Gullkastið – #Meistararívor

Það hefur engin verið eins staðfastur á að Liverpool verði Meistarar í vor og Svenni Waage, reyndar á hverju tímabili. Fengum kappann með okkur enda heldur betur farið að vora!
Frábær sex stiga sveifla Liverpool í hag um helgina og núna þarf bara eina slíka í viðbót til að landa titlinum. FA Bikarinn var ekki tekinn neitt sérstaklega alvarlega en stærsti leikur tímabilsins er klárlega núna á miðvikudaginn. Er það svo loksins titill á Goodison?

01:00 – Hvar vinnum við titilinn?
20:00 – Kórónavírusinn
31:30 – Bournemouth
48:00 – Bikarleikurinn
54:00 – Atletico Madríd – stærsti leikur tímabilsins
01:07:00 – Merseyside Derby

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn (afmælisbarn dagsins) og Sveinn Waage

MP3: Þáttur 282

3 Comments

  1. Hvernig er það, núna er það trúlegast bara tímaspursmál hvernær það verður farið að leika á Englandi fyrir lokuðum dyrum og bikarinn á að fara á loft í lokaleik tímabilsins og þá mjög líklega án stuðningsmannana sem væri ótrúlega grátlegt fyrir leikmenn og stuðningsmenn félagsins.
    Gæti enska deildin ekki tekið upp á því þá að leyfa Liverpool að lyfta bikarnum áður en til þess kæmi ?

    1
  2. ef City tapar einum leik af næstu 2 leikjum og við vinnum Everton, þá verða það Crystal Palace sem stendur heiðursvörð á Anfield 🙂

  3. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt. Bikar í vor, ekkei spurning.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1

#Mbappe2020 – Gengur ekki upp!

Mikilvægasti leikur tímabilsins framundan!