við áttum leikinn frá A til Ö en gátum ekki klárað færin okkar. Þetta er algjörlega það sem háir okkar liði í dag. Við þurfum fleiri en einn mann í framlínuna sem er hægt að treysta á að klári færin. Við eigum einn besta framherja í heimi í Torres en í fjarveru hans sést óþægilega vel hversu mörgum klössum Kuyt og Keane eru fyrir neðan hann. Nóg hefur verið skapað af færum en þegar kemur að móttöku, fyrstu snertingu eða afgreiðslu (samanber kjánalega tilraun Keane til hælspyrnu á móti AM) þá sárlega vantar okkur annan mann sem hægt er að treysta á. Eins og K & K eru búnir að líta út í vetur eru þeir menn sem eiga heima í gatinu fyrir aftan tvo framherja þar sem þeir geta búið til fyrir þá og leyft þeim að sinna þeirri vinnu sem framherjar eiga að sinna, þ.e. að KLÁRA færi. Kuyt er vissulega búinn að skora mikilvæg mörk fyrir okkur í vetur og við megum þakka honum fyrir þau en ég held mig við þá skoðun að hann eigi ekki heima í fremstu stöðu. Keane er búinn að eiga fína spretti inn á milli og þeir tveir eiga það sameiginlegt að hafa búið töluvert til fyrir félagana. En það eru þó nokkuð mikið minni not fyrir það sem þeir búa til þegar okkar eini maður sem kann að gera sér mat úr því er fjarverandi. Ég segi það aftur … Okkur vantar annan KLÁRARA. Mín vegna mætti hann vera jafn latur og títt umræddur Berbatov ef hann klárar færin eins og hann þar sem við höfum K & K til að hlaupa hálfmaraþon í hverjum leik.
Sælir félagar
Sá ekki leikinn en er sammála því sem fram kemur í góðri leikskýrslu Kristjáns Atla að það var spurning hvenær en ekki hvort tapleikurinn kæmi. Og ef til vill var þetta leikurinn sem hagstæðast var að tapa ef… og ég segi ef framhaldið verður í lagi.
Tveir menn hafa valdið mér mestum vonbrigðum það sem af er. Það eru þeir Robbie Keane og Ryan Babel. Ég hefi einhverntíma minnst á það áður að mér finnst Babel oft á tíðum ótrúlega linur og leggur oft ekki á sig að berjast um tvísýna bolta. Hann skortir sem sagt hörku og dugnað. Og þetta tvennt verða RB og Sammy Lee að berja inn í hann svo ótvíræðir hæfileikar hans fari að sýna sig.
Þá að Robbie Keane. Hann er farinn að minna mig á Dirk Kuyt þegar hann var í þeim gírnum (sem hann er blessunarlega farinn úr) að hlaupa og hlaupa um allan völl, inni í boxi, úti á köntum, frammi á miðju endalaust en ekkert gerðist í raun og veru.
Keane verður einfaldlega að fara að skora mörk. Það er ekki nóg að leggja upp eitt og eitt mark sem því miður eru ekki mjög mörg. Hann verður að fara að skora og borga þannig til baka eitthvað af þessum 20 millum sem hann kostaði. Ég var og er einn þeirra sem var mjög ánægður með kaupin á honum. En nú eru farnar að renna á mig tvær grímur.
Það er nefnilega svo einfalt að sigur vinnst ef þú skorar fleiri mörk en andstæðingurinn. Og auðvitað átti Liverpool liðið að skora fleiri en eitt mark í þessum leik. Sjálfsmarkk Carra átti einfaldlega ekki að ríða baggamuninn. Menn áttu eifaldlega að stíga upp og raða inn mörkum á einhverja lélegustu vörn deildarinnar.
Og því spyr ég. Hvenær kemur frelsarinn (Torres) til baka. Í síðustu leikjum þegar Dirk Kuyt er langöflugasti skorari okkar (sem ég er ekki að vanþakka í sjálfu sér) þá er orðið ansi fátt um fína drætti verð ég að segja. En nú dugir ekkert annað en rífa sig upp og vinna næstu leiki. Það er verkefni sem liðið á að leysa af nokkru öryggi.
Það er nú þannig
Málið er einfalt Kuyt átti að vera frammi Keane á bekknum og Pennant á kantinum fyrst að við eigum engann annan þar
Ef við lítum á jákvæðu hliðarnar þá fékk liðið ískalda vantsgusu framan í sig sem gæti bara þjappað mönnum saman og mögulega komið í veg fyrir vanmat í næstu leikjum. Og það losar auðvitað um smá spennu að hafa tapað fyrsta leiknum.
Okkar menn geta bara sjálfum sér up kennt að hafa ekki verið búnir að gera út um leikinn því að í 70 mínútur voru þeir að spila gegn lélegasta liðið deildarinnar.
við ættum nú að vera orðnir ansi vanir þvi að tapa undir stjórn Rafa..
Að tapa er ekki eitthvað sem venst Grétar, það er alltaf óþolandi.
58.
Er það já, skrýtið, mér finnst við ekki hafa tapað mörgum leikjum á þessu ári, en kannski er það mín vitleysa bara….
Ég verð að taka hanskann upp fyrir Robbie Keane enda fullmikið drull á hann hérna inni. Hann er ekki að gera mörkin en það verður að horfa á hvað hann er að vinna fyrir liðið oft á tíðum. Það er ljóst að Rafa ætlar að halda sig við Kuyt hægra megin í fullpakkaðri miðju (4-2-3-1 leikkerfi) með Gerrard beint fyrir aftan sóknarmann og Riera/Babel/Keane vinstra meginnn).
Gott og vel! Þá hlýtur maðurinn að sjá að okkur skortir sóknarmann til að leysa Fernando Torres af sem er eini sóknarmaðurinn sem Rafa virðist ætla að nota (N´Gog fær ekki sénsinn). Torres virðist vera þessi týpa sem ætlar að missa úr 2 mánuði á hverju tímabili sem er slæmt en það verður þá að fylla upp í þá holu með leikmanni sem getur spilað þar.
Benitez getur leyst þetta vandamál með því að:
a) Kaupa nýjan sóknarmann sem leysir Torres af hólmi þegar vantar. Gallinn við það yrði sá að hann fengi eflaust ekki marga leiki nema Benitez færi að rótera aftur sem hann segist reyndar vera hættur.
b) Kaupa leikmann sem getur spilað allar þrjár stöðurnar fyrir aftan sóknarmanninn í 4-2-3-1 kerfinu hjá Rafa og skella honum þar í samkeppni við Kuyt sem og aðra. Þá er hægt að skella Kuyt í sóknina þegar vantar uppá. Það er eflaust ekki að fara að gerast þar sem Kuyt er of góður varnarlega sem ég tel að Benitez telji hann helsta kost oft á tíðum. Í fljótu bragði er ég að sjá tvo leikmenn í þessa stöðu, Joe Cole og Ríbery, en þeir myndu henta perfect inn í “vandræðastöðuna” okkar sem að sama skapi myndi verða sókndjarfari fyrir vikið á kostnað varnar. Það er ekki eins og við þurfum að kvarta þar.
Ég hef ekki verið jafn pirraður yfir úrslitum mjög lengi, það versta við þetta allt saman að mér fannst liðið bara að vera spila mjög vel á löngum köflum. Gott flæði á bolta og bara með ólíkindum að hafa ekki gert út um leikinn. En svona er nú bara fótboltinn og hetjur fljótar að breytast í skúrka eins og sést á sumum kommentum hér að ofan. Held að menn þurfi nú aðeins að róa sig niður til að mynda í kommenti #58.
Ég er nú á því að KAR hafi ekki verið að reyna að gera þá varamenn tvo sem blóraböggla í þessu. Mér finnst ákaflega pirrandi þegar menn sem koma svona óþreyttir inn í leiki og fá talsverðan tíma, en eru áhugalausir og setja akkúrat ekkert mark sitt á leikinn og spilið verður verra en áður. Það fer mikið í mínar fínustu.
Ég hef akkúrat engar áhyggjur af þessu liði okkar. Það er klárlega sterkara núna en mjög lengi áður og ég er svo sannfærður um að við komumst á nýtt “run” núna að það hálfa væri nóg. Við yfirspiluðum Tottenham á þeirra heimavelli og liðin sem við erum að fara að mæta á næstunni eru ekki með nærri því með jafn sterkan leikmannahóp og þeir. Svo er Torres að koma aftur, sem er big plús. Við erum ennþá með hlutina algjörlega í okkar höndum.
58
Ef ég man rétt þá töpuðum við 4 leikjum í deild í fyrra, og erum búnir að tapa 1 núna, held að það sé ekki rétt að kalla það að vera vanir að tapa.
Vá hvað menn eru bilaðir… Það er bara allt hrunið út af einum tapleik..
kannski að kreppan sé að fara svona svakalega illa í menn og menn sjá ekkert nema svart. Ætla bara að vona að þessi svartsýni smiti ekki út frá sér alla leið yfir til Bretlandseyja. Því það er akkúrat sem Liverpool þarf ekki á að halda núna.
Sammála síðasta ræðumanni. Það er greinilega allt að fara til andskotans eftir þennan leik skv. flestum sem hér tjá sig.
Ég minni á að við höfðum ekki tapað deildarleik síðan við lágum fyrir manutd um miðjan mars (ef ég man rétt). Og ef allir leikir eru teknir með þá var þetta fyrsti leikurinn sem við töpum síðan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í byrjun maí.
Slakið á – slakið á.
Djöfulsins óvirðing er í garð Tottenham í mörgum af þessum kommentum hérna. Það er talað um þetta lið eins og það sé á sama stalli og kvennalið Stjörnunnar.
Tottenham er lið sem hefur bara á þessu ári slátrað Arsenal 5-1, unnið Chelsea í bikarúrslitaleik, komið tilbaka gegn bæði Chelsea og Arsenal og jafnað í 4-4 á lokamínútunum, yfirspilað Man Utd á heimavelli og var í gær að sigra topplið Liverpool.
Liverpool er betra lið, en kommon, óþarfi að kúka yfir gott fótboltalið.
Það góða við stöðu okkar nú er að á venjulegu tímabili (miðað við undanfarin á) værum við þegar orðnir 9 stigum á eftir chelsea og stigi á eftir manutd með töpum gegn þeim.
Einn vel virtur meðlimur RAWK síðunnar var að segja að Torres hafi meiðst á æfingu í dag. Þetta séu sömu meiðslin og hafi verið að hrjá hann en ekki er vitað um alvarleika meiðslanna fyrr en eftir myndatöku í fyrramálið. Þessi spjallverji telst vera áræðinlegur.
Vona svo sannarlega að þetta sé ekki satt.
62 SSteinn….. ég var meira pirraður yfir jafnteflinu við Stoke.. 🙂
Einhvernveginn fer allur vindur úr manni þegar leikur tapast á sjálfsmarki og marki í uppbótartíma. Þá eru lukkudísirnar hreinlega búnar að ákveða þetta fyrirfram.
Sælir, þettað er ekki í fyrsta sinn sem Liv er klárlega betra liðið á vellinum, en tapar eða gerir jafntefli, það segir okkur það að það vantar KLÁRARA, og í leiknum á móti tott hefði Kuyt átt að vera fremstur, hann hefur verið í þeirri stöðu og verið að setjann, og er markahæstur. En Rafa ræður.
62 Sstenn
Er sammála því að Liverpool var að spila mjög vel í þessum leik og þetta var í raun bara á tíma spurning að markið/mörkin kæmu og jú, þau komu en bara á vitlausum stað. Ég horfði á þennan leik á bar og þegar Tottenham jafnaði varð ég svo svekktur og pirraður að ég labbaði út 5 mínútum síðar….sem betur fer segi ég bara!
66 Magggi
Sigur Tottenham á Arsenal 5-1 og svo sigurinn í deildabikarnum gegn Chelsea voru þegar liðið var allt annað en það er í dag. Við erum að tala um töluverðar breytingar á einu liði og liðið í dag er þunnskipaðra en það var þá en hefur sterkt byrjunarlið. Eiginlega verið að líkja svörtu og hvítu saman þarna. Ég tel mig ekki vera að hrauna neitt sérstaklega yfir Tottenham liðið þótt ég segi að Liverpool hafi yfirspilað Tottenham í þessum leik og það flokkast jafnvel undir áttunda undur veraldar að leikurinn hafi tapast. Það er meira verið að hrósa Tottenham með því að vinna leikinn þrátt fyrir að vera yfirspilaðir.
Ef Liverpool liðið heldur áfram að spila eins og það gerði í þessum leik fyrir skiptingar, þá tel ég að þriðja sætið eigi að vera öruggt. Eflaust vilja margir láta banna mig og grafa mig 50 fet niður í jörðina fyrir að vera svona svartsýnn en fólk verður bara að vera raunsætt. Við höfum snar batnað síðan Rafa ákvað að hætta að rótera liðinu en munurinn á milli Chelsea/Scums og Liverpool var mikill, bæði hvernig þjálfarinn planlagði hlutina sem og leikmannalega séð. Það sér nú samt blessunarlega séð í smá ljósglætu núna og eftir tvö ár getum við farið að hugsa um dolluna ef haldið er áfram í þessari stefnu.
eikifr.
Þú veist við erum búnir að vinna Scums og Chelsea í vetur er það ekki? Í báðum leikjum fannst mér Rafa sýna taktíska yfirburði gagnvart stjórnun og uppsetningu liðsins.
Leikmannalega má vel vera að við séum aðeins aftan við þessi lið, en þó erum við verulega farnir að narta aftan í hæla þeirra, því ekki má nú alveg gleyma að Torres karlinn er nú þegar búinn að missa nokkra leiki. Auðvitað vantar menn hjá Chelsea en ég hef ekkert séð til Scums sem sýnir það að við eigum að enda neðan við þá í vetur.
Fyrirfram hefði staðan núna án Torres verið mjög ásættanleg. Við erum ennþá í góðum málum og þurfum ekkert að gráta þetta ótrúlega leiðinlega tap. Við vorum að spila mjög vel í 60 mín. En það er mikið áhyggjuefni að hafa ekki neinn leikmann í lone-striker stöðuna þegar Torres er ekki með. Við sjáum hvað Anelka er að gera í fjarveru Drogba og Teves/Rooney hjá Manjú ef Berba dettur út.
Það er alveg sama hvað það er skrifað jákvætt um Keane hérna þá er hann búinn að vera verulega slakur það sem af er. Ég veit ekki hvað gerist þegar jafn góðir leikmenn virðast missa hæfileikana þegar þeir breyta um lið…..líklega kallast þetta “brostið sjálfstraust” á fagmáli. Keane er á góðri leið með að tryggja sér fyrsta sætið í “Verstu kaup tímabilsins”. Ég er alls ekkert að skíta hann út en hann hefur átt hræðilegt tímabil. Akkúrat núna man ég eftir allavega 8 skiptum sem hann hefur “kingsað” boltann í leikjum eins og einhver sem hefur aldrei spilað fótbolta áður. Það er alveg stórfurðulegt hvað hefur komið fyrir greyjið drenginn. Reyndar hafa topp leikmenn líka floppað hjá hinum liðunum í gegnum tíðina, Forlán hjá Manjú og Shevchenko hjá Chelsea. Þeir náðu sér aldrei á strik eftir niðurfallið fyrr en þeir skiptu um lið……vonandi sjáum við aðra þróun hjá blessuðum Keane því hann vill sannanlega standa sig hjá Liverpool.
Anelka hefur ekkert getað fyrir Chelsea ef undan er skilinn síðasti leikur.
Óþarfi að vera að draga þannig menn á flot sem dæmi um hvað önnur lið eru vel mönnuð.
Ég eyddi út spurningum um Serrano, þar sem þær koma þessum leik nákvæmlega ekkert við. Ég mun svara upphaflegu spurningunni á email.
Það er mjög einfalt að leggja inn spurningar um öll málefni Serrano á heimasíðu staðarins. Þeim spurningum er án undantekninga svarað mjög fljótt.
Hvaða helvítis ritskoðun er þetta. Hefur Einar ekki manndóm til að svara viðskiptavinum?
Ég veit að þessi umræða á ekki endilega heima hér, en það hefur ekki stoppað Einar hingað til í auglýsa eftir aðstoð við smökkun á Serrano.
Skal gert, fannst þjóðin bara eiga rétt á að fá svör á opinberum vettvangi 😉
Ég væri alveg pissandi rólegur yfir þessum úrslitum.
Það sem ég hef áhyggjur af er hins vegar Chelsea. Þeir eru svo ótrúlega sannfærandi að það er ekki fyndið lengur (þó við höfum unnið þá). Þeir koma ansi sterklega til greina sem meistarar í vor.
Stefán Einar, rólegur. Hver í ósköpunum heldurðu að hafi áhuga á að lesa 10 komment um ostasósu í miðri leikskýrslu um Liverpool leik?
Ég er búinn að svara þér á tölvupósti, ég tel það nóg.
Hundleiðinlegt tap og ekki beint það besta í stöðuni nuna, ég bara fatta ekki hvað þessi endalausa “vinnusemi” í leikmönnum er að skila sér meira en góða leikmenn sem eru kannski latir en skora samt, ef við þurfum þessa svakalegu vinnusemi frá öllum leikmönnum er þá ekki bara malið að fara sækja sér mann i 1. deild með nóg þol til að geta hlaupið endalaust i 90min+ ? … Annars áttum sigur skilið.
Ps. ef þessi stefán er að röfla yfir ostasósuni á Serrano þá er ég alveg sammála honum, get ekki fengið mer quasadilla(stafs?) lengur utaf þessi nýja sósa er viðbjóður.
YNWA
Ég tel að Benitez hafi gert ranga innáskiptingu þegar hann tók Keane útaf. Keane var ekki að spila vel, en hann hafði salfræðileg áhrif á leikinn með því að vera inn á. Það pirraði Tottenhammenn, enda breyttist spil þeirra eftir að Keane var tekinn útaf.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!
eiki #71.
þakka málefnalegt svar. veit ekki hvort mitt svar hafi endilega verið svar við einhverju sem þú sagðir áður, heldur var ég bara svara ýmsu sem ég sá þegar ég rann hratt yfir kommentin. þar sé ég hluti eins og “ævintýralega slakt lið Tottenham”
annars er nú sama kjarninn í þessu liði og vann chelsea og arsenal í feb. glæný sóknarlína en annars svipað. svo taldi ég líka alveg upp eitthvað frá þessu tímabili.