Gullkastið – Stanslaus veisla

Heimsmeistarar fyrir jól og titilbarátta Leicester afgreidd strax eftir jól. Þessi vika er búin að vera stanslaus veisla. Horfðum aðeins til baka á helstu atvikin á þessum áratug og eins var spáð í spilin fyrir áramótaleikjunum gegn Wolves og efsta United liði deildarinnar, Sheffield.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 270

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

6 Comments

  1. Yes! Jólahlaðborðshlaðvarp!

    Ekki minnkaði nú veislan við að úlfarnir voru að kjöldraga shittý.

    Er Gardíjólan að flosna upp úr starfinu sínu?

    3
  2. Úlfarnir maður, djö elska ég þá, þeir voru að retta okkur dolluna.

    5
  3. Ekki bara að þeir hafi unnið City heldur notuðu þeir gríðarlega orku í þennan leik þannig að það verður annaðhvort mikið breytt lið sem mætir á Anfield eða þá örþreytt lið.
    Er sammála Einari um að við megum búast við álíka tölum og gegn Refunum í síðasta leik.

    5
  4. Ég er sammála þeim sem tala um að þetta sé besta liðsframmistaða sem maður hefur séð í Ensku deildinni sennilega frá upphafi, ég er reyndar ekki nógu og gamall til að geta sagt þetta en þetta er besta liðsframmistaða sem ég hef séð. Einstaklingsframmistöðurnar hefðu getað verið betri, þá er ég að tala um færanýtinguna, en liðið vann svó fáránlega vel saman í öllu. Þeir félagar í Dr. Football voru einmitt á því líka og þeir eru ManUtd stuðningsmenn, þegar þeir eru farnir að tala svona um Liverpool þá er eitthvað stórkostlegt í gangi. Takk fyrir kastið.

Leicester – Liverpool 0-4

Upphitun: Úlfarnir á Anfield