Æfingatímabilið er farið að stað og spurning hvort við lærðum eitthvað í fyrstu tveimur æfingaleikjunum? Coutinho hefur verið fyrirferðarmikill í slúðrinu í vikunni, er líklegt að Liverpool kaupi hann og viljum við hann yfirhöfuð? Hvað eru hin liðin að gera í sumar og hvaða væntingar geta þau haft til næsta tímabils? Veltum þessum spurningum og fleiri fyrir okkur í framlengdum Gullkastþætti.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 245
Eithvað segjir mér hvað önnur lið varðar, að Arsenal, manu og Chelsea verða í barsli. Chelsea á mögulega bestu möguleikana af þessum liðum. Það gerir að þeir eigji fullt af ungum leikmönnun út um allt. En við eigum þá einnig. Manc er að áliti Magga og SSteins ofaukið, ekki það að þetta lið sé ekki gott, eeeen, þeir eiga ekkert inni á bankanum, þeir eru ekki komandi 100 stiga lið hvað þá 98 stig. Leisester leikurinn er gott dæmi um sigur Manc, eitt skot frá manni sem er farinn, og beinlínis gat aldrei skotið svo ég muni, en setti hann, voia sigur í höfn, það voru nokkrir svona leikir hjá þeim, hversu lengi endist það? Ekki það við unnum leiki á ögurstundu, Everton og Newcastle góð dæmi. En mín skoðun er sú að titillinn er okkar á komandi tímabili, við höfum allt með okkur, fótboltaguðinn er á okkar bandi.
YNWA
Sæl og blessuð.
Alltaf hressandi að hlýða á hlaðvarpið. Ég er enn að melta þetta tímabil. Hver leikurinn á fætur öðrum, nú í haust, voru ,,vonbrigði” þar sem Mané eða Salah spiluðu að því er virtist undir getu. Menn fáruðust yfir þessu m.a. hér á þessum vettvangi. Enginn skildi hvað var á seyði, menn kenndu fráfalli Chambo um, og það er margt til í því. Mögulega hafa andstæðingar líka kortlagt liðið betur en tímabilið þar á undan. Sú verður og raunin núna. En liðið er klárlega sterkara en í fyrra með allri reynslunni og endurheimt meiddra leikmanna + mögulega ungir leikmenn. Dettur engum í hug að bæta samt aðeins við x-faktorinn og fá Erikssen til liðs við okkur? Er það ekki eina raunhæfa framförin sem hann getur sýnt í liðsvali? Flott að fá leikmann sem getur skorað utan að velli og sprengt upp varnir.
En City verða ógnvekjandi hvað sem öllu líður. Sé ekki hverjir aðrir koma þarna inn, mögulega einhverjir nýliðar. Ef raunin verður sú að hinir ,,stóru” verði hálf lamaðir þá verður þetta endurtekning frá síðasta móti.
Hvað um það, þá er tilhlökkun í skrokknum yfir því að flautað verður til leiks. Maður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir viðureignina gegn kanarífuglunum! Liðið okkar á mikið inni og á eftir að landa fleiri titlum.
Getur verið að það vanti að hlaða podcastinu inn á iTunes?
Já en átta mig ekki á afhverju! Kemur inn á Spotify og einhver podcast forrit.
Bara af forvitni en hversu margir sirka erunad hlusta a hvern podcast tàtt ? Ma gefa tad upp og hefur tad ekki alltaf aukist og aukist med arunum ? Sjalfur hef eg hlustad fra upphafi og sennilega ekki misst ur fleiri en max 5 tætti.
Ég er með dálítinn spenning fyrir úrslitaleiknum á Afríkumótinu, á föstudaginn.
Ef einhver veit um leið til þess að horfa (kolólöglega) á hann, myndi ég þiggja link með þúsund þökkum.
Eitt af því sem er merkilegt við leikinn er að báðir þjálfarar eru heimamenn, af alsírskum og senegölskum ættum, þaulreyndir úr atvinnumennsku. Vonandi bendir það til bjartrar framtíðar þar sem Afríkulið þurfa ekki lengur að ruslast með mis-útbrunna þjálfara úr „hvíta” boltanum, heldur hafa sína eigin toppmenn.
Navixsport appið
Tæknilega er ég á steinöld. Á ekki snjallsíma og nota Windows tölvu…
Nennirðu að útskýra betur? Allur bolti í beinni? Hver er prísinn? Góð gæði? Hver drap Jimmy Hoffa?
Spiluðu líka báðir fyrir sín landslið, Cisse t.d. klikkaði víti í úrslitum síðast þegar Senegal fór í úrslit.
Mané verður landsliðsþjálfari þarna 2030 🙂
er líklegt að Liverpool kaupi hann og viljum við hann yfirhöfuð?