Gullkastið – #Klopp2024

Athletico Madríd í Meistaradeildinni svo lengi sem það verður ekki eldgos í Eyjafjallajökli! Klopp búinn að framlengja til 2024. Watford tekið með vinstri og forskotið eykst á toppnum. Fréttir vikunnar og Leicester – Man City. Börnin spila í deildarbikarnum á morgun á meðan fullorðnu strákarnir spila á HM félagsliða á miðvikudaginn. Nokkurnvegin dagskráin að þessu sinni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 268

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

4 Comments

  1. Ég hef langmestar áhyggjur af fautaskap Atletico. Þeir eru drullusokkar og stunda mannameiðingar. Diego Costa, ég segi ekki meir. Það væri algjör viðbjóður að missa lykilmann fyrir toppbaráttuna á Englandi út af þessum Madridinga leikjum.

  2. Takk fyrir mig!

    Ég held að sirka 100% stuðningsfólk elski Klopp og það sem besta er að meirihluti andstæðinga okkar fílar kallinn!

    Þetta er bara svo hrikalega fallegt og skemmtilegt!

    4
  3. Takk fyrir þessar umræður og góðan þátt nú sem endranær. Óskaplegt bull er í sambandi við leikjaniðurröðun í Deildarbikarnum og HM félagsliða. Ef Deildarbikarinn á að vera alvöru keppni á að taka tillit til hans og annarra keppna. Annars væri miklu betra að setja hann á sem keppni frá miðjum júlí fram að byrjun deildarkeppninnar ( fyrir mót eins og á Íslandi). Á þeim tíma eru hvort sem er æfingaleikir. Eins og staðan er í dag fyrir okkar lið, sem vill vonandi ná eins langt og mögulegt er í öllum keppnum, að standby þarf að lágmarki 35 manna hóp. Alltaf eru nefnilega einhverjir meiddir í okkar góða liði. Klopp kvartar almennt ekki mikið en hefur þó kvartað yfir of miklu leikjaálagi. Þar er ég algjörlega sammála, fækka ætti leikjum í Meistaradeildinni og jafnvel í deildinni líka.
    Varðandi guttana og leikinn í dag gegn Aston Villa þá held ég að á brattann sé að sækja. Hópurinn gerir ekki annað en að þynnast og yngjast og veikjast að sama skapi. Almennt er ég jákvæður hvað varðar liðið en ætla ekki að spá neinu en eitt er víst að margir fá sínar eldskírnir.

    2

Meistaradeildardráttur í 16 liða úrslit

Liðið gegn Villa