Opinn þráður – Leikir fyrir næsta tímabil

Leikjaplanið fyrir næsta tímabil verður opinberað 13.júní en Liverpool hefur núna undanfarið verið að kynna undirbúningstímabilið en liðið á eftir að spila 10 leiki aukalega í júlí og ágúst. Tveir af þeim eru meistarar meistaranna leikir en Liverpool spilar í Community Shield í ár sem liðið sem endaði í öðru sæti i deildinni.

Það er annars lítið að frétta eins og er. Enginn Fabinho kaup í sumar sem voru tilkynnt strax og tímabilinu lauk.

Stefnum svo á podcast í kvöld.

3 Comments

  1. Hey það er ekki bæði hægta að kvarta yfir löngu tímabili og taka svo 8 æfingarleiki +2 bikarleiki áður en tímabilið byrjar 😉 en þetta er víst venjan þegar menn eru með stóra hópa sem þarf fín stilla og koma í gang.

    Annars lítur þetta bara vel út, það er nokkuð ljós að nokkrir lykileikmenn koma seint til liðsins fyrir þetta tímabil útaf Copa America og Afríkukeppni sem við fögnum að á sumrinn núna og í fyrstu tveimur leikjunum verða margir hungraðir ungir strákar sem vilja sýna sig en ég er viss um að gegn Dortmund fara flestir aðaleikarinn að láta sjá sig.

    Maður fer brosandi inn í sumarið Allez Allez Allez og getur varla beðið eftir næsta tímabili.

    4
  2. Held það sé nokkuð ljóst að fyrstu tveir leikirnir séu settir upp fyrir ungviðið, nú svo er talað um að Klopp ætli að gefa Harry Wilson séns á að sanna sig í æfingaleikjunum. Spurning hvort það sé svona “Danny Ward fær tækifæri á að sanna sig” gjörningur?

    1

Varabúningurinn 2019/20

Klopp strax eftir leik