Kvennaliðið fær Bristol í heimsókn

Nú er nýhafinn leikur Liverpool gegn Bristol á Prenton Park, og þar munu okkar konur gera allt sem þær geta til að ná í fyrstu stig liðsins á leiktíðinni. Óhætt að segja að fyrstu leikirnir hafi ekki endað eins og við höfum vonað.

Liðinu er stillt upp svona:

Preuss

Jane – Bradley-Auckland – Fahey – Robe

Roberts – Bailey

Clarke – Lawley – Charles
Sweetman-Kirk

Bekkur: Kitching, Murray, Purfield, Babajide, Hodson, Linnet

Líklega einhverskonar 4-2-3-1 með Lawley fremsta á miðjunni, Jesse Clarke og Niamh Charles á köntunum og Sweetman-Kirk uppi á topp.

Það er a.m.k. afar ánægjulegt að hin skoska Christie Murray er komin til baka úr meiðslum og byrjar á bekknum.

Við minnum á að leikurinn er sýndur beint á FA Player, bæði í appinu og á vefsíðunni.

Færslan verður svo uppfærð með úrslitum að leik loknum.


Leik lokið með jafntefli, 1-1. Semsagt, fyrsta stigið og fyrsta markið í deildinni. Bristol konur skoruðu fyrst á 16. mínútu, en á 72. mínútu fengu okkar konur víti eftir að Babajide var felld í teignum. Melissa Lawley fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki.

Næsti leikur er í Conti Cup, en þá heimsækir liðið Coventry. Þar á eftir kemur svo leikur í deildinni, en þá heimsækir liðið Birmingham sem er sem stendur eina liðið sem er án stiga í deildinni.

Ein athugasemd

  1. Takk fyrir að flytja fréttir af kvennaliðinu. Flott að ná í stig miðað við allt og gengið fram að þessu. Vonandi fara stelpurnar að hressast og og ná í fleiri stig.

    10

Hvaða lið er með besta hópinn?

Gullkastið – United upphitun