Það verða rauð jól þetta árið þar sem Liverpool unnu granna sína 5-2 í ákaflega skrautlegum derby leik á Anfield, og skildu litla bróður eftir í fallsæti fyrir næstu umferð.
Mörkin
1-0 Origi (6. mín)
2-0 Shaqiri (17. mín)
2-1 Keane (21. mín)
3-1 Origi (31. mín)
4-1 Mané (45. mín)
4-2 Richarlison (45+3 mín)
5-2 Wijnaldum (90. mín)
Gangur leiksins
Það voru liðnar rúmar 5 mínútur þegar fyrsta markið kom, Everton var í sókn en okkar menn unnu boltann, Lallana byrjaði sóknina og gaf á Mané sem átti snilldarsendingu framhjá varnarmönnum Everton, þar kom Origi á ferðinni, sólaði Pickford og renndi boltanum í autt markið, virkilega vel gert hjá öllum en þó sérstaklega Mané. Næsta mark kom rúmum 10 mínútum síðar, en þá átti Trent sendingu u.þ.b. frá okkar eigin vítateigshorni þvert yfir allan völlinn að gagnstæðu vítateigshorni hjá Everton, þar tók Mané aftur meistaralega á móti boltanum, og renndi boltanum inn að markteig þar sem Shaqiri kom aðvífandi og renndi boltanum framhjá Pickford.
Merseyside derby leikirnir hafa á síðari árum annaðhvort verið hnífjafnir (og þá gjarnan þannig að Liverpool hefur marið sigur með marki undir lokin), eða þá að Liverpool hefur unnið öruggan sigur. Maður vissi ekki alveg í hvora áttina þessi leikur myndi fara fyrirfram, en eftir þessi fyrstu tvö mörk þá var maður að vonast til að þetta myndi taka stefnuna á öruggan sigur.
Í sirka fjórar mínútur.
Þá fengu Everton hornspyrnu, og skyndilega hafði boltinn borist inn að markteig þar sem Lovren og Keane áttust við, Keane hafði betur og renndi boltanum framhjá Adrian.
Svo þar fór möguleikinn á því að halda hreinu í fyrsta skipti síðan …(skoðar tölfræðina) … í september.
En hvað um það. Hrein lök eru vanmetin á meðan liðið er að vinna.
Og þetta lið okkar ætlaði sér svo sannarlega ekkert annað en að vinna, því á 31. mínútu átti Lovren – af öllum mönnum! – þvílíka sendingu beint úr vörninni, yfir allan völlinn, og í lappirnar á Origi sem hafði skotist inn fyrir. Aftur gerði Origi engin mistök, öryggið uppmálað setti hann boltann yfir Pickford og staðan 3-1.
Rétt undir lokin kom svo það sem maður hélt að yrði rothöggið: liðið vann aftur boltann eftir sókn Everton, Trent átti magnað hlaup upp völlinn með Mané skammt undan og Shaq aðeins lengra framundan. Hann hafði a.m.k. 3 möguleika: láta vaða sjálfur, gefa á Shaq, eða þriðja möguleikann sem hann valdi, sem var að renna boltanum á Mané sem var fyrir framan miðjan teig. Mané þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann í hornið, óverjandi fyrir Pickford. Mané var á þessum tímapunkti því kominn með tvær stoðsendingar og eitt mark þar að auki. 4-1 í hálfleik, var það ekki díll? Nei ekki aldeilis, því auðvitað tókst liðinu að fá á sig mark með síðustu snertingu hálfleiksins. Við hefðum svosem öll tekið því að fara inn í hálfleik með tveggja marka forystu, en hafandi fengið á sig tvö mörk þá var maður ennþá með smá ónot yfir þessu.
Síðari hálfleikur var nú alls ekki jafn viðburðaríkur eins og sá fyrri. Mané fékk tvö dauða-dauðafæri undir lokin, en skaut framhjá úr öðru og Pickford gerði vel að loka á hann í seinna skiptið, og skömmu síðar klúðruðu svo Everton menn öðru dauðafæri. En á 90. mínútu kom svo rothöggið. Firmino hafði komið inn nokkru áður í staðinn fyrir Origi, og hann átti góðan sprett upp vinstra megin upp að endalínu, gaf þar út í teig á Wijnaldum sem renndi boltanum í fjærhornið. 5-2 í leikslok, og Everton aðdáendur sáust streyma út af vellinum þegar þetta fimmta mark kom.
Jákvætt og neikvætt
Maður leiksins er nokkuð klárlega Mané, og það þrátt fyrir að hann hafi klúðrað því að skora þrennu sem hann hefði getað með aðeins nákvæmari skotum þarna í lokin. En svona leikmaður er Mané, hann er ekki þessi klíníski þýski slúttari heldur lifandi og dýnamískur, og stundum endar það með snilld eins og stoðsendingunni á Origi í fyrsta markinu, og stundum endar það með skoti framhjá. Origi á líka alveg tilkall til nafnbótarinnar, við erum í raun gjörspillt með því að eiga þennan leikmann á bekknum, því það vill oft gleymast hvað hann er í raun góður knattspyrnumaður. Shaqiri á líka hrós skilið, hann hefur ekki byrjað leik síðan guðmávitahvenær, en kemur inn í stöðuna hans Salah og skilar sínu – í raun átti hann mun betri leik heldur en Salah hefur átt upp á síðkastið. Trent átti líka mjög góðan leik fram á við, var aðeins síðri varnarlega. Lovren átti mögulega svolítið misjafnan leik, hugsanlega hefði hann getað gert betur í báðum mörkunum, en svo kom líka færi í fyrri hálfleik þar sem Everton áttu sendingu inn að fjærstöng þar sem Lovren bjargaði í horn með því að hirða boltann af tánum af Everton manni, og það færi hafði alla burði til að enda með marki. Hann átti svo þessa ljómandi fínu stoðsendingu, og almennt fannst mér hann vera traustur frekar en hitt. Í raun erum við ámóta gjörspillt þegar kemur að bakvörðum: við eigum þann besta í VVD, og þegar Matip meiðist – eftir að hafa verið á köflum jafnvel betri miðvörður en Virgil í haust – þá kemur Lovren inn og hefur gert það að verkum að við höfum ekki saknað Matip neitt svakalega.
Adrian gerði það sem þurfti, hann gat lítið gert í mörkunum, og varði nokkrum sinnum vel. Robertson var hugsanlega óvenju “hljóðlátur”, en skilaði sínu og vel það. Miðjan okkar gerði það líka, líklega var Lallana sýnu stirðastur en liðið skoraði þó fjögur mörk á meðan hann var inná. Það kæmi þó ekki á óvart þó við sæjum Ox og jafnvel Keita frekar en Lallana á laugardaginn.
Umræðan eftir leik
- Klopp var að vinna sinn 100. leik með liðinu. Enginn stjóri Liverpool hefur verið fljótari að ná þeim árangri, og Klopp er næstfljótastur til þess í ensku deildinni.
- Liðið er nú taplaust í 32 leikjum, sem er met hjá félaginu.
- Liðið var að jafna met varðandi besta árangur í upphafi tímabils: 14 sigrar og 1 jafntefli er jöfnun á árangri Spurs árið 1960 og City árið 2017.
Um Everton er svo fátt að segja. Liðið er nú í fallsæti, og kæmi ekki á óvart þó Silva yrði látinn fara á næstu dögum. Gylfi okkar Sigurðsson er ekki að finna sig í þessu liði og hefur oft átt betri leik, og meira að segja oft einmitt gegn Liverpool. Viljum við sjá Everton falla? Ég veit það ekki. Ef spurt væri um United væri svarið alveg klárt “já”, með Everton þá er það ekki alveg jafn klippt og skorið. En þeir verða a.m.k. að girða sig í brók ef tímabilið á ekki að enda þannig.
Framundan
Desember verður hlaðinn leikjum, það er því stutt í næsta leik, og hann verður á laugardaginn þegar liðið sækir Bournemouth heim. Lærisveinar Eddie Howe hafa nú ekki verið að gera neitt svakalega gott mót upp á síðkastið, ef síðustu 38 leikir eru skoðaðir þá væru þeir í fallsæti, og af síðustu 10 hafa þeir aðeins unnið 1. Þar að auki má Harry Wilson auðvitað ekki spila með þeim um helgina, en hann er markahæsti leikmaður þeirra það sem af er leiktíðinni með 6 mörk, eða jafnmörg mörk og Salah. Þrátt fyrir þetta er leikurinn gegn þeim röndóttu allt annað en auðveldur, ég hugsa að Klopp sé ekki enn búinn að gleyma 4-3 leiknum gegn þeim hér um árið þar sem Liverpool komst í 3-1, og Klopp vill örugglega gera allt sem í hans valdi er til að koma í veg fyrir slíkt á laugardaginn.
En fögnum því að liðið er enn eina leikvikuna á toppi deildarinnar, og verum þakklát fyrir þetta ævintýralega góða lið sem við eigum!
Rosalega besta liðið mitt í heimirinum öllum!
Ef einhver ætlar að setja út á eitthvað eftir þennan leik þá er bara ekki í lagi á þeim bænum. Þvílík gargandi snilld og þvílík skemmtun.
YNWA
Æðislegur leikur, en ég verð samt að setja út á eitt (eða tvennt)…
Það má vera að hrein lök séu vanmetin en hrein blöð eru vissulega ofmetin þegar liðið vinnur 🙂
Við sendum Everton í fallsætið og erum með meira en þrisvar sinnum fleiri stig en litla liðið í Liverpool
Liðið komið og maður var ekki alveg viss um hvað Klopp var að hugsa en skil ekki afhverju maður er að velta því fyrir sér því að hann skilar alltaf sínu.
Hann einfaldlega setti inn óþreytta menn sem gátu keyrt upp tempóið í leiknum og keyrðu yfir Everton í fyrirhálfleik.
Origi/Shaqiri/Lallana verða seint taldir eiga fast sæti í þessu liði en þeir voru frábærir í þessum leik og virkilega mikilvægt fyrir liðið að geta gefa lykilmönnum hvíld en samt fengið svona frábæra framistöðu.
5-2 sigur og allir sáttir.
Maður leiksins: Mane, lagði upp mörk og skoraði og þeir réðu ekkert við kappan. Þessi sending í fyrsta markinu var stórkostleg.
YNWA – Það má reikna með Salah/Firmino í byrjunarliðinu um helgina og spurning um hvort að Klopp láti ekki Mane fá smá hvíld þá.
WWWWWDWWWWWWWWWWWWWWWWWDWDWDDWWW
Salah er klárlega einn besti leikmaður heims. En ég verð að velta því fyrir mér eftir þennan leik hvort hann gangi heill til skógar. Klopp vissi greinilega hvað hann var að gera eins og vanalega og setti óþreyttann Origi og Shaqiri inn og þeir áttu góðan leik. Sérstaklega Origi. Mane er maður leiksins hinsvegar, þvílíkur leikmaður. Bottom line það var nauðsynlegt að hrista upp í þessu og Klopp vissi nákvæmlega hvað hann var að gera eins og vanalega.
Takk fyrir okkur Klopp spurning hvort Salah og Firmino komist aftur inn.
Frábær leikur og sýnir að það verður að rótera og treysta á hópinn. Liðið stóð sig frábærlega. Get ekki annað en velt fyrir mér hvort Gylfi sjái ekki eftir því að hafa ekki samið við Liverpool á sínum tíma, Þvílík mistök hjá honum.
Gylfi kæmist aldrei i þetta Liverpool lið
Jú, allir leikmenn stórbæta sig undir Klopp þannig að ég er alveg viss um að Gylfi væri a öðru leveli núna en hjá þessu botnliði.
Gylfi væri að spila 15 mínútur á ári hjá Liverpool. Betra að fá að spila.
Nei, hann myndi fá allavega 70 mín í deildarbikarnum gegn Villa.
Frábært, og ekki orð um það meir.
YNWA
Gargandi snilld en verð samt að segja að hann Lalli átti ekki góðan dag gat varla beðið eftir því að hann færi útaf. En ekki meira neikvætt takk við erum með svakalegt lið væri sáttur við að sjá aftur svolítið breytt lið um helgina kanski Keita og Ox á miðjuna ? En ég ræð engu.
YNWA.
Hrikalega gaman að sjá minn kall, Orku-Kubbinn, eiga svona fínan leik. Sá notaði aldeilis tækifærið þegar það loksins gafst.
Þessi framlína, Mané-Origi-Shaq, er firnagóð. Má alveg nota hana meira. Sérstaklega þegar Salah er í lægð eins og núna.
Sæl og blessuð.
Jahérna. Þetta lið. Everton sá ekki til sólar í leiknum – ofboðslega dapurt að sjá Gylfa þarna á miðjunn – þeir gefa varla á hann! Vörnin þeirra lætur gatasigti líta vel út. Everton er lið á beinni niðurleið og vandinn þeirra er ekki hvort eigi að reka stjórann. Vandinn felst í því að það er ósennilegt að þeir fái eitthvað bitastætt – hvað þá núna þegar þeir eiga fleiri öfluga andstæðinga framundan.
En þetta er ekki annað en skemmtilegt. Ég játa að bjartsýnin var ekki að fara með mig fyrir leikinn og hvað þá þegar ég sá hverja hann ætlaði að láta bera uppi miðju og sókn. Svo reyndust þeir vandanum vaxnir og vel það.
Hef stungið upp á því áður að hvíla Salah karlinn og ég held það sé kominn tími til að leyfa honum að fá smá næði. Hann hefur verið mjög ólíkur þeim Salah sem spilaði í fyrra og veturinn þar áður. En Origi var stórbrotinn í leiknum – og Mané – vá.
Þetta er stórbrotið og eru þeir svo ekki bráðum að mætast bláliðarnir í sætum tvö og þrjú? þá fer nú að draga til tíðinda.
Jú mikið rétt, City mæta næst nágrönnum sínum hjá United, og svo mæta þeir Leicester.
Áfram manhju ??
Sælir félagar
Þetta var dásamlegur leikur og yndisleg úrslit, kvöldið fullkomið þegar T’ham tapaði sanngjarnt (fyrir MU sem ég styð annars aldrei) fyrir Sólskerjamóra. Breyddin í liðinu okkar er mögnuð og Klopp hefur þessa deild fullkomlega í hendi sér. Snilld
Það er nú þannig
YNWA
Ekki styð ég heldur manhjú en viðurkenni að eg gerði það í fyrra á móti city. Mun gera það líka núna. Annars bara góður og skýjunum eða eins og tengdapabbi minn segir (sem er púllari) að þetta er bara orðið vandræðalegt því manhú-vinir hans á fb eru hættir að nenna að ræða um fótbolta.
Sá síðari hálfleik og mér fanst hann einn sá besti á tímabilinu. Everton var stundurspilað á köflum, þó þeir hafi fengið nokkur færi. Mér fanst skilaboðin skýr til Evertonaðdáenda. Liverpool er stóri klúbburinn í bítlaborginni, Liverpool var ekki einu sinni með sitt sterkasta lið en valtaði samt yfir þá, nánast á öllum sviðum fótboltans.
Everton er komið í fallsæti. Er einhver svona draummúra brandari að verða að veruleika ? Falla kannski MAN und og Everton ?
Annars er Everton fínt lið. Þeir ættu að vera ofar í deildinni en þetta.
Það er ekkert af bláklæddum lukkudísum eftir í borginni þær eru allar komnar í raut.
Öruggur sigur hjá okkar mönnum frábært að sjá breiddina vaxa hjá liðinu á þessum tíma þar sem leikir koma á færibandi….Origi og Shag komu með sterka innkomu….Origi er þvílikt leynivopn í þessu liði…Mane maður leiksins er að spila best allra í boltanum í dag held hann verð hvíldur um helgina svo hann verði klár í Salsburg leikinn mikilvæga í næstu viku…
Geggjað! Jafnmörg stig og Man Utd og Arsenal til saman EF Arsenal vinna annað kvöld. Everton í fallsæti.
Frábært comment af RAWK: “Moreno might look like the lovechild of Gerrard and Alonso but Trent plays like it.”
Góðir tímar! YNWA!
Þetta er geðveikt Man.utd. – Everton og Watord eru samtals með jafnmörg stig og Liverpool eða 43 stig!
“Viljum við sjá Everton falla?” Eh, já!
frábær skemmtun,
1. áhyggjuefni hve margar marktilraunir Everton fékk
2. Lallana er ekki klár
3. Robertson er enn einu sinni að sýna lélegan leik er frábær án bolta !!!
4. Shaq og mane frábærir
5. Henderson með hrikalega flotta innkomu, hans besta frammistað í langan tíma
1. Leikurinn var galopinn og því voru fullt af marktilraunum frá báðum liðum. Held að Klopp vildi ekki detta í að opna varnarpakka í 90 mín. Setti inn ferksar fætur og keyrði hraðan upp í botn fyrstu 45 mín.
2. Lallana virkaði alveg klár í þessum leik og stóð sig vel. Vinnusamur og flottur eins og allt liðið.
3. Andy átti góðan leik en hans styrkir eru hvernig hann nær að pressa bæði bakverði og kanntmenn andstæðinga aftur með sinni hlaubagetu og krafti.
4. Já þeir voru það
5. Henderson hefur einfaldlega átt nokkra mjög góða leiki undanfarið og var þetta
Ósammála nr 2 og hefði viljað að nr 5 hefði endir annars annað bara nokkuð gott.
YNWA.
Ekki nema 96% stigasöfnun það sem af er þessu tímabili!
Kopp er að vinna 100 leiki með 20 leikja forskot á Bob Paisley, þetta er fullkomlega galið. Paisley tók við frábæru liði og var gríðarlega sigursæll á meðan Klopp hefur verið að byggja upp lið nánast frá grunni. Samhliða því hefur Liverpool farið í úrslit á þremur Evrópukeppnum og ekki ennþá tapað tveggja leikja einvígi heima og heiman í Evrópu. Þar fyrir utan er Klopp svipað stór persóna utan vallar og Shankly var m.v. það sem maður lesið um hann. Klopp er sá langbesti sem við höfum nokkurntíma séð og verðum að passa að njóta. Hann tekur þrjá leikmenn sem voru tilnefndir til Ballon d´Or úr liðinu í derby slagnum og liðið spilar bara betur ef eitthvað er. Fabinho, Ox og Matip eru ekki þar með taldir. Þessi úrslit fegra í raun leikinn fyrir Everton.
Næstu deildarleikir eru gegn Bournemouth og Watford á meðan City á United og Leicester. Bananahýði báðir en mér finnst betra að prógrammið sé svona frekar en á hinn vegin.
Mikið rétt, stórkostlegur árangur hjá Klopp og hans liði. Ég er þó alls ekki sammála að hann hafi þurft að byggja upp frá grunni, því fer fjarri. Sæti nr 2 í deildinni 2014 getur varla verið einhver grunnstaða þar sem ekki er hægt að fara neðar. Lið hans BR var hörkugott á sínum besta tíma en liðið núna er stórkostlegt. Gott var gert frábært.
2014 liðið var með Suarez/Sterling sem lykilmenn og svo Gerrard vel nothæfan.
Þeir sem eru eftir úr þessu 2014 liði eru Henderson og já engin annar.
Svo að hann hefur ekki byggt neitt á þessu 2014 liði heldur meira að hreinsa það og byggt til enþá sterkara lið.
Meint í þeim skilningi að hann er nánast búinn að skipta alveg um lið á þessum tíma.
Alisson – Robertson – Van Dijk – Matip – Trent – Fabinho – Salah – Mané og Firmino voru ekki partur af síðasta heila tímabili Rodgers.
Byrjunarliðið 2014/15 (nokkurnvegin) er að mesu farið
Simon Mignolet
Glen Johnson
Dejan Lovren
Martin Skrtel
Alberto Moreno
Steven Gerrard
Jordan Henderson
Emre Can
Philippe Coutinho
Raheem Sterling
Daniel Sturridge
Bekkurinn eins og hann lagði sig líka fyrir utan Lallana
Brad Jones
Danny Ward
Javier Manquillo
Mamadou Sakho
Kolo Touré
José Enrique
Lucas Leiva
Joe Allen
Adam Lallana
Lazar Markovic
Jordon Ibe
Mario Balotelli
Rickie Lambert
Fabio Borini
Hefði maður spurt fólk 2014 hvaða tveir leikmenn yrðu ennþá í byrjunarliði 5 árum seinna, finnst mér kíklegt að enginn hefði giskað á Lovren og Henderson. Magnað hvað hlutirnir geta breyst.
Henderson kemur ekki brjálað á óvart finnst mér. Lovren var auðvitað 4. kostur í byrjun tímabils og er núna á hátindi ferilsins aldri.
Bjóst klárlega við Can sem mun stærra nafni núna, eins vonaði maður auðvitað að Coutinho og Sterling yrðu áfram á Anfield. Ekkert af rest kemur á óvart að sé farið.
Þetta er algjörlega sturlað!
Hvenær voru þessir þrír saman frammi síðast? Jú mikið rétt, gegn Barcelona 4-0.
Meira svona takk !
Ég er að spá með Man.City-Leicester leikinn. Með hvoru liðinu á maður að halda eða bara vonast eftir jafntefli….
Leicester ekki spurning að mínu mati.
Jafntefli allan tímann, því ekki að vilja auka forskotið á bæði lið um tvö stig, að því tilskyldu að Liverpool vinni sinn leik í umferðinni?
Ekki mun af veita því leikurinn gegn óþreyttu Leicester á annan í jólum verður virkilega erfiður fyrir aðallið Liverpool eftir strembinn mánuð.
Það getur auðveldlega orðið fyrsti leikurinn sem liðið tapar og er þá ekki betra að vera sjö stigum á undan Leicester en fimm stigum ofar (ef Leicester vinnur)?
Sammála en ég skil hvað Einar Matthías er að meina. Jafntefli yrði mjög flott, færri stig í toppbaráttuna hjá andstæðingunum okkar. Ef ég man rétt þá var eitthvað lið sem tapaði titlinum á einu fo”$% stigi í fyrra.
Leicester virka þrususterkir og þeir hafa innanborðs reynslubolta sem hafa farið alla leið í PL.
?
? Breidd liðsins er rosaleg. Ég veit ekki um mörg lið í heiminum sem geta gert 5 breitingar á byrjunarliði og liðið spilar sinn sterkasta leik á tímabilinu. Svo virðist sem Shaqiri og Origi séu hinir fullkomnu varamenn að því leitinu til að þegar þeir fá tækifærið spila þeir alltaf á 110% styrk.
?
? Fyrir mér var þetta lang besti leikur tímabilsins. Við gjörsamlega yfirspiluðum Everton á öllum sviðum fótboltans. Þó Everton hafi fengið sitt færi var algjörlega augljóst að þeir eru langt á eftir okkur í fótbolta.
?
? Að sjá Lallana spila svona vel kom mér nákvæmlega ekkert á óvart. Hans vandi snérist um leikform því hann er gjarn á að meiðast en samt gott að tróð ofan í kjaftinn á nokkrum púllururum, sem virðast muna meira eftir því sem þeir sögðu rétt en það sem þeir sögðu um fótboltamenn sem var innantómur þvættingur.
?
? Milner hefur verið tíður gestur í byrjunarliðnu en út af því hvað hann er laus við allan þokka, þá er hann oft vanmetinn.
?
? Raunar er ég á því að miðja Liverpool er mjög vanmetinn og stafi á því að margir skilji ekki út hvað það gengur að vera miðjumaður og tala nú ekki um í kerfi Klopps sem krefst mikið af hlaupum. . “box to box” miðjumaður er ekki leikmaður sem á að vera endilega “playmaker” eins og Coutinho, heldur leikmaður sem tengir saman vörn og sókn með gríðarlega miklum hlaupum, finna svæði og búa til sendingarmöguleika. Vinnan þeirra er miklu meiri án bolta og því er mjög auðvellt að gefa þeim neikvætt nafn eins og “iðnaðar”menn því þeir sjást ekki mikið í leiknum. Svo er það er oft lang besta ákvörðunartaka sem miðjumaður gerir er að halda flæði í spilinu og því gerir hann oft ekkert meira en að senda á næsta mann í stað þess að vera að taka tempó úr leiknum með þvi að dútla eitthvað með boltann. Fyrir vikið er framlag þeirra oft vanmetið en sem betur fer eru stöðugt fleirri að átta sig á framlögum þessara leikmanna sem eru á miðjunni.
?
?
? Ég fullyrði að það eru mjög fáir leikmenn í heiminum í jafn góðu formi og, Wijnaldum, Henderson og Milner. Ég er á því að þeir séu í sama gæðaflokki og stjörnur Man City.
?
? Öll rök mæla með því. Við erum 11 stigum fyrir ofan þá í deildinni og vorum aðeins einu stigi fyrir aftan þá í fyrra. Liðið næði ekki þessum stigum ef miðjan væri veikur hlekkur. Það er hún augljóslega ekki.
Ég set ? við nr ?.
YNWA.
:r ekkert að koma upphitun fyrir leikinn á morgun????
Það er nú þannig…