Hvað næst?

Umræðan um hvort klára eigi tímabilið 2019/20 í helstu deildum Evrópu er á undraverðum tíma búin að taka framúr VAR umræðunni í leiðindum. Umræða um snarvitlausan VAR dóm hljómar eins og gömlu góðu dagarnir akkurat núna. En eins lítið og það er nú að gera hjá öllum íþróttafréttamiðlum er voðalega lítið um fréttir þar sem kafað er af einhverri alvöru ofan í afleiðingarnar sem það hefði í för með sér að afskrifa bara heilt tímabil og láta eins og það hefði aldrei gerst. Það væri töluvert meiri vigt í að skoða slíkt betur en að búa til fyrirsagnarfrétt með nánast ekkert kjöt á beinunum þegar smellt er á linkinn um það að fyrrverandi markmaður Aston Villa sé á því að eina rétta í stöðunni sé að aflýsa mótinu. Já eða sjö fréttir af sjö mismunandi mönnum tengdum Manchester United sem eru á því Liverpool eigi ekki að skilið að vinna ef mótið er ekki klárað. Það eru 2-5 fréttir á dag á þessum nótum, ásamt auðvitað einhverju frá meirihlutanum sem er á því að það verði að fá niðurstöðu í mótið.

Það er alveg hægt að skoða áhugaverða vinkla í þessari umræðu enda hefur knattspyrna blessunarlega sárasjaldan stöðvast með þeim hætti sem við erum að upplifa núna.

Byrjum aðeins á þessari umræðu þó hér verði ekki unnið vinnuna eins vel og blaðamaður í fullri vinnu gæti gert í þessari mestu gúrkutíð greinarinnar í sögunni. Hvaða afleiðingar hefði það að slaufa bara mótinu?

Fjárhagslegt afhroð

Allir sjónvarpssamningar, styrktarsamningar, ársmiðar og leikmannasamningar með tilheyrandi bónusum miðast eðlilega við heilt tímabil og margir þessara samninga eru mjög breytilegir eftir niðurstöðu tímabilsins.

Sjónvarpstekjur eru orðnar langstærsti og mikilvægasti tekjuliðurinn í stærstu deildum Evrópu og gera t.a.m. umræðu um enska boltann og t.d. handbolta og körfubolta hér á landi ekki samanburðarhæfan. Reyndar tapa bæði handbolta-og körfuboltaliðin hér á landi flest sínum aðal tekjustofni sem er úrslitakeppnin og er mjög líklegt að það komi til með að hafa gríðarleg áhrif á rekstur nánast allra liða næstu misseri. Þetta er samt ekki einu sinni dropi í hafið m.v. rekstur og tekjur úrvalsdeilarliða á Englandi sem dæmi.

Sjónvarpstekjur eru greiddar mjög snemma (fyrir tímabil) og eru flest liðin búin að gera ráð fyrir þeim í rekstrinum og ráðstafa þeim fjárhæðum. Sky og BT Sport eiga bókstaflega töluvert undir því að þessum fjárhæðum sé eytt í nýja leikmenn sem bæði auka gæði vörunnar (sjónvarpsefnið) og skapa auðvitað tilheyrandi umræðu og sjónvarp því tengdu á meðan deildin er ekki í gangi. Það er talað um að þetta séu einhversstaðar í kringum £800 – £1.200m sem búið er að greiða.

Hvað á að gera ef tímabilið er bara flautað af og núllað út þegar 9 leikir eru eftir? Bara það að endurgreiða 25% af þessum pening er ekki raunhæft fyrir meirihluta liðanna í deildinni. Hvað þá fyrir utan tengdar fjárhagslegar afleiðingar. Hvað með kostnað við að klára ekki mótið, varan sem Sky og BT (sem dæmi) hafa greitt svona rosalega fyrir er þar með ónýt og væntanlega þarf að bæta þeim tjónið á einhvern hátt? Þarna erum við bara að tala um sjónvarpsstöðvarnar, það eiga miklu fleiri mikið undir því að niðurstaða fáist í tímabilið.

Það eru alls ekkert bara úrvalsdeildarlið í þessari jöfnu og líklegt að því neðar sem farið er því meiri verði vandræði liðanna.

Það er satt að segja ótrúlega óábyrgt að heyra einn eigenda West Ham tala fyrir því í fullri alvöru að þetta tímabili eigi ekki að telja. Það er svo augljóst að þar er eingöngu verið að hugsa um sína eigin hagsmuni því með þessu myndi West Ham pottþétt hefja leik að nýju í Úrvalsdeildinni, eitthvað sem er ekkert öruggt ef tímabilið verður klárað. Tottenham er annað lið sem ætti töluvert undir að byrja frekar upp á nýtt til að hylma yfir hversu hræðilegir þeir hafa verið lengst af vetri.

Liverpool á í raun alls ekkert mest undir að tímabilið verði klárað fyrir utan hið augljósa og auðvitað það sem er sanngjarnt. Rekstur félagsins er einn sá besti í heiminum og félagið þolir mun betur en liðin í neðri helmingnum að tapa þeim tekjum sem við erum að ræða hér að ofan. Hvað með lið eins og Newcastle, West Ham, Burnley, Southampton, Brighton, Bournemouth, Norwich o.s.frv.? Það væri mun frekar að þessi félög og stuðningsmenn þeirra væru leiðandi í umræðunni um að klára mótið.

Hvað verður svo um þetta tímabil ef þú slaufar því núna, hvað var fólk sem keypti ársmiða að kaupa sem dæmi? Hvað var fólk að eyða í ferðalög, hótel, miða o.s.frv.? Það er ljóst að t.d. ársmiðahafar munu verða fyrir einhverju tjóni en þessi 75% sem búið er að spila telja a.m.k. ef mótið er klárað.

Hvað verður t.d. um deildarbikarinn sem Man City er búið að vinna, missa þeir hann ef mótið er núllað út? Þurfa þeir að endurgreiða tekjurnar af þeim sigri?

Hvað með árangurstengda bónusa sem leikmenn hafa fengið sem og árangur eins og t.d. mörk og stoðsendingar? Missir Vardy sín 19 mörk og Salah sín 16 mörk sem þeir hafa skorað það sem af er tímabili?

Hvernig er tímabilið klárað?

Það er nokkuð ljóst að það er engin góður kostur í stöðunni en það er skömminni skárra að klára tímabilið með leikjum fyrir tómum velli frekar en að láta núverandi stöðu gilda eða afskrifa mótið alveg án niðurstöðu. Mín niðurröðun væri svona:

Kostur 1 – Klára mótið fyrir tómum velli á eins skömmum tíma og hægt er.

  • Þetta er að sjálfsögðu ömurlegt neyðarúrræði sem yrði ekkert án vandamála en knattspyrna í dag er að miklu leiti sjónvarpsefni og það horfa miklu fleiri á leiki t.d. Liverpool í sjónvarpi en mæta á völlinn.
  • Með þessi fæst niðurstaða í mótið og blessunarlega er búið að spila 75% af mótinu og nokkuð góð heildarmynd komin á hvernig tímabilið kemur til með að enda.
  • Hægt er að standa við sjónvarpssamninga (í helstu meginatriðum) og tryggja allt að því fullar sjónvarpstekjur

Kostur 2 – Láta núverandi stöðu gilda

  • Ennþá verra og algjört kjarnorku neyðarúrræði enda ekkert smá ósanngjörn leið til að klára tímabil.
  • Þessi leið myndi reyndar ekki hafa nein úrslitaáhrif á tímabilið hjá Liverpool enda liðið búið að klára mótið í mars. En hversu ósanngjarnt er það fyrir lið sem er búið að spila við flest toppliðin tvisvar sem dæmi en á minni liðin eftir á lokakaflanum að missa af Evrópusæti eða missa sæti sitt í deildinni því að leikjaniðurröðunin var ekki nógu hagstæð. Það er nógu slæmt að spila heimaleikinn fyrir tómum velli eða jafnvel á hlutlausum velli.
  • Tekjur og samningar eru að miklu leiti háðar því að tímabilið sé klárað, leikmenn eru með samning út alla 38 leikina. Þetta er ekki eins og í körfuboltanum hér á landi þar sem tímabilinu var slaufað strax til þess að spara launakostnað, sem er nota bene ömurlegt fyrir þá leikmenn sem misstu með því vinnuna.
  • Mögulega er þetta raunhæf lausn sem verður farin í einhverjum deildum, Belgía fór t.a.m. þessa leið. Það er ekkert one size fit all laus í þessu og deildir mjög mismunandi eftir löndum.
  • Það er a.m.k. betra að fá niðurstöðu með þessu mætti en að slaufa mótinu alveg.

Kostur 9.865 – Núlla þetta tímabil og byrja upp á nýtt 2020/21.

  • Þetta á bara aldrei að koma til greina, gengur bara ekki upp, sérstaklega ekki þegar búið er að spila 75% af mótinu. Galið að leggja meiri áherslu á næsta tímabil áður en núverandi tímabil er búið og satt að segja hefur engin hljómað trúverðugur sem talar fyrir þessari niðurstöðu.

Hvað ef þetta gerist aftur? 

Fyrir utan fjárhagslega partinn þá ætti þetta að vera ein af aðalspurningunum til þeirra sem eru svo áfjáðir í að aflýsa tímabilinu, hvað ef þetta gerist aftur?

Hvar á viðmiðið að vera? Er það þegar það eru 6 leikir eftir eða þegar það eru 37 umferðir að lágmarki búnar? Eða er aðalatriðið að Liverpool sé ekki í langefsta sæti og svo gott sem búið að vinna mótið? (Held satt að segja að hérna sé bingó)

Hvort er líklegra eða ólíklegra eins og staðan er í dag að Covid-19 komi til með að hafa áhrif á tímabilið 2020/21? Óháð því hvort takist að byrja tímabilið á réttum tíma í ágúst? Það er talað um hálfgert kraftaverk í læknavísindum takist að búa til bóluefni fyrir áramót.

Er þá ekki alltaf gáfulegra að reyna klára núverandi mót og hanna svo næsta tímabil út frá því hvar við stöndum að því loknu.

Flest liðin miða sinn undirbúning við 38 leikja tímabil, ekki bara næsta leik. Það er vissulega búið að riðla þessu tímabili laglega hvað þetta varðar en það að klára mótið núna myndi skapa töluverðan óvissufactor fyrir liðin ef þetta er líklegt til að gerast aftur.

Banter umræðan 

Það er ekki langt síðan það var kölluð óskhyggja hér inni að tala fyrir því að tímabilið yrði klárað með einum eða öðrum hætti og kannski ekki að undra m.v. umræðuna um þetta málefni. Þetta snýst allt um að fá smellina og að skapa umræðu, sama hversu lágu plani eða þreytt hún er.

Þetta á alls ekkert bara við hér á landi og búum við nú vel að fotbolti.net sem okkar langstærsta og mest lesna fótboltamiðils (ekki að þeir hafi ekki hlaðið í fjölmargar svona “fréttir” einnig). Það væri nú laglegt ef gæðakröfurnar sem mbl.is hefur verið með í Liverpool fréttum undanfarið væru mest lesnu fótboltafréttir landsins. Hvað þá DV!

Þetta er ekkert ósvipað erlendis og neikvæðar fréttir af Liverpool fá líklega mestu smellina núna. Það er miklu betra að hafa Liverpool í þessari stöðu, dauðöfundað af andstæðingum félagsins heldur en ekki, alls ekki gleyma því.

  • Dæmi um þetta er ákvörðun Liverpool um að nýta sér ríkisaðstoð sem var harðlega gagnrýnd, LANGMEST af stuðningsmönnum félagsins sjálfum. Nú þegar þetta hefur verið leiðrétt og búið að biðjast afsökunar er samt ennþá umræðan aðallega um Liverpool og þátt þeirra í þessu, en ekki t.d. um Tottenham sem tók þessa ákvörðun á undan okkar mönnum og hafa ekki dregið hana til baka. Þeir skipta ekki eins miklu máli og fréttir um þá í þessu tilviki “selja” ekki.
  • Það er betra að vera Liverpool í þessu samhengi þó spjótin beinist að okkar félagi.

Engu að síður væri líka gaman að sjá íslenska íþróttafréttamenn nýta betur tækifærið núna þegar það er ekkert að gera og bókstaflega engir leikir í gangi að fara í dýpri rannsóknarvinnu og gera mun ítarlegri greinar á kostnað fjölda ómerkilegra greina þar sem maður sér eftir því að hafa smellt á linkinn um leið og maður opnar fréttina.

Það er fullt af góðum íþróttafréttamönnum blessunarlega ennþá starfandi við greinina og ég gef nú almennt lítið fyrir umræðu sem t.d. hefur verið hér inni um hlutdrægni þeirra sem vitað er að haldi með öðrum liðum (með undantekningum þó).

Er siðlaust að spá í fótbolta núna?

Talandi um ítarlegri greiningar, þá hefur The Athletic verið leiðandi í slíkri umfjöllun um enska boltann á þessu tímabili og gefa sig út fyrir einmitt það (fotbolti.net gerir t.a.m. oft vel í að vinna fréttir frá þeirra síðu). Grein David Ornstein á þeim miðli frá því um daginn sló eiginlega botninn úr þessari banter umræðu. Sú grein var einn eitt sviðið fyrir þann hóp sem fannst réttast að slaufa mótinu og byrja upp á nýtt næsta tímabil, nema þarna var vitnað nafnlaust í forystumenn einhverra félaga í Úrvalsdeildinni.

Það sem helst vakti athygli þar voru ummæli stjórnarformanns einhvers liðs þess efnis að það væri siðlaust að ræða fótbolta núna þegar fólk væri að berjast og jafnvel deyja vegna Covid-19. Eina lausnin væri að aflýsa mótinu strax…því að það myndi ekki skapa neina umræðu!!!

Ef að það er svona siðlaust að tala um fótbolta afhverju ekki þá að sleppa því alveg og taka svona ákvarðanir þegar það er við hæfi aftur? Eins er ágæt pæling hvað við sem ekki erum að glíma við Covid-19 eigum að gera? Það hafa líklega aldrei fleiri haft eins mikin frítíma og akkurat núna.

Ömurlegt að gefa mönnum tækifæri á að tjá sig svona nafnlaust og setja þá alla undir grun. Hvað þá að leyfa stjórnarformanni hjá ensku knattspyrnufélagi að tala um siðferði!

UEFA og FIFA vilja klára tímabilin með einhverjum hætti 

Góðu fréttirnar varðandi þetta tímabil virðast vera að það eru allir sem skipta máli á því að eina í stöðunni sé að klára tímabilið þegar það er hægt eða í það minnsta fá í það niðurstöðu. Það losar mikla pressu að búð sé að fresta EM í sumar og ÓL seinna í sumar. Eins er erfitt að sjá landsleikjahelgi í júní ganga upp enda þvæla frá upphafi.

Verra mál gæti verið með bikarkeppnir eins og Meistaradeildina, Evrópudeildina og bikarkeppnir í hverju landi fyrir sig. Aðalatriði þar er engu að síður að þetta eru aukakeppnir, deildin í hverju landi fyrir sig er blessunarlega ennþá aðalatriði (nema auðvitað á síðasta tímabili þegar Liverpool vann Meistaradeildina).

Einhvernvegin þarf að útfæra hvernig þessar keppnir verða kláraðar ef það er hægt. Það er t.a.m. spurning hvernig verður með að spila leiki milli liða frá mismunandi löndum sem væntanlega eru á mismunandi stöðum í Covid-19 baráttunni. Vonandi er góðs viti að mörg félög eru farin að æfa aftur þó það sé vissulega með miklum takmörkunum. Það er bara byrjun apríl ennþá.

Það eru reyndar aðeins lið frá fimm löndum eftir í Meistaradeildinni en á móti eru það löndin sem eru að fara hvað verst út úr Covid-19, jafnvel einmitt útaf Meistaradeildinni.

Erfitt að sjá hvernig núverandi keppni verður kláruð, ein hugmynd væri að spila alla leikina sem eftir eru á hlutlausum velli og hafa bara einn leik í stað heima og heiman.

Það er svo stór spurning hvað gerist næsta tímabil í þessum aukakeppnum?

  • Væri hægt að stytta Meistaradeildina með því að hafa hana bara útlsláttarkeppni?
  • Deyr ekki deildarbikarinn á næsta tímabili?
  • Er þriðja Evrópukeppnin ekki hér með dáin?

Að lokum

Það að aflýsa mótinu og byrja tímabilið 2020/21 út frá sömu forsendum og 2019/20 myndi gæfa svona 5 mínútna stundarró fyrir einhverja að því leiti að þarna væri komin bara einhver niðurstaða. Svo myndu menn fara að takast á við endalaust af erfiðum afleiddum vandamálum og átta sig að þetta væri ekki nokkur einasta lausn.

 

18 Comments

  1. Góð grein hjá þér og er algjörlega sammála. Þeir hjá DV og mbl.is eru með Liverpool alveg á heilanum og nota myndir af leikmönnum Liverpool til að fá sem flest klikkin, þó að fréttin sé ekkert tengd Liverpool. Þessir blaðamenn eru flestir stuðningsmenn MU og nota hvert tækifæri til að níða Liverpool.

    5
    • Sjáðu bara nýjasta pistilinn í dag hjá þessum Hörður Snævar Jónsson á DV/ 433.is. Þetta er svo aumingjalegt hjá þessum miðlum að nýtta aðstöðu sína svona einungis á þann hátt að koma með neikvæðar fréttir af erkifjendum sínum.

      þessi Hörður er stuðningsmaður United

      5
      • Hörður í ham í dag. Þrjár greinar um Liverpool og allt á neikvæðum nótum. Birtir t.d. grein um að Mane taki því bara ef Liverpool vinni ekki deildina (ég spyr, á hann eitthvað val fari svo?). Honum hefur væntanlega ekki þótt að fréttnæmt að birta grein um fjárframlög og stuðning Mane til báráttu gegn kórónaveirunni í Senegal eða allt hitt sem hann hefur lagt að mörkum til uppbyggingar þar.

        7
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þetta Einar Matthías, frábær pistill fyrir þá sem eru orðnir leiðir á kranablaðamennsku lélegra íþróttafréttamanna snepla eins og moggans og DV. Ég er svo einfaldur að ég hefi ekki lesið stafkrók í moggasneplinum síðan DO tók þar við til að skrifa sögu “hins svokallaða Hruns” uppá nýtt sjálfum sér til upphafningar. DO er leigupenni kvótagreifanna og því er mogginn ekki marktækur að neinu leyti finnst mér.

    Hvað dv varðar hefi ég ekki nennt að lesa það svokallaða dagblað nema í einstök skipti í sambandi við einhverjar fréttir utan úr heimi en – nota bene aldrei íþróttafréttir. Þær hafa ekki verið af þeim gæðaflokki að ég hafi nennt því. Þetta tvennt gerir það að verkum að ég hefi að mestu verið laus við bullið úr þessum miðlum þó að sumt hafi rekið á fjörur fotbolta.net og það hefur verið af þeim gæðaflokki að mér dettur ekki í hug að lesa miðlana sjálfa.

    Enn og aftur Einar, þakkir fyrir að fara yfir þetta svona vel og skilmerkilega og vonandi tekur einhver íþróttafrettamaður sem nær máli og skrifar svipaða grein um málið þar sem staðreyndum er haldið til haga en ekki viðhorfum aula sem eiga að gera eitthvað annað en skrifa um íþróttir eins og t. d. fótbolta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  3. Þvi miður er EM næsta sumar og verður ekki frestað aftur.
    Ef þetta timabil verður klárað i nóv, þa er of seint að byrja nýtt tímabil þa og það gengur ekki upp að allir seu bara i fríi fram að EM.

    Eg held að ef stefnan se að klára þettta season, þa sé lokadagsetning a að klára mótið um miðjan júlí.
    Eg se það þvi miður samt bara ekki ganga upp

    2
    • “….þa se lokadagsetning a að klára mótð um miðjan júlí.”

      Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar? Bæði FIFA og UEFA leggja ríka áherslu á að klára þetta tímabil. Það er öllum ljóst að það verður ekki byrjað að spila fótbolta í stærri deildum í Evrópu í júní og verður þar af leiðandi ekki klárað um miðjan júlí. FIFA er t.d. búið að gefa grænt ljós á framlenginu samninga við leikmenn sem margir hverjir renna út í lok júní

      Menn eru í dag að vinna með júlí, ágúst eða jafnvel september í þessu sambandi, þ.e. klára þá tímabilið, gefa síðan tveggja vikna frí og byrja síðan 20/21 tímabilið. Hvort það þýðir að hætta verði við eitthvað af bikarkeppnum til að fækka leikjum verður bara að koma í ljós. Það er alveg á kristaltæru að það er algerum forgangi að klára þetta tímabil. Hvort það verði fyrir luktum dyrum eða ekki verður bara að koma í ljós.

      6
      • Uefa var buið að gefa ut að úrslitaleikur CL yrði i byrjun ágúst og þa þyrftu deildirnar að vera búnar

  4. Hvernig sem þetta endar fer árið 2020 rækilega í sögubækurnar. Gæti farið svo að engin íþróttagrein fari aftur í gang á árinu. Hvað þýðir það? Sennilega er þá betra að klára þau mót sem eftir eru og slaufa tímabilinu 2020 – 2021. Það skiptir engu hvað hver segir í dag, í raun veit engin hvað gerist á morgun, í næstu viku, hvað þá í næsta mánuði.

    1
  5. Takk fyrir fína grein.
    Ég myndi setja það sem þú setur “kost 2” sem númer 3.

    Kost númer tvö myndi ég hafa á þessum nótum:
    Gefa sér þann tíma sem þarf til að klára núverandi tímabil, allt þetta ár ef það er það sem þarf. Tímabilið 20/21 þarf svo að taka mið af hvenær þessu lýkur. Það er vel hægt að spila næsta tímabil með einfaldri umferð ef þarf, þá vita a.m.k. allir leikreglurnar fyrirfram. Ég skil ekki rökin að næsta tímabil sé merkilegra en núverandi.

    En að þessu sögðu er augljóst í mínum huga að mótið verður klárað sem fyrst fyrir luktum dyrum. Þetta er einfaldlega of mikill business og framtíð félaganna og hreinlega fótboltans í húfi ef stoppið verður of langt. Almúginn þarf sína skemmtun … og vinnu.

    “Too big to fail”

  6. eins og liggur fyrir sorry þu sem ert með þennan pistil þessu verpur slaufað alveg sama hvað þú reynir að seigja um fjárhagslegt afhroð og allt allavega hafa félögin ekki verið sammala um leiki fyrir luktum dýrum ok ef svo er þá þurfa allir sem koma þar nvera 100% vottorð um ekki veiki leikmenn og staff af hverju er þetta eitthvað öðruvisi en krisa I hverju landi fyrir sig ég mundi alveg vera hálaunamaður og hafa engar fokking áhyggjur en þið virðist alltaf tala um fjárhag ok gott og vel mér finnst það skifta engu máli her heilsa heimsins hlýtur að ganga fyrir en é se allavega ekki á þinum skrifum
    það munu örugglega fara mörg f´lög á hausinn eins og mörg önnur fyrirtæki í heiminum þar á meðal mitt ef ekki rættist úr svo bara verið rólegir kv Stefán

    2
  7. Bara henda í vítaspyrnukeppni og klàra mótið á einni kvöldstund. Þetta er borðleggjandi

    3
    • Auðveldasta leiðin til að klára mótin….hægt að gera þetta á einni helgi…..

      1
  8. Jæja, þetta er á stærstu netmiðlum Englands, m.a. BBC og Sky í dag.

    https://www.bbc.com/sport/football/52230105

    Samkvæmt þessu minnisblaði sem enska knattspyrnusambandið er búið að senda öllum liðunum í þremur efstu deildunum þá stefna þeir á að geta lokið mótinu á 57 dögum. Ekki er reiknað með að liðin geti byrjað að æfa aftur fyr en upp úr miðjum maí nk. Leikirnir myndu þá væntanlega byrja c.a. tveimur vikum síðar. Finnst þetta ansi mikil bjartsýni hjá þeim. Myndi veðja á að þetta muni dragast lengra fram á sumarið.

    Enn fremur er gert ráð fyrir að næsta tímabili kunni að verða seinkað. Þeir binda þó vonir við að geta klárað mótið í sumar. Ennfremur gera þeir ráð fyrir að leikirnir verði fyrir luktum dyrum.

  9. Tippa að mótið verði klárað fyrir luktum dyrum. Fyrsti leikur eftir 2 mánuði. Í staðinn fyrir EM verður Liverpool meistari. Ekki slæm skipti.

    1
  10. Frábær pistill og góð röksemdarfærsla. Takk fyrir það.

    Til að létta lund er hér hreint frábær þáttur .
    https://www.youtube.com/watch?v=n-A4e1dePcw
    Steven Gerrard: Gary Neville’s Soccerbox | Premier League | NBC Sports
    Sérstaklega gaman að heyra þessa fyrrum féndur ræða saman yfir myndbrotum af Gerrard.

  11. Liklega versta mögulega niðurstaðan væri ef deildin væri blásin af og okkur rétt titillinn.
    Þá yrði alltaf talað um þennan sem okkar fyrsta deildar titil i 30 ár sem við unnum ekki einu sinni

Uppfært: Epískt sjálfsmark Liverpool

Magnaður uppgangur Michael Edwards