Liðið gegn Sheffield

Þá er búið að tilkynna liðið sem mætir Sheffield United núna á eftir, markmiðið er klárt: að ná að sigra á Bramall Lane í fyrsta skipti.

Ekkert óvænt í uppstillingunni:

Bekkur: Kelleher, Lovren, Gomez, Milner, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Origi

Svolítið sérkennilegt að setja á bekkinn eina markvörðinn sem er með 100% tölfræði í að halda hreinu í opinberum leikjum fyrir Liverpool, en ok…

Vonum að leikmenn láti fréttir af mögulegri útilokun úr Carabao Cup ekki á sig fá, en af einhverjum ástæðum var Chirivella ekki 100% löglegur út af einhverjum pappírsmálum, þar sem hann fór á lán í janúar, og ekki var búið að fullklára félagaskiptin til baka (hann hefur að vísu fengið óáreittur að spila með U23 liðinu, en ok…). Vonum að þetta endi í versta falli með sekt.

Allavega, náum í 3 stig á eftir. Ekki veitir af, þar sem Everton eru ekki að fara að gera neinar gloríur á móti City á eftir. Svo mikið er víst.

Minnum á umræðuna hér fyrir neðan, sem og #kopis myllumerkið á Twitter.

KOMA SVO!!!

16 Comments

  1. Mjög lélegar aðstæður, hungraðir heimamenn með bullandi sjálfstraust og hádegisleikur. Það verður erfitt að spila okkar leik í þessum aðstæðum en vonandi koma menn vel gíraðir í þetta verkefni og klára það með 3 stigum.

    Maður sér á byrjunarliðinu að það er ekkert verið að spara og held ég að Klopp og hans lið vita að þetta verður hörkuleikur.

    3
  2. Mer lyst bara ekkert a þessa byrjun, mikið með boltann en ekkert að frétta, lelegar sendingar og þeir hættulegir i skyndisóknum

    3
  3. Mané minn, þarna máttiru alveg setja hann í netið! Þessi leikur hefur verið og mun vera bras.

    YNWA

    1
  4. Erfiðar fyrstu 45.
    Heimamenn setja í 11 manna varnarpakka sem við höfum ekki náð að opna. Færin okkar í leiknum er þegar þeir tapa boltanum á hættulegum stað og við náum aðeins að keyra á þá. Mane átti auðvita að skora þarna áðan.
    Heimamenn eru líka hættulegir fram á við en þeir eru óhræddir við að keyra á okkur þegar tækifæri gefst.
    Það fái fáir skarað framúr nemda kannski Dijk sem er kóngurinn í loftinu.
    Trent hefur verið lélegur þar sem af er með marga tapaða bolta.
    Henderson/Gini nýtas ekki nógu vel í svona leik þar sem við erum með 85% með bolta að reyna að opna varnarpakka en það vantar ekki dugnaðinn hjá þeim.
    Þetta er svona leikur þar sem kappi eins og Shaqiri myndi nýtast en ég spái því að Ox komi fljótlega inná í síðari hálfleik fyrir Henderson eða Gini til þessa að fá meiri kraft í sóknarleikinn.

    1
  5. Við erum ekki að spila okkar besta leik gegn þessum varnarpakka ! Verðum samt að nýta þessi færi okkar. Salah er eitthvað týndur greyjið. Koma svo , setja eitt kvikindi á þá ! ! !

    1
  6. Er ekki kominn tími á gult spjald fyrir tafir eins og var sett á okkur á sama tíma í chelsea leiknum?

  7. Ógeðslegt mark hjá okkar mönnum en mikið er ég feginn maður, úff! Okkar menn voru líklega ekki að fara að skora öðruvísi en að fá smá lukku með sér í lið.
    Dududududu Gini Winjaldum

    YNWA

    2
  8. Ekki leikur sóknarmanna okkar fengu allir færi á að klára þetta en 3 stig og það skiptir öllu nú er bara krossa fingur að hinir misstígi sig.

Kvennaliðið mætir United

Sheffield United 0 – 1 Liverpool