Mörkin
1-0 Virgil van Dijk 18.mín
2-0 Virgil van Dijk 24.mín
2-1 Lewis Dunk 79.mín
Leikurinn
Leikurinn byrjað rólega og fátt markvert gerðist fyrsta korterið en við þann tímapunkt á leikklukkunni fór allt í gang. Liverpool stigu hressilega á bensíngjöfina og Mané átti flottan sprett upp vinstra megin og lagði boltann út á Firmino í teignum. Brassinn brosmildi átti fast skot með grasinu sem að Ryan í varði vel í markinu. Stuttu síðar tók TAA fallega fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem að Virgil skallaði glæsilega í markið. 1-0 fyrir LFC.
Liverpool voru komnir í gírinn og stuttu síðar fékk Mané boltann eftir endurkast en einn á móti markmanni varði Ryan aftur vel. Heimamenn þurftu þó ekki að bíða lengi eftir öðru markinu því að nokkrum mínútum síðar skallaði van Dijk boltann aftur í netið og nú eftir hornspyrnu TAA. Samkvæmt sjónvarpslýsingu sveif Virgil eins og hollenskur haförn teignum og hann ku einmitt vera ættaður úr hollensku ölpunum eða í það minnsta á æðra plani.
Eftir þetta öfluga korter sem skilað hafði tveimur mörkum slökuðu rauðliðar á klónum og uppskáru sóknarhrinu frá gestunum eftir rúman hálftíma leik. Pröpper fór þar fremstur í flokki með nokkrum skotum og við máttum teljast heppnir með að fá ekki á okkur mark á þessum kafla. Evrópuþreytan gæti hafa spilað þarna inní en við áttum þó eitt færi til að ljúka hálfleiknum þegar Oxlade-Chamberlain átti ágætt skot.
2-0 í hálfleik
Seinni hálfleikur byrjaði í rólegum gír en Brighton ógnuðu með skalla eftir hornspyrnu á 54.mínútu. Ef eitthvað var þá byrjuðu Brighton betur og áttu annað færi á 61.mín þegar að hinn líflegi Connolly átti skot sem Allison varði örugglega. Við þá ógnun smullu heimamenn aftur í góðan gír og ógnuðu mikið næstu mínúturnar með skotum frá Oxlade-Chamberlain, Mané og TAA en náðu ekki að klára leikinn með þriðja markinu.
Ró færðist yfir leikinn með fjölda innáskiptinga og allt stefndi í þægileg þrjú stig. En Liverpool er ekki mikið fyrir að gera hlutina auðveldlega og á 76.mín kom langur bolti inn fyrir vörnina og Allison varði skot frá Trossard með höndum fyrir utan teiginn. Réttilegt rautt spjald og Adrian kom í markið en var ekki lengi að fá á sig mark úr fljótt tekinni aukaspyrnu frá Dunk. Einum færri og einungis einu marki yfir þá færðist óþarflega mikil spenna í leikinn.
Mikil barátta skilað þó því að við fengum ekki fleiri mörk á okkur og við tryggðum okkur 3 erfið stig.
Lokatölur 2-1 heimasigur
Atkinson-kúrinn
Flestir púlarar óttuðust dómara leiksins mun meira en mótherjann og þær áhyggjur voru á rökum reistar þegar að á reyndi. Megnið af leiknum hafði þó herra Atkinson verið alveg sæmilegur og ekki mikið út á hann að setja framan af. Rauða spjaldið var réttur dómur en þegar að kom að framkvæmdinni á aukaspyrnunni þá tókst honum að standa undir orðsporinu um að vera LFC óþægur ljár í þúfu.
Að leyfa Brighton að taka aukaspyrnuna snöggt þegar að Adrian er að stilla upp varnarveggnum verður að teljast ansi sérstök og ósanngjörn dómgæsla, hvort sem hún stangist á við reglubókstafinn eða ekki. Vonandi fáum við hann sem sjaldnast nálægt okkar leikjum það sem eftir lifir tímabili en mann grunar að hann lumi á einhverju óvæntu áður en yfir lýkur.
Bestu menn Liverpool
Flestir okkar manna stóðu fyrir sínu í dag en það virtist Evrópuþreyta vera í okkur á löngum köflum. Oxlade-Chamberlain var mjög sprækur og ógnandi og TAA átti tvær gylltar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem gáfu mörk. Lovren var líka traustur og en augljós maður leiksins er Virgil van Dijk með sín tvö skallamörk sem unnu leikinn og almennt flotta frammistöðu.
Vondur dagur
Það var óheppilegt fyrir Alisson að fá á sig rautt spjald og því ekki góður dagur fyrir hann í markinu. Adrian var einnig sérlega óöruggur eftir sína innkomu og fyllti mann ekki beint sjálfstrausti en hann hefur sýnt góða leiki fyrr á tímabilinu þannig að við treystum honum í það verkefni að spila einn leik. Þá má hafa einhverjar áhyggjur af frammistöðu Mo Salah sem hefur lítið sýnt af sínum snilldartöktum síðustu vikur og fór snemma útaf í leiknum. Vonandi hrekkur hann fljótlega í gang og fáir betri leikir til að vera hetja en gegn Everton.
Tölfræðin
Það er ekki oft sem að gestalið eru meira með boltann á Anfield þessa dagana en sú var raunin í dag og Brighton voru öflugir í andstæðingar í leiknum.
Umræðan
Púlarar geta verið afar lukkulegir með niðurstöðu dagsins þar sem City misstigu sig með jafntefli á Tyneside fyrr í dag. Bilið hefur því breikkað á toppnum í 11 stig en Leicester eiga reyndar 150% örugg 3 stig inni á morgun gegn Everton. Okkur tókst að leysa missinn af Fabinho sæmilega en þó mátti sjá skarðið sem hann skyldi eftir sig þegar að Brighton voru að sækja upp miðja miðjuna með góðum árangri.
Hinn andlegi meðbyr sem við fáum við þessa niðurstöðu og stigatapi City gæti skipt lykilmáli í áttinni að langþráðum titli. Í enska boltanum eru hlutirnir þó fljótir að breytast og næsti leikur er grannaslagur við bláliðana sem munu gera allt sitt til að spilla fyrir rauðri gleðinni. Næsti leikur er því engu minna mikilvægur og vonandi marserum við áfram öruggum skrefum í átt að enska meistaratitlinum (7,9,13).
Ef að við þyrftum frekar sannanir fyrir Atkinson hatar Liverpool.
Sælir félagar
Það ætlar ekki að ganga hjá liðinu að loka leikjum og vinna auðvelda sigra. Alltaf kemur eitthvað til sem er í flestum tilfellum gagnrýni vert og ekki við hæfi liðs sem er eins gott og Liverpool liðið. Atkinson sannar aftur og enn að hann á að leggja flautuna á hilluna áður en hann verður ber að svo algjörum aulamistökum að ekkert fær honum bjargað. Afstyrmi af manni. En þrjú stig í hús og MC tapar stigum og Chelsea tapar fyrir WH. Nú þarf LCFC að tapa stigum í sínum leik og þá er þessi helgi dýrðleg
Það er nú þannig
YNWA
Viltu að Leicester tapi stigum???? Vonandi vinna þeir sinn leik stórt!!
Hjalti: jamm ég vil það. Evertion er skelfilega lélegt lið og mun aldrei ógna okkur. Leicester aftur á móti er stórhættulegt og þarf að tapa stigum eins og MC og CFC
Það er nú þannig
YNWA
I like what you guys tend to be up too. This kind of clever work and coverage!
Keep up the good works guys I’ve added you guys to blogroll.
3 stig og maður er sáttur.
Ömurlegt að missa Alisson í leikbann í næstu þremur deildarleikjum en góðu fréttirnar fyrir hann er að það er þétt spilað og hann verður mjög fljótlega í rammanum.
Annars var þetta mjög heimskulegt hjá kappanum og hefði hann átt að halda sér á línuni eða ráðast miklu fyrr á boltan.
Þetta virtist ætla að vera nokkuð þægilegur sigur þegar við vorum yfir 2-0 og gestirnir ekki að skapa mikið þrátt fyrir að halda boltanum vel en þetta rauðaspjald og mark í andlitið gerði síðustu mín mjög spennandi.
Í sambandi við markið sem við fengum á okkur þá fannst mér ekkert vera að þessu. Adrian er lengi að stilla upp veggnum og dómarinn þarf ekkert að bíða eftir honum og má alveg flauta. Það sem mörg lið gera samt þegar markvörður er að stilla upp bolta er að láta leikmann standa hjá boltanum þannig að svona gerist ekki.
Maður leiksins : Dijk fær það fyrir tvö flott mörk en Andy átti líka mjög góðan leik.
Alisson fær ekki góða einkunn fyrir þetta heimskulega rauðaspjald og Salah vill maður fá meira í gang.
Hvað um þetta 11 stiga forskot á Man City er staðreynd og því má fagna þótt að Alisson fái smá hvíld í næstu leikjum.
bannið er að mér skilst bara einn leikur þar sem þetta flokkast væntanlega ekki sem “violent conduct”
Það væri auðvita frábært ef svo og að hann myndi bara missa af Everton leiknum.
Atkinson er óþverri!
Sigur hófst. Óþarflega tæpur í lokinn vegna glapræðismistaka Alison. Mér fanst Liverpool heilt yfir spila nokkuð ágætlega, meira að segja þegar þeir þurftu að verjast lokin.
Mér fanst þetta mark fáranlegt sem Liverpool fékk á sig. Dómarinn er að labba frá veggnum þegar hann flautar og enginn fær tækifæri til að bregðast við flautinu. Þetta var sérstaklega ósanngjarnt því Adrian var nýkominn inn á og var að stilla upp vegg. Það er þá ekki hægt að halda því fram að dómarar og VAR eru alltaf okkar megin eftir þetta atvik. Allavega var þetta mjög undarleg dómgæsla. Einhver hefði orðið kolbrjálaður ef Liverpool hefði skorað úr svona víti. Þá hefði verið öskrað dómaraskandall, hræsni og ansi margir aðhangendur annarra liða, sem óska einhverra hluta þess heitar að Liverpool verði ekki meistari frekar en að þeirra lið vegni vel hefðu fjöldaframleitt tvitterstadusa og hamrað á takkaborðið eins og smiðir á akkorði. .
Frábær þrjú stig í frekar leiðinlegum leik. Algjör óþarfi hjá okkar mönnum að hleypa leiknum upp í þessa vitleysu í lokin. Varðandi aukaspyrnuna þá nýtt andstæðingurinn sér vel flautið hjá dómaranum. Ekkert við það mark að athuga annað en það að Atkinson lítur á Adrina og sér stöðu hans og flautar. Tilvijun eða ekki…….. spyr sá sem ekki veit. Alison að missa af næstu þrem leikjum (eða einum!!!!!) fyrir algjöran sauðshátt (gott að þetta var ekki Mignolet). En yfir hverju er hægt að kvarta eftir svona dag….örugg forysta og önnur lið en okkar ástkæra hiksta í baráttunni. Þetta verður frábær desember 🙂
YNWA
Úps….er hægt að henda út nr.6
Já og 7 kanski líka ? Er marg oft búinn að segja mitt álit á Atkinson það kemst enginn með tærnar þar sem hann er með hælana í lélegheitum kom mér reyndar á óvart að hann hafi ekki verið verri sennilega hræddur þar sem hann var jú að dæma á okkar ástkæra heimavelli.
YNWA.
Mér finnst sjö bara flott 🙂
Komið.
Hahahaha!
If we win a game like this we might just win the league
Varðandi Leicester-Everton leikinn á morgun, þá myndi maður kjósa jafntefli í þeim leik ef það væri hægt að velja sér úrslit. Ef Everton tapa – ég tala nú ekki um ef þeir tapa stórt – þá er aldrei að vita nema þeir láti stjórann flakka og mæti með einhvern nýjan (gamlan?) í derby leikinn á miðvikudaginn. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur á liðið, sbr. Spurs síðustu 3 leiki.
En að sjálfsögðu vill maður ekki að Everton vinni. Skárra væri það nú.
Og svo er 11 stiga forskot á City auðvitað fljótt að fara ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. ef aðal varnarsinnaði miðjumaðurinn okkar myndi meiðast og ef markvörðurinn okkar léti reka sig út af eða eitthvað (auðvitað er ég bara að skjóta algjörlega út í loftið með einhverjum svona getgátum…). En svona grínlaust, þá hefði ég alltaf tekið þessari stöðu eftir 14 leiki í upphafi leiktíðar. Semsagt, tölum saman í vor, ef það er ennþá 11 stiga munur þegar 3 leikir eru eftir þá skal ég fagna. Heitt og innilega.
Ég er ekki alveg svona anti-Everton maður.
Mitt kalda mat er þetta:
1. Í þessari stöðu þá vil ég að Everton vinni Leicester.
Everton er í þeirri stöðu núna að þeir mega alveg við því að vinna þennan leik, án þess að trufla Liverpool nema síður sé. Ég vil alls ekki að þeir falli, til þess yrði innansveitarrígurinn innantómur. Að kveljast í kringum 6. sætið og neðar er hin ágætasta skemmtun. Slíkum vinum vil ég ekki gleyma í neðri deild!
2. Tap hjá Leicester núna er og verður ekkert nema ávinningur fyrir Liverpool
Það lengir bilið í næsta lið í töflunni. Svigrúmið fyrir Liverpool í komandi erfiðri leikjahrinu til áramóta yrði við það vissulega 3 stigum betra! Auðvitað er hættan á kæruleysi okkar megin í Liverpool hugsanlega kostnaðarsamt. En ég vona ot treysti að Klopp og samstarfsmenn séu með öll control á slíkum hughrifum í næstu leikjum.
Reyndar er ég alls ekkert anti-Everton. Og alveg sammála því að í raun væri ekkert gaman að sjá þá fara niður um deild (ok kannski smá, en þá myndi ég vilja fá þá aftur upp fljótlega). Bara svo lengi sem þeir eru örugglega fyrir neðan Liverpool. Ég tel bara svo litlar líkur á að þeir nái að vinna á morgun.
Á ég að trúa því að Atkinson verði með VARsjána í Everton derbyinu??
Arghhhh…
Maður veltir því fyrir sér hvort meiðslin séu að hamla Salah ennþá. Hann hefur ekki verið sami leikmaður eftir að hann meiddist…
Sæl og blessuð.
Nokkur atriði:
1. Þetta er kostuleg byrjun á tímabili (þar sem við munum m.a.o. ekki falla niður í Championship deildina – það var staðfest í dag…). Ótrúlega tæpir sigrar – grínlaust – að enda með naglnagandi háspennu síðasta kortérið gegn mávunum, eftir að hafa verið með þægilega yfirburði er nánast lögreglumál. Svona hefur þetta verið, nánast allt tímabilið. Eini leikurinn sem var sæmilega öruggur var City. Nei, djók.
2. Salah Salah Salah… hvað er hægt að segja? Hann lítur út fyrir að vera skugginn af sjálfum sér. Ákvarðanir út í hött, fínhreyfingar og líkamsjafnvægi allt annað en maður má venjast, maður á mann – skapar alltof litla hættu. Er hann meiddur eða í (krónísku?) óstuði? Maður spyr sig. Hefði viljað hvíla kauða í einhverjum leiknum ef þetta heldur svona áfram.
3. Evratúnið verður ekkert auðvelt viðureignar. Þeir eru s.k.v. einhverri tölfræðinördatöflunni í fimmta eða sjötta sæti yfir flest úrvalsfærin í deildinni. Gætum okkar á gæfu/ógæfuþættinum. Það er aldrei að vita hvenær heilladísirnar snúa í okkur fagursköpuðum bakhlutanum og fara að brosa framan í önnur lið. Næsti leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Sálrænt væri það afleitt að missa stig gegn karmellustrákunum og jólagjöfin frá þeim í fyrra verður ekki endurtekin. Veit ekki hvernig ég vil sjá liðið uppbyggt. Er farinn að hrópa á meiri sköpun frá miðjunni. Chambo var óheppinn að skora ekki núna, og það kom vel í ljós hversu flottur leikmaður er þar á ferð. Keita væri vel þeginn í byrjunarliðið næst.
4. Jæja, þetta er fullt djobb að fylgjast með. Glæsilegt forskot en það er augljóslega allt í uppnámi – ekkert í hendi og ófyrirséðir atburðir geta gerst. Það er vissulega léttir að City skyldi tapa stigum og Chelsea leik. Bláliðarnir anda samt í hálsmálið á okkur og aldrei að vita hvað gerist með þessu áframhaldi. Missum við út fleiri leikmenn? Hvaða áhrif hefur næsta rauða spjald?
5. Væri hrikalega gaman að fá Timo karlinn Werner eða þennan Nachos úr Bundesligunni stax í janúar! Hvika ekki frá þeirri kenningu minni að það hafi verið afleit ákvörðun að þynna hópinn um þetta leyti í fyrra.
Salah dregur til sín þannig að hann gerir mikið gagn bara með því að vera þarna hlaupandi fram og gil baka með bangsahárið sitt.
Vil jafntefli hjá leicester-neverton en það er mjög ólíklegt. Þeir bláu eru svo lélegir að þeir myndu ekki einu sinni vinna manhú á góðum degi. Silva fær svo sparkið eftir leikinn á móti okkur, þið þekkið ferlið.
Gleðilega helgi og njótum þess að vera laaaangefstir og bestir og flottastir og ALLT!
bæði lið eru blá Svavar
Fyrir utan óþokkaskapinn að flauta þegar Adrian er úti við stöng að stilla upp (11 sekúndum eftir að dómarinn merkir staðinn) segja reglurnar að þegar fleiri en 3 eru í vegg þarf leikmaður mótherja að vera amk. 1 metra frá. Leikmaður Brighton er inni i veggnum þegar flautað er svo spyrnuna átti að endurtaka þess vegna. Atkinson er óheiðarlegur dómari og var einfaldlega að reyna að hafa áhrif á leikinn rett eins og hann gerði í VAR herberginu um daginn. Felagið þarf að gera formlega athugasemd við þessa framgöngu og krefjast þess að hann komi ekki nalægt leikjum liðsins.
Sammála! Þetta er byrjað að lykta verra heldur en Samherji.
Algjörlega sammála Þessi maður er andsetinn og á bara ekki að fá að dæma punktur. Og þið sem eruð ekki sammála finnst hann bara ágætur eða eitthvað ok þá bara munið þessa umræðu sem á sér stað hér í dag næst þegar hann kemur að leik hjá okkur þetta er rétt að byrja hjá,hinum því lofa ég ykkur elsku vinir.
YNWA.
Glæsilegur sigur. Ansi margir 2-1 sigrarnir sem er auðvitað skárra en 1-0 en gefur það sama og 5-0.
City tapar stigum. Ég hef engar áhyggjur af Leicester jújú þeir vinna leiki en þeir tapa fyrir Tottenham, City, Liverpool og eflaust Chelsea líka.
Ég held þetta sé komið hjá okkur sem gerir einhverja eflaust stressaða haha.
Eins og flestir rauðir missti ég úr slag þegar ég sá hver var dómari leiksins. Því miður ekki að ósekju.
Ég átti reyndar von á ca. 6 mínútna uppbótartíma (en ekki 4 mín) m.a. vegna aðhlynningar bláliða og innáskiptinga, ekki síst þegar Adrian kom inn á sem tók eðlilega sinn tíma. Ég fagnaði þessari niðurstöðu Martins.
Þó að Atkinson geri sitt besta að reyna dæma hinum í hag þá dugar það ekki einu sinni. Liverpool er besta lið heims það þarf meira en erki fíflið Atkinson til að stopoa okkur!
Annars er VVD svindl leikmaður hversu góður getur einn leikmaður verið og ég elska Trent og bíð spenntur eftir að hann taki við fyrirliða bandinu þegar Hendo stígur til hliðar.
Hef marg oft sagt þetta áður en ég vill aldrei sjá Trent hvíldan aftur í mikilvægum leikjum!
Leicester með mark á síðustu stundu gegn Everton og líður manni líklega svipað núna þeim sem vona að Liverpool gangi illi.
Everton liðið barðis samt eins og ljón í þessum leik en þeir spiluðu 5-4-1 í þessum leik og má reikna með að þeir munu halda sig við það á móti okkur á miðvikudaginn en þetta var ekki gott fyri sjálfstraustið þeira en þeir geta hugað sig við það að þetta leikerfi var að ganga vel í þessum leik og áttu Leicester í vandræðum með að skapa mörg góð færi gegn þeim.
Eftir þessi úrslit er forskotið okkar komið niður í 8.stig og ætti við aldrei að vanmeta liðið hans Rodgers og skildi maður lítið í þeim sem vildu sjá Everton tapa þessum leik.
Ef ykkur finnst Utd vera langt á eftir City þá er reyndar City jafn langt á eftir okkur.
#YNWA
Frábært að sigra enda draga önnur lið ekki á meðan það er. Auðvitað er maður að verða pínu áhyggjufullur útaf stöðu leikmanna, Allison, Fabhino, Salah, Robertson og Matip svo einhverjir séu nefndir. Nánast hálft liðið í hnjaski eða leikbanni sem hefur jafnvel áhrif á vel mannað lið okkar manna.
Þessi deild er að verða hálf rugluð. Gengið á Leicester ótrúlegt nú um stundir og stefna þeir í 87 stig með þessu áframhaldi. Á venjulegu tímabili væri amk 10 stiga forskot en ekki bara 8 stig. Ég er ekki alveg rólegur yfir því en ef forystan verður enn 8 stig eftir 1 mánuð þá róast ég eitthvað.
Eh verið að tala um að A.Villa vilji Brewster á láni já nei þakka þér fyrir ekki nema þá Sancho eða eh verður keyptur í Janúar sem ég er að vona.
Klúbburinn þarf að taka svona bita þegar okkur býðst það Sancho á eftir að verða einn besti leikmaður í heiminum ég set hann á svipaðan stall og Mbappe meðað við hvernig hann er að spila núna og ekki nema 19 ára gamall ég vill hann í janúar takk fyrir erum besta lið heims um þessar mundir og getum auðveldlega fengið svona leikmenn til okkar ef Klopp vill.
BALLON DOR…Koma svo Van Dijk
Messi vann aftur. Meira kjaftæðið þar sem hann spilar í tveggja-liða deild. VVD átti þetta svo ótrúlega mikið skilið!
Hvað eru mörg lið að berjast um ensku deildina?
2018 (1 lið)
2019 (2lið)
2020 (1lið (vonandi!))
Pollýanna hér.
Með þessari niðurstöðu, Ronaldo out, Messi á leiðinni out, þetta er hans síðasti. Erum við ekki að tala um að hálft Liverpoolliðið finni blóðbragðið og möguleika að ári? …. hlakka til, hlakka svo mikið til!