Á morgun mun Liverpool heimsækja Chelsea en það er fyrsti leikurinn af ansi mikilli útileikjahrynu liðsins næstu vikurnar en fimm af næstu sjö leikjum eru á útivelli. Þar af er deildarbikarleikur og Meistaradeildarleikur.
Liverpool tapaði svekkjandi gegn Napoli í fyrsta leik Meistaradeildarinnar þetta árið en liðið spilaði þó nokkuð ágætlega fannst mér í þeim leik en tókst bara ekki að gera gæfumuninn og það hjálpaði ekki til að Napoli fengu svo gott sem gefins vítaspyrnu en það er víst búið og gert.
Chelsea tapaði einnig sínum leik í Meistaradeildinni en þeir mættu Valencia á heimavelli og töpuðu þar 1-0. Chelsea hefur ekki byrjað leiktíðina með miklum látum en það er margt sem gæti talist jákvætt frá þeim og þá sérstaklega hvernig ungir leikmenn eins og Tammy Abraham og Masoun Mount hafa verið að koma inn í liðið hjá þeim.
Þeir unnu síðasta deildarleik sinn þegar þeir tóku Wolves 5-2 en þar áður hafa þeir gert jafntefli við Sheffield United og Leicester, rétt merja Norwich, tapa stórt gegn Man Utd og svo auðvitað tapað gegn Liverpool í vítaspyrnukeppni um Ofurbikar Evrópu.
Þegar liðin mættust í leiknum um Ofurbikarinn þá var ekki hægt að segja að það hafi verið fallegasti og besti leikur Liverpool undanfarin tvö ár en það var jafnræði með liðunum og kaflaskiptur leikur. Það má því alveg búast við að leikurinn á morgun muni ekki vera “walk in the park” og það eru ákveðnir hlutir sem hafa gengið vel hjá Chelsea og þeir munu eflaust telja að þeir geti skaðað Liverpool með þeim.
Helsta ógn Chelsea hlýtur að vera Tammy Abraham sem hefur raðað inn mörkunum í haust og er líklega í besta formi sem hann hefur verið í á sínum stutta ferli hingað til. Það má kannski reikna með að það komi tímapunktur þar sem skoppið á boltanum yfirgefur hann aðeins og vonandi verður það bara málið á morgun.
Af Liverpool er það að frétta að Naby Keita er aftur byrjaður að æfa af fullu og verður líklega í leikmannahópnum eitthvað í næstu leikjum, Alisson er á góðri leið í endurhæfingu sinni og Divock Origi verður eflaust ekki klár í leikinn á morgun en er væntanlegur til baka fljótlega.
Ég býst ekki við að Klopp geri einhverjar mjög draktískar breytingar á liðinu hjá sér og róteri þá aðallega á miðjunni. Ég ætla að giska á eitthvað svona:
TAA – Matip – VVD – Robertson
Henderson – Fabinho – Wijnaldum
Salah – Firmino – Mane
Hugsa að Wijnaldum komi aftur inn í liðið á kostnað Milner og Fabinho verði ásamt honum og Henderson á miðjunni. Fremstu þrír verða á sínum stað en mögulega gæti hann tekið Gomez inn í hægri bakvörðinn fyrir Trent Alexander Arnold eða eitthvað slíkt en vonandi verður Trent á sínum stað.
Man City rúllaði yfir Watford 8-0 í dag og minnkaði bilið niður í tvö stig svo það væri rosalega fínt að vinna Chelsea á Stamford Bridge og halda bilinu í fimm stigum áfram!
Sælir félagar
Takk fyrir góða upphitun Óli. Víð sjáum til hvernig fer en ég viðurkenni að ég er ekki áhyggjulaus. Spái okkur samt sigri 1-3.
Eru púllarar á Spot Kópavogi á morgun? Verð í bænum og vantar stað til að horfa á leikinn.
Það er nú þannig
YNWA
Erum við orðnir værukærir, er ekki okkar að hafa áhyggjur af næsta leik? Ég bara spyr. Hef nú svolitlar áhyggjur en þær rétt duga fyrir mig. Þetta er einn af fjórum útileikjum sem eiga að vera erfiðir og þeir á brúnni þjappa sér vel saman fyrir þennan leik, ætlar ekki Eiður að mæta. Ætla njóta stundarinnar með streymi sem ég finn einhversstaðar, get ekki haft þetta efni og fleiri íþróttir í tvínu mínu, hef ekki tíma til þess eða stjórn á mér. Aldrei of oft fluttar þakkir til Koppara þessar síðu, njótum allir.
Ef menn eru með sjálfum sér, þá vinnst þessi leikur nokkuð auðveldlega, en verða að vera með sjálfum sér. Spái 1-3.
YNWA