Gullkastið – Hvar og hvernig er hægt að styrkja Liverpool?

Greindum Liverpool liðið stöðu fyrir stöðu til að reyna finna út hvar og hvernig væri hægt að styrkja Liverpool liðið með hliðsjón af misalvarlegum orðrómum tengdum félaginu það sem af er sumri.
Tókum einnig aðrar fréttir úr enska boltanum og horfðum til fyrstu umferðar í ágúst.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 244

10 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég verð á leik Liverpool gegn nýliðum Norwich sem verður – takið eftir – þann 9. ágúst. Ég er sammála því að það þarf að styrkja bekkinn af gæðaleikmönnum og þeir kosta sitt. Haft var eftir Klopp um daginn að LFC þyrfti að eyða í sumar og það er eitthvað sem hann verður að standa við. LFC verður að auka gæði breiddarinnar til að halda í við M. City og ógna þeim verulega. Algert lykilatriði er maður eins og t.d. Timo Werner eða einhver annar mjög hraður og góður (dýr) leikmaður sem getur spilað sem jafningi með fremstu þremur.

    Ég get fallist á að það verður erfitt að fá staðgengil fyrir TAA og Robertson. En það er samt verkefni sem verður að leysa. Sepp van den Berg segir að Liverpool sé besta lið í heimi og það sé ótrúleg upphefð að fá að vera þar innanborðs. Þannig hljóta fleiri leikmenn að hugsa og vilja verða hluti af bezta liði í heimi. En þeir geta verið dýrir það er ekki vafi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Það er reyndar töluvert búið að taka þetta úr samhengi hjá Klopp. Hann sagði að öll lið þyrftu að eyða klikkuðum fjárhæðum á leikmannamarkaðnum til að vera samkeppnishæf og hann gerði sér alveg grein fyrir því að Liverpool þurfi að gera það líka. Hann var að ræða fyrri ummæli sín um að hann myndi hætta ef fótbolti færi að snúast bara um peninga en ekki fótbolta. Hann sagði alls ekki að Liverpool yrði að eyða háum fjárhæðum í sumar endilega.

      Allt viðtalið er hér
      https://twitter.com/tomalexweber/status/1141433966584578050

      2
  2. Sepp van den Berg er fyrsti leikmaðurinn sem er kominn til félagsins úr þessum sumarglugga. Þetta er greinilega leikmaður sem er hugsaður til þess að þróa áfram í unglingaagademiunni og njósnarar FSG og Jurgen Klopp sjá hann fyrir sér sem leikmann sem gæti átt erindi í hóp eða í byrjunarliðið eftir tvö til þrjú ár. Ef hann er sambærilegur í gæðum og Joe Gomez þegar hann kom til félagsins er það vel raunhæft enda kemur til félagsins á svipuðum aldri. Miðað við hvaða lið voru á eftir honum er ekki ólíklegt að þetta sé rosalega mikið efni.

    Agademian þarf nefnilega að haldast í hendur við aðallið Liverpool. Ef gæði byrjunarliðsins er stöðugt að aukast, þá þarf að kaupa meira magn af ungum strákum sem eru með þeim allra efnilegustu í heiminum. Ellega er þeirra eini tilgangur agadiunnar að búa til leikmenn fyrir önnur félög en ekki fyrir sitt eigið.

    4
  3. Fá Dani Alves í að vera backup fyrir Trent, hann er laus frá Psg og væri örugglega til í að bæta Enska titlinum við safnið sitt og gæti hjálpað Trent að bæta sig.

    6
  4. Ég hef það á tilfinningunni að við kaupum Fernandes, Pepe, og vara markmann í sumar. Lewis verður svo gefinn séns til að sanna sig á undirbúnings tímabilinu og ef að hann er ekki tilbúinn þá verður eitthver backup keyptur. Sá klippu af Lewis um daginn og hann virkar svakalega efnilegur, ég er að vona að hann sé tilbúinn til að spila með aðalliðinu.

    • Vandamálið með Adam Lewis er að hann hefur nákvæmlega enga reynslu með aðalliðinu. Held að hann hafi ekki einusinni verið í æfingahópunum sem fóru til Marbella í vetur. Það svosem útilokar ekki að hann muni geta dottið inn í hópinn og jafnvel aðalliðið síðar meir, en Klopp virðist vilja að menn fái svolítinn tíma með liðinu á æfingasvæðinu, og hann er bara alls ekki kominn á þann stað sem stendur.

      • Þú hefur eflaust rétt fyrir þér Daníel, hann er samt svakalega efnilegur og það er alltaf gaman að sjá uppalda leikmenn brjótast inn í liðið en líklega er það fullsnemmt fyrir hann. Mér finnst samt voðalega lítið skrifað um áhuga okkar manna á vinstri bakvörðum svo kannski er smá séns á að Klopp treysti Lewis.

  5. Takk fyrir drengir.
    Ég er reyndar á því að við þurfum að styrkja framlínuna með manni sem gerir jafn mikið tilkall til sæti í liðinu og fremstu þrír gera. Það á ekki að vera þannig að þú eigir sætið næsta víst eins og sumir sögðu. Það er aldrei gott.
    Eins þurfum við vængbakverði eins og ég kalla það í líkingu við brazelíska bakverði. Við höfum jú tvo heimsklassa bakverði sem eru þannig típur og þurfa samkeppni eins og aðrir.
    Við erum EVRÓPUMEISTARAR og viljum vera það og til að vinna deildina þá meigum við ekkert við því að bakverðirnir meiðist. Þeir eru jú að skila hátt í þrjátíu mörkum með stoðsendingum.
    Annarstaðar á vellinum erum við vel mannaðir að mér fynnst.
    Góðir leikmenn kosta en það hefur svo sannarlega borgað sig fjárhagslega að hafa verslað dýrt undanfarið.

    YNWA. Ingó

    2
  6. Sammála þér Ingo, versla minna en rétt eins og reyndin hefur verið undanfarið. Sannast sagna þá hef ég þá trú, að telji Klopparinn þörf á styrkingu einhversstaðar, þá geti hann fengið hvern þann sem hann óskar, verðum bara að sjá til þegar að því kemur, þangað til eigum við besta lið Evrópu(England er í Evrópu).

    YNWA

    2

Engin stór leikmannakaup í sumar?

Sepp van der Berg til Liverpool (Staðfest)