Jæja í miðjum jóla undirbúningi er gríðarlega mikilvægur leikur á útivelli gegn unglingunum hans Arsene Wenger, Arsenal. Fyrr á tímabilinu náðum við mikilvægum útisigri gegn Chelsea og í ljósi vondra jafntefla á heimavelli væri frábært að ná í 3 stig á morgun. Ég er ágætlega vongóður um það og er búinn að panta það hjá jólasveininum 🙂 en byrjum á líklegu byrjunarliði:
Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane
Bekkur: Cavalieri, Hyypia, Benayoun, Babel, Lucas, Ngog, Aurelio.
Ég gef mér það að Aurelio sé ekki kominn í leikform en verði á bekknum og ennþá er eitthvað í að Torres verði leikfær skv. BBC Sport.
Þetta verður skemmtilegur og opinn leikur þar sem bæði lið munu leitast við að spila knattspyrnu. Mér skilst að Samir Nasri sé líklega leikfær og óvissa er með Kolo Touré. Klárt er að Bendtner, Walcott og Rosicky eru ekki með vegna meiðsla. Ég vil meina að Liverpool liðið sé betra en Arsenal þar sem minni sveiflur eru í leik okkar manna hins vegar getur Arsenal liðið spilað fantavel á stundum en þess á milli dottið í algjöra steypu.
Á heimavelli hefur Arsenal spilað 8 leiki, unnið 5, gert eitt jafntefli og tapað 2 leikjum. Það sem meiru skiptir er að þeir hafa fengið á sig 10 mörk en skorað 15. Við erum með betri árangur á útvelli eða 6 sigrar, 1 jafntefli og eitt tap. Í þessum leikjum höfum við skorað 13 en einungis fengið á okkur 5 mörk í 8 leikjum. Ég dreg þá ályktun út frá þessari tölfræði að bæði lið munu spila sóknarbolta og töluverðar líkur á mörkum.
Það er vissulega slæmt að Torres er ekki með okkur og hvorki Kuyt né Keane hafa verið að finna sig uppá toppnum en ég tel samt að Rafa muni gefa Keane sénsinn í þessum stórleik eftir að hafa byrjað með hann á bekknum gegn Hull. Agger kemur inn fyrir Hyypia og þar af leiðandi mun allt spilið verða betra út úr vörninni sem mun létta aðeins álaginu af Alonso og líklega Gerrard. Vonandi heldur fyrirliðinn uppteknum hætti og setur í það minnsta eitt mark og ekki væri verra að fá eitt frá Keane.
Niðurstaða: 2-4 útisigur þar sem bæði lið sækja til sigurs en betri varnarleikur hjá Liverpool færir okkur sigurinn.
0-3 fyrir Liverpool. Keane setur fyrsta og annað og Gerrard klára þetta úr aukaspyrnu. Öll mörkin koma í seinni.
YNWA
Tel mjög ólíklegt að við skorum 4 mörk gegn arsenal, það er jafnteflislykt af þessum leik, 1-1 eða 2-1 fyrir annaðhvort liðið. vonandi 2-1 fyrir liverpool.
Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik, held að við vinnum með einu marki.
Kooooma svo!
Sammála þér með liðið. 0-1 sigur okkar manna, Kuyt með markið.
Ég er alveg fáránlega bjartsýnn þegar ég hugsa um þennan leik, oog miðað við undanfarnar frammistöður hjá Arsenal þá dominatum við leikinn allan tímann og vinnum 5-0.. Kuyt með þrennu og Riera 2!
KOOOOMA SVO
Hvenær höfum við spilað sóknarbolta? Hvað þá á útivelli gegn Big Four?
Úff þetta verður virkilega strembin leikur og ég er ansi hræddur um tap í þessum leik, og þó þar sem að Arsenal hafa verið að leika illa eins og við oft reyndar líka þá ætla ég að spá okkur 1-2 sigri.
Og rosalega er maður orðin þreyttur á að bíða eftir að Torres verði heill og Keane fari í gang og fatti það að þetta er ekki bara draumur að vera kominn í uppáhaldsfélagið sitt heldur verða menn að skora mörk.
Hvað er að frétta af Torres ? hélt að hann myndi verða me amk. á bekknum. Spái 1-2
Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik, komum frá honum með 3 stig. Yrði ekki hissa þó Kuyt kæmi á tuðrunni í netið í þessum leik.
Kveðja frá Noregi!
Mig langar að sjá Insúa taka vinstri bakvörð og Babel fremstan. Gefa þeim allavegna sénsinn.
Spá: 1-3 Gerrard, Mascherano, Gerrard.
Ég myndi telja að það sé lykilatriði að hafa Keane ekki í byrjunarliði, notum Kuyt frammi og Gerrard rétt fyrir aftan hann. Írinn getur svo komið inná þegar um korter er eftir af seinni háfleik.
Frekar ódýr upphitun að þessu sinni, þó basic liðsfréttir og tölfræði. Jafntefli er ansi líklegt úr þessari viðureign. Arsenal er það lið sem við eigum erfiðast með í þessari deild þar sem þeir eru flinkastir í reitabolta í deildinni. Við reynum að pressa en það mun ekki ganga nógu vel og þeir munu fá færi. Dossena á ekki breik í Nasri en á móti kemur að við munum salta miðjuna. Stöðubarátta, 1-1, Gerrard skorar, svo neyðist maður til að halda með þessum ljótu í bláu á mánudaginn.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
2-1 Gerrard og Kuyt…. Adebayor skorar fyrir Arsenal
Er það ekki rétt hjá mér að Skrtel á að vera kominn aftur fyrir leikinn, eins og Aurelio?
Er líklega ekki í leikformi, en gæti verið í hóp.
2-0 fyrir Arsenal, þeir hafa náð sér á strik gegn stærri liðunum, og við verið að spila illa undanfarnar vikur…
Ég hef ekki nokkra trú á bullandi sóknarbolta, gæti best trúað 0-0 eða 1-0 fyrir annað hvort liðið.
Ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik, en það er ekkert að marka það því ég er alltaf smeykur fyrir leiki gegn stóru liðunum í deildinni. Ég held að þessi leikur fari 1-1.
2-1 yrir liverpool en strákar talandi um Samir Nasri hann veldur mér dálitlum vonbrygðum hann tekur ekki menn á eins og hann gerði í maseile ég veit ad enska deilinn er harðari en það vantar svona Babel egingirni í hann vonandi ad keane detti í gang!
Þetta verður ekkert mál. 0-3 Stevie, Robbie, Pepe.
Sælir félagar
Ég held að þetta verði hunderfitt og bæði lið fara varlega inn í leikinn. Jafntefli 0 – 0 eða 1 – 1 er því miður líklegasta niðurstaðan.
Það er nú þannig.
YNWA
2-0 Dossena fiflaður í fyrra markinu. Liverpool reynir að sækja í kjölfarið en sóknarleikurinn verður hugmyndasnauður og bitlaus með Kuyt einan frammi.
Arsenal setur síðan eitt síðbúið mark þar sem Hyypia verður stunginn af í startholunum.
Jæja, þá er komið að því !
Loksins er biðin á enda. Á morgun halda okkar menn suður til London að taka á honum stóra sínum.
Ég hef hvorki húmor né skilning á þessu svartsýnisrausi í mönnum hérna, og mæti fullur bjartsýni að horfa á þennan leik.
Arsenal er kanski sýnd veiði en ekki gefin, en við höfum margoft sýnt það, að við getum þetta. Við unnum Scum á Anfield fyrr í vetur og lögðum Chelsea á Brúnni í ógleymanlegum leik.
Því að láta staðar numið núna ? Við ætlum okkur langt og til þess að komast alla leið, þá verðum við að sýna úr hverju við erum gerðir.
Úrslitin í deildinni hafa verið svo gott sem ráðin á þessum tímapunkti undanfarin ár, en í ár er því öðruvísi farið. Deildin er jöfn og spennandi og verður það líklega eitthvað áfram. Ef við ætlum okkur það sem við allir þráum, þá verðum við að halda haus og leggja hart að okkur. Með hjartað og baráttuandan á réttum stað, mætum við tilbúnir í þessa viðureign og kveðum niður allt of háværar svartsýnisraddir. Við erum tilbúnir í þennan bardaga. Ef ekki núna.. hvenær þá ?
þrátt fyrir að ég búist við gífurlega erfiðum leik, þá neita ég í það minnsta að tapa þessum leik fyrirfram og spái okkur því sigri…þangað til annað kemur í ljós.
Insjallah…Carl Berg
Ég er hræddur um að þetta verði helgin sem toppsætið renni okkur úr greipum og erfitt verði að endurheimta það. En sjáum til, vonandi reynist mín svartsýni óþörf.
Ekki séns að Dossensa fái að byrja þennan leik eftir útreiðina á móti Hull, frekar Agger eða Carragher í vinstri bakk til að stoppa uppí það gat. Það myndi ríma við varfærnislegt upplegg af hendi Benitez sem er væntanlega málið. Ef nýrnasteinarnir hafi hins vegar breytt honum eitthvað hvað það varðar, þá vildi ég sjá Kuyt á bekknum og Babel inná í staðinn. Hann myndi nýtast betur í hraðupphlaupum sem verða fyrir hendi, þar sem Arsenal mun væntanlega stjórna leiknum. 1-2 fyrir Liv væri snilld, Gerrard með bæði.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að Liverpool Football Club hafi trú á því að við getum þetta, ef stuðningsmennirnir trúa því ekki sjálfir ? LFC er stuðningsmennirnir !!!
það hefur alltaf verið þannig, og verður það alltaf, að stuðningsmennirnir eru Liverpool FC ! Ef við missum trúna, þá er þetta búið. Þá er hægt að loka sjoppunni… !!
Ég hef trú á mínum mönnum, og skora á aðra stuðningsmenn að missa ekki trúna, því það er jú akkúrat það sem hefur sameinað okkur allan þennan tíma. Það er akkúrat sá stuðningur sem hefur einkennt Liverpool liðið frá fyrstu tíð.
Það er fásinna að tapa þessum leik áður en hann hefst.
ÁFRAM LIVERPOOL….
Birkir það er nú kannski í lagi að setja inn sína honest spá hérna þó hún sé á móti Liverpool, eins og Gerrard sannaði um daginn þá les hann ekki kop.is (gríðarleg vonbrigði I know).
Sjálfur er ég þannig að því bjartsýnni sem poolarar eru fyrir leiki, þeim mun svartsýnni verð ég (sbr. Real leikina) en ég tippa á 1-1 á morgun og allt umfram það er bónus.
Ég afskrifa ekki Arsenal, ekki fyrir áramót í það minnsta.
Auðvitað vill maður sigur en jafntefli væri meira en ásættanlegt úr þessum leik finnst mér. Arsenal hefur verið að toppa gegn stóru liðunu og ef einhverjir verða að vinna þennan leik þá eru það þeir. Það gæti líka komið okkur til góða, ef við náum bara að halda jafnteflinu gæti komið smá panik í þá sem við gætum nýtt okkur.
Kveðjur frá Tékklandi, sá kaldi.
Þessi leikur verður að vinnast, og ég skil það ekki að þá sé ásættanlegt að gera jafntefli, hitt er annað að ef það verður jafntefli þá verður maður að taka því en að það sé ásættanlegt NEI NEI NEI, við ætlum að verða meistarar í vor, var það ekki annars ? Við eigum að vinna þennan leik og við gerum það, enda Liverpool ávalt gengið vel gegn Arsenal. Þetta verður hörku leikur sem fer 2 – 0, Kuyt og Keane með mörkin…
Áfram Liverpool…
CarlBerg: Þótt maður hafi ekki góða tilfinningu fyrir leiknum er ekki þar með sagt að maður sé búinn að missa trúna á liðið. Ef maður er poolari er maður þá skyldugur að spá sigri í hverjum leik?
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Nu vil eg sja Robbie Keane i byrjunarlidinu, hann a inni einn godan sens frammi a moti storlidi. Kuyt getur verid a kantinum haegra megin og thad vaeri ekki leidinlegt heldur ad fa ad sja Babel taka nokkra spretti. Er thetta nokkud til of mikils aetlast?
Sammala Valla ad thad duga engin helvitis jafntefli ef vid aetlum ad lata taka okkur alvarlega sem title contenders svo nu reynir a lidskarakterinn til ad na hagstaedum urslitum, threm stigum…
3-1 fyrir Liverpool og Keane kemst loksins a blad, thessi leikur verdur vendipunktur a ferli Keane hja Liverpool, kallin hrekkur loksins i gang…
Sammála nágranna mínum Carli berg þetta er nú ekki tapað fyrirfram við þurfum að spila fast og pressa Asernal til þess að ná góðum úrslitum í dag. Asernal hefur einmitt átt í miklum vandræðum sem taka þá föstum tökum. Ég myndi vilja sjá byrjunarliðið svona.
Reina
Arbiloa Carra Hyppia agger
Gerard Maschareno Alonso Riera
Keane
Babel
Uss, er maður spenntur eða spenntur?!
0-1, Gerrrrrry!
Hrikalega sterkt að fá Skertl aftur í aksjón fyrir komandi átök!
Já sælir bræður
Jú jú það er bara gott mál að menn komi hingað og lýsi yfir sínum skoðunum og spám. Það er líka rétt Babu að menn mega alveg koma hingað inn og setja fram sýna “honest” skoðun á málunum. (ekki það að ég ráði neinu um það reyndar).
En ég held að það hljóti þá að vera allt í fína lagi, þó svo að ég kíki hingað inn og segi mína skoðun á skoðunum annarra eða hvað?
Ég á erfitt með að skilja þessa svartsýni í mönnum hérna, og “at the time” fannst mér bara eðlilegt að setti þá skoðun fram. Ég virði skoðanir annarra og er ekkert að drulla yfir menn á skítugum skónum þó svo að þeir spái okkur tapi i dag. Eða fannst þér það Babu ?
Ég spái okkur sigri í dag, og til að nefna einhverjar tölur þá segi ég 2-3 fyrir Liverpool í miklum marka/bjór – leik.
Jæja pungar… nú er bara að setja sig í stellingar og bíða….
Carl Berg
Liverpool tekur þettað stÓrt, ca 3 til 4-0.
Það eru komnar tölur 21,12,08 kl 14.30
Liverpool vinnur þennan leik 3-2
Rafa mun ekki stýra liðinu í dag.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=70398