Á morgun mun Everton heimsækja Anfield í 5.umferð FA bikarkeppninnar en þau mættust síðast í sömu umferð fyrir tveimur árum síðan þegar Virgil van Dijk lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og skoraði sigurmarkið þeagr fimm mínútur voru eftir. Draumainnkoma hjá van Dijk og eru menn nú að leyfa sér að dreyma um að annar nýr leikmaður muni þreyta frumraun sína með Liverpool og skora sigurmark með þessum hætti.
Leiktíð Liverpool hingað til hefur verið ansi góð. Tveir alþjóðlegir titlar komnir í hús, liðið vann riðil sinn í Meistaradeildinni og situr örugglega á toppi deildarinnar með ansi breytt bil á milli sín og næsta liðs. Liverpool-menn hafa um lítið að kvarta þessa dagana en það hafa grannar þeirra nú alveg geta gert enda leiktíð þeirra á köflum frekar döpur.
Everton situr í 11.sæti með 25 stig og verið rosa mikið jójó í vetur. Þeir hafa átt fullt af feilsporum og tapað stigum og leikjum sem þeir ættu annars ekki að vera að tapa eins og t.d. gegn Norwich, Aston Villa, Burnley og Bournemouth svo dæmi séu tekin en hafa síðustu vikur komist aðeins betur í gang eftir að hafa rekið Marco Silva og náð í stig í erfiðum leikjum undir stjórn Duncan Ferguson og svo Carlo Ancelotti. Þeir unnu Chelsea og gerðu jafntefli við Man Utd og Arsenal og töpuðu í sínum síðasta deildarleik 2-1 gegn Man City.
Síðast þegar Liverpool og Everton mættust í vetur þá kom Klopp á óvart og róteraði liði sínu ansi mikið fyrir leikinn sem var á Anfield. Það kom nú heldur betur ekki að sök og vann Liverpool 5-2 sigur þar sem Origi skoraði tvö mörk og Shaqiri, Mane og Wijnaldum sáu um rest. Það var síðasti naglinn í kistu Marco Silva sem var rekinn skömmu seinna, Duncan Ferguson tók tímabundið við stjórn félagsins og þeir réðu í kjölfarið frábæran stjóra í Carlo Ancelotti.
Klárum bara Everton alveg af hérna. Þeir munu klárlega vilja vinna þennan leik og líða eins og þeir eigi eitthvað högg á nágranna sína og ná að núllstilla sigurlausa hrynu sína á Anfield sem spannar eitthvað hátt í tuttugu ár eða svo ef ég man rétt. Þeir munu klárlega vilja losa sig við þann merka áfanga og munu mæta með sitt sterkasta lið myndi maður áætla, þarna fær Everton og Ancelotti líka fínan séns á að geta kannski nælt í bikar og tryggt sig inn í Evrópudeildina. Mikilvægi þessa leiks þá líklega töluvert meira fyrir Everton en Liverpool gæti maður áætlað.
Sidibe – Holgate – Keane – Mina – Digne
Delph – Sigurðsson – Davies
Calvert-Lewin – Richarlison
Ætli þeir stilli þessu ekki upp einhvern vegin svona. Þeir voru með 3-5-2/5-3-2 gegn Man City í síðasta leik og gæti ég alveg trúað að þeir muni stilla upp svipað á Anfield. Þeir hafa sömuleiðis verið að stilla upp 4-4-2 í leikjum sínum líka og þá gætu leikmenn eins og Iwobi, Walcott eða Bernard komið inn. Síðast þegar Liverpool og Everton mættust þá tókst þeim að valda Liverpool pínu vandræðum með hraða í liðinu sínu og ekki ólíklegt að þeir reyni það aftur, Ancelotti hefur þó tekist vel að ná í úrslit gegn Liverpool undanfarin tvö tímabil með því að leggja Napoli liði sínu djúpt á eigin vallarhelming.
Hvað Liverpool hyggst gera með sitt lið er afar, afar erfitt að segja. Klopp talaði um það að hann muni nota einhverja ferska fætur í leiknum en gaf að sama skapi í skyn að það myndi ekki endilega þýða heilar ellefu breytingar fyrir leikinn en það má svo sem alveg búast við all nokkrum. Síðast þegar Liverpool mætti Everton gerði Klopp einhverjar fimm eða sex breytingar á liðinu sem var þó öflugt enda liðið með nær fullan hóp á þeim tíma, það er ekki í dag.
Williams – Phillips – VVD – Milner
Minamino – Lallana – Jones
Elliott – Origi – Brewster
Ég held að það sé nær bókað að bakverðirnir fái frí á morgun, ég held að TAA muni amk fá pásu og spurning með Robertson ef Larouci er heill eða Milner taki vinstri bakvörðinn. Annar gæti byrjað á bekk og stefnt á að skipta á þeim eftir 60 mínútna leik eða svo, við höfum séð það áður. Ég held að Neco Williams muni byrja í hægri bakverðinum, Adrian í markinu og Nat Phillips verður við hlið Van Dijk í vörninni.
Held að það sé nær pottþétt að Lallana og Origi komi inn og byrji leikinn, það er þá bara spurning hverjir verða í kringum þá. Jones og Elliot hafa báðir verið á bekknum undanfarið og strákar sem Klopp og hans teymi hafa miklar mætur á, það er ekki ólíklegt að annar eða jafnvel báðir byrji þennan leik. Ég giska á báða en myndi alls ekki láta mér bregða ef annar væri á bekknum og þá jafnvel kannski Brewster líka. Jones og Brewster eru báðir taldir líklegir til að vera að fara á lán eftir leikinn svo spurning hvort Liverpool hyggist nota þá “skynsamlega” þarna.
Ég ætla að giska á þetta svona en ef einhverjir eins og Robertson, Mane, Wijnaldum eða Salah myndu byrja þennan leik þá myndi ég alls ekki missa hökuna í gólfið. Það er svo nær viku pása á milli þessa leiks og leiksins gegn Tottenham svo kannski er meiri recovery tími þarna en við kannski höldum.
Róterað Liverpool lið á Anfield í grannaslag er smá langatöng framan í þetta og ástæður þess mjög skiljanlegar. Liverpool hefur meiri og brýnni verkefni til að klára en FA bikarinn, liðið sér fram á að geta loksins sigrað deildina og freistar þess að vinna aftur Meistaradeildina. Mögulega verða ekki teknir of miklir sénsar í “öðrum” keppnum en ég efa þó ekki að Klopp stilli upp liði sem hann telur nógu gott til að geta farið áfram á morgun og svo lengi sem Everton-baninn Divock Origi er inná þá hef ég engar áhyggjur af því að við munum ekki vinna leikinn!
Ef Liverpool væri með nánast engan mann í meiðslum, þá væri sniðugt að stilla sterku liði gegn Everton en því miður þá er það ekki þannig um þessar mundir. Þá gæti liðið verið svona
Adrian –
Milner – Lovren – Matip – Clyne
Lallana- Fabinho- Chamberlain
Shaqiri – Origi – Minamino
Þessi liðsuppstilling er því miður ekki möguleg vegna þess að gríðarlega margir leikmenn eru hrjáðir af meiðslum. Í meiðslakrísu er mikilvægt að forgangsraða og leggja áherslur á mikilvægustu markmiðin sem eru og verða alltaf deildarbikarinn, meistaradeildin og ná meistaradeildarsæti. Liverpool er aftur orðið að einu allra stærsta fótboltafélagi í heiminum vegna þess að það er Evrópumeistari og á góðri leið með að verða Englandsmeistari.
Ég er þeirrar skoðunar að bikarkeppnir eiga að vera – A- tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn – B- vettvangur fyrir leikmenn að sanna sig sem eru í kringum byrjunarlið.
Leikjaálagið hefur verið fáranlegt og við höfum þegar unnið tvo titla á þessu tímabili sem eru miklu stærri en báðar þessar bikarkeppnir. Reyndar eru það báðir titlar sem skipta ekkert voðalegu máli í samanburði við Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitli en það er og verður alltaf stærra nafn að vera t.d Heimsmeistari heldur en bikarmeistara á Englandi.
Ég liti þessar keppnir öðrum augum – ef það væri ekki svona mikið álag en svo er ekki og þá verður að vera forgangsröðun og þar mæta þessar bikarkeppnir aldrei forgangi.
Því miður hef ég ekki trú á að Klopp geri 9-10 breytingar á byrjunarliðinu.
Ég býst við 2 breytingum í vörninni, 2 breytingum frammi og ca 2 breytinum á miðjunni, liðið yrði þá kannski þetta:
Adrian
Milner – Gomez – Phillips – Robertson
Lallana – Henderson – Jones
Minamino – Mane – Origi
Ég vil hafa nógu marga af bestu 11 inni á vellinum til að hjálpa nýju/ungu mönnunum að aðlagast spilamennsku og karakter liðsins.
Besta spáin er status quo, 5-2.
Mun Minamino vera í 3 manna miðju eða 3 manna sókn, hver er hans besta staða ?
Er það ekki sókninni ?
Ég vonast til þess að Gomez spili með Nat Philips í vörninni og Van Dijk fái verðskuldaða hvíld í þessum leik.
Ég efast um að Klopp geri rosalega margar breytingar og vona samt að við fáum Brewster og Origi frammi.
Sæl og blessuð.
Þetta er ferlega snúin staða. Helst hefði ég viljað leyfa ungviðinu að leika sér og taka þá áhættu að tapa þessum leik. En það er bara svo ferlega fúlt að fara að tapa fyrir þeim bláklæddu hvað þá á heimavelli. Það er eiginlega ekki hægt að una við þá niðurstöðu.
Hættan að setja upp leikinn eins og lagt er til í pistlinum er sú að álagið á vörnina verður gríðarlegt. Miðjan verður ekki til að verja hana og við megum síst af öllu við meiðslum eða of miklu álagi á Gómesinn og Virgilinn. Ef þeir eiga að spila þá verður líka að hafa Henderson þarna á miðjunni og Gini auðvitað.
Að öðru leyti vil ég að æskulýður verði í öðrum lykilhlutverkum með byrjunarliðsmenn á bekk, ef í harðbakka slær.
Er logandi hræddur við Everton í banastuði undir stórn baneitraðs Ancelottis.
Allt væl um leikjaálag er bull, notum okkar sterkasta lið og rúllum yfir þetta drasl everton lið. Síðan getum við hvílt leikmenn í seinni hálfleik. Þegar Liverpool vann deildina síðast þá voru leikmenn að spila jafnmarga leiki og í dag, hvað þá í kringum 1980-1990.
Þegar við unnum deildina síðast spiluðum við bara 50 leiki. Á þessu tímabili munum við sennilega spila 60 leki.
Á meiðslalistanum eru amk 7 leikmenn sem ég held að væru alltaf að fara að spila þennan leik.
Shaqiri, Lovren, Matip og Ox eru allir líklegir gegn Tottenham um næstu helgi svo þessi leikur gæti ekki komið á verri tíma. Síðan er Brewster tæpur.
Everton munu mæta með sitt sterkasta lið, þeir eru á lygnu svæði í deildinni svo þessi keppni er eini möguleiki þeirra á að gera eitthvað áþessu tímabili. Reyndar hefur einnig verið leikjaálag á þeim en ég er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn. Í fyrra var helvíti súrt að horfa uppá City taka þennan titil með að fá ávallt slakasta andstæðingin á öllum stigum. Ég held að deildin sé nú í algjörum forgangiog kannski má segja að þeir bikarar sem við höfum unnið í vetur komi kannski í staðin fyrir þessar ensku bikarkeppnir.
Engu að síður væri gaman að komast langt í þessari keppni á fringe leikmönnum, sérstaklega ef maður hugsar til þess að deildin gæti mögulega verið langt komin um miðjan mars. Ég hef samt meiri áhuga á þessum bikar en stigametum eða að fara taplausir í gegnum deildina (að því gefnu að hún vinnist).
Leikmenn eins og Milner, Lallana, Origi og Minamino eru líklega að fara að byrja leikinn. Einnig eru sterkar líkur á að Nat Philips byrji líka, en ég vonast frekar eftir að sjá Hoever-VVD saman. Ég trúi ekki að við munum sjá Philips spila með miðjumanni eða unglingi við hlið sér í dag. Hoever virðist tilbúnari en Van den Berg.
Ég spái að báðir bakverðirnir verði hvíldir og líklega munu Williams og Milner leysa þá af í dag. Þessi leikur gæti skorið úr hvort Williams sé tilbúinn til að vera backup fyrir Trent. Margt bendir til þess að Klopp hafi trú á stráknum.
Það á svo eftir að koma í ljós hvort Minamino spili í sóknartengilið eða úti á kanti. Þá eru væntanlega annaðhvort Jones eða Elliott að fara að byrja.
Mín spá:
Adrian
Williams-Hoever-VVD-Milner
Minamino-Henderson-Lallana
Elliott-Origi-Mane
Vil sjá sterka blöndu inná þar sem það er vika í næsta leik. Fyrir mér er þetta ekki bikarleikur heldur Everton, þeir meiga bara aldrei vinna á Anfield.
Adrian
Hoever – Gomez – VVD – Milner
Lallana – Henderson – Jones
Minamino – Firmino – Origi
Bekkur: Allison, Mane, Phillips, Trent, Gini, Elliot, Brewster
Ef það gengur illa koma Mane, Trent og Gini inn
Ef það gengur vel koma Phillips, Elliot og Brewster inn
Flott lið væri samt til í sjá Elliot byrja.
Kemur í ljós!
Ég er sammála Lúðvík Sverriz, ferlega fúlt að fara að tapa fyrir þeim bláklæddu á heimavelli. Gengur bara ekki upp. Burt séð frá FA Cup sem væri reyndar gaman að vinna og að mínu mati stærri bikar en heimsmeistara bikarinn. Ég vonanst eftir sterkara liði en spá skýrsluhöfundar.
Væri til í að sjá Elliott inn fyrir Salah. Hvíla TAA. En þarf maður eins og Van Dijk hvíld? Allt svo áreynslulaust hjá honum alltaf. Gini má líka alveg spila.
Koma svo Liverpool!!
Sammála mönnum hér útaf því þetta er Everton þá er staðan flókin við getum ekki leyft þessum bláu að vinna á Anfield þó þetta sé keppni sem okkur er nokk sama um á þessari stundu.
Liðið komið.
Adrian,
Williams, Phillips, Gomez, Milner,
Lallana, Minamino, Chirivella,
Origi, Elliott, Jones.
https://www.thisisanfield.com/2020/01/confirmed-liverpool-lineup-vs-everton-minamino-debuts-as-klopp-makes-9-changes/