Gullkastið – Fullt hús og rúmlega það

Allir helstu erkifjendur Liverpool töpuðu

Eins og Emlyn Huges sagði á sínum tíma “Liverpool are magic, Everton are tragic”. Liverpool er áfram með fullt hús á toppnum á meðan Everton er í fallsæti og Manchester liðin töpuðu bæði skyldusigursleikjum til að toppa helgina. Leikir helgarinnar ásamt umræðum um Man City, Spurs og Everton sérstaklega. Auk þess var frábær Meistaradeildarvika og fjögurra ára starfsafæmli Klopp einnig á dagskrá. Djöfull er gaman að´essu.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 256

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

11 Comments

  1. Sælir félagar

    Skemmtilegur þáttur að venju og mikil vítanínsprauta i landsleikjahléi. Ég hlakka til næsta þáttar þar sem MU verður tekið fyrir frá A – Ö. Það verður eitthvað. magnað sem kemur út úr því fyrir leikinn á Gamla Klósettinu. Þá mun Sólskerjamóri fá þann urskurð sem ræður úrslitum um framtíð hans og MU liðsins. Bara taumlaus skemmtun.

    Það er nú þannig

    UNWA

    6
  2. Takk fyrir frábæran þátt strákar.

    Það sem mér hefur fundist hvað mikilvægast í leik liðsins og stór hluti af því að liðið trónir á toppnum er sjálfsöryggið og þolinmæðin. Við sjáum liðið hvorki gefast upp né panikka ef það gengur illa að koma boltanum í mark andstæðinganna, menn bara halda áfram að reyna án þess að rembast og að lokum kemur markið. ManCity virðast viðkvæmari gagnvart mótlætinu og maður sá á þeim að þeir misstu alveg hausinn þegar það virtist ekki ætla að ganga upp gegn Wolves. Frábær karakter í okkar liði og menn greinilega með hausinn rétta skrúfaðan á.

    5
  3. Í þá gömlu góðu daga beið maður eftir nýju bítlalagi, þið vitið þessa frá LIVERPOOL, nú bíður maður eftir Gullkasti frá fótbolltabítlunum okkar, sem eins hinir sönnu bítlar klikka ekki. En síðasta helgi er í einu orði sögð frábærhelgi, eiginlega eins og í góðri lygasögu.

    YNWA

    5
  4. Þetta kemur ekkert á óvart með þessa hræsnisfullu knattspyrnusérfræðinga. Lovren braut á Calvert-Lewin og Albrighton á Mané og fyrsta hugsunin hjá þeim öllum er að verja Englendingana. Þetta er svona með enska leikmenn, þetta er svona með enska þjálfara, þetta er alltaf svona hjá enskum “sérfræðingum”, sama fyrir hverja þeir spiluðu.

    1
  5. Virkilega flottur þáttur 🙂

    Nokkrir punktar:

    1. Liverpool og Man City eru í algjörum sérflokki. Já það munar 8 stigum en þeir áttu allan daginn að klára Tottenham og þeir fengu slatta af færum gegn Norwitch en það var þessi Wolves leikur sem stendur uppúr(þar sem þeir fengu samt 3 algjör dauðafæri til að skora).

    Staðan er góð fyrir Liverpool en þetta væri mjög gott forskot um miðjan Apríl en í byrjun Okt er alltof mikið eftir. Man City vantar Laport/Stones/Mendy sem allir myndu byrja ásamt De Bruyne sem er án efa einn allra besti leikmaður deildarinar og maður talar ekki einu sinni um kappa eins og Sane.

    Lykilinn fyrir okkur Liverpool kallana er einfaldlega að sigra þessa kappa þegar þeir koma á Anfield 10.nóv en það gæti verið rotthöggið á þá sem okkur vantar.

    2. Ef við tökum í burtu Liverpool og Man City þá er deildinn rosalega jöfn. Liðinn sem vilja ná meistaradeildarsæti eru nú ekki langt frá þeim.
    3.sæti Arsenal 15 stig og 4-6 sæti Leicester/Chelsea/C.Palace 14 stig. Tottenham eru nú með 11 stig og Man utd 9 stig(þótt að maður hefur enga trú á þeim í dag) .

    Þessi bárátta verður gríðarlega hörð og má segja að Leicester hafi tekið sæti Man utd í þessari baráttu fjögra liða um tvö sæti.

    3. Tottenham eru í tilvistarkrísu en þar sem maður hefur trú á stjóranum þeira þá tel ég að hann muni koma þeim í gang. Spái samt eins og svo margir að Poch taki við Man utd næsta sumar og ég spái því líka að hann tekur 1-2 Tottenham leikmenn með sér.

    4. Chelsea er stórskemmtilegt lið sem Frank er að gera góða hluti með en það kæmi manni ekkert á óvart að eftir 5-7 ár þá myndum við sjá Frank með Chelsea og Gerrard með Liverpool berjast á toppnum.

    5. Everton því miður eru of góðir til að falla en maður sagði það reyndar líka um Boro liðið hér um árið sem var með Juninho í fanta formi, Emerson og Ítalan Fabrizo Ravanelli (liðið fór í úrslitaleik FA Cup og deildarbikar en féll úr deildinni)

    6. Það væri hægt að tala um Man utd í nokkra daga en látum það ógert í bili en það þarf engan snilling til að sjá að þeir eru í slæmum málum.

    Þetta eru góðir tímar til að gleðjast yfir árangri í nútíð en maður passar sig á að horfa ekki of langt til framtíðar

    YNWA

    7
  6. megi everton og united falla saman það væri yndislegt að upplifa.

    4
  7. Kemur þetta ekki lengur a podcast appinu?? Og er hægt að bæta við nr hvað þátturinn er aftast til að finna þetta betur i poddinu?

  8. Takk fyrir skemmtilegar pælingar í hlaðvarpinu. Í sambandi við leik Úlfana og City þá fengu Úlfarnir 5 dauðafæri einn á móti markmanni í leiknum og hefðu með heppni getað verið 0-3 yfir í hálfleik. Þeir skoruðu svo úr báðum sínum dauðafærum í seinni hálfleik. Vörn City var afleit enda meiðsli og sá sem á að vera verja vörnina er sjálfur í henni og alls ekki eins góður þar og sem afturliggjandi miðjumaður. Það hefði verið gott að mæta þeim á þessum tímapunkti því núna er Liverpool besta liðið á Englandi og við eigum að þora að segja það.

    5

Helgaruppgjör

Hvaða lið er með besta hópinn?