Liverpool 3-1 Lyon

Jæja loksins vann Liverpool æfingarleik! Liverpool vann Lyon 3-1 í Frakklandi í dag.

Mo Salah, Alisson, Firmino, Shaqiri og Keita voru allir mættir í byrjunarliðið í sínum fyrsta æfingaleik í sumar en Klopp róteraði liðinu frá því í síðasta leik.

Alisson er greinilega eitthvað slæmur í fótunum eftir að hafa verið að dunda sér á hestbaki í sumarfríinu sínu og missti boltann klaufalega undir engri alvöru pressu og endaði á að vera fyrir sóknarmanni Lyon sem fékk frekar ódýra vítaspyrnu á 3.mínútu leiksins. Memphis Depay skoraði úr spyrnunni og kom Lyon yfir.

Liverpool voru frekar sprækir. Salah átti nokkur sæmileg færi í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Roberto Firmino jafnaði metin með ansi góður marki eftir undirbúning Shaqiri sem báðir kvöddu leikinn eftir þrjátíu mínútur.

Ki Jana Hoever, sem skrifaði fyrr í dag undir nýjan langtíma samning við Liverpool, átti flottan kross úr hægri bakverðinum sem varnarmaður Lyon afgreiddi ansi snyrtilega í sitt eigið net. Í hálfleik fóru Keita og Salah út af.

Harry Wilson skoraði þriðja markið frekar snemma í seinni hálfleik með virkilega flottri slummu utan við teig. Í kringum 60.mínútu skipti Klopp út öllu liðinu sem var þá inn á.

Liverpool átti nokkra fínar rispur í seinni hálfleiknum og maður fór að sjá margt sem maður hafði ekki séð mikið af í undanförnum leikjum. Liðið varðist heilt yfir betur og var meira ógnandi frammi.

Lallana var flottur í djúpa hlutverkinu í fyrri hálfleik, Hoever ansi sprækur í hægri bakverðinum en það sem kannski stóð upp úr var Harvey Elliot. Þessi sextán ára strákur kom inn á þegar alsherjar breytingin átti sér stað og var allt í öllu. Flottar sendingar, flott hlaup, bjó til pláss og þurftu varnarmenn Lyon að halda sér á tánum þegar hann fékk boltann. Rosalega spennandi strákur.

Liðið heldur nú áfram að æfa stíft fram að leiknum gegn Man City á sunnudaginn og það að t.d. Keita og Salah hafi náð að spila hálfleik í dag boðar vonandi gott og þeir geta tekið einhvern þátt í þeim leik.

10 Comments

  1. Var þetta sama liðið sem var þarna að stórum hluta og í síðasta leik svart og hvítt miðað við síðasta leik ekki bara úrslitin heldur allt annað að sjá alla þessa kalla svona spræka allir að eiga góðan dag Lalli flottur í nýja hlutverkinu og nýja stjarnan okkar Elliott verður mögulega kaup ársins þessi strákur minnir frekar á 19 til 20 ára leikmann en 16 ára! svakalegt efni þarna á ferð.
    Markið hjá Wilson Úff Úfffff.

    YNWA.

    8
  2. Mér fannst Hoever meira en sprækur, hann nánast spilaði óaðfinnanlega. Bjó til mark og á vissum kafla heppnaðist nánast hver einasta sending frá honum og allar þeirra voru mjög erfiðar. Hann er bæði snöggur og sterkur og góður á boltann.

    Ég sé núna miklu meira hvað Klopp og hans teymi eru að spá. Þeir vilja meina að það eru 5-6 strákar í unglingaakademiunni sem eru það mikil gæði að þeir gætu brotið sér alla leið inn í byrjunarliðið með örlítillri bætingu á nokkrum sviðum.

    Mér fanst bera vott um gæði hjá leikmönnum ef spila vel með góða leikmenn í kringum sig. Mér fanst nokkrir af þessum strákum vera í þeim flokki að þeir geta vel spilað fyrir Liverpool. Wilson, Brewster, Hoever og

    Svo held ég líka að þeir telji vera verðbólgu á markaðnum sem muni hjaðna. Mörg lið eru að teygja bogann út í hið ítrasta og þeir vita að á einhverjum tímapunkti geta menn ekki sett óendanlega há verð á skotmörk, ellega fer fyrir þeim eins og fór fyrir einmitt Leon þegar forseti klúbbsins sleit samningaviðræðum við Liverpool um Fekir. Það kostaði Leon skildingin því núna er Fekir að fara annað á miklu lægra verði.

    12
  3. Mikið var gaman að sjá svona sleggjumark utanaf velli!

    Hefur varla sést síðan Stevie G. var og hét…

    7
  4. Solid leikur í dag hjá strákunum og tók maður mest eftir því hvað pressan virkaði miklu betur í dag en í undanförnum leikjum þegar Firmino leiðir hana það gerði það að verkum að varnarlínan okkar hafði ekki eins mikið að gera.

    Hover virkilega flottur í hægri bakverði, Lallana mjög öflugur aftarlega á miðjuni, Wilson tel ég vera nothæfan leikmann í vetur og það var virkilega gaman að sjá Salah/Firmino/Shaqiri/Keita alla mæta á svæðið og fá mikilvægar mín.

    Næsti leikur er alvöru leikur gegn Man City, Klopp talaði um það um daginn að hann lýtur ekki á þetta sem einhvern æfingarleik sem skiptir engu máli heldur að þarna væri verið að berjast um alvöru bikar og því væri þetta alvöru leikur annars væri alveg eins hægt að sleppa honum.

    Ég veit að þetta eru bara æfingarleikir sem við erum búnir að vera að spila en ég held samt að það hafi verið gott að fá sigurinn og líka svona solid framistöðu.

    YNWA

    6
  5. Ungu strákarnir að heilla og ef þetta er það sem koma skal fyrir Liverpool þá hefur maður ekki áhyggjur.
    Hvað er að frétta samt af Elliot er hann örugglega 16 ára gamall ? var með takta eins og hann hefði verið að spila með aðaliðinu í lengri tíma en raun ber vitni.

    Svo var Hoever að standa sig vel og Wilson frábær þarna sá maður gæði og liðið sem endaði mótið síðast semsagt þú trúðir í hverri sókn að það kæmi mark.

    Ætla ekki að ræða brauðfingurna hjá meistara Alisson það geta allir gert mistök meira segja þeir allra bestu og dómurinn var þvæla það var smá snerting en aldrei víti eða gult.

    Hef ekki mikið meira um þetta segja nema það sást svo greinilega að Firmino og Salah voru inná enda var þessi leikur skemmtilegur að horfa á fannst reyndar innkoma allra í þessum leik vera góð skipti engu máli hvar.

    Nú er að girða sig í brók og vinna leikinn á móti City það væri kærkomið.

    7
  6. Við hljótum að vilja halda Wilson og gefa honum tækifæri í vetur. Sama með Hoever og jafnvel unga LB með erfiða nafnið. Þegar ekkert er keypt gerir maður ráð fyrir að við séum að gefa krökkunum sénsinn frekar en að selja allt sem hægt er fyrir háar summur.

    3
  7. Er Kúturinn að koma á láni? Núna er sterkur orðrómur á að hann sé að fara í PL og agentinn hans hefur sagt að drengurinn vilji bara fara í einn klúbb þar.

  8. Verið að slúðra eitthvað um þennan Francois Kamano.
    Annars lítið að frétta held ég.

    1

Byrjunarliðið gegn Lyon

Góðgerðarskjöldurinn, upphitun!