Liðið sem spilar í Carabao Cup núna kl. 19:45 er klárt, og lítur svona út:
Hoever – van den Berg – Boyes – Gallacher
Kane – Chirivella – Christie-Davis
Elliott – Hill – Longstaff
Bekkur: Winterbottom, Clayton, Norris, Clarkson, Dixon-Bonner, Bearne, Stewart
Hvorki Brewster né Larouci eru metnir leikfærir, og því þarf að teygja sig ansi langt niður aldursstigann til að ná í lið. Eins og við var að búast er þarna fullt af strákum sem hafa aldrei verið svo mikið sem á bekk hjá aðalliðinu, hvað þá meira.
Meðalaldur liðs: 19.6 ár, sem er talsverð bæting frá síðasta meti yfir yngsta lið, en það var nálægt því að vera 22ja ára. Fimm leikmenn með sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið: Boyes, Gallacher, Christie-Davis, Longstaff og Hill, en hann er scouser sem hefur verið með klúbbnum frá 6 ára aldri.
Svona stilla Villa menn upp: Nyland, Elmohamady, Chester, Konsa, Taylor, Lansbury, Douglas Luiz, Hourihane, Jota, Kodjia, Trezeguet. Menn eins og Grealish eru á bekk. Aðeins Trezeguet spilaði deildarleikinn gegn Liverpool í byrjun nóvember, svo eitthvað hafa þeir róterað.
Þetta verður eitthvað.
KOMA SVO!!!
Þetta verður aldeilis eldskírn hjá ungu mönnunum og já.. drengjunum, gangi þeim sem best, YNWA.
Nú er tíminn til að sanna sig, koma svo!! 2-4!!
YNWA
Hver er Fyrirliði ???
Chirivella er fyrirliði. Ekkert met hvað það varðar verður slegið (nema hann fari útaf…)
Það verður einfaldlega gaman að sjá hvernig ungviðið okkar kemur til með að standa sig. Vona, sama hvernig sem fer, að þeir geti labbað keikir frá þessum leik og sett inn á reynslubankann.
YNWA
Yngsta lið Liverpool í keppni sem þessari á þessu stigi frá upphafi meðal aldur í kring um 19 ára já sæll þetta verður gaman að fylgjast með.
Einhver með straum?
https://my.soccerstreams100.tv/event/aston-villa-vs-liverpool-match-preview/
Ég held að Liverpool ætti að fara að skoða annan markvörð en þennan sem er í markinu í dag. Væru betur settir með 11 útileikmenn heldur en að hafa þetta í markinu. Annars er Liverpool mikið betra lið í leiknum og ömurlegt að vera 3-0 undir.
Sóknarlega ágætt hjá okkur liðið en varnarlega erum við skelfilegir.
Markvörður Villa búinn að bjarga þeim í þrígang allavega en það lekur allt inn okkar megin.
Harvey Elliot og Ki Jana Hover klárlega björtustu leikmenn liðsins.
Þetta eru nettir trúðar inná. Held að það séu ekki mjög margir þarna sem eiga séns á að spila fyrir aðalliðið. Helst kannski Elliott.
Haha
Frekar slöpp varnarvinna ásamt dassi af óheppni og lítil trú í þeim færum sem við höfum átt skilur á milli. Óþarfi að hrauna yfir þessa ungu menn eða ákveða framtíð þeirra út frá þessum leik. Mikilvæg reynsla sem þeir fá og vonandi lauma þeir inn einu í seinni
YNWA
Van Den Berg er ekki alveg að heilla það sem af er en það er bara 4-0 í hálfleik þannig að það er en von.
Við játum okkur aldrei sigraða fyrr en í full reynt er.
Greinilega fyrst og fremst varaliðið sem er að kommenta hérna núna. Fóru allir hinir stuðningsmennirnir til Doha?
Þetta fer í reynslubankann hjá þessum guttum, nú er bara að halda haus í seinni hálfleik og reyna að setja eins og tvö til fjögur kvikindi , koma svo junior´s ! ! !
Sælir félagar
Munur liðanna er einfaldlega markvarsla og heppni (óheppni). Strákarnir óheppnir að vera ekki búnir að skora 1 til 3 mörk. Heppni AV í 2. markinu var ógeðsleg og frekar hefði maður viljað sjá heppnina detta með krökkunum en köllunum. Mér finnst þetta bara fínt og ekki ástæða til að skammast yfir þessum leik né Liverpoolkrökkunum.
Það er nú þannig
YNWA
Það sem skiptir mestu í þessum leik fyrir okkur Liverpool aðdáendur er ekki nafnið á treyjunum eða staðan í leiknum. Heldur það að DNA Jurgen Klopp er algerlega samofið þessu unga liði sem er að spila — samkrull af U19 og U23 leikmönnum. Liverpool frá ungviði og uppí stúku er að verða skilgetið afkvæmi Klopp.
Liverpool hafa spilað stórskemmtilegan fótbolta og eiga skilið að vera undir svona 3-2. Það er alveg ljóst að nokkrir leikmenn eiga alveg erindi að spila í bestu efstu deildum Evrópu ef þeir halda áfram að þroskast. Að vonast til þess að lið með fjölmarga leikmenn 16-18 ára geti spilað jafnfætis fullorðnum leikmönnum liðs í ensku efstu deildinni væri kjánaskapur. Ólíklegt að bestu 11 leikmenn heims í hverri stöðu á þessum aldri myndu sigra lið um miðja ensku deildina.
Sérstaklega á þetta við um varnarhliðina þar sem sambland af líkamlegum styrk, stærð, hraða, og reynslu eru sjaldan nægjanleg fyrr en vel yfir 20ugt til að takast á við góða framverði. Besti miðvörður heims talar oft um það hversu langan tíma það tók hann að verða það sem hann er í dag. Og besti hægri bakvörður heimsins sem þó er yfir 20ugt sýnir reglulega hversu líkamlega erfitt er að spila vörn í ensku deildinni.
Vel sagt Andri