Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, því enska úrvalsdeildin byrjar eftir klukkutíma, og það á Anfield!
Liðið sem ætlar að sækja fyrstu 3 stigin af mörgum hefur verið kunngjört, og það er eftirfarandi:
Bekkur: Adrian, Matip, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Mané
Mané er semsagt talinn hæfur til að byrja á bekknum, og það væri nú ekki leiðinlegt að sjá hann koma inná og skora í fjórða opnunarleiknum í röð. Sterkur bekkur annars, Lovren kemst sem dæmi ekki í 18 manna hóp.
Minnum svo á umræðuna hér fyrir neðan eða með #kopis myllumerkinu á Twitter.
KOMA SVO!!!
Gæsahúð 🙂
Hörð barátta að komast í liðið okkar í dag.
Menn sem hafa áhyggur af breydd ættu að skoða bekkinn okkar í dag.
Shaqiri, Ox, Mane, Milner, Keita, Matip og Adrian.
Kappar eins og Lovren, Lallana og Brewster komast ekki í 18 manna hóp í dag.
YNWA
Hvar er hægt að horfa á þennan leik á Akureyri?
Flottur nýr staður á Glerártorgi á Akureyri
Bjórinn tilbúinn og spennan í hámarki
Hef engar áhyggjur af okkar mönnum í vetur þó gluggann hafi verið rólegur.. bekkurinn er flottur og góðir menn utan hóps..
Spái 4-0 og pressan strax sett á hin liðinn
Gleðilega hátíð
Er leikurinn í opinni dagskrá
Streymi ?
Hérna eru nokkrir linkar
!
https://www.totalsportek.com/new-england-patriots-live-stream/
Er alveg “save” að skrá sig þessari síðu?
https://footybite.com/category/football/premier-league-live-stream/ er líka helvíti fín síða
Sæl og blessuð.
Mögulega birtist það manni núna, svart á hvítu, hvers vegna engin stór kaup fóru fram í sumar. Varamannabekkurinn er rosalegur!
Er samt með hausinn fullan af áhyggjum. Gul/grænir mæta til leiks með allt að vinna og munu selja sig á okurverði. Stundum er þessi miðja okkar ekki að pródúsera neitt að ráði.
Spyrjum að leikslokum eh?
Klopp í viðtali:
Við töluðum við umboðsmenn og leikmenn.
Skoðum 1-2 valmöguleika að styrkja liðið sem gengu ekki eftir.
Ætluðum ekki að kaupa eitthvað bara til að kaupa eitthvað.
Þú þarft ekki bara leikmenn þú þarft rétta leikmenn.
Eru menn ekki að taka áskriftina hjá símanum
Hélt að þetta stream vesen myndi minnka snarlega með lækkuðu verði
Hrikalega sáttur að vera loksins kominn með áskrift í fyrsta sinn í mörg ár.
5-0….3-0 i hálfleik….
Hanley???
Lord Origi er strax byrjaður!
Frábær fyrirgjöf hjá Origi og flott móttaka ( sama hvaðan gott kemur ).
Þetta er ofboðsleg pressa. En plís… ekki aftur gefa þeim svona færi eins og áðan! Kanarífuglarnir eru pínu stressaðir. Það leynir sér ekki.
Salah kominn á blað. Langar greinilega í þriðja gullskóinn í röð!
Geggjað !
Gleðilega hátíð þetta byrjar vel og Norwich sprækir að reyna að spila flottan bolta King Origi mættur og Salah sprækur þetta fer 5 -1 og leikurinn í opinni dagskrá
Big Virgil mættur til starfa! 3-0
Van Djik!!!
Van Dijk búinn að skora 6 mörk i síðustu 19 leikjum þvílíkur leikmaður…
Frábærar 30 mínútur sérstæklega sóknarlega, en það veldur mér smá áhyggjum hversu “margar” opnanir þetta lelega Norwich lið er að fá inn á milli
YNWA
Jæja Alisson illa meiddur ? Hvað gerðist
What the fuck!
Shiiiitt vona að það sé í góðu með hann
Vá. Ekki gott! Gæti samt ekki verið betri staða til að gefa Adrian sína eldskírn…
Whatttt 1leikurinn og Alison out !!!!
Adrian fær strax að spreyta sig. Lítur ekki vel út með Alisson
Origi nicee
Our Lord Origi er sjóðandi heitur. Heldur áfram í byrjun þessa tímabils eins og að hann endaði það síðasta.
Origi flottur þvílík sending frá Trent vonandi verður Allison ekki lengi frá
Vona að Alisson sé ekki illa meiddur :-/
Hvað getur maður sagt sturlaður fyrri hálfleikur en samt er maður dapur yfir Alisson
Frábær staða í leiknum.
Gestirnir eru ágætir með boltan og hafa átt nokkur tækifæri í þessum leik þar sem þeir komast bakvið Trent og Gomez en gott fyrir okkur að þeir eru að slúta illa. Pínu áhyggju efni að þeir virka hættulegir þegar þeir ná að komast yfir miðju.
Annars er það að frétta hjá okkur að við erum góðir í sókn og þeir eru ekki góðir í vörn sem þýðir að staðan er 4-0
Það sem maður er hættur að pæla í hvort að við munum vinna eða ekki þá er maður bara að vonast eftir því að Alison sé ekki mikið meiddur. Megum ekki við því að hann verður lengi frá en það skýrist allt á næstu sólahring.
Keppnin um markakónginn í ár er nú á milli Sala, Origi og van Dijk !!!
Hvaða bull er í gangi ?? #VAR OUT
Tókuð þið eftir að þegar Alison datt þá leit hann aftur fyrir sig eins og hann hefði haldið að einhver hefði gert eitthvað við hann og það er merki um hásinameiðsl? Ég vona samt að það sé ekki raunin?
Já því miður líklegt að þetta hafi verið hásinin hjá Alisson – sem þýðir amk hálft tímabilið frá, eða meira 🙁
Maður bara liggur á bæn og vonar það besta.
Jæja, hvernig væri að mæta til leiks í seinni hálfleik? Nýliðar Norwich miklu betri fyrstu 20 mín í seinni 🙁
Öss ekki leit þetta vel út. Alger óþarfi að fá mark á sig og láta spila sig svona sundur og saman.
Matip gerir vörnina miklu traustari en Gomezinn.
Held að það fari að líða að Milner-time.
Þrjár skiptingar takk Herr Klopp !
Eigum bara tvær eftir.
Ánægður með Símann, fínir þættir, frábær upphitun og mjög sanngjarnt verð ? ekkert stream vesen þennan veturinn og heilmikið í bónus sem aðrir fjölskyldumeðlir eru hæst ánægðir með.
já, tvær búnar núna, langar að sjá OX eða Shaqiri inná
Sammála var með premium fyrir þurfti ekki bæta við krónu er sáttur hér. Ágætis lýsing bara líka yfir engu að kvarta.
Ekki góður seinni hálfleikur, en 3+ og
3 stig….
En er hálf þunglyndur yfir lýsandanum á Simanum…. lofar ekki góðu.
Kálfvöðvinn fyrir ofan hásin gæti hafa trosnað hjá Alisson. Ef svo er, þá 3-4 mánuðir 🙁 Hef lent í því sjálfur, fann “spark” neðst í kálfann og hrundi niður. Svo var enginn fyrir aftan mig þegar ég leit til baka og ætlaði að láta fávitann heyra það….