Uppfært: Milner tekur stöðu Keita í byrjunarliðinu en Keita meiddist á nára í upphitun.
Klopp hefur nú opinberað fyrsta byrjunarliðið sem hann stillir upp árið 2020 og eru ekki miklar breytingar á því frá því í síðasta leik. Keita kemur inn á miðjuna fyrir Lallana og annað er óbreytt og sterkt.
TAA – Gomez – VVD – Robertson
Wijnaldum – Henderson – Keita
Salah – Firmino – Mane
Bekkur: Adrian, Milner, Lallana, Origi, Phillips, Jones, Elliott
Curtis Jones og Harvey Elliott eru á bekknum og miðvörðurinn Nat Phillips er þar líka en hann er nýkominn til baka úr láni frá Stuttgart og hann á að fylla skarð Lovren og Matip á meðan þeir eru frá vegna meiðsla.
Mjer finst góð tilfininng með þessum leik.
4-0 og alltaf Mane með flest mörkin.
Shjeffild eru smá aulalegt lið en ekki við, sem erum best in hole wolrd!
Áfram sko!
Kloop sparar ekkert í deildinni, þetta fer vel.
Núna ma ekki koma svartur janúar og febrúar eins og hefur verið oft hjá Klopp . Sigurhlutfall Klopp i jan og feb er 41% en 68 prósent samanlagt . Vonandi eru leikmenn ekki að spá í þessu. Nenni ekki að fara tapa 2 leikjum og gera 3 jafntefli í næstu 8 leikjum eða eitthvað og gera þetta spennandi.
Okkar sterkasta lið i kvöld og ljóst að eitthvað verður roterað gegn EVERTON . Vonandi ekki eins mikið og i deildarbikarinn samt því liðið er alveg nógu gott til að bæta við þessum 5 eða 6 leikjum í deildarbikar og vinna þá keppni loksins vitandi af forskotinu í deildinni og tæpir 2 mánuður í meistara deildina
Keita meiddur, eins gott að við eigum nóg af miðjumönnum
Hver kom inn fyrir keita ?
Svo skilst manni að enn séu 3 vikur allavega í matip og fabinho. Þegar Fab meiddist ætti hann að vera klár uppúr áramótum
Erum við að tala um sendingu frá Virgil? Það geta allir hætt að efast um að hann er besti fótboltamaður í heimi.
Og eins og Siguróli hefur bent á þá er Robertsson skelfilega lélegur… ?
Hvað er að gerast með þennan Keita. Tekur hann ekki inn lýsi.
Robertson yfir í stoðsendingum bakavarðanna þetta árið.
Allt annað að sjá liði en gegn wolves, hapressan uppá 10 , undan í alla bolta, salah heitir og bara frábær fyrri hálfleikur frá öllum. Bara setja annað markið .
Sæl og blessuð.
Nokkrir leikhléspunktar:
1. Eigum þennan fyrri hálfleik eins og boltaeignin ber með sér.
2. Þurfum að fara að sjá markvissari vinnu í fremstu víglínu. Auðvitað er þröng á þingi og allt það – en þeir gætu samt vel sett meiri kraft í skot og vandað sendingar betur þegar komið er inn í vítateig. Firmino oft ráðvilldur og Gini – elsku karlinn minn halla sér YFIR boltann þegar skotið er.
3. Þetta mark kom náttúrulega eftir klaufagang hjá United – frábært að nýta það. Þurfum að bæta við marki, það er alveg morgunljóst. Það þarf ekki nema eina skyndisókn og allt er í uppnámi.
4. Bestir? Robbo, Hendo, Virgill og (trommur… nýjasti uppáhalds… dömur mínar og frúr…) Gomezinn! svakalaga er piltur orðinn öflugur! Annars allir flottir – bara vera aðeins markvissari þegar menn eru komnir svo nærri markinu að þeir sjá hvítuna í augum Hendersons (í markinu).
5. Hvaða endeimis vesen er þetta á Keita? fór hann ekki í læknisskoðun þegar hann var tekinn inn í liðið? Maðurinn er meiðslapési.
Er ekki rónni fyrr en við náum helst tveimur mörkum í viðbót. Ef ekki tekst að skora á næstunni, þá er allt í uppnámi og líka þörf að fara að rótéra. Vil fá Origi ferksan inn og Lallana – ef hann heldur uppteknum hætti, má alveg leysa Gini af hólmi.
Verður að gera langtímasamning við Milner hann virðist vera taka bæði lýsi og vídamín.
YNWA.
Þeir nota bara hendurnar
Það þæginlegt að þetta var eins að horfa á Liverpool spila við sína eigin menn í æfingaleik.
Hvað getur maður sagt?? Eins og tengdapabbi segir að þá er þetta orðið pínu vandræðalegt. Maður er byrjaður að forðast vinnufélagana sem halda með spurs, manhú, arsenal og hina vegna samúðar.
Ef marka má Guardian var liðið að setja met yfir fjölda sendinga í einum leik, síðan Premier League var sett á laggirnar!
969 sendingar og 90% pass acc. þetta er rugl en hvaða upplag voru Sheffield samt með spyr maður.
Og Mané var hálfur úr hægri fótar skónum þegar hann skoraði.
S.N.I.L.L.I.
Virkilega vel gert hjá Mane, fæstir hefðu verið svona snöggir á fætur til að ná frákastinu.
Það verður mikill hausverkur fyrir Klopp að ákveða hverjir eigi að hvíla, enginn er þreyttur eftir þennan leik.
Maður er bara orðlaus. Metnaður, gleði, einbeiting og sannfæring skilar öllu. Að gera þetta, eftir alla vinnuna. Segjum ekki meir. Bíðum bara eftir maí.
Skemmtileg staðreynd. Við höfum fengið 33 stig á heimavelli (fullt hús stiga) sem er tveimur stigum meira en Man Und hefur fegnið í öllum viðreignum í ensku úvaldsdeildinni. þá ég við bæði þegar þeir spila á heimavelli og að heiman.
Sælir félagar
Og ég sem bjóst við hunderfiðum leik!?! S. United var búið að gefast upp áður en leikurinn hófst. Þarna sér maður virðinguna sem M. City fékk á síðustu leiktíð og fór í taugarnar á okkur. Núna er þetta bara þægilegt. En svona í framhjáhlaupi. Hvaða miðvörður getur ýtt Gomes út úr liðinu? Hvílíkt “monster” sem drengurinn er nú um stundir. Ég er hræddur um að Matip og Lovren vermi bekkinn þegar þeir koma til baka meðan Gómesinn helst heill og spilar svona eins og hann er að gera.
Það er nú þannig
UNWA
Hefur eitthvað annað lið farið í gegnum heilt ár án þess að tapa leik í deildinni.
Veit að Arsenal fóru í gegnum eitt tímabil en það er ekki heilt ár.