Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Hr. Evrópumeistari, Maggi, Maggi Beardsley, Daníel, Ingimar og Óli Haukur
MP3: Þáttur 242
Eigum við ekki að segja að þetta sé fyrsti þátturinn af nokkrum þar sem við reynum að gera þessum fáránlega sæta sigri í Meistaradeildinni 2019 einhver skil því við erum ekki nærri því hættir að tala um þennan mikilvæga áfanga.
Leikurinn var ekki fyrir hlutlausa, öllum hjá Liverpool er skítsama um hina hlutlausu enda búið að skemmta þeim nóg. Það sást líka í vetur að það er enginn hlutlaus þegar kemur að Liverpool. Óttinn við lætin í okkur ef við myndum vinna eitthvað var sannarlega raunverulegur og nú er líka eins gott fyrir okkur að standa undir því.
Skítt með “hlutlausa” og skemmtanagildi leiksins, sigur var það eina sem skipti máli. Þessi sigur setur hinsvegar ljóskastara á öll þau moment sem þurfti til að koma okkur til Madríd. Leiðin þangað var allt annað en leiðinleg.
Bobby labbaði bara í gegnum vörn PSG til að kála endurkomu þeirra á Anfield. Alisson hélt draumnum lifandi gegn Napoli með markvörslu á 89.mínútu. Moment á stærð við endurkomuna gegn Olymipakos árið 2005.
Bayern ætlaði að ganga frá einvíginu heima í Munchen eins og þeir hafa gert svo oft áður. Fyrir þeim er allt undir 5-1 sigri heima gegn ensku liði vonbrigði. Þeir áttu ekki glætu á Allianz og voru hálf sjokkeraðir eftir leik. Ferð okkar til Þýskalands var fullkomlega frábær en fær ennþá meira vægi á tímabili þar sem titlinum var landað.
Önnur ferð til Porto var bara sanngjörn enda geggjuð borg.
Endurkoman gegn Barcelona er svo Istanbul moment þessarar leiktíðar. Besta kvöld Anfield Road frá upphafi sem er rosalegt shout miðað við að félagið var stofnað á þarsíðustu öld og völlurinn er þekktur fyrir rosaleg kvöld.
Innkoma Wijnaldum og sigurmark Origi skipta núna öllu máli öfugt við t.d. sigurmörk Lovren gegn Dortmund og Coutinho gegn Man Utd árið 2016.
Trúi ekki öðru en að styttan af Divock Origi sé að verða tilbúin. Sigurmarkið hans á 96.mínútu gegn Everton er bara í þriðja sæti yfir hápunkta tímabilsins hjá honum þrátt fyrir að hafa bara spilað nokkrar mínútur. Mark sem var svo rosalegt að Klopp tók sprett inn á miðjan völl til að fagna því með steinhissa Alisson.
Klopp vann sitt heittelskaða Dortmund Lovren kvöldið 2016. Það var ekki alveg sama lovefestið þegar Suarez og Coutinho mættu aftur á Anfield talandi um að ætla ekki að fagna af virðingu við stuðningsmenn Liverpool. Þeim var ekki gefin ein einasta ástæða til að fagna og ekki sýnd ein einasta virðing á Anfield, hvorki innan né utanvallar. Að henda þeim úr Meistaradeildinni og vinna hana svo fullkomnar alveg þessa endurkomu sem stóð alveg fyrir undir nafni sem sú besta í sögu Anfield
Liverpool vann þann sjötta á tímabili þegar Man Utd endar í sjötta. En það sem er svo miklu mikilvægara er að þessi sigur staðfestir endanlega endurkomu Liverpool.
Það var við hæfi að vinna þetta í Madríd, ná í helvítis bikarinn sem við áttu svo skilið að vinna í fyrra. Þegar nafn Liverpool var grafið á bikarinn var jafnframt grafið nafn allra leikmanna liðsins í sögubækurnar, þeir verða alla tíð goðsagnir hjá Liverpool.
Innilega til hamingju og gleðilegt sumar.
Fallegasta hlaðvarp ársins!
P.s. Við erum Evrópumeistarar!
Nei Svavar Station, við erum heimsmeistarar. Til hamingju með titilinn elsku kallinn minn.
YNWA
Gott cast, mjög sætt og gott.
Sammála Steina með mikilvægi þessa sigurs. Þetta ‘Klopp era’ hefði verið sett undir ótrúlega pressu ef við hefðum ekki unnið fyrst við vorum komnir í úrslitaleikinn á annað borð. Ég held að það hefði litað allar keppnir næstu ára, titlapressan.
Annað sem ég verð að koma inn á verandi fyrrverandi (eitt sinn ávalt og allt það) markvörður. Eftir að Origi skoraði virtist nánast allt liðið missa hausinn í trú sinni á að þetta væri bara komið í hús… nema Alisson Becker. Djöfull var hann íshrímað kaldur og einbeittur þessar síðustu mínútur þegar Tottenham fengu allt of mörg hálf-færi. Sá til þess að lok leiksins varð ekki algjört kaos hjá okkar mönnum. Maður leiksins, ekki spurning!
verðum að styrkja liðið í sumar við erum að taka þátt í 7 keppnum næsta tímabil.
ætli van djik sannfæri ekki de light um að koma til liverpool um næstu helgi, svo væri gott að fá góðann miðjumann og einn góðann frammi.
þurfum klárlega að getað roterað liðinu á næstu leiktíð og leikjaálagið á liverpool í desember verður skuggalegt, ég held að núna sé kjörið tækifæri til að styrkja bekkinn með heimsklassa mönnum.
Sælir félagar
Frábær þáttur að vanda og gaman að vera Liverpool maður þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Hlakka til að hlusta á röð podcasta á komandi dögum
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir þáttinn félagar.
Það sem maður yrði ánægður að heyra sem fyrst væri endurnýjaður betri samningur við Klopp þar sem allir aðilar væru hæst ánægðir með.
Nýjan samning við Origi sem fyrst þessi drengur er búinn að vinna sér inn fyrir því.
Tekjur félagsins eftir tímabilið fer yfir 250 miljónir punda sem gerir Liverpool að fyrsta félaginu í sögunni til að afla kvart miljón punda í tekjur á einu ári.
https://www.tribalfootball.com/articles/liverpool-hit-financial-jackpot-break-football-cash-record-4283631?fbclid=IwAR1MgdF0toOgdu2HFX5LmR9n02zJQq6WafmkXdHM9t-ZUlFihwykza1jQ4Q
Þetta er svo klárlega heitasta félag heims í dag og það ætti ekki að vera erfitt að telja bestu leikmenn heims um að koma til Liverpool.
Já, það er alveg klárt. Ég sé það og heyri á norsku nemendunum mínum. Ég hef aldrei áður orðið var við eins marga nemendur í skólanum mínum sem klæðast Liverpool fötum og tala við mig um liðið.
Stóra bylgjan er hafin. Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að hann myndi landa titli á fyrstu fjórum árunum sínum hjá okkur en það er ekki allt. Það sem er ekkert síður mikilvægt er hversu geggjuð uppbyggingin á klúbbnum í heild sinni er orðin. Orðsporið, fjármunir, aukning á aðdáendum og seguláhrifin eru ótvíræð.
Það getur bara ekki fundist einn einasti stuðningsmaður Liverpool sem er skeptískur á þá vinnu sem er í gangi hjá okkar frábæra liði.
Stressaðasti leikur allra tíma svei mér þá. En okkar menn tóku þokkalega vel á þeim og skoruðu eftir 1 min. haha. Auðvitað lögðust okkar menn bara í vörn eftir það. Mér fannst við samt líklegri allan leikinn að bæta við heldur en þeir að jafna þótt að við hefðum ekkert verið að pressa upp völlinn. Til hamingju Púlarar nær og fjær.
Þá er ljóst að Sturridge og Moreno verða fyrstu leikmennirnir til að yfirgefa klúbbinn í sumar.
Þökkum fyrir þeirra framlag og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
YNWA
https://www.liverpoolfc.com/news/first-team/352914-lfc-thank-sturridge-and-moreno-for-reds-contribution
Ég er viss um að bæði Sturridge og Moreno vildi fá að spila miklu meira á leiktíðinni en það er einmitt svona atriði að þeir séu ekki alltaf vælandi í fjölmiðla um það sem gerir samheldnina í hópnum.
Maður sér þetta svo mikið hjá öðrum liðum sem eru ekki samheldn að það koma út sögur um óánægju leikmanna sem eru ekki að spila og oftar en ekki henda þeir liðsfélögum sínum eða þjálfara fyrir rútuna en þessir tveir fögnðu með liðsfélögum sínum mjög innilega eftir leikinn og er það merki um hvað Klopp hefur gert vel í að búa til sterka liðsheild.
Sturridge var auðvita stórkostlegur fyrir okkur á sínum tíma en Moreno átti fína spretti en var oft ótraustur og var því lítið hægt að stóla á hann.
Þessi tveir stimpluðu sig samt inn sem Liverpool goðsagnir að vera hluti af Evrópumeistaraliði Liverpool 2019 og fyrir það er maður virkilega þakklátur.
Líka stórkostlegt að sjá hvernig allur hópurinn fagnaði titlinum á laugardaginn. Þeir sem komu ekkert við sögu í leiknum eða höfðu bara verið í hóp án þess að spila fögnuðu jafn mikið og þeir sem eru byrjunarliðsmenn.
Þetta segir mikið um hvernig hóp Klopp er búin að búa til.
Varðandi spilatíma þá held ég að Sturridge og Moreno hafði báðir haft meiri áhuga á launapakkanum sem þeir voru með í vetur hjá Liverpool en spilatíma hjá minna spennandi liði. Harkalegt eins og það hljómar. Þeim hefði báðum átt að vera það nokkuð ljóst fyrir síðasta tímabil að þeir voru ekki ofarlega í plönum Klopp en vissu sem er að þeir fá líklega ekki eins góðan launapakka hjá næsta félagi sem þeir fara til. Sérstaklega Sturridge sem hefur ekkert spilað síðan hann skrifaði undir fimm ára samning fyrir fimm árum.
Moreno átti nú að hafa vælt í spænskum fjölmiðlum um jólin. Um áreiðanleika þeirra heilda veit ég samt ekkert.
Mikið rosalega væri nú þetta spennandi, ef satt reynist!
https://www.anfieldhq.com/klopp-wants-liverpool-to-prioritise-signing-of-mattijs-de-ligt/
Keypti miða til Madrid 18 júlí sl – svo viss um að við færum alla leið þetta árið. Fór á Anfield til að sjá Barcelona niðurlægt og það var algjörlega þess virði. Fékk svo allan pakkann á laugardaginn og það var algjörlega geðveikt.
Frábært viðtal við Móra. Hrósar Liverpoolliðinu mikið, sérstaklega bakvörðunum og einnig stuðningsmönnunum. Vill að Van Dyk fái kullknöttinn næst.
https://www.youtube.com/watch?v=8wHqOcgG9mM
Má ekki missa af þessu.