Tæpur klukkutími í leikinn gegn MK Dons og liðið er eftirfarandi
Bekkur: Lonergan, Van den Berg, Lewis, Kane, Chirivella, Clarkson, Longstaff
Margt áhugavert við liðsvalið í dag, sérstaklega þar sem Pep Lijnders talaði um það á blaðamannafundi að við myndum stilla upp liði hæfu í Úrvalsdeildina og eftir þau ummæli bjóst ég við sterkara liði þá sérstaklega í ljósi þess að u23 ára liðið spilar við Fleetwood í kvöld í EFL bikarnum (áður Cheakatrade, áður Johnstone’s Paint, áður framrúðubikarinn). Það er hinsvegar ungt lið í dag þar sem Elliot, Brewster og Kelleher spila sinn fyrsta leik og lítil sem engin reynsla á bekknum!
Hef hinsvegar fulla trú á ungu strákunum okkar með sterka menn inni á milli, það hefur verið mikið talað um stráka eins og Jones og Brewster nú er það þeirra að sýna okkur af hverju!
Minnum auðvitað á spjallið með færslunni, sem og #kopis myllumerkið í umræðunni á Twitter.
KOMA SVO!!!
Það verður gaman að sjá þessa stráka sem mögulega verða framtíðarmenn spila alvöru leik.
Svo fer þetta bara einhvernveginn. Vonandi náum við samt sem lengst í þessari keppni, bikar er bikar.
Frábært liðsval ef við vinnum en ömurlegt ef illa fer. Gott að leyfa drengjunum að spreyta sig en ég heimta samt sigur og ekkert kjaftæði
YNWA
Alger snilld þessi uppstilling, styð 100% að leyfa ungum að spila og gefa byrjunarliðinu frí.
Skiptir engu hvernig þessi leikur fer. Fínt að detta út strax ef það verður svo. Einhvern tímann var leikið heima og að heiman í fjórðungsúrslitum, held ég, sem er algert aukaálag um miðjan vetur um leið og útsláttarleikir Meistaradeildarinnar fara fram. Síðan eru þetta yfirleitt úrvalsdeildarlið þegar líður á keppnina, Liverpool þarf ekki einn eða tvo aukaleiki við Chelsea, City, Utd, Arsenal o.s.frv. fyrir þennan bikar. Hins vegar er alger synd að Shaqiri eða Origi séu ekki með í kvöld, það hefði aukið möguleikana mikið. Finnst mér.
Skemmtilesning í hléinu. Verður Origi fyrsti maður á blað 10. nóv.?
https://www.empireofthekop.com/2019/09/25/curse-of-origi-how-divocks-goals-have-ruined-six-clubs-seasons-already/
Hefði viljað sjá Firmino á bekknum.
linkur?
stream?
https://www.soccerstreams100.com/milton-keynes-dons-vs-liverpool-match-preview/
það er eh hér ekkert spes linkar samt en watchable
Þetta var furðulegt mark en vel gert hjá Milner !
Mini-Karius þarna!
Mér finnst spilamennskan bara nokkurn veginn á pari við það sem búast má við. Brewster er reyndar mun ósýnilegri en maður var að vona, hann er klárlega ekki sama týpa og Firmino, en getur greinilega verið hættulegur eins og sást þegar hann náði næstum að pota tánni í sendinguna frá Milner. Hoever aðeins óstyrkur og með ónákvæmar sendingar. Keita sömuleiðis greinilega að koma aftur til baka úr meiðslum, vantar svolítinn rythma. En enginn þeirra að eiga neitt afgerandi slæman leik. Elliott gæti alveg sprungið út á næstu árum, væri mjög gaman að sjá meira af honum með aðalliðinu á næstunni. Miðað við þennan leik þá ætti hann jafnvel meira erindi á bekkinn á laugardaginn frekar en Brewster.
Þetta er svona svipaður leikur og maður átti von á.
Þarna eru kjúklingar í bland við leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið og þá verður oft ekki mikið flæði í leiknum.
Heimamenn byrjuðu af krafti(adrenalín á fullu) en svo hægt og rólega þá tóku okkar menn öll völd á vellinum án þess að galopna vörn þeira oft. Maður fannst oft vanta uppá síðustu sendinguna og fannst manni ungu strákarnir stundum taka ranga ákvörðun með því að fara sjálfir þegar menn við hliðinn á þeim voru í opnari færi en skrifum þetta á greddu og reynsluleysi.
Það hefur engin skara eitthvað sérstaklega framúr en mér finnst gaman að sjá Kelleher vera óhræddan í markinu og vera vel spilandi og Milner er búinn að vera að taka virkan þátt í sóknarleiknum og tel ég næsta víst að hann verður fyrsti kostur í vinstri bakvörð ef Andy meiðist.
Ég reikna með að heimamenn selji sig dýrt í síðarihálfleik en að við klárum þetta og bætum jafnvel við einu eða tveimur mörkum.
Elliot spennandi leikmaður
Mér sýnist að Curtis Jones og Harvey Elliot séu alveg tilbúnir í fullorðinsgeimið. Hvað finnst ykkur?
Jones og Elliott að heilla mig en Brewster ekki, en vel spilað hingað til.
Engin af þessum til í aðalliðið ! Og vörnin ekkert spes. Ég vona að Brewster taki sig aðeins á í seinni .
Glæsilegt mark.
Vel gert
Lovren að standa sig vel eftir shaky start.
Milner er beast
Kemur Elliot
Góður leikur hafði gaman að þessum leik !
Góður sigur. Gátum hvílt alla, héldum hreinu og erum komnir áfram í næstu umferð:)
Elliott… what a player.. hann á eftir að verða gullmoli
Aesenal í næstu umferð ?
Héldum hreinu í fyrsta skipti á tímabilinu. 🙂
Milner var frábær í leiknum. Þeir sem eru á öðru leveli eru hann, Uxinn og Lovren. Nokkrir aðrir eiga talsvert inni sérstaklega Elliot og náttúrulega Gomez. Brewster var vonbrigði. Lallana er bara horfinn og er skugginn af sjálfum sér áður en hann meiddist. Ef við hefðum gamla Lallana í okkar A liði í dag værum við ósigrandi. Held að Klopp sé að vona að fá hann til baka og er hann að reyna að spila Lallana í gang, nú koma vonandi leikir til þess. Síðan er það postulínið okkar, Keita, hann komst heill frá þessu en maður er alltaf að bíða eftir því að hann fari í gang. Að maður fari að sjá þann leikmann sem okkur var lofað…og ég beið og beið.
Fínn sigur – Elliott, Jones og Hoever litu ágætlega út og Kelleher flottur i markinu. Milner besti maður vallarins og sá maður verður að fá nýjan samning strax! Eina áhyggjuefnið er hvað aðrir senior leikmenn ; Keita, Lallana, Ox og Lovren voru slappir. Virkuðu langt frá þvi að vera klárir i aðalliðið ef þar koma upp meiðsli.
Mikilvægt að vera komnir áfram.