Boring borning Arsenal mætti til að verja stigið á Anfield og tókst það auðvitað ekkert. Burnley bíður næstu helgi og ekki er það nú skemmtilegra lið. Hættir Klopp 2022? Er Nike að taka við af New Balance? Hverja viljum við fá í Meistaradeildinni? Hvað gerðist í öðrum leikjum helgarinnar?
Þetta og fleira í þéttum þætti vikunnar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn
MP3: Þáttur 250
Kop.is á Facebook – Endilega fylgið okkur þar líka.
Af hverju er ekki hægt að niður hlaða þáttinn?
Breytti þessu þannig að hægt er að ná í hann eins og venjulega.
Eins er alltaf hægt að fara í MP3: Þáttur 250 skránna og þar inni er hægt að ná í hann.
Venjulega er Gullkastvakning hjá mér milli 6 og sjö á miðvikudögum, nb er 3 tímum á undan ykkur. Mikið djö. er gaman að hlusta á spekingana okkar rökræða alla þræði, spá og spekulera. Alla jafna tala spekingarnir af visku án allrar niðurlægingar gagnvart andstæðingum, þó eðlilega séu þeir frekar litaðir, nefnum engin nöfn ev ég mau. Burnley verður ekki beinlínis hindrun, en alvöru leikur það er næsta víst, en bara svo mikill getumunur. Flott helgi, til hamingju öll.
YNWA
Takk fyrir þetta snillingar. Alltaf gaman af fjörlegum umræðum þar sem farið er yfir málin. Líkar það líka vel að borin er virðing fyrir öðrum liðum enda einkenni góðra Liverpoolstuðningsmanna að gera ekki lítið úr andstæðingnum hvort sem þau lið eru góð eða minna góð.
Varðandi Klopp þá held ég eins og þið að eins og staðan er í dag verði hann trúlega ekki lengur en til 2022, það þ.e.tæp 7 tímabil. Einhvernveginn finnst mér að draumar mínir, og annarra, að talan 7 hangi yfir Klopp og liðinu. Ég ætla strax að útiloka 7.sætið, til þess er liðið einfaldlega alltof gott. Miklu frekar trúi ég því að á 7 tímabilum vinni Klopp 7 titla.
Góðar stundir
Sæl og blessuð.
Takk fyrir þetta. Byrjunin lofar góðu en auðvitað er ekki allt gott sem byrjar vel. Mikið starf er framundan að halda utan um hópinn, halda aðalmönnum heilsuhraustum og ferskum og passa að varaskeifur fari ekki í fýlu og haldist jafnframt tilbúnar þegar á þær reynir. The mysterius case of Shaquiri er t.a.m. mér ofarlega í huga. Hann líður e.t.v. fyrir það að liðið byrjar vel og kemst yfir snemma leiks. Þar með er ekki þörf á ,,leikbreytanda”. En frammistaðan í mörgum leikjum á síðasta tímabili sýnir hversu beittur hann er kubburinn.
Svo er það til nudda hunangi í hársvörðinn hversu hörmulega mu gengur með litla dofrann við stýrið. Menn bera í bætifláka fyrir þá og benda á óheppni í vítum – vissulega hefði litlu þurft að skeika svo að Rashford hefði þrumað honum stöngin-inn en ekki út (við könnumst jú við það syndróm). En á hitt er að líta að öruggar vítaskyttur fara sjaldnast með boltann alveg út við stöngina. Gerrad og Milner t.a.m. skutu honum örugglega í annað markhornið, án þess að ná alveg út í stöng. Jafnvel þótt hanskar rötuðu í rétta átt, þá voru skotin það föst og nógu utarlega til það kæmi ekki að sök. Þegar skyttur þora ekki annað en að lúðr’onum svona utarlega er það til marks um óöryggi og það held ég einmitt að sé meinið hjá mu. Í denn voru þeir óþolandi góðir með sig og kunnu einmitt þá list að skora í blálokin og helst í uppbótartíma – sem var oft jafn langur og þeir þurftu til að skora. Það eru breyttir tímar og því ber að fagna. Spái því að þeir horfi hreinskilnum augum í spegilinn þegar líða tekur á tímabilið, játi þá staðreynd að þeir eru bara miðlungslið, reki dofrann og Redknapp fái langþráða hringingu frá gömlu traðarvöð.
Annað var það nú ekki að sinni.
kvLS
Amen bróðir.
Norsku vinnufélagarnir mínir og nemendur sem þurfa að halda með þessu manhjú-liði taka stóran sveig þegar þeir sjá mig nálgast… Yndislegt alveg!
Við drógumst gegn MK Dons í deildarbikarnum. Ætti að vera hægt að rótera þar.