Mörkin
1-0 Firmino 99.mín.
Liverpool eru heimsmeistarar félagsliða!
Leikurinn
Firmino fékk dauðafæri á fyrstu mínútu leiksins og hefði í það minnst átt að setja skot á markið eftir flotta sendingu frá Henderson inn fyrir vörnina. Okkar menn áttu fyrstu mínútur leiksins og á 5.mín lagði Salah upp skotfæri fyrir Keita en Gíneubúinn sendi skotið hátt yfir markið. Örstuttu síðar lét TAA vaða í þrumufleyg af löngu færi en boltinn sigldi rétt framhjá stönginni.
Eldrauð byrjun en það átti ekki eftir að endast þar sem Flamengo náði betra valdi á boltanum og fóru að halda honum betur innan sinna raða. Að sama skapi voru rauðherjar að klúðra einföldum sendingum á hættulegum svæðum á eigin vallarhelmingi. Undarleg kaflaskil í hálfleik sem byrjaði vel en fjaraði hratt undan.
Á lokamínútum hálfleiksins var undarlegt atvik þar sem Liverpool var í hættulegri skyndisókn en Mané var hraustlega togaður aftur af Rafinha. Okkar maður var skiljanlega ósáttur við íhaldið og lét stubbinn lúta í gras, en handónýtur dómari leiksins spjaldaði eingöngu Senegalann síbrosandi sem var ekki skemmt. Sene-galinn dómur og bæði Rafinha & hinn handónýti heimadómari áttu eftir að koma aftur við sögu síðar í leiknum.
0-0 fyrir Liverpool í hálfleik
Hálfleiksræðan hjá Klopp gerði greinilega mikið gagn því að rauðliðar voru sérlega einbeittir eftir tesopann. Það var endurtekið efni á upphafsmínútum seinni hálfleiksins þegar að Henderson sendi gullsendingu á Firmino sem tók skemmtilega við boltanum, lék sínar listir og sendi síðan vinstrifótarskot í innanverða stöngina en því miður aftur út. Salah fylgdi því eftir með góðu skoti nokkrum mínútum síðar en Flamengo svaraði með skoti frá Barbosa sem Alisson varði vel.
Leikurinn var villtur og opinn á þessum tímapunkti og Robertson ógnaði á 57.mínútu með viðkomu í Firmino. Flamengo tókst þó að ná aftur ákveðinni ró á leikinn eftir sóknarlotur Liverpool og miðjumoð tók við um miðjan hálfleikinn. Óheppilega fyrir okkur og Oxlade-Chamberlain þá meiddist okkar maður illa og var algerlega miður sín þannig að púlarar allra átta óttuðustu mikið um hans fótafærð í framhaldinu. Eitthvað virtist hann þó braggast áður en hann fór meiddur af velli fyrir Lallana og síðustu fréttir eru að Klopp sé bjartsýnn á að meiðslin séu ekki of slæm. Hugheilar batakveðjur frá Kop.is til AOC.
Liverpool fóru að keyra upp hraðann í átt að leikslokum og Salah lagði boltann út á Henderson á 86.mín og sá enski hlóð í firnafasta spyrnu sem hinn öflugi Diego Alves varði glæsilega í markinu. Dramatíkin var að ná hámarki í uppbótartíma þegar að Mané slapp einn í gegn á móti markmanni en tækling að aftan frá títtnefndum Rafinha braut á Sadio þannig að skotið fór víðsfjarri. VÍTI dæmt skv. hörmulegum dómara leiksins en þá tók VAR yfir sem ku vera mikill meðvindur LFC en það er þó bara í ímyndaðri veðurfræði andstæðinga okkar.
Í það minnsta þá varð niðurstaða vídeó-dómaranna að þetta væri (réttilega) fyrir utan teiginn en dómarinn bætti um betur og dæmdi (ranglega) að ekki hefði verið um brot að ræða yfir höfuð. Rafinha sem hefði átt að fá skærgult spjald í fyrri hálfleik slapp á endanum við bæði gult og rautt í þeim seinni. Þvílíkt þvaður og blaður og dómarateymið sem fékk medalíu í lok leiks og viðhöfn sem vinningshafar væru voru alveg í ruglinu.
0-0 fyrir Liverpool í lok venjulegs leiktíma. Framlenging.
Liverpool byrjaði framlenginguna ferskir og við vorum klárlega það lið sem vildi vinna leikinn áður en kæmi til vítaspyrnukeppni. Enn og aftur átti Henderson frábæra sendingu inn fyrir vörnina og hleypti Mané á skeið en sá senegalski sendi góða sendingu á Firmino í teignum. Brassinn brosmildi tók nokkur brasilísk dansspor áður en hann plataði markvörð og miðverði og sendi boltann í netið. 1-0 fyrir Liverpool!
Rauði herinn gaf engin grið og hélt áfram að sækja í von um að fullklára leikinn. Örstuttu eftir markið hlóð Salah í flott skot sem Diego Alves varði enn og aftur vel í markinu. Milner var skipt inná til þess að vera með vesen og hann olli ekki vonbrigðum með gulu spjaldi eftir fimm mínútur á vellinum. Super-sub-superman Origi kom inná fyrir Firmino í hálfleik framlengingarinnar en þreytan var klárlega farin að segja til sín hjá báðum liðum og leikurinn farinn að stefna í sigur rauðherja. Flamengo fengu þó síðasta sénsinn til að bjarga leiknum á lokamínútunum þegar að Lincoln skaut yfir af stuttu færi. Flautað til leiksloka!
1-0 sigur Liverpool og heimsmeistaratitillinn í höfn!
Bestu menn Liverpool
Okkar menn voru að miklu leyti flottir yfir 120 mínútur leiksins og eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. Það munaði gríðarlega mikið um að fá van Dijk aftur í verkstjórn í hjarta varnarinnar og Gomez var fínn við hlið hans. Bakverðirnir voru báðir sprækir og ógnandi allan leikinn og Alisson var öruggur og varði vel í markinu.
Framlínan var einnig á pari og Firmino sér í lagi með sínu marki þó hann hefði geta gert betur á upphafsmínútum beggja hálfleikja. En minn maður leiksins er fyrirliði heimsmeistara félagsliða, Jordan Henderson, sem var óþreytandi allan leikinn, átti gullsendingar inn fyrir vörnina og var almennt frábær á vellinum í rúma tvo klukkutíma. Svo kann hann líka að lyfta titlum með stæl!
Tölfræðin
Vondur dagur
Heimamaðurinn Ibrahim Al-Jassim Abdulrahman var því miður alger hörmung sem dómari leiksins og sem betur fer hafði hann ekki úrslitaáhrif á leikinn. Of mikið fyrir að vilja koma sjálfum sér í sjónvarpið með yfirlætisfullum ræðuhöldum við leikmenn og hreinlega með kolranga dóma trekk í trekk. En réttlætið sigraði að lokum og við urðum heimsmeistarar þrátt fyrir mótvindinn.
Umræðan
2019 er algert óskaár fyrir okkur Púlara. Þriðji stóri titillinn í höfn og með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar með leik í hendi. Við hvetjum alla Púlara til að vera fullkomlega óþolandi í jólaboðum komandi með því að titla sjálfa sig með réttu ríkjandi Evrópu- og heimsmeistara alheimsins.
Það ku styttast í að Liverpool verði boðaðir í leik á hlutlausum velli á tunglinu til að spila úrslitaleik við Marsbúa um sólkerfismeistaratitilinn. Skörun leikjanna mun þó vera við enska bökunarkeppni og leiðarahöfundar enskir eru nú þegar farnir að húðstrýkja okkur fyrir móðgun við enska bakaramenningu.
En við erum margfaldir meistarar og ekki neita ykkur um að fagna kvöldinu og næstu dögum með gleði í hjarta og Liverpool-stolti. Til hamingju meistarar!
Heimsmeistarar !
Merkilegt hvernig Flamengoliðar hættu alveg að fá krampa eftir að Firmino skoraði.
Verið að spila Bítlana í Quatar þetta er yndislegt !!!!!!!!!
YNWA !
Qatar*
Ég gæti alveg vanist því að kalla liðið mitt heimsmeistarar Liverpool
Vúhú heimsmeistarar ??
Magnað! Magnað! Magnað!
Nýr bikar kominn í safnið og Kloppknúsið er verðskuldað. Eitthvað segir mér að Edwards og co eigi eftir að horfa til þessa flamengo liðs þegar leikmannakaup verða á döfinni. Eitt öflugasta lið sem við höfum mætt – segi það og skrifa. Frábært spil hjá þeim, seigla og barátta. Hef aldrei séð okkar menn svona illa leikna á löngum köflum en seiglan í þessu liði okkar!
Auðvitað átti að klára þetta í byrjun beggja hálfleika. En þetta var sætt sætt sætt. Nú mætum við Leicester á fimmtudaginn og það verður spennandi að fylgjast með þeirri rimmu. Sjö stiga forskot, 10 stig eða 13. Veit hvað ég myndi kjósa!
Champions of Europe – Champions of the World!!!
jamm…
Vörnin stóð sig firnavel. Án Virgils hefði þetta aldrei gengið. Hendó var flottur á miðjunni. Keita, Mane og Salah furðu mistækir að ógleymdri hetju dagsins – Firmino! En hvað getur matður sagt þegar hann skorar sigurmarkið? Lallana held ég að hafi snert boltann þrisvar sinnum á 50 mínútum sem hann var inni á. Dagar hans í liðinu hljóta að vera taldir. Verður flott að fá ferska fætur inn í liðið.
Þarna stendur svo slöttólfurinn Van der Berg og tekur á móti verðlaunapeningi… Ekki er nú öll vitleysan eins! En þeir eiga þetta skilið. Svakalega munar um þennan sigur í CL. Hefur gefið okkur tvo bikara til viðbótar. Höfum, frá því í vor, fengið fleiri bikara en við höfum fengið á síðustu þrjátíu árum!
“Höfum, frá því í vor, fengið fleiri bikara en við höfum fengið á síðustu þrjátíu árum!”
Umm hvernig færðu það út?
Síðan 1989 hafa Liverpool unnið:
3 stk. FA bikara
4 stk. deildarbikara
2 stk. Meistaradeildarbikara
1 stk. UEFA Cup
3 stk. UEFA Super Cup
mér telst til að það séu 13 bikarar. Allnokkuð mikið fleiri en þrír.
Og einn enn, ekki gleyma titlinum sem margir telja aðal titilinn: enskir meistarar 1990
Einnig verð ég að kommenta á þetta:
“Þarna stendur svo slöttólfurinn Van der Berg og tekur á móti verðlaunapeningi… Ekki er nú öll vitleysan eins!”
Ummm þetta er 18 ára strákur sem var keyptur til liðsins fyrir nokkrum mánuðum! Hann er búinn að fá aftur hversu mörg tækifæri til að spila með aðalliðinu? Hvað gengur þér eiginlega til að tala svona um hann?
Ég er ansi þreyttur á svona “stuðningsmönnum”.
Gott að einhver tekur upp hanskann fyrir efnispiltinn Van der Berg! Ég gat ekki annað en brosað þegar hann fékk medalíuna um hálsinn, blessaður drengurinn. En auðvitað var það ekki í anda jólanna að hafa þessi orð um hann, skamm skamm fyrir það. Vonandi fer vegur hans upp á við eins og sólin nú þegar vetrarsólstöður eru að baki. Takk fyrir ábendinguna.
Svo voru orð mín um þrjátíu ára titlaþurrð sem betur fer úr lausu lofti gripin. En það má nú samt finna ískyggilega langt tímabil þar sem aðeins þrír bikarar voru samtals dregnir að landi – jafnmargir og Klopp og co. hafa landað á hálfu ári!
Bjartir tímar og góðæri – megi það lengi vara. Seiglan og óbilandi trúin fleyta dauðþreyttu liði yfir hverja hindrun á fætur annarri. Það er mikið gleðiefni og til eftirbreytni okkur hinum!
YNWA!!!
Salah besti maðurinn!
Heimsmeistarar! Jafnvel þótt við værum manni færri allan leikinn!
Svo hjartanlega sammála þér jafnvel 2 færri svo mikið lagðist ónefndur á aðra hliðina.
En þetta frábæra lið okkar bara kann ekki að gefast upp og tapa metnaður, vilji, gæði ……….. þetta lið okkar tikkar í öll boxin. Bara að Uxinn okkar verði ekki lengi frá!.
YNWA.
3 Risa titlar á árinu…..Meistaradeild Evrópu Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarar félagsliða…erum sigursælast lið Englands þar eigum við heima
Besta lið veraldar! ??
Þvílík meistara-jóla-gleði!!
1) Þrautseigja er sterkasta vopn Liverpool.
2) Margfalt gubb á ömurlega dirty spilamennsku Flamingo.
3) Úldinn hákarl uppí kjaftinn á lélegasta dómara ever…
Annars er allt bara æðislegt!!!
Haha púið sem dómararnir fengu var raunverulegt!
Djöfull er gaman að vinna titla allt árið um kring á vorin, haustin og um jólin. Komið rosalegt sigurhugarfar og kunnátta við að komast yfir línuna og vinna þessa titla sem eru í boði Það er stór hluti af þessu að vera vanir að vinna og vita hvað til þarf. Þetta mun bara hjálpa þeim að taka enska titilinn í vor og vonandi að verja meistaradeildina.
Frábært lið og frábært að vera stuðningsmaður þessa félags.
Up the mighty Reds!
YNWA
Firmino þessi yndislegi brassi skorar þegar hann þarf þess það er bara þannig !
Elska Salah en hvernig hann vann einstaklingsverðlaunin yfir Firmino er mér ráðgáta.
Firmino skorar sigurmarkið í undanúrslitaleiknum og í úrslitaleiknum fyrir mér er Firmino maður mótsins!
I staðinn fyrir að gagngryna hinn och þennan leikmann þá ætla eg mer að njota þess að halda með liverpool því síðustu ár hafa ekki beint verið hamingjan ein. Hver veit hvenær þetta run tekur enda og þá er eins gott að njóta a meðan hægt er. Þetta er eins og þegar maður náði sleik við geðveika skvisu á dansgólfinu i denn en í dag myndi maður kanski ná i einn sleik við eina feita ofurölvi fimmtuga kellingu á ölver. Njóta augnabliksins!! Just saying
Má ekki færa hugarfarið aðeins ofar í líkamann?
Haha, ótrúlegt hvað menn geta kvartað yfir því að það sé verið að gagnrýna… Það er ekkert að því að gagnrýna þó að það gangi vel. Það eru menn sem eru lélegri en aðrir í þessu liði, t.d. Saq og Lalli sem eiga að fara.
Algjörlega frábært í alla staði.
RISASTÓRT fyrir LIVERPOOL!
Geggjað … algjörlega geggjað.
Áfram Liverpool!
Er hægt að setja myndina af Firmino úr þessum leik á byrjunarsíðuna væri gaman samt bara svona með hinni sem er frábær líka.
En nú er vandamál á veggnum þarna á Anfield wall of champions er pláss fyrir nýjan bikar ?
Spyr sá sem ekki veit !
Þarf ekki að stækka vegginn ?
Það var löngu vitað að við myndum fá þennan bikar, þess vegna er áætluð stækkun á Anfield Road end stúkunni.
Stór bikar fyrir stórlið 🙂
þessi var sætur en það er annar bikar sem okkur langar meira í á þessari leiktíð og núna þarf að halda einbeitingu, taka einn leik í einu og næla okkur í 90+ stig í deildinni.
YNWA
geggjað, en það sem öllu máli skiptir er að lyfta bikar allra bikara í vor, allt annað er bónus
Dásamlegt og sannarlega kærkomið. Búinn að að bíða eftir þessum titli í tæp 40 ár eða síðan okkar lið tapaði í sinni fyrstu keppni um þennan svokallaða heimsmeistaratitil. Nefnilega óþolandi að hafa ekki átt titil sem ónefnt Manchester lið hefur unnið. 3 titlar á tæpum 7 mánuðum, ekki slæmt enda erum við aðdáendur að verða ekki lítið montnir af okkar mönnum. Eina áhyggjuefnið er ef Ox er meiddur, eitthvað sem hann mátti alls ekki við enda allur að koma til eftir erfiða endurkomu. Vonum hið besta með hann.
Gleðjumst í dag og hlöðum svo batteríin fyrir næstu leiki sem koma í haugum á næstunni.
Til hamingju Liverpool aðdáendur með heimsmeistaratitillinn hvar sem þið eruð og gleðileg jól .
…. alveg Senegalið… ? góður Magnús
Ég verð að óska Henderson til hamingju með frábæra frammistöðu. MAGNAÐUR !
Gaman að sjá medalíu hengda um háls meistara Sepp van den Berg. Sá á eftir að verða eitthvað
Fannst satt að segja engin þörf á þessum leik til að staðfesta að Liverpool er besta lið í heiminum núna en fínt að fá það staðfest engu að síður. Fínt að vinna sem flesta af þessum bikurum áður en þeir fara að skipta alvöru máli. Svipað og fyrstu Evróputitlar Real Madríd sem komu áður en flest lið fóru að taka Evrópukeppnina alvarlega eða senda lið til leiks yfirhöfuð. Fögnuður liðsins í leikslok var engu að síður ósvikinn.
Dómaratríó leiksins sem eðlilega kom frá hinni mjög svo hátt skrifuðu deild í Katar fór langt með að skemma þennan viðburð. Ég hef bara aldrei séð lélegri dómgæslu í fótbolta og það dregur ekkert smá úr þeirri virðingu sem FIFA er að reyna berjast fyrir að þessari keppni sé sýnd. Þetta virkar töluvert meira eins og hressilegt partý fyrir fyrirmenn FIFA og PR stunt. Liverpool hefði unnið þennan leik nokkuð létt í venjulegum leiktíma með dómaratríói með dómarapróf. Línuvörðurinn toppaði þetta svo eftir leik með að fá eiginhandaráritun einhvers Al Thanisins á flaggið sitt eftir leik. Ótrúlegt hvað þeir voru langt frá þessu leveli.
Það er löngu vitað að FIFA var mútað óheyrilegum fjárhæðum til að Katar yrði valið fyrir næsta HM og svona viðburði. En var alveg nauðsynlegt að hafa dómarana líka frá Katar? Það var á mörkunum að maður nennti að horfa á framlenginguna.
Það venst samt mjög vel að sjá Henderson lyfta bikurum, fyrirliðin var frábær í þessum leik en fyrir mér var Joe Gomez maður leiksins. Hann er smátt og smátt að finna sitt besta form með meiri leikæfingu og var í dag að spila sinn besta leik á þessu ári.
Það var ekki hægt að dreyma þessa stöðu um jólin, Liverpool er með 10-11 stiga forskot á toppnum með leik til góða á næstu lið. Það tók klárlega á að spila þennan leik og framlengingin hjálpaði engum, einn miðjumaður frá í viðbót er auk þess töluvert áhyggjuefni. Leicester úti verður einn erfiðasti leikur ársins eftir þetta ferðalag, þetta var útileikur í Evrópu á sterum. Hinsvegar virkuðu þeir alls ekki sannfærandi gegn Man City og hafa verið að keyra á sama hópi allt tímabilið. Norwich hefði líka átt að vinna þá um daginn. Rífur í núna þegar þeir eru í sama leikjaálagi og Evrópuliðin.
Yndislegt
Þessir gaurar hjá okkur er ótrúlegir og auðvitað er það gafferinn sem hefur breytt þessu öllu. Henderson er kominn með hrikalega tvíhöfða eftir að hafa lyft öllum þessum súpurbikurunum á þessu ári. Var það ekki gamli farturinn hjá manjúd sem sagði að þeir hefðu ekki viljað þann leikmann vegna hlaupastílsins, sem svo myndi valda meiðslum. Þvílíkur asni! 😀
Við eigum lið sem neitar að tapa og það varla kann að tapa lengur. Hugarfarið er svo ótrúlegt að maður hefur aldrei séð annað eins! Samt hef ég séð þetta lið okkar spila í rúm 40 ár.
Við erum heimsmeistarar félagsliða í fyrsta skiptið og ég hlakka til að sjá vegginn myndaður núna fjótlega. Hlakka líka gríðarlega mikið til janúarmánaðar þear Takumi Minamino byrjar. Ég er nefnilega nokkuð viss um að hann muni byrja strax enda er búið að vera gríðarlegt álag á liðinu okkar og það er nauðsynlegt að hvíla menn. Hlakka líka til að fá Matip og Lovren til baka úr meiðslum. Hlakka til að lesa bókina um Klopp.
Ég hlakka til jólanna !
Evrópumeistarar ! Heimsmeistarar ! Fullkominn endir á frábæru ári hjá Liverpool !
Athyglisverð þessi törn, 10 leikir á 29 dögum frá 23. nóv, 8 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap, markatala 20-11. Markaskorið hefur dreifst mjög vel, Salah 4 mörk, Firmino og Keita með 3 mörk, Mane, Origi og Virgil allir með 2 mörk, Shagiri, Lovren, Ox og Gini með 1 mark hver. Alls 10 sem hafa skorað mörkin 20. Svona gera alvöru lið, markaskorið dreifist, ef dregur úr hjá einum í einhvern tíma kemur bara næsti maður og setur fleiri mörk. Nú vantar bara að Henderson, sem hefur leikið gríðarlega vel í haust, fari að setjann. Ef ég les rétt í leikjaniðurröðunina þá hægist lítið á og 5 leikir á 17 dögum frá 26. des til 11. jan.
Henderson magnaður í þessum leik og hrikalega gott fyrir hann og liðið.
FIFA þarf að gera betur með dómara, lágmark að vera með allavega námskeið sá sem dæmir
Maður er farinn að bíða eftir jólunum til að sjá LFC spila við Leicester. Ef Liverpool vinnur þann leik verður það alvöru statement fyrir framhaldið…
Svo er það sá japanski, það verður eitthvað, spái því eins og einhver hérna að hann komi fljótt inn í liðið.
Smá þráðrán, er að horfa með öðru auganu á Watford… mér sýnist de Gea vera besti markvörður heims… lol
Þetta er by far skemmtilegasta United lið sögunnar.
Verða líklegast ekki fleiri trúðar inná hjá þeim á sama tíma og akkurat núna það er rétt.
United að tapa fyrir Watford ?. Nú mega jólin koma
Eru þetta ekki góð úrstlit hja man-utd að tapa bara 2-0 með Pogba að koma tilbaka veikan úr brúðkaupi…..
Þetta er bara ein allsherjarveisla og rúsínan í pylsuendanum er inná rauðudjöflunum.is og fylgjast með blessuðum mönnunum þar æsa sig yfir þessu meðalmennskuliði sem Utd er orðið og Solsker er einn sá allra slakasti sem stýrt hefur þeirri skútu síðan Sörinn hengdi upp jakkann.