Uppfært:
Kop.is óskar lesendum og hlustendum síðunnar gleðilegra jóla, það er bókstaflega ekki hægt að fara inn í hátíðarnar í betri málum þannig að hafið það fullkomlega frábært og pössum uppá að vera sérstaklega óþolandi í jólaboðunum þegar talið berst að Liverpool.
Myndum þakka fyrir árið líka en Kop.is er langt frá því að vera búið að ljúka leik á þessu ári.
Jólakveðjur
Einar Matthías, Maggi, SSteinn, Eyþór, Óli Haukur, Daníel, Maggi Beardsley, Hannes, Ingmiar og Sigurður Einar
Okkar tíma Shankly
Einn af helstu styrkleikum Jurgen Klopp er hversu auðvelt hann á með að vinna með öðrum og treysta þeim. Liverpool er ekki síður með sterkt lið utanvallar en innanvallar. Þetta er einn af styrkleikum FSG einnig og hefur verið frá því áður en þeir keyptu Liverpool. FSG sagði frá upphafi að þeir myndu ekki keppa við olíufélögin fjárhagslega og að Liverpool þyrfti að vera snjallara en andstæðingarnir. Úrvinnsla tölfræðiupplýsinga var (og er) nokkuð óplægður akur í fótboltanum og þar sáu FSG klárlega töluverð tækifæri. Undanfarin ár hefur FSG byggt upp lið utanvallar með sömu trú á hjálpsemi þessara gagna. Það eru menn í vinnu hjá Liverpool með gríðarlega mikil áhrif og völd þegar kemur að mannaráðningum og leikmannakaupum sem horfa varla á fótbolta. Það eru njósnarar í vinnu hjá Liverpool sem vilja helst ekki sjá leikmenn með berum augum til að það hafi ekki áhrif á hvernig og hvað þeir eru að lesa úr tölunum sem hann er að sýna. Menn með háskólagráður og langt nám að baki í raungreinum sem hafa ekkert með fótbolta að gera. Þeir eru samt bara einn hlekkur í keðjunni, það kemur miklu meira til. Tölurnar tala engu að síður sínu máli (pun intended), Liverpool hefur varla gert mistök á leikmannamarkaðnum í fjögur ár.
Roy Hodgson var stjóri Liverpool þegar FSG keypti félagið og því er auðvelt að fullyrða að þeir þurftu að byrja sína vinnu og viðhorfsbreytingu alveg frá botninum. Kenny Dalglish var heldur ekki það sem við myndum í dag flokka sem FSG ráðningu.
Brendan Rodgers var 39 ára þegar hann tók við Liverpool, mögnuð ráðning hjá Liverpool og augljóst að hann heillaði FSG þegar hann fundaði með þeim og ávann sér traust þeirra. Hans mistök og fall hjá Liverpool var að vilja ekki treysta þeirri stefnu sem þeir vildu innleiða utanvallar. Væri Rodgers ennþá stjóri Liverpool hefði hann treyst Edwards jafnvel og Klopp gerir?
Hann vildi ekki vinna undir DoF og treysti ekki Edwards og njósnarateymi félagsins fyrir leikmannakaupum, hversu galið hljómar það núna? Áður en Rodgers kom var Liverpool búið að gera mestu Moneyball leikmannakaup áratugarins í Luis Suarez, vandræðagemsa sem var bókstaflega í banni og fáanlegur á góðu verði því hann beit andstæðinginn. Coutinho og Sturridge voru líka augljós FSG kaup, fáránlega ódýrir m.v. gæði og potential. Brendan Rodgers var grátlega nálægt því að landa titlinum með lið sem átti ekkert erindi í að vera í titilbaráttu, FSG var grátlega nálægt því að gera það sama í Liverpool og þeir gerðu í Boston.
Rodgers sannaði hjá Liverpool að ef hann fær nógu gott lið er hann nógu góður stjóri fyrir efsta level. Árangur hans hjá Swansea var vanmetið góður einnig og það sem hann er að gera núna sjö árum eldri og reyndari sýnir að hann var ekki svo galin ráðning hjá FSG árið 2012.
Hetjan utanvallar hjá Boston Red Sox eftir að þeir unnu World Series loksins árið 2004 var Theo Epstein, ekki þjálfari liðsins heldur ungur og óþekktur GM sem var þar í sambærilegu hlutverki og Michael Edwards er núna hjá Liverpool. Rodgers kom inn árið 2012 og tók með sér Joe Allen og Fabio Borini í fyrsta sumarglugganum, hvorugur er í Liverpool klassa og gáfu aðeins tóninn fyrir “snilli” Rodgers á leikmannamarkaðnum, það var alltaf togstreita milli hans og “tölvunördanna” sem FSG vildi treysta á og til marks um það er þessi frábæra grein Neil Ashton á Daily Fail. Hann hefur augljóslega talað við Rodgers sjálfan áður en þetta meistaraverk var sett á prent.
Af mörgum gullkornum var þetta það besta um mennina sem hafa skorað sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Heimsmeistarakeppninnar á þessu ári. Rodgers var klárlega ekki sannfærður um þessi kaup.
The committee have yet to explain how they came up with the figure of £29million to sign Brazilian forward Roberto Firmino from Hoffenheim, who finished eighth in the Bundesliga last season.
Divock Origi, billed as ‘a world-class talent’ by Rodgers when he was signed from Lille, could not even come off the bench in the club’s last two league games. There are countless other errors.
After each Liverpool game Edwards emails analysis and data to the club’s owners in America, detailing where the match was won and lost. It has made for grim reading this season.
Það var hárrétt ákvörðun hjá FSG á sínum tíma að losa sig við Rodgers og eins og staðan er núna virðast þeir vera bestu eigendur knattspyrnufélags í heiminum. Michael Edwards er réttilega talinn einn besti DoF í bransanum og flestir leikmanna Liverpool ertu í dag taldir meðal þeirra bestu í sinni stöðu. Liverpool er með fimm af ellefu bestu leikmönnum í heimi og þar eru ekki með taldir Alexander-Arnold, Gomez, Matip, Henderson og Fabinho.
Allir þessir aðilar geta samt fyrst og fremst þakkað Jurgen Klopp fyrir þá ímynd sem þeir hafa í dag, Klopp er aðalatriði á bak við þetta allt saman og langmikilvægasti meðlimur Liverpool FC í dag.
Klopp er búinn að vera stjóri Liverpool í rétt rúmlega fjörgur ár og núna þegar hann var bókstaflega að staðfesta Liverpool sem besta félagslið í heimi er gaman að bera hópinn í dag saman við liðið sem Rodgers var með á sínu síðasta heila tímabili sem stjóri félagsins 2014/15.
(Tölur frá Transfermarket – EUR / Söluverð leikmanna 2014/15 vs kaupverð núverandi leikmanna)
Byrjunarliðin væru nokkurnvegin svona með alla heila. Kaupverð á byrjunarliðinu núna er tæplega 40% hærra en söluvirði liðsins 2014/15 en söluvirðið er nánast alfarið í tveimur leikmönnum, Sterling og Coutinho. Jordan Henderson er eini leikmaðurinn eftir frá tíma Rodgers sem flokkast sem byrjunarliðsmaður og hann kom til Liverpool áður en Rodgers tók við. Satt að segja ætlaði Rodgers að selja hann til Fulham fyrir Clint fucking Dempsey! Það er enginn leikmaður sem kom frá 2012-2014 ennþá lykilmaður hjá Liverpool í dag.
Alisson fyrir Mignolet er líklega mesta bætingin á liðinu í nokkurri stöðu. Robertson kemur þar á eftir og hefur leyst 30 ára gamalt vandamál. Alexander-Arnold fyrir Glen Johnson er litlu minni bæting hinumegin. Hvað væri söluvirði Alexander-Arnold og Robertson í dag?
Fabinho í samanburði við Gerrard á sínu síðasta ári er bæting sem mig langar ekki til að ræða, ósanngjarnt gagnvart Gerrard. Fabinho er fyrsti alvöru varnartengiliður Liverpool í áratug og viti menn félagið er farið að landa titlum aftur. Henderson er á hátindi ferilsins núna og Wijnaldum er miklu betri en Emre Can.
Hvernig fengum við Salah, Mané og Firmino fyrir andvirði Coutinho með helling í afgang? Svarið er að finna í tölvunni hjá Michael Edwards.
Hvernig er breiddin núna í samanburði við 2014/15?
Liverpool fékk 21m upp í kaupverðið á Alisson með sölum á Ward og Mignolet. Manquillo var á láni 2014/15. Rekstur Liverpool í dag virkar ansi langt frá því að liðið þurfi lánsmenn lengur.
Dejan Lovren og Adam Lallana eru þeir einu sem ennþá eru hjá félaginu og báðir líklegir til að fara í sumar. Lovren var lykilmaður fyrir fimm árum en byrjaði þetta tímabil sem fjórði kostur. James Milner fyllir skarð bæði Enrique og Lucas á meðan Keita er töluverð bæting á Joe Allen þó hann sé svipað heppinn með meiðsli.
Tímabilið 2014/15 er svo árið þegar Liverpool seldi Suarez og Aspas ásamt því að missa Sturridge í meiðsli aðeins til að eiga Balotelli, Lambert, Borini, Ibe og Markovic til vara! Allt leikmenn sem komu í tíð FSG. Ibe fór fyrir góðan pening en rest eru mistök sem FSG er ekki að gera undir stjórn Edwards og Klopp.
Liverpool er betra í öllum stöðum núna en 2014/15.
Rest
Nokkrir hafa komið og farið frá 2015/16, Benteke og Ings komu t.d. sumarið áður en Klopp tók við. Þrátt fyrir hrikalega vond kaup í Benteke er hagnaður af þessum leikmönnum, Karius gæti hækkað þessa tölu ennþá meira.
Að auki er það svo salan á rest og lánsdílar undanfarin ár sem hafa skilað töluverðu í kassann.
Grujic er kominn langleiðina með að borga upp kaupverðið með lánsdílum. Kent fór á sama pening og Liverpool er að eyða í Minamino. Origi fór til Wolfsburg fyrir hellings lánsfé. Aspas er satt að segja úr karakter vond sala á leikmanni undir stjórn FSG. Hann var mun meira virði en 6m og miklu betri en Lambert, Balotelli og Borini sem voru til vara tímabilið á eftir. Kevin Stewart fór fyrir Robertson.
Leikmannaviðskipti undanfarin fimm ár í samanburði við önnur lið
Liverpool þarf að vera snjallari en andstæðingarnir var mantran hjá FSG og eftir að hafa hækkað Edwards í tign og ráðið Klopp hafa þeir einmitt verið það. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu gögn notað er hér að ofan og þessar upphæðir eru í GBP en sýna ágætlega þennan samanburð.
Frá glugganum áður en Klopp tók við hefur Liverpool sett lægri fjárhæðir í leikmannakaup en fimm lið í úrvalsdeildinni.
- Liverpool er með rúmlega þrefalt lægri nettó eyðslu en Man City, Liverpool er að eyða 70m minna nettó á hverju tímabili! Þeir hafa keypt leikmenn fyrir tæplega 200m meira en Liverpool, ekki selt einn leikmann sem þeir vildu ekki selja og samt er Guardiola frekar pirraður yfir tveimur síðustu gluggum og vill fá staðfestingu á alvöru styrkingu næsta sumar eigi hann að framlengja. City hefur komist upp með að beygja FFP reglurnar nánast að vild og hafa því alveg efni á að gera mistök á leikmannamarkaðnum rétt eins og öll lið gera…nema Liverpool núna undanfarin ár. Tölfræði og þolinmæði í ákvarðanatöku FSG hafa dregið fáránlega úr mistökum á leikmannamarkaðnum, þetta er ekki tilviljun. Man City er nota bene ekki með neina kjána bak við tjöldin heldur.
- Hitt Manchesterliðið setti meiri pening í leikmannakaup en Liverpool og er að eyða rúmlega 50m meira nettó á hverju tímabili. Þeir hafa selt leikmenn fyrir tæplega 200m eða um 230m minna en Liverpool á sama tíma. Þrátt fyrir það gerir þetta módel ekki ráð fyrir Alexis Sanchez og Ibrahimovic sem komu “frítt”. Hvernig Ed Woodward er ennþá í sínu starfi er með ólíkindum.
- Chelsea er búið að eyða sambærilegum fjárhæðum og Man City undanfarin fimm ár en samt er jafnan talað um þá sem underdogs í deildinni. Fullkomlega galið. Ekkert lið hefur reyndar fengið meira úr leikmannasölum en stór hluti af þeim tekjum var vegna sölu á leikmönnum sem ekki voru partur af liði Chelsea. Þeir hafa verið með besta unglingastarfið á Englandi á þessum áratug en nýtt það hrikalega lítið í aðalliðinu.
- Arsenal og Everton hafa ekki eytt mikið í leikmannakaup þannig séð en eru samt með meira net spend en Liverpool yfir fimm ára tímabil vegna þess að bæði félög eru rekin miklu miklu verr. Rosalega vond þróun það fyrir Arsenal sérstaklega enda ekki langt síðan þeir voru fyrirmynd annarra félaga. Everton er svo þrátt fyrir þetta 30 stigum á eftir Liverpool núna, tímabilið er ekki hálfnað og Liverpool á leik til góða!
- Þessi tafla fyrir undanfarin fimm ár sýnir svo vel hversu fullkomlega galið það er hjá Tottenham að reka Pochettino og hvað þá ráða Jose Mourinho í staðin. Ef að Pochetttino gat gert Tottenham að stöðugu Meistaradeildarliði á þessu budgeti hvað gæti hann þá gert fyrir þær fjárhæðir sem þeir henda núna í Motormouth?
Samhliða þessu hefur Liverpool núna byggt nýtt og glæsilegt æfingasvæði og stækkað Anfield með áformum um ennfrekari stækkun. Vonandi verður Liverpool ekki í sjötta sæti í þessum samanburði eftir næstu fimm ár. Rekstur félagsins er orðin þannig að það á að keppa um bestu bitana á markaðnum og stundum kosta þeir alvöru peninga. Eins er hluti af ástæðunni fyrir svona jákvæðri nettó eyðslu sú að félagið hefur selt sína bestu leikmenn. Það hefur tekist vel í tilviki Coutinho og Sterling, eins treystir maður Klopp/Edwards til að styrkja liðið samhliða sölu á sínum bestu mönnum en þú byggir ekki upp besta lið í heimi með því að missa alltaf þína bestu menn til liðanna sem þú ert að keppa við. Klopp hætti að keppa við Bayern í Þýskalandi þegar Dortmund byrjaði að selja sína bestu menn til þeirra.
Þessi áratugur var mjög erfiður og það hafa komið tímar þar sem erfitt var að sjá hvenær og hvernig Liverpool kæmist aftur í flokk meðal þeirra bestu. Það var stanslaust reynt að brjóta stuðningsmenn Liverpool niður í upphafi þessa áratugar og talað um klúbb sem lifði í fortíðinni. Væri ekki nærri því jafn stór og við vildum þó meina. Það er erfitt að lýsa því hversu sætt það er að enda áratuginn með Liverpool sem besta félagslið í heimi. Það dregur ekki neitt úr ánægjunni að það er ekki þökk sé PR stunti hjá vel vafasömu Olíuríki eða Rússneskum mafíósa. Rekstur Liverpool er ekkert hafin yfir gagnrýni en það er gaman að sjá liðið í þessari stöðu samhliða því að vera eins nálægt því að vera fyrirmyndar módel fyrir önnur félög og hægt er.
Sama hversu lágt Liverpool hefur farið á þessum áratug er ágætt að benda á að félagið hefur unnið eða lent í öðru sæti í öllum keppnum sem það hefur tekið þátt í á þessum áratug. Oftar en einu sinni í flestum tilvikum. Fyrstu ár FSG var Liverpool byrjað að skapa sér nafn sem næstum því lið, sigrar eins og þessir í Katar, Istanbúl og Madríd á þessu ári eru að drepa þann stimpil hratt.
Það er öllum ljóst hvað við viljum næst
Gleðileg Jól
Magnað, takk fyrir Einar, og Gleðileg Jól Liverpool aðdáendur nær og fjær. Vonandi verður árið 2020 árið sem við vinnum bikarinn sem við erum búin að bíða svo lengi eftir.
Geggjaður pistill ??
Takk fyrir.
Það er ekkert nema stórkostlegt að verða vitni að þessum viðsnúningi hjá okkar elskaða klúbbi, forréttindi.
Draumurinn fullkomnast svo í vor.
Ég trúi.
Frábær pistill eins og svo oft áður, takk fyrir og Gleðileg Jól.
Frábær grein og enn og aftur nóg að gera inni á þessari síðu og mikið af lestraefni og spjalli.
Þið berið höfuð og herðar yfir aðrar síður hér á landi og eigið heiður skilinn fyrir ykkar störf í þágu LFC unnenda hér á landi.
Ég er ekki frá því að þetta ár er eitt það besta sem ég man eftir,eftir að hafa tekið þá örlagaríku ákvörðun sem tíu ára snáði,sumarið 1990,eftir HM, að velja meistarana það árið sem minn klúbb og síðan eru liðin 29 ár án titils.
Takk fyrir samveruna í ár,kæru púlarar og megi 2020 vera jafngjöfult og árið sem senn er á enda – þvílik forréttindi að vera stuðningsmaður þessa liðs í dag.
Takk fyrir þessa frábæru og áhugaverðu samantekt.
Við keyptum Coutinho a 8 milljónir ekki 145. Þannig að fyrsta taflan er watch off. En frábær pistill eins og alltaf hja ykkur
Dálkur fyrir 2014/15 er söluverð hópsins sem var tímabilið áður en Klopp tók við
Gleðileg Jólin heimsmeistarar! Liðið okkar er gjörsamlega geggjað!
Sælir félagar
Takk fyrir þessa frábæru samantekt Einar og ekki versnar orðspor ykkar KOP-ara við hana. Það er afskaplga ánægjulegt að sjá “svart á hvítu” þann viðsnúning á rekstri og ekki sízt árangri LFC með tilkomu “kananna” sem fengu oft orð í eyra frá okkur fyrstu árin. Þökk sé þeim og svo auðvitað Klopp sem er lykillinn í þessu módeli.
Að þessu sögðu óska ég ykkur félögum og stuðningsmönnum Liverpool í alheimi gleðilegra jóla með kærri þökk fyrir samveruna og stuðninginn hér á kop.is og í allri veröldinni.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir höfðingjar.
Gleðileg jól öll sömul og takk fyrir mig segi ég bara
YNWA
Virkilega flottur pistill , takk fyrir mig 🙂
Það sem Klopp er að njóta góðs af eru líkindin á Dortmund, Mains og þeirri hugmyndafræði sem FSG hefur náð að innleiða í Liverpool undir hans stjórn.. Teymi Klopp gerði Dortmund aftur að stórveldi með því að beita klókindum á leikmannamarkaðnum og Klopp sagði sjálfur að hann væri vanur að vera með “sport director” eins og Michael Edward yfir sér og þekkti því vel inn á þannig umhverfi.
Ég sjálfur var alltaf á því að framkvæmdarstjórinn ætti að ráða öllu varðandi leikmannakaup og gerði mér ekki almennilega grein fyrir þeim þekkingarmætti sem FSG býr yfir. T.d hvað varðandi tölur um hvað fótboltamenn hlaupa mikið án bolta og hvaða leikmenn passa best fyrir leikstíl Liverpool á sem bestu verði.
Ætli þar liggi ekki stærsti munurinn á stjórnunarhæfileikum Klopp og Rodgers liggi ekki í því að Klopp veit betur hvar styrkleikar sínir liggja og lætur aðra um að stjórna því sem hann er ekki eins fær í sjálfur.
Klopp er góður hlustandi. T.d leyfði hann njósnurunum að taka yfir er hann sagði að Salah væri ekki nógu líkamlega sterkur fyrir ensku úrvalsdeildina og þegar hann hafði hlustað á mótrök njósnarana, þá ákvað hann að kaupa Salah. Sama á við um Henderson, þegar Henderson sagði við Klopp að hann gæti spilað í Box to box stöðunni en ekki eingöngu sem varnartengiliður. Klopp hlustaði á fyrirliðann sinn og leyfði honum að prufa að vera í hlutverki box to box miðjumanns og kom þá í ljós að Henderson hafði rétt fyrir sér. Hann er miklu betri í því hlutverki og fyrstur til að viðurkenna það er Klopp sjálfur.
Ég held að það fordæmi sem Klopp hefur sýnt, muni hjálpa Liverpool að viðhalda sigurhefðinni í framtíðinni. Framkvæmdarstjórar framtíðarinnar hjá Liverpool vita núna hvað er vænst af þeim og hvernig best er að hafa teymið í kingum sig til að ná sem bestum árangri. Allavega hef ég ekki eins miklar áhyggjur á því að Klopp fari þó svo að ég vilji hafa hann sem lengst á Anfield, enda minn uppáhaldsstjóri allra tíma.
Ég kíkti í fyrsta sinn á rauðu djöflana og mikið svakalega eru lesendur þar orðljótir. Skiljanlega svekktir yfir gengi síns liðs en einhvern veginn svífur vondur andi yfir á síðunni.
Mig langar því að þakka kop.is stjórnendum og lesendum alveg sérstaklega fyrir að halda uppi vönduðum skrifum. Hugarfarið skiptir máli.
Takk fyrir það
.
.
.
.
Varstu semsagt ekkert hérna haustið 2010? 🙂
Ég lét fjarlægja allar minningar um Woy. Með skurðaðgerð.
Óska öllum Liverpoolurum nær og fjær Gleðilegra Jóla.
YNWA
Stórkostleg lesning um stórkostlegt fótboltafélag. Megi þetta gengi okkar halda áfram sem lengst!
Gleðilega hátíðaróskir a ykkur öll og bestu þakkir fyrir að standa svona þétt á bakvið liðið okkar.
Takk meistarar EM, SSteinn og Maggi. Þið gerið lífið ennþá skemmtilegra með þessari frábæru síðu. Og takk líka hinir sem leggið góð lóð á vogarskálar.
Njótið hátíðanna, öll sem unnið LFC. Þið hin megið líka njóta, verðið bara að borða meira af kjöti og drekka meiri jólabjór. Við Liverpool-fólk þurfum ekkert meira. Við höfum nóg. Föstum yfir hátíðar og brosum.
Gleðileg jól!
Sæl og blessuð.
Og gleðileg jól. Í anda hátíðarinnar tökum stöðunni í dag með sannri jólagleði og þökk. Ef á móti blæs þá tökum við því með jafnaðargeði að hætti sannra púlara. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og allt það…
Þannig að við kætumst meðan kostur er!
Gleðileg jól
Þakka öllum sem koma að þessari síðu fyrir frábær störf.
Áfram við (LIVERPOOL)
Gleðileg Jól allir Poollarar !!! Man U liðið hatar mig meira en nokkru sinni fyrr, eða þannig og megi þeir þá bara fara öfugir ofan í Jólaköttinn !
Gleðileg jól vinir og vonandi hafið þið og ykkar fólk það sem best yfir hátíðina og þó það sé vel hvítt hér fyrir norðan þá eru rauð jól hjá mér.
Gleðileg jól.
YNWA.
Gleðileg jól
Frábær pistill og frábær síða hjá ykkur.