Þá er búið að tilkynna liðið sem tekur á móti Arsenal núna kl. 16:30 á eftir. Óhætt að segja að Klopp stilli upp sterkasta liðinu sem völ er á:
Bekkur: Kelleher, Gomez, Milner, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Shaqiri, Origi
Það vekur örlitla athygli að Kelleher fái sénsinn á bekknum, hann er jú að spila með U23 liðinu og Lonergan ætti tæknilega séð að vera á undan honum í röðinni.
Af andstæðingunum er það helst að frétta að Pepe byrjar, en Lacazette byrjar á bekknum.
Minnum svo á spjallið hér fyrir neðan, nú eða á Twitter undir #kopis myllumerkinu.
KOMA SVO!!!
* Martin Kelly spilaði líka aftur fyrir LFC í dag…
Maggi er geggjaður í stúdíóinu hjá Símanum!
Veit einhver um gott stream?
einhver með link
Adrian er tifandi tímasprengja
PASSA SIG ADRIAN!!!
https://www.totalsportek.com/arsenal-streams/
Þessi Pepe á eftir að verða eitthvað. Úff… hefði nú ekki veirð leiðinlegt að hafa hann á bekknum.
En nú verður að fara að gera eitthvað í málunum ef við eigum ekki að fá okkur mark úr skyndisókn..
Sammála, Pepe er svaðalegur! Myndi spellpassa í þetta Liverpool lið.
Super Matip!!!
Matip>Gomez
Matip!!!
Finnst Gini vera aðeins undir pari í dag. Missir boltann nokkrum sinnum og virðist draga hraða úr sókninni. Adrian þarf að gæta sín ef ekki á illa að fara.
Annars sáttur við spilamennskuna heilt yfir.
Matip frábær skalli
Matip skoraði eitt mark á síðasta tímabili kominn með 2 núna…..
Mesta David Luiz moment sem ég hef séð.
Geggjað mark hjá Salah! 3-0 game over
Salah þvílíkt mark vá!
Eitthvað sem menn vilja að ég komi inná hér eftir leik í myndveri?
Miðjan okkar var stórbrotin í leiknum Þetta var fyrst og fremst sigur hennar. Gríðarlegir yfirburðir sem hefðu getað skilað sér í stærri sigri ef ekki hefði verið verið nauðvörn Norður-Lundúnabúa og e.t.v. stöku rangar ákvarðanir í fremstu víglínu okkar (alltaf getur maður kvartað!).
Hendó hefur verið frábær og Fabinho (sendingin á Salah..?). Vörnin traust að vanda og … auðvitað voru þeir fremstu geggjaðir – e.t.v. óheppnir að skora ekki í þessum 29 tilvikum sem þeir fengu boltann við vítapunkt andstæðinganna en lúðruðu honum beint í þvöguna. Þeir nýttust samt best í þessu magnaða flæði sem er á leikmönnum liðsins – á miðju og í vörn. Maður minn.
Bara að við erum að vinna okkar leiki í þriðja gír. Hvernig verður þetta þegar við náum upp í fjórða og svo fimmta gírinn! Þetta lið okkar er stórbrotið.
Þvilikur kraftur í liðinu okkar
Þetta lið ??????????
Þessi spurningamerki voru semsagt hjarta emoticons sem kommentakerfið höndlaði ekki.
Það er gaman að vera Liverpool maður þessa stundina og megi það endast sem lengst. Lykillinn er náttúrulega Jurgen Klopp því að eftir höfðinu dansa limirnir og Klopp er frábær stjóri og karakter.
YNWA
Það væri samt gaman að halda hreinu svona einu sinni allavega en margur vill meira.
Sturlað lið og leikur Salah og Matip frábærir
Like!! Thank you for publishing this awesome article.