Evrópumeistarinn Divock Origi skrifar undir nýjan samning!

Fyrir fimm árum kom Divock Origi til Liverpool, þá nítján ára. Árin hafa verið stormasöm en eftir ómetanlegt framlag hans í vetur er klúbburinn búin að verðlauna hann með nýjum langtímasamning. Það er ekki komið slúður um hversu langur samningurinn er, líklegast er samningurinn til fjögur til fimm ár, eða þangað til hann er 28 eða 29 ára.

Væntanlega þýðir þetta að það verður ekki nýr sóknarmaður keyptur í liðið í sumar og að Belginn er óumdeildur fjórði maður í sóknina í vetur. Miðað við hvað hann lagði á sig til að koma sér inn í plön Klopp veðja ég ekki á móti því að hann vinni sig ofar í goggunarröðina á næstu tímabilum.

Origi hefur nú þegar skorað 28 mörk í 98 leikjum með Liverpool. Það er almennt talið að sóknarmenn toppi um 27 ára aldur. Bestu ár hans eru framundan og þau verða hjá Liverpool!

4 Comments

  1. Bara flott mál fyrir báða aðila. Hann hefði getað gert eins og Can, verið út samninginn, farið svo frítt, en gerir sér grein fyrir að honum er best borgið undir handleiðslu Klopp hjá besta liði Evrópu, í stað þess að fara eithvert eftir lok samnings. Hann hefur sýnt það í háþrýstings leikjum bæði í PL og CL, að ákvæði í samningi sínum við fótboltaguðinn er virkjað, hann verður stórt númer, mörkin hans sanna það. Þau eru kannski ekki mörg eðli málsins vegna, en vigt þeirra þeim mun miklu meiri, fleiri en margur framherjinn áorkar á heilli fótboltaæfi, spilandi á sama leveli. Er sem sagt ánægður.

    YNWA

    6
  2. Það flottasta sem maður sér er fullkomið einstaklings framtak við skorun á marki. Það sem kemur næst því, og reyndar á pari er seinna markið sem Origi skoraði gegn Barcelona. Þá meina ég þar sem tveir eða fleiri beinlínis koma að markinu, marki sem öllu máli skipti. Hafi þetta verið ákveðið fyrirfram, þá var það perfect, hafi þetta hins vegar verið skyndiákvörðun þá var hún fullkomin, það er munurinn. Sending TAA var fullkomin, ekki of laus, en nógu föst, bolltinn skoppaði ca seinustu 2-3 metrana, Origi hafði augun vel á rennslinu og stöðu boltans, sem var á lofti þegar hann lét vaða, eitt af bestu mörkum ever, innan þau 5 bestu, reyndar innan 2ja bestu ef miðað er við mikilvægið. Við eigum þessa stráka!!!

    YNWA

    6
  3. Sælir Evrópumeistarar
    Veit einhver hvernig maður finnur link/stöð til að sjá Tranmere Vs Liverpool?

    2

Staðfest leikmannasýsl & annað áhugavert

Byrjunarliðið gegn Tranmere Rovers