Rauði herinn er mættur suður með sjó og fiska vonandi 3 stig á suðrænum veiðislóðum. Eftir stórkostlegan grannaslag í vikunni þar sem mörkin flæddu eru vonir og væntingar um að slíkt flæði haldi áfram í dag. Bournemouth töpuðu gegn Hodgson og Palace á þriðjudaginn þrátt fyrir að vera einum fleiri megnið af leiknum og þeirra þreytustig ætti því að vera á sama stað og okkar.
Klopp fór yfir ýmis málefni á blaðamannafundinum í gær og ræddi m.a. hinn brottrekna Silva, liðsvalið gegn Everton, leikjaálag um jólin o.fl. Alltaf þess virði að hlusta á meistarann mikla og stytta sér stundir fram að leik dagsins.
Eftir hressilega róteringu gegn Everton þá hefur Klopp endurtekið leikinn með fjölda breytinga að nýju. Alisson kemur aftur í markið, Gomez í hægri bakvörðinn, Milner, Keita & Henderson á miðjuna og Salah & Firmino í framlínuna. Harvey Elliott og Curtis Jones hafa einnig unnið sér inn sæti á bekknum sem er áhugavert.
Liverpool: Alisson, Gomez, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain, Salah, Firmino.
Bekkur: Adrian, Mane, Shaqiri, Origi, Jones, Alexander-Arnold, Elliott.
Eddie Howe hefur einnig opinberað sína uppstillingu og hún er að sjálfsögðu án Harry Wilson okkar en Solanke byrjar í framlínunni með Jordon Ibe á bekknum.
Upphitunarlagið er ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn og fyrir Bournemouth dugar ekkert annað en Bigmouth Strikes Again með The Smiths.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.
Er Allison ekki í banni ?
Nei hann fékk 1 leikja bann þetta var ekki violent conduct rautt spjald.
Líst vel á þessa uppstillingu og liðsval fyrir utan Gomez í hægri þar sem ég er alltof mikill Trent maður til að sjá hann á bekknum ..þoli það ekki.
Þetta er góður leikur til að koma Gomez í gang og hvíla Trent….Við þurfum Trent á fullu gasi á móti Zalsburg..
Yep sammála
7 breyttingar en samt kemur það lítið á óvart. Ætli maður fylgist ekki extra vel með Keita í dag sem þarf að komast í gang og Gomez sem hefur ekki heillað á tímabilinu.
Sælir félagar
Gaman að sjá Keita loksins í leik og vonandi sýnir hann sitt rétta andlit og helst svo heill til loka. Ég hefi spá’ þessum leik ö – 3 og stend við það. Það er eftirtektarvert að Chelsea er að tapa fyrir Everton sem átti ekki “breik” gegn okkar liði. Þarna er að koma fram það sem Maggi minn hefur sagt amk. tvisvar í hlaðvarpinu að það mundi fjara undan árangri Lampard með Chelsea liðið. Maggi hefur líka sagt að Leicester eigi eftir að tapa stigum á móti efstu liðunum og vonandi fer það að vonum
Það er nú þannig
YNWA
5 breytingar fyrir everton leikinn 7 breytingar í dag fáheyrt að lið geti gert svona róteringar án þess að veikja liðið. Gomez og Keita koma vonandi vel frá leiknum og auðvita allir aðrir…
Bananahýði þessi leikur, Vona það besta.
Me need strím…..
Sama hér ef einhver er með eitthvað þokkalegt takk
Leikurinn er í opinni dagskrá á mbl.is
Opinn hjá símanum alltaf 3 leikurinn
Sko laugardagsleikir kl 15 eru alltaf í opinni dagskrá
Oxxxxxxxxxx!
KAFTEINNINN með geggjaða sendingu
Lovren meiddur ekki gott
Mjög slæmt ef hann verður lengi frá. Matip er out og líka Fabinho sem að leysti hafstentinn vel í fyrra. En að sama skapi spennandi að sjá Joe Gomez reyna að vinna sér inn þessa stöðu því að nú er traustið hjá honum.
KEITA ! geggjuð sending hjá Salah !
Þvílíkur unaður að horfa á liðið okkar Liverpool í dag.
ynwa
Flottur fyrri hálfleikur verst með Lovren og er orðið þunnt með midverdi hjá okkur nú eru bara 2 heilir úr adal liðinu og verður spennandi að sjá hvað verður vonum að skiptingin hafi meira verið í varúðarskyni
Góður fyrirhálfleikur hjá okkar liði. Höfum stjórnað þessum leik allan tíman og virkum mjög hættulegir fram á við.
Það var helst í upphafi þegar Keita hélt að hann væri einn í heiminum tvisvar og tapaði boltanum á slæmum stað þar heimamenn nýttu illa eða réttara sagt Dijk bjargaði frábærlega.
Henderson átti stórkostlega sendingu á Ox í fyrsta markinu og fannst manni þetta mark minna á Cisse markið í bikarúrslitaleiknum 2006 þegar Gerrar átti svipaða sendingu.
Síðara markið var auðvita töfrar frá Salah og frábært að sjá Keita skora og vonandi á þetta eftir að gefa honum sjálfstraust.
Slæmu fréttingar eru auðvita að Lovren fór meiddur af velli en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Matip er svo líka frá og má segja að Gomez sé orðinn okkar eini miðvörður sem getur spilað með Dijk. Fabinho væri líklega sá sem gæti reddað þessari stöðu(eins og á síðustu leiktíð) en hann er auðvita líka meiddur(megi Fowler hjálpa okkur ef Dijk fer að meiðast)
Núna þurfum við að vera klókir og ná að stjórna leiknum og passa að hleypa þeim ekki inn í leikinn með því að vera of graðir fram á við og skilja eftir pláss fyrir Wilson/Solanke til að hlaupa inní.
YNWA – So far so good
p.s Alisson haltu þér svo í markinu í þessum leik 🙂
Þvílík unun að sjá þessa samvinnu lengst fram allir þarna frammi trúa algerlega að enginn geti stoppað þá alveg frábært.
Flott hjá keita að borga assist svona tillbaka til salah 3-0
Salah frábær ! og Keita þeir eru lang bestu menn vallarins í dag
Einhverjar fréttir hvað er að hrjá Lovren.