Liðið gegn Everton

Okkar ástkæri klúbbur lék síðast opinberan knattspyrnuleik þann 11. mars fyrr á árinu. Það er því liðinn meira en fjórðungur úr ári frá síðasta leik. Eru ekki einhver lög sem banna svoleiðis?

Hvað um það, biðinni er loksins lokið! Liðið sem gengur út á Goodison Park núna kl. 18 og freistar þess að sækja 3 stig til viðbótar hefur verið kunngjört. Munum að nú mega lið tilnefna 9 leikmenn á bekk, eða 2 fleiri en venjan var fyrr á árinu. En svona er stillt upp:

Bekkur: Adrian, Lovren, Gomez, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Origi, Salah, Elliott, Williams

Andy Robertson er ekki leikfær, virðist hafa orðið fyrir minniháttar hnjaski sem er nóg til að setja hann úr liðinu. Af þessum “usual suspects” vantar svo bara Shaqiri og Curtis Jones.

Keita og Minamino fá kallið eftir að hafa virkað ferskir í æfingaleikjunum á síðustu dögum. Hvort Minamino kemur beint inn fyrir Salah, eða hvort Mané fer á hægri kantinn, eða einhver önnur uppstilling verður fyrir valinu, þetta verður bara að koma í ljós. Salah líklega ekki 100% búinn að jafna sig eftir sitt hnjask, en virðist a.m.k. vera klár á bekkinn og gæti vel komið inn í síðari hálfleik. Matip fær sénsinn frekar en Gomez, en bæði hann og Lovren á bekk.

KOMA SVO!!

17 Comments

  1. Vá það er loksins að byrja aftur, þvílíka spennan fyrir þessum leik.

  2. Footybite er ekki með neitt, einhver annar með góðan link? Er svoooo spenntur.

  3. Dásamlegt að veislan sé byrjuð aftur.

    En hvernig getur meistari Shaqiri ekki verið heill eftir allan þennan tíma? Svo auðvitað mjög vont að Robbo sé meiddur.

    Vonum að menn komi heilir frá þessu fyrsta verkefni eftir langt hlé og að bláu sulturnar fái tevatnið sykurlaust.

    Áfram Liverpool!

    1
  4. Er ekki komin tími á sð leyfa Joe Gomez að spreyta sig á aukaspyrnum???

    1
  5. Enginn áhugi fyrir sigri í þessum leik. Menn ryðgaðir og göngubolti í gangi án áhorfenda til að hvetja menn áfram.

    1
  6. Hvað maður feginn þegar þettatímabil klárast.Skelfilega leiðilegt að horfa án áhorfanda.

    1

Langþráður grannaslagur á sunnudag!

Markalaust á Goodison