Síðasta leik aðalliðs Liverpool lauk um kl. 21:30 í gær að íslenskum tíma, og núna 20 tímum síðar mun liðið leika á ný, í allt annarri heimsálfu. Hversu sniðugt sem þetta fyrirkomulag nú er.
Það sem er í húfi í leiknum nú á eftir er talsvert mikilvægara, enda er þetta keppni sem lið komast þá og því aðeins í að þau vinni meistaradeildina.
Nóg um það. Svona ætlar Klopp að stilla upp:
Milner – Henderson – Gomez – Robertson
Keita – Lallana – Oxlade-Chamberlain
Shaqiri – Salah – Origi
Bekkur: Adrian, Lonergan, Williams, Trent, Jones, Mané, Firmino
Virgil van Dijk ku víst vera veikur og er því fjarri góðu gamni. Það var vitað að Wijnaldum yrði ekki með, en verður vonandi klár um helgina. Annars verður áhugavert að sjá miðjumennina tvo, Hendo og Milner, spila í miðverði og bakverði. Vonandi verður hægt að skipta einhverjum inná, Hendo er t.d. búinn að spila helling síðustu daga.
Leikurinn hefst klukkan 17:30 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð. Leikurinn er jafnframt sýndur á RÚV 2.
KOMA SVO!!!
Manni svelgdist á upphitunarvatninu við það að sjá ekki Virgilinn í liðinu, hvenar gerðist það síðast, ef nokkurn tíma? En er ánægður með liðið, sem vinnur leikinn eiginlega slétt sama hvernig.
YNWA
Það gerðist síðast í gær.
hehe alveg rétt Daníel, en maður hafði nokkuð áreiðanlegan pata af því að svo yrði.
YNWA
Vá ! Vörnin !
töpum þessu.
erum að vanmeta þá íll svakalega.
Vinnum þá og höldum hreinu. Henderson maður leiksins. Höfum trú! Klopp sagði það og hans orð eru lög.
afhverju eru tveir varamarkverðir á bekknum ?
23 í hóp, 11 í byrjunarliði og 7 á bekk. Það vantar 3 af þessum 23 (Hoever, Kelleher, Sepp), því þeir eru enn í vélinni til Qatar. Af þeim 20 sem þá eru eftir, þá er Wijnaldum meiddur og Virgil meiddur. Það eru því bara 18 eftir, þar á meðal Lonergan, og því eru allir sem eru á staðnum og eru leikfærir annaðhvort í byrjunarliði eða á bekk.
Van Dijk, Lovren og Matip frá og sá sem hefur leyst þá af Fabinho líka fra vegna meiðsla, eins gott að þetta er ekki deildarleikur.
En ég hef fulla trú á þessu og ef við fáum á okkur mörk þá verðum við bara að skora fleiri.
Einfalt mál.
Klopp ætlar að vinna þessa keppni fyrst hann þarf að vera með og það skal takast. Manni leiðist ekkert að nudda man utd mönnum uppúr hverjum titlinum á fætur öðrum, þeir hafa verið duglegir í gegnum árin að nudda manni uppúr hverjum samfelagsskildinum og talið hann sem bikar svo ég mun nota allt á þá núna næstu árin svo einfalt er það.
Á einhver stream?
Ruv 2
Bara eitt hérna, upphitun segir vonandi verður Wijnaldum klar um helgina, hefur eitthvað heyrst um hans meiðsli? Ég les fréttir símann daginn en man ekki eftir að hafa séð neitt. Einnig búin að vera að spá hvort hann sé frá í viku eða sex vikur ???
Velkominn aftur til leiks Viðar Enski
Eg horfði á hinn undanúrstlitaleikinn i gær þeir lágu ansi mikið i grasinu sívælandi….vonandi vinnum við þetta án mikilla vandræða…gott að fá Hödda B i umræðuna aftur hér alltaf gaman að lesa það sem kemur frá honum og ykkur öllum….sjálfum fynnst mér hvað skemmtilegast að skrifa þegar á leiknum stendur….
Helginn leikurinn er á RUV2 þarft ekki áfram á það 🙂
Jessssss
Við erum hundlélegir 🙁
Getur hann Orgi pirrað mann.
Lallana ævintýralega slakur röltir þarna um og forðast að fá boltann
TRIPLE skipting ég vill Mané , Firmino og Trent inná alla í einu í seinni
Ef þeir verða áfram svona lausir þarna frammi þá töpum við þessum leik.
Ekkert panic. Liðið á mikið inni. Klárum þetta í seinni.
Henderson má alveg gefa hann á Robertson af og til, vinstri vængurinn algjörlega dauður í uppspilinu.
Hljótum að fara að skora…Verðum að vinna þennan leik ekkert kjaftæði
Keita besti maðurinn á vellinum so far
Keita sá eini af miðjumönnunum sem er með!
Origi getur ekki blautan skít missir boltan ítrekað og brýtur svo af sér selja hann
Erfitt að horfa upp á þessa skitu.
Manni lýst ekkert á þetta. Yrði hneyksli að mæta þarna og spila um 3 sætið
Þurfum ekkert að bæta einni framlengingu við prógrammið
Aldrey i hættu
Meistari Bobby!
Úff, það var erfitt að fagna.
RH 18.12.2019 at 18:17
TRIPLE skipting ég vill Mané , Firmino og Trent inná alla í einu í seinni
þetta bað ég um og ég fékk þá reyndar ekki alla í einu en hey !
Geggjað! Þetta lið okkar er sjúkt! Við bara kunnum ekki að gefast upp og þvílíka hugarfarið. Vá!!