Borgarlýsing uppfærð

Dyggir lesendur síðunnar ættu að þekkja efstu línuna okkar þar sem við förum yfir ýmsa þætti hjá okkur.

Eitt atriðið í þeirri línu er Liverpool-borg en þar höfum við félagarnir sett í gegnum tíðina atriði sem við viljum kynna fyrir ykkur varðandi borgina dásamlegu við Merseyána.

Nú stendur fyrir dyrum kop-ferðin okkar og í tengslum við þær ferðir höfum við reglulega farið yfir listann. Við höfum verið að dunda okkur við það síðustu daga og viljum því minna á þennan matseðil um hótel, veitingastaði og viðburði borgarinnar fyrir þá sem eru að fara þangað, hvort sem er í kop.is-ferð eða á sínum eigin vegum.

3 Comments

  1. Er einhver með stöðuna á veðri í englandi á morgun og hvort líkur séu á að leikur okkar manna fari fram ? Las á þriðjudag að leikurinn væri í hættu. Dauðlangar að sjá þennan leik á morgun komið alltof langt síðan maður sá alvöru fótbolta hjá okkar mönnum

    • Það er ekki alveg orðið ljóst en liðið okkar fer þangað í dag og þeir tala um að það er líklegt að leikurinn verður spilaður en ekki öruggt.
      Það verður líklega endalega staðfest í hádeginu á morgun en þessi stormur þarna úti er ekki eins slæmur og þegar Man City/W.Ham var frestaður um daginn.

      1
      • Takk fyrir þetta. Þá er bara að vona það besta. Væri gaman að ná 25 stiga forskoti á morgun 🙂

Kvennaliðið mætir Arsenal

Upphitun: Norwich City á Carrow Road