Gullkastið
Til að almennilega upp fyrir leik gegn Aston Villa þá er fátt betra en að fá toppþjálfarann, Liverpool-áhangandann og fyrrum leikmann Villa til spjalla stuttlega um fortíð, framtíð og nútíð.
Það er enginn annar en góðkunningi Kop.is og gulldrengurinn Jóhannes Karl Guðjónsson sem spjallar við okkur:
Hér ennfremur þúvarp frá fyrsta leik Jóa Kalla fyrir Aston Villa en hann skorar mark nr.2 fyrir sitt nýja lið með fyrnaföstu skoti.
Mótherjinn
Nýliðar Aston Villa komu aftur upp í Úrvalsdeildina eftir að hafa fallið þaðan vorið 2016. Sá leikmannahópur sem dæmdi sig í sjálfskipaða útlegð vegna hörmulegs árangurs er mikið breyttur í dag eftir þrjú tímabil í næstefstu deild og stórinnkaup í sumar. Meistari Aly Cissokho er farinn frá Miðlandaliðinu enda of mikill snillingur til þess að hanga með einhverjum fallistum í mörg ár. LFC hafði einnig keypt Benteke sumarið 2015 og þannig stuðlað að fallinu með því að taka þeirra besta markarskorara (óháð því hvernig honum síðan gekk á Anfield).
En Villa hefur komið sér aftur upp í deild hinna bestu engilsaxnesku og gerðu það með því að leggja Derby County, Lampard og Harry Wilson að velli á Wembley í umspilsúrslitum Championship í vor. Til þess að varna því að þeir falli aftur úr þeirri himnasælu þá hafa þeir eytt ógnarmiklum upphæðum í að styrkja liðið í sumar og áætlað er að nettó eyðsla þeirra hafi verið um 144,5 milljónir punda samtals. Innan Úrvalsdeildarinnar voru þeir alveg sér á parti með næstum tvöfalt meiri útgjöld heldur en næstu lið fyrir neðan. Þessi upphæð dugði þeim fyrir 12 leikmönnum eða rúmlega heilu byrjunarliði og voru dýrastir þeirra Brassinn frá Brugge hann Wesley (25 mill) og enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings (22.5 mill) ásamt Douglas Luiz, Marvelous Nakamba, Matt Targett og Tom Heaton.
Þessari upprisu hjá Evrópumeisturum ársins 1982 stýra aðalþjálfarinn Dean Smith og yfirforstjóri klúbbsins Christian Purslow en báðir komu þeir til starfa haustið 2018 þannig að velgengni þeirra hefur verið mikil á stuttum tíma. Purslow er okkur Púlurum að góðu og slæmu kunnur en hann var managing director undir eignarhaldi Hicks & Gillette og stýrði skuldsetningu LFC ásamt nokkrum vafasömum leikmannakaupum. Hann reyndist Liverpool þó haukur í horni undir lokin er hann fór gegn yfirmönnum sínum og kaus með sölu til NESV á dramatískum stjórnarfundi sem síðar var staðfestur í hæstarétti og Liverpool bjargað frá gjaldþroti.
Dean Smith er minna kunnur enda ekki mikið verið að stýra stórliðum það sem ef er af stuttum stjóraferli. Áður en hann fór til Aston Villa þar sem hann tók við af brottreknum Steve Bruce þá stýrði hann Walsall og Brentford með sæmilegum árangri. Undir hans stjórn ásamt aðstoðarþjálfaranum John Terry hefur liðið byrjaði lífið í EPL misvel með nokkrum virðingarverðum töpum gegn toppliðum (megi það halda áfram). En þeir hafa komist í gang upp á síðkastið með sigrum á Norwich úti og Brighton heima ásamt sigri á Wolves í deildarbikarnum þannig að Miðlandið er byrjað að rísa í kringum Villa Park.
Hefðbundinn leikstíll hjá liðinu er með hinn stóra Wesley í fremstu línu í 4-3-3 með sókndjarfa menn niður vængina og fyrirgjafir á hann. Af miðjunni hefur þeirra besti maður, hinn uppaldi og hárfagri Jack Grealish stýrt sóknaraðgerðunum en hann hefur verið meiddur og tæpur á spilamennsku í þessum leik. Það er slæmt fyrir heimamenn ef hann vantar enda Grealish verið prímus mótor í sókndjörfu spili þeirra og varnarlega þeir hafa eingöngu haldið hreinu í tveimur deildarleikjum það sem af er vetri.
Að fyrirvaranum með Grealish bókfærðum þá geri ég ráð fyrir eftirfarandi uppstillingu og mannavali hjá Aston Villa á laugardaginn:
Liverpool
Líklegt byrjunarlið þessa leiks fékk hvíld frá störfum í miðri viku meðan að bekkur + börn sáu um fantaflottan og frækinn fimm-fimm sigur okkar manna gegn Arsenal á Anfield. Hvíldin var kærkomin eftir mikið álag síðustu vikna og það sem af er tímabili, en að sama skapi þá er okkar sterkasta lið nokkuð sjálfvalið fyrir leikinn. Matip er meiddur og allar líkur á að Lovren fylli í skarðið í miðri vörninni. Shaqiri er einnig ófær um að taka sæti á bekknum og Keita er tæpur eftir að hafa haltrað af velli í síðasta leik.
Helsta vangaveltan varðandi mannaval er tengt spjaldasöfnun Fabinho en hann er einu heiðgulu frá því að vera í banni í stórleiknum gegn Man City eftir rúma viku. Að missa hann frá liðsvali í þeim leik væri sérlega slæmt enda verið einn besti maður okkar það sem af er tímabili, jafnvel sá besti af mörgum öflugum tilnefndum. Sér í lagi má færa auðveld rök fyrir því að hann sé sá besti í sinni stöðu í heiminum í dag sem varnartengiliður á miðjunni. Það gæti því verið spurning hvort að Klopp taki sénsinn á því að hann spili eða að hann byrji og passi sig á að fá ekki á sig spjald. Kemur í ljós en allar líkur eru á eftirfarandi uppstillingu:
Loading ...
Beggja blands
Eitt að því áhugaverða við tengsl Aston Villa og Liverpool er það að óvenju margir leikmenn hafa spilað fyrir bæði liðin. Hvorki fleiri né færri en 33 leikmenn hafa spriklað í búningum liðanna og þar af 16 leikmenn sem fóru í beinni sölu á milli. Dean Saunders var dýrasti leikmaður Englands er Liverpool borgaði 2.9 milljónir punda fyrir hann sumarið 1991 en honum gekk illa að fylla skarð Peter Beardsley hafði á óskiljanlegan hátt verið seldur til Everton af Graeme Souness. Við launuðum þó Villa lambið gráa með því að selja þeim annan metfénað er Stan Collymore fór í hina áttina árið 1997. Írarnir Steve Staunton og Ray Houghton voru hins vegar betri innkaup frá sjónarhóli AVFC en það voru undarlegar ákvarðanir að selja þá ágætu herramenn úr Rauða hernum.
Þar sem tengsl liðanna eru svo náin í leikmannamálum er tilvalið að velja í firnasterkt félagslið Liverston Poolvilla FC sem er með glæsilegt byrjunarlið og frábæran varamannabekk:
Bekkurinn: Brad Friedel, Peter Crouch, Øyvind Leonhardsen, Stewart Downing, Robbie Keane, Milan Baros, Christian Benteke.
Blaðamannafundir
Keisari Klopp mætti kampakátur fyrir framan pressuna og ræddi allt frá rasisma í Búlgaríu til bikarleiksins í vikunni. Vel þess virði að vanda að horfa á snillinginn:
Dean Smith hafði nokkur orð um leikinn að segja líka og upplýsti þar að Jack Grealish væri byrjaður að æfa en væri enn tæpur vegna meiðslanna. Enn spurning hvort að hann byrji inná eða verði á bekknum til taks.
Spakra manna spádómur
Þetta verður klárlega líflegur leikur og Aston Villa hafa sýnt vilja til að taka sénsinn með sókndirfsku gegn stærri liðunum í deildinni í vetur. Það hefur reyndar ekki reynst þeim neitt sérlega vel í stigasöfnun en þar sem þeir eru á heimavelli þá er ættu þeir að hafa ágæta ástæðu til að blása til sóknar. Liverpool ætti einnig að geta sett nokkur mörk á lið sem hefur ekki verið duglegt við að halda hreinu og spurningin hvort að okkar eigin varnarvinna haldi netmöskvunum tómum.
Spekingslega spáin mín að þessu sinni er því 1-3 fyrir Rauða herinn gegn Aston Villa á Villa Park og munu Firmino, Salah og Wijnaldum sjá um markaskorun okkar en Wesley setur skallamark eftir hornspyrnu.
YNWA
Leikurinn hefst klukkan 15:00 á morgun og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.
Jon Moss er dómarinn. Verður fróðlegt að sjá hverju hann klúðrar.
Ekki nóg með það, þá er Martin Atkinson í VAR herberginu.
Jeij! …. N.O.T.
Frábær upphitun, rosaleg varnarlína í sameiginlegu liði!
Þessi leikur á marga möguleika á að verða hin besta skemmtun. Kaus með því að Fabiniho myndi ekki spila til forðast gult fyrir manc leikinn, hann tæki Genk í millitíðini fyrir manc svona til að hita sig upp. Annars er himinn og haf milli þessara liða séð frá öllum hliðum og spái því 0-3.
YNWA
Sælir félagar
Takk fyrir upphituninan Magnús. Það er orðið ljótt þegar maður hefur í raun meiri áhyggjur af dómgæslunni bæði á velli og í VAR en andstæðingunum. Þó er líklega ástæða til að vera á verði gagnvart M. Atkinsson en Moss. Moss gerir mistök en reynir sitt besta til að dæma leikinn rétt hverjir sem í hlut eiga. Atkinson er hinsvegar ekki bara slæmur dómari heldur líka fífl sem dæmir leiki eftir því hverjir leika þá.
En hvað um það við ættum alltaf að gera fullt af mörkum gegn þessu spræka A. Villa liði. Atkinson þolir ekki Liverpool og það mun koma berlega fram í VAR-herberginu. AV eru skemmtilegir fram á við en ef Grílan er ekki með eða ekki í fullum færum þá á þetta að hafast. Ég ætla að vera sammála upphitaranum og tippa á 1 – 3
Það er nú þannig
YNWA
Ég ætla að leyfa mér að typpa á hreint lak, loksins. Villa mun vonandi ekki gefa neinn afslátt og sækja á sínum styrkleikum. Það hentar okkar liði mjög vel þegar lið sækja á okkur og skilja eftir pláss í sinni vörnu. Villa-menn gætu þannig skvísað inn einu, jafnvel tveimur mörkum, en við stöndum keik í þeirri trú að okkar menn standi samanlagðir að mun betri leikmannahóp á fótballavelli, og betra liði. Ef þeir mæta rétt mótíveraðir til leiks á þetta ekki að vera nein spurning. 0-3.
Það er umhugsunarefni að sjá þessa stráka ítrekað knýja fram úrslit á einu marki og að það séu stundum viss þreytumerki, en að sama skapi hvetjandi að sjá þennan óumdeilanlega styrkleika. Að klára verkefnið sama hvað. Vonum að svo verði í dag, eins og næstum alltaf.
Ég tippa á hreint blað, 0-1. Fabinho með markið.
Veit einhver hvor ræður niðurstöðu dóms, dómari á vellinum eða VAR dómari? Þ.e. ef þeir eru ósammála einhverra hluta vegna.
YNWA
Hættulegt hugarfar þegar menn eru að ræða það að hvíla algjöran lykilmann á útivelli í sterkustu deild í heimi. Getum róterað í sumum stöðum enn eigum svo sannarlega ekki annan Fabinho.
Okkar sterksta lið í þetta verkefni og vonandi 3 stig í hús, síðan huga að næsta leik takk.
YNWA
Ef þeir halda hreinu yrði ég mjög sáttur þarf ekki að vera flugeldasýning en Liverpool á að vinna þetta lið svo einfalt er það.
Það er kominn tími á 4 mörk.
Alisson í standi, meiðsli hinn forni fjandi. 0-4.
Fabinho á allan daginn að byrja þennan leik. Þó svo að vel hafi gengið hingað til þá er ekkert til sem heita auðveldir leikir í enska. Við tökum ekki okkar öflugasta mann út úr liðinu þrátt fyrir spjaldastöðu. Yrði svakalegt að hvíla hann og svo yrði hann með flensu þegar við mætum city….nei segi nú bara svona 🙂 Við erum að fara í baráttuleik þar sem ekki er ólíklegt að nokkur spjöld fari á loft, en þannig er bara boltinn. Spilum upp á að hleypa city ekki nær okkur þessa helgina og höldum áfram okkar vegferð, hvað sem líður gulum spjöldum.
YNWA
City er 6 stiga leikur. Engin spurning að tryggja það að Fabinho spili þann leik. Það er bara hugarfarið að vinna deildina.