Þá hefur liðið sem mætir Tottenham hér á eftir verið staðfest.
TAA – Lovren – VVD – Robertson
Wijnaldum – Fabinho – Henderson
Salah – Firmino – Mane
Bekkur: Adrian, Gomez, Milner, Chamberlain, Keita, Lallana, Origi
Orðrómar fyrr í dag sögðu að Salah yrði ekki í hóp í dag en annað kemur á daginn og hann er á sínum stað í byrjunarliðinu sem er auðvitað frábært.
Trent var veikur í miðri viku en er mættur aftur og Robertson er fínn eftir að hafa farið út af eftir hnjask gegn Genk. Lovren kemur inn í miðvörðinn í stað Matip sem er meiddur og þeir Wijnaldum og Henderson koma inn á miðjuna í stað Keita og Chamberlain sem byrjuðu gegn Genk.
Sterkt byrjunarlið og sterkur bekkur svo það er í raun erfitt að ætla að kvarta eitthvað rosa mikið svona fyrirfram. Hefði verið spennandi að sjá Keita eða Chamberlain byrja en val Klopp á miðjunni kemur bara alls ekkert á óvart.
Það er enginn Lloris hjá Tottenham í dag og þeir Vertonghen, Ndombele og Moura eru á bekknum en engu að síður sterkt lið hjá þeim í dag og öflugir menn á bekknum.
Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar með sigri þeirra rauð klæddu!
kemur ekkert á óvart þetta lið en gegn stórliðum þá velur Klopp þessi miðju og Lovren leit betur út en Gomez í leikjunum sem Matip var ekki með.
Spurs liðið sókndjarft með Kane, Son, Ali og Eriksen alla í liðinu.
Þetta var skellur
Jæja, andsk
Þetta er sko alls ekki mín uppáhalds miðju uppstilling.
Henderson i ruglinu á miðjunni
Þvílíkt kjaftshögg og mjög léleg varnarvinna á miðjunni mót sissoko labbaði framhjá 2 midjumönnum og gaf sendinguna óhindrað til son
Bimm bamm búmm – Hendó í ruglinu og þótt íslensku utanliðs-landsliiðsmennirnir hafi haft ágætar gætur á Sissókó þá renndi hann í gegnum miðjuna eins og heitur hnífur í gegnum lint smjör.
Hræddur um að okkar maður Hendó þurfi að bæta sig ef ekki á illa að fara.
Sjaldséð sjón, van dojk sofandi.
Byrjar ekki vel.
Ok skil alveg að menn gagnrýni hendo þarna á miðjunni en hann labbaði framhjá fabinho líka og enginn gagnrýnir hann??
Djöfull tefja þeir
Held að Lovren greyið sé ekki búinn að vinna einn einasta skallabolta gegn kane verður erfitt ef það breytist ekki
Tottenham miklu miklu betri
Útaf með Henderson ! Hann er ekki nógu góður!
Annar leikurinn í röð þar sem við getum ekki rassgat. Maður fer að verða áhyggjufullur.
Jæja okkar menn að vakna verst að markvörður þeirra á hörkuleik eins og er
Gef ekkert fyrir þessar markvörslur, þetta er allt beint á hann. Við þurfum að gera mikið betur og sýna gæði og yfirvegun þegar við fáum færi.
Haldiði kjafti Dude og Höddi B – Hafið trú á ykkar mönnum
Ætlar þetta verða svona að markmaðurinn eigi leik lífsins.
eruð þið með eitthvað streymi á þennan leik gengur eitthvað illa að finna það núna.
Þökkum Gunnari fyrir sitt innlegg í umræðuna.
Já og þér líka Dude Utd grei
Alvöru leikur….setjum mark á þá
Rose fær rautt í þessum leik
Við vinnum þennan leik ef menn halda áfram eins og síðustu 15 eru búnar að vera
Gunnar , þakka falleg orð, ertu komin á skólaaldur ? Tottenham voru miklu betri fyrstu 20 mínúturnar, sættu þig við það. Ekki er það okkur Dude að kenna.
Bara óþolandi dúddar eins og þið sem byrjið að moka fúkirðum yfir liðið ef hlutirnir ganga ekki alveg eins og þið viljið, Reynið að vera örlítið jákvæðir minnstakosti á köflum. Bið ekki um meira. og já ég er 56 ára og hef séð ýmislegt í gegnum tíðina.
Ég segji að tottenham hafi verið betri fyrstu mínúturnar. Rosaleg fúkyrði. Gamli bara að fá sér of mikið með leiknum, láttu vera að hrauna yfir menn hérna. Óþolandi svona gamalmenni sem eru á 10 bjór og drulla yfir aðra stuðningsmenn hérna.
Hei – ég er með hugmynd!
Keita og Chambo inn á fyrir Hendó og Gini!!!
Búnar að vera lélegar spyrnur frá Arnold og það er maður ekki vanur að sjá
Gunnar er sjálfsagt óánægður eins og ég með uppstillinguna á miðjunni, en ég er samt fylgjandi málfrelsi.
Skrítin fótboltaleikur.
Þetta er búið að vera mjög góður fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum. Blúsandi sóknarleikur og kraftur með fullt af færum. Þetta er allt annað en helvítis skitan gegn Man utd en staðan er samt sú að við erum 0-1 undir og það er það versta.
Ólík Man utd leiknum erum við að komast upp að endamörkum og ná fyrirgjöfum og við höfum nokkrum sinnum galopnað þá og fengið færi sem ekki nýttust.
= Ósátur við stöðuna en ekki framistöðuna.
45 mín eftir og núna er bara að halda áfram að keyra á þá og ná að drulla boltanum í markið
YNWA
Óskiljanleg trú sem klopp og sumir herna inn a hafa á honum… júju finn leikmaður að senda til baka og hliðar, en er ekki leikmaður sem veit sín takmörk þvi miður
Þetta klúður hjá Hendo má rekja í trúarlegu samhengi allt aftur til tíma Molag, þegar mæður hentu börnum sínum á eldinn til fórna.
.
Vonandi að fórnin beri árangur og við uppskerum stig í dag. Nóg eftir.
Góð pressa hjá okkar mönnum seinni hluta fyrri hálfleiks.
Færanýting hins vegar slæm eins og svo oft áður og það gæti reynst okkur dýrt.
Gunnar, þú lætur eins og þú sért 5 ára ??ekki eins og miðaldra fúll maður 🙂 vertu ekki svona klikkaður þó svo liðið okkar sé að tapa. Bitri gamli kallinn !
Æ haltu kj….!!!
mikið hrikalega var þetta einföld skyndisókn hjá tottenham og mjög slöpp varnarvinna hjá Lovren verðum að drullast til að gera mark. Og Lovren þarf að drullast til að vakna.
Jæja væla meira um Hendo takk
Einmitt!
Henderson glæsilegt 1-1 nú er bara að keyra á þá
Hendo að troða sokkum upp í nokkra hér með þessu marki!!!
Ég hrósa Henderson svo sannarlega þegar hann gerir svona vel.
Takk fyrir sokkinn Henderson !
Jæja Henderson hatarar – Kommentið nú !!!
Henderson er vanur að nýta svona dauðafæri
Tökum nú saman og svarið hér, hvað eru menn að klára marga sokka?
Fórn Henderson að skila sér. Dýrð sé Molag!
haha! Hendósokk á diskinn minn. (já, þetta var lýsandi fyrir leik Hendó. Enginn nær að taka við þeim..!)
En mikið svakalega er þetta skemmtilegur leikur. Engin spurning að okkar menn eru búnir að vera öflugir. vantar bara að komast fram hjá þessum náttafatavaramarkmanni þeirra.
Nú er að nýta pressuna og setja á þá tvö eða þrjú, allavega eitt stykki ??
Stream?
http://www.ovostreams.com/liverpool-vs-tottenham.php
Ég hef misst af nýju reglunum um að halda í menn í teignum 🙁
væri alveg til í að fá einhvern annan í hornin og aukaspyrnur þegar þetta virkar ekki alveg með Arnold núna.
Keita inn
flott núna halda áfram bara
Salah!!!
Mo Salah Salah Salah!
Salaaaaaaaah
Lelegasta vítaspyrna sem eg hef séð
Vítaspyrna er aldrei léleg þegar hún hafnar í netinu 😀
Fáum nú eitt hraðaupphlaup á þá og klárum þennan leik
Þessir Tottenham gaurar eru margir eins og naut í flagi, bara í glímu ekki fótbolta
Þrautseigja , Þolinmæði og Trú !
flottur sigur á móti Tottenham ef við værum að nýta færin þá hefði þetta ekki verið nein spurning um sigur heldur hversu stór sigurinn væri.
Innkomqa Origi gerði gæfumuninn…
Húrra!!! sex stiga forskot. Hvað er þetta með Liverpool og sex???
Geggjaður sigur, algjörlega GEGGJAÐUR!!
Fabinho er svakalegur leikmaður. Eiginlega bara uppáhalds leikmaðurinn minn. What a guy!
Höddi B og Duke ættu að fara í smá naflaskoðun ! Hvers vegna eru þeir alltaf svona neikvæðir og með ömurleg komment ef allt fellur ekki Liverpools veg frá byrjun?
Hvaða neiðkvæða komment er ég með ? Ég segji “andsk” þegar tottenham skora, og svo að tottenham hafi verið betri fyrstu 20 mínúturnar. Vá, neikvæðnin, viltu sýna mér neikvæð komment hjá mér ? Voðalega eru menn hérna barnalegir, meira að segja menn sem eru 56 ára.
Er það ekki bara staðreynd að tottenham voru betri fyrstu mínúturnar ?