Skilaboð frá UEFA til knattspyrnusambanda

Eins og við höfum ítrekað talað um er versta mögulega niðurstaðan að afskrifa tímabil sem búið er að spila 75% og byrja nýtt tímabil aftur út frá sömu forsendum og síðasta tímabil endaði. Líklega ósanngjarnasta niðurstaðan sem í boði er og jafnframt sú víðáttuvitlausasta. Blessunarlega virðist UEFA vera á sömu blaðsíðu og hefur sent knattspyrnusamböndum Evrópu skilaboð á þá leið.

Erfitt að segja hvaða vigt þessi skilaboð hafa en m.v. þetta ættu Evrópukeppnir ekki að trufla það að klára deildarkeppnirnar seinni part sumars (ef það er mögulegt þá). Eitt áhyggjuefnið hefur auðvitað verið að Evrópukeppnirnar eru allajafna að byrja snemma á sumrin.

Þetta er vonandi eitthvað sem eykur líkurnar á að tímabilið verði klárað, rétt eins og enska knattspyrnusambandið hefur svosem gefið út áður.

Grein Echo um málið

23 Comments

  1. Sælir. Er möguleiki að þið takið pistil um Liverpool og neikvæðu fréttir dagsins. Maður er nú bara orðlaus yfir þeim skít sem var hent út um gluggann þar á bæ. Maður bjóst ekki við þessu hjá félaginu okkar.

    4
  2. Belgíska deildin blásin af í dag. Fóru þá undarlegu leið að þeir ætla að dæma knattspyrnulið niður um deild 15. apríl, sem að PL gæti ekki gert. Þyrfu alltaf að að ógilda öll úrslit og tímabilið, í því tilfelli að það væri blásið af (sem er ekki staðfest ennþá).
    „Jurgen Klopp sýndi samúð með öllum í upphafi heimsfaraldsins, reyndir leikmenn í úrvalsdeildinni taka á sig launalækkun. Svo kemur þetta og öll virðing og samúð glötuð, þetta er lélegt @LFC”
    -Jamie Carragher.

    4
  3. Ekki séns að æðstu prestar þessarar síðu skrifi neikvætt um klúbbinn eða eigendur/stjórnendur, ekki séns.

    2
      • Ha ? Líklega heimskulegasta, innihalds minnsta, yfirlætislegasta og lang lang leiðinlegasta komment sem ég hef lesið. Til hamingju.

      • Ég held að æðstu prestar og strumpar á þessari síðu hafa nú hingað til þorað að láta menn heyra.

        p.s mæli með pistlum um Roy Hodgson 😉

        1
      • (Kristilega kærleiksblómin spretta í kringum) hitt og þetta.

        Bestu kveðjur frá æðstu prestunum,
        YNWA

        1
      • “Ó þú saklausa sumarbarn.” Á vel við núna.

        Ég bendi aftur á að ekki tók það langan tíma fyrir “Æðstu presta” síðunnar, (nb ég elska þessa síðu, kraftinn og dugnaðinn í pistlahöfundum) að pósta fréttinni um að ákvörðunin hafi verið tekin til baka.

        Þeir tóku þessa ákvörðun til baka, vá hvað þeir eru frábærir, alveg einstakir alveg hreint. Bestir í heimi. Það var það eina í stöðunni, og ætti varla að hygla þeim fyrir það, nema að sára litlu leiti.

        Það sem ég er hræddastur við er að þarna sýndu þeir fyrir hvað þeir standa, sem er ekki fólkið eða stuðningsmenn.

        Ég hefði viljað fá miklu meiri umræðu um þetta, en nei “sælir eru einfaldir” sagði einhver, og á vel við.

        En auðvitað er ég sumarbarnið, smánað fyrir þessa skoðun.

    • Átta mig ekki á, hvaða neikvætt þeir eigji að skrifa um, og til hvers? Í mínum huga þá aðskil ég rekstur Liverpool sem fyrirtækis(FSG), og svo liðsins okkar, enda svo ég viti, er þessi síða ekki að fjalla um fyrirtækið, heldur liðið í blíðu og stríðu.

      YNWA

      4
    • ekki séns að þú kommentir hérna í öðrum tilgangi en þegar það eru slæmar fréttir tengdar Liverpool. aumt að þú skulir ekki þora að kommenta undir raunverulegu nafni.

      2
      • Ekki tók það jafn langan tíma að pósta eftir að klúbburinn viðurkenndi þessi hræðilegu mistök, og viti menn reynt að gera eins lítið úr þessu og hægt er. Þetta sannar mál mitt svo um munar.

        1
      • Hárrétt hjá þér, verðum að vera miklu öflugri í að drulla yfir Liverpool og eigendur félagsins, sérstaklega núna þegar þeir eru búnir að gera Liverpool að besta liði í heimi og eru með einn besta rekstur í heimi.

        Bore off.

        4
  4. Liverpool er komið á bisann. þar fór það og nú held ég að ég hætti að horfa á fótbolta. Ég hef líka tekið eftir því að ég hef alveg fundið mér annað til að dunda mér við í fótbolta og sportleysinu.
    Þessi coronavirus er núna farinn að sýna okkur hvernig ríka fólkið hagar sér þegar peningarnir eru hættir að rúlla inn á kontoinn,þeir fara bara á sossann eins og fátæklingarnir.
    Farvel Liverpool.

    7
    • Hvað sem segja má um eigendur Liverpool þá eru þeir kapitalistar og því ætti svona ömurleg ákvörðun ekki að koma á óvart.

      4
  5. Hefði verið gaman að sjá okkar leikmenn fara að fordæmi leikmanna Barca sem gefa eftir 2% af sínum launum og tryggja þannig full laun annarra starfsmanna á meðan ástaðndið varir. Klikkað að svona lágt hlutfall dugi svona langt, en samt virðingarvert þar sem þetta var að frumkvæði leikmanna.

    1
    • Barcelona gaf eftir 70% af launum sínum en ekki 2%. Þú ert því ekki nema 68% frá sannleikanum.
      Annars þá var þessi gagnrýni captain Carragher á Klopp en ekki eigendur.

      2
      • Þú last greinilega ekki alla greinina, sannarlega gáfu þeir eftir 70% af sínum launu, en ákváðu sjálfir að taka að auki 2% til að borga 100% laun annarra starfsmanna í klúbbnum.

        1
  6. Einmitt. Svo er maður að sjá þekkta íslenska stuðningsmenn Liverpool, á borð við Magnús Þór, að skæla yfir því að það sé birt mynd af okkar eina Mo Salah í tenglsum við fréttir af ensku úrvalsdeildinni. Okkar lið er um þessar mundir andlit ensku úrvalsdeildarinnar, til góðs eða ills. Er þá skrýtið að birta mynd af einum okkar besta leikmanni? Maður er dauðskammast sín fyrir roluskapinn og fórnarlambs tilburðina í fólki, tala nú ekki um þegar það kemur frá háttvirtum skólastjóra!
    Getum alveg unnið deildina á næsta ári, þó að margir vilji halda fram að við séum á niðurleið. Hef fulla trú að liðið mæti klárt til leiks í ágúst, þegar næsta tímabil hefst!
    YNWA!

    • Hvað ertu að tala um/skæla?

      Hver er að halda því fram að Liverpool sé ekki líklegt til að mæta sterkt til leiks á næsta tímabili? Umræðan snýst alfarið um að klára þetta tímabil og hversu asnalegt er að leggja meiri áherslu á nýtt tímabil frekar en að klára eitthvað sem búið er að spila 75%

      Liverpool ætti að koma hvað sterkast til leiks á næsta tímabili enda meistarar með besta stjórann og hóp á frábærum aldri.

      1

Gullkastið – Hvenær og Hvernig?

Uppfært: Epískt sjálfsmark Liverpool