Gullkastið – Engin stór leikmannakaup?

Það er vika í enski boltinn fari aftur að rúlla skv. núverandi plani og Henderson byrjaður að æfa bikarlyftingadansinn sinn, þó er Covid hvergi nærri dáið út þar í landi. Kvennaliðið var dæmt niður um deild og ekki bara blandaði Liverpool sé ekki í baráttuna um Timo Werner heldur er orðið á götunni að ekkert verði um stór leikmannakaup í sumar, annað árið í röð. Þetta er allt frekar skrítið en engin rússíbani sem við stuðningsmenn Liverpool höfum ekki farið í áður.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Maggi Þórarins (Beardsley).

MP3: Þáttur 289

27 Comments

  1. Umræðan um leikmannakaup er alltaf hressandi. Mér finnst við vera á mjög góðum stað og fyndna er að menn dæma oft leikmenn útfrá verðmiðum.
    Minamino fengum við á 8,5 m punda(minnir mig) en ef við hefðum keypt hann(s.s sama leikmann) fyrir 40 m punda þá væri umræðan öðruvísi og að þá hefðum við sko verið að styrkja liðið með alvöru kaupum.

    Það er Covid ástand, það má segja að okkar lið hefur líklega sjaldan verið eins tilbúið í að takast á við svona fjárhagslegt bakslag eins og nákvæmlega núna. Með liðið á góðum stað innan vallar sem utan. Þetta er mikið óvissu ástand og skilur maður það mjög vel að það sé ekki verið að splæsa í dýra leikmenn núna útaf því að við vitum ekki hvenær stuðningsmenn mega mæta á svæðið og hversu stór halli verður á þessu þegar upp er staðið.

    Ég treysti einfaldlega Klopp og félögum.

    19
  2. Mér finnst þetta ekki viðunandi. Mér finnst meira en skiljanlegt að eigendurnir vilji bíða og sjá til hvernig á stendur vegna Covid, en þegar horft er til þess að nettóeyðsla síðustu fimm ár er upp á skitnar 107 milljónir punda er ljóst að þeir eru ekki að leggja nóg til leikmannakaupa. Það lítur nefnilega út fyrir að annað þurrasumar sé upp rennandi.
    Vissulega erum við ríkjandi heims – og evrópumeistarar og verðandi deildarmeistarar, en það er að stærstum hluta Klopp að þakka og þessi níska á eftir að bíta okkur í rassinn.

    5
  3. Já þetta er frekar skrítið allt og líka furðulegt að ætla virkilega að halda Lallana alveg merkileg þessi ást Klopp á þessum meiðslapésa.

    1
  4. Það er engin að fara halda Lallana nema mánuð eða mesta lagi 2 sem er skiljanlegt að maðurinn vilji klára deildina með okkur.

    Ég er enn að vona að eitthvað breytist og við fáum allavega einn mjög flottan leikmann í stað Werner. Vissulega getur maður ekki annað hugsað en það að sumarið 2018 hafi verið ein stór blekkingu vegna Coutinho seðlana. Voru FSG bara svona heppnir að Coutinho vildi fara, allir þessir seðlar í staðinn og já var þetta meira heppni þeirra eða snilli Klopp hvað hann fékk fyrir peninginn sem var Allison og Van Dijk og það varð til þess að við erum núna að taka þessa titla. Hefði Coutinho aldrei viljað fara hefði kannski núna Allison verið í Chelsea og DIJK hjá City eða hvað ?

    Okkar menn hafa aldrei keypt randyra leikmenn og menn úr HILLU A þegar þeir eru keyptir nema þegar Coutinho seðlarnir voru til. Salah og Mane voru aldrei A leikmenn og jafn eftirsóttur og Allison og DIJK voru þegar þeir komu. En já þetta er ef og Hefði og allt það.

    Okkar menn þurfa allavega að svara fyrir það EF liðin öll í kringum okkur styrkja sig mikið en okkar menn lítið sem ekki neitt. Kemur kannski enn einn skellurinn núna og við seljum líka eina stjörnu bara til að vera í nettó uppá 0 kall síðustu 5 árin en ekki 100 kulur í eyðslu eins og þetta er núna síðustu 5 árin. En er alveg rólegur ennþá vegna þess að engin er að gera neitt nema Chelsea. Sjáum aðeins til og bíðum hvað gerist ætla ekki að dæma þetta alveg strax.

    3
    • En ER Barcelona nokkuð búið að borga allan peninginn fyrir Coutinho? Mér finnst ég hafa lesið svo og svo margar fréttir af því að þeir skuldi Liverpool helling af þessu ennþá.

      4
  5. Það verður að endurnýja leikmannahópinn. Þýðir ekkert að horfa á liðin í kringum okkur taka Havertz, Werner, Sancho og fleiri bita. Sérstaklega þegar öll sóknarlinan og miðjan er nær þrítugu en tvítugu.

    4
  6. Chelsea er jú búið að gera tilboð í Werner en hann á eftir að samþykkja og í raun ekki heyrst múkk frá honum sjálfum hvað þetta varðar. Chelsea bendlaðir við annan hvern leikmann á markaðanum enda mega þeir loksins versla……… fer tvennum sögum af því hvort Roman hafi keypt nú þegar hið fræga málverk Ópið. Ef rétt reynist þá má benda á að verðmiðinn þar væri á við tvö stk Timo Werner!

    Fullt af slúðri þessa dagana og ekkert fast í hendi, leyfum tímabilinu að byrja rúlla, fögnum Englandsmeistaratitli og sjáum svo til hvaða tromp Jurgen Klopp er með upp í erminni.

    YNWA

    3
  7. þessi Beardsley ætti að vera í öllum hlaðvörpum, þvílíkur meistari

    6
  8. Sammála með Beardsleyinn hann er alveg frábær eins og þeir hinir.

    1
  9. Virðist vera að nú sé hafinn sami söngur og síðasta sumar. Þeas um brjálæðið að kaupa ekki leikmenn. Ég hefði talið að nú væri reynsla okkar af stjórn Klopp og FSG orðin slík að við ættum að vera farin að sjá að þessir aðilar vita alveg hvað þeir eru að gera. Nei, við keyptum engan síðasta sumar. KOP.is var við það að fara á hliðina varðandi það og hvað við værum að detta á eftir öðrum liðum….við erum með 25 stiga forskot í deildinni takk..

    Ég held að það sé best að anda með nefinu og sætta sig við það að Klopp og teymið vita mikið mun meira um getu og efniviðinn í liðinu en við sófakartöflurnar. Ef þeir telja sig þurfa að kaupa…þá kaupa þeir, ef þeir telja sig ekki þurfa þess nú þá kaupa þeir ekki. Fyrir okkur sem ekki tökum þátt í ákvarðanatökuferlinu er bara að halla sér aftur og njóta.

    Good times!

    21
  10. Ég er sáttur við þessa FSG formúlu hvað leikmannakaup varðar. Hún virkar eins og klúbburinn hefur sýnt fram á með kaupum á Robertson, Firmino, Salah, Mané, Wijnaldum, Gomes, Allison osfrv.

    Ég taldi ekki VVD þar sem að við yfirborguðum (já yfirborguðum) fyrir hann vegna þess hvernig við höguðum okkur í þeim samningaviðræðum. Það er gallinn á þessari formúlu FSG. Við höfum tapað leikmönnum á því að hafa fundið réttan leikmanninn en endað á því að vilja bara borga 60% af verði leikmannsins þrátt fyrir að hann stóðst “persónuleikapróf” Klopps. VVD hefði geta komið fyrir mun minni verðmiða en hann gerði en FSG borguðu þessar 75m fyrir hann til að sleppa við flengingu frá breska knattspyrnusambandinu og UEFA líka. Virkar núna sem ein af bestu kaupum Liverpool frá upphafi samt. Hann er þarna uppi ásamt Dalglish sem Liverpool FC keyptu eftir söluna á Keegan. Það eru bestu kaupin að mínu mati.

    Annars er Þessi formúla alls ekki gerð fyrir þekkt nöfn í boltanum því þá endar það með því að FSG þarf að borga háar upphæðir sem er ekki þeirra stíll. Þeir vilja byggja upp unga leikmenn, fjárfesta í ungum leikmönnum sem síðan er hægt að þjálfa upp í klassa leikmenn sem seinna gætu jafnvel, með sölu, borgað þetta batterí margfalt. (Coutinho og Suarez gott dæmi). Þeir segjast til í að leggja út fyrir rétta leikmenn (sem þeir sýndu með VVD en sé það ekki gerast oft). Algjörlega sammála þessum pakka.

    Það er bara eitt sem ég vil að þeir lagi við þessa formúlu þeirra. Þeir þurfa að vera aðeins fljótari að ganga í málið og pikka upp leikmenn því þá fá þeir leikmennina ódýrari. Svo þetta comment frá þeim þegar þeir missa af leikmanni að“þeir keyptu ekki einhvern af því að hann hefði ekki komist í byrjunarliðið”. Það gerir mig í raun reiðann að heyra það. Afhverju voru þeir þá að reyna að fá leikmanninn ef hann er ekki nógu góður? Þeirra afsökun fyrir að borga ekki meira.

    Hvað klúbbinn varðar þá eru frábærir hlutir að gerast. Lallana, Clyne, Shaqiri, Lovren væntanlega að fara frá klúbbnum og Curtis Jones, Neco Williams, Wilson, Grujic, Kia Hoever (svo einhverjir séu nefndir), að koma inn í staðinn og gefa klúbbnum rúm launalega til að gera eitthvað í markaðnum.

    Allavega tel ég að við séum í fínum málum með hópinn þar sem við höfum góða unglinga að koma upp en samt nauðsynlegt að fjárfesta aðeins í sumar. Þessi 25 punkta munur á okkur og næsta lið er mjög blindandi og að mínu mati alls ekki svona stór. Við gætum alveg endað í 3ja eða 4ða sæti á næsta ári ef hópurinn er ekki viðhaldinn.

    Sá í morgun okkur orðaða við Úlfana Neves og Traore fyrir £110m díl sem myndu verða kaup sumarsins, sama hvað önnur lið gera. Neves myndi koma inn sem frábær varnarsinnaður vinnuþjarkur með aukaspyrnur frá himnaríki í bakpokanum. Traore yrði frábær kostur af bekknum til að opna varnir andstæðinga þegar Salah er orðinn pirraður. (Í sjálfu sér yrði það eins og að kaupa nýjan leikmann ef Salah færi að þjálfa hægri fótinn sinn. Allt of auðséður). Mætti henda Karius uppí og jafnvel öðrum leikmanni til að landa þessum díl en þetta myndi nánast tryggja okkur Verulega góðan séns á topp 4 næstu 2-3 árin. Take nothing for granted hér.

    Góða stundir.

    3
  11. Væri meira til í Neves og Traore en Sancho fyrir smá meiri upphæð. Við höfum okkar eigin “Sancho” í Harvey Elliott sem kostaði mun minni pening.

    Sancho myndi þar að auki stoppa Harvey í þroskaferlinu upp í aðalliðið annað en Adama Traore, sem myndi mun frekar vilja taka “team player” role í liðinu heldur en Sancho.

    Sancho fór til Dortmund til að spila. Hann kemur aftur til Englands til að verða “maðurinn” og það,gerir hann ekki hjá Liverpool nema Salah eða Mané séu á förum.

    1
    • Ég spái því að Sancho eigi eftir að verða næsta stórstjarnan í boltanum. Hann verður leikmaður sem verður að berjast um að vera knattspyrnumaður ársins ár eftir ár.

      Svo að ég tæki Sancho fram yfir Neves/Traore pakka.

      Harvey Elliott er spennandi leikmaður sem gæti átt framtíðina fyrir sér hjá okkur. Ég veit að hann er í Liverpool búning en hann er ekki nálagt Sancho í gæðum, því miður.

      3
      • Hvernig færðu það út? Auðvitað með í jöfnunni að Sancho er þremur árum eldri. Elliott sem er að banka fast á dyrnar hjá besta félagsliði í heimi 16-17 ára er ekki að gera neitt minna merkilega hluti en Sancho var að gera á sama aldri. Nema Sancho fór frá City til Þýskalands til að fá spilatíma á meðan Elliott fór frá Fulham til Liverpool.

        Sancho var btw ekki farinn til Þýskalands á nákvæmlega sama aldri og Elliott er núna.

        8
      • Af því að ég dæmi menn oftast frá því hvað þeir geta en ekki hvað þeir gætu getað og í dag er Sancho kominn á stað sem fáir ungir menn ná. Gæti Elliott náð því? Ég veit það ekki og því vel ég Sancho.
        Ég dæmi þetta útfrá því að ég hef séð marga leiki með þeim báðum og fylgst lengi með boltanum og maður hefur séð fleiri Ellitott kalla en sárafáa Sancho kalla.

        Þetta er auðvita það skemmtilega við fótboltan að menn eru ekki samála en fyrir mér þá verður Sancho heimsklassa fótboltamaður en þótt að ég vona að Elliott verði í þeim flokki þá er ég bara ekki alveg eins viss. .

        4
  12. Auðvitað eigum við að taka Coutinho aftur ef hann er að leggjast á bæn og bjóðast til að lækka launin sín. Hann er heimsklassa leikmaður og það má alveg notast við slík gæði.

    3
  13. Þetta er fín skoðun út af fyrir sig, Sigurður. Það væri hinsvegar frekar í mót við það sem FSG og Klopp eru að gera ef þeir hentu £80m+ í Sancho á þessum tímapunkti þegar við erum að rækta næstu kynslóð af framherja í Elliott.

    Neves yrðu frábær kaup þar sem okkur vantar að bæta róteringuna á miðjunni. Èg samt endurtek það sem ég sagði áður að þetta gæti orðið annað sumar þar sem við eyðum í ekkert merkilegt sem væri falleinkunn.

    Sancho er frá Manchester og fer þangað eða bíður í annað ár.

    1
    • Ég sagði aldrei að Liverpool myndu fá Sancho (hann er meira svona Man City/utd eða Chelsea kaup, líklega 100m punda + kall) bara að ég taldi að hann myndi vera ein af þeim betri í boltanum fljótlega.

      Maður treystir annars Liverpool til góðra verka og er spenntur fyrir komandi árum en ætla heldur betur að lifa í nútíð þegar okkar lið er á þessum stað

      YNWA

      5
      • Sammála því, Siggi. Við viljum sjá okkur styrkja hópinn ásamt því að hleypa kjúllunum inn í myndina. Það er mjög heilbrigð þróun.
        Yrði flott að taka fyrstu tvo leikina og tryggja dolluna strax og gefa krökkunum síðan tíma til að sanna sig.

        1

Staða kvennaliðs Liverpool

Gullkastið – Kampavínið í kæli!