Það er ekki mikið af frétta þennan morguninn, menn keppast við að hrósa Liverpool eftir þennan frábæra leik í gær, Pennant er ennþá orðaður við Real, ennþá er verið að hræða okkur með sögum af Heskey og endurkomu hans á Anfield, slúðrið bendlar Glen Johnson sterklega við okkur og já STEVEN GERRARD á að hafa verið handtekinn í nótt!!!
Er 1.apríl eða?
Ég myndi nú telja hann ólíklegasta manninn í Liverpool liðinu til að lenda í svona bulli og held að það sé nú best að fá hans hlið á þessu. Hann var handtekinn ásamt fimm öðrum, gisti í fangaklefa í nótt og er víst í yfirheyrslum núna!
Uppfært:
Gerrard var sleppt úr haldi rétt fyrir miðnætti. Hann er sagður hafa verið edrú og í góðum gir rétt áður en átökin áttu sér stað. Upptökin virðast vera þau að hann bað um að fá aðgang að geislaspilara staðarins. Þetta er frekar óljóst ennþá en það sem skiptir máli fyrir okkur er að hann virðist ekki hafa tekið beinan þátt í barsmíðunum og líklega er þetta ekki neitt stórmál hvað Liverpool FC og FA varðar.
Þessi grein sem ég vitna í endar með þessum ummælum eins af gestum staðarins:
John Watts, whose daughter Eve had been celebrating her 35th birthday at The Lounge Inn, said Gerrard appeared to be sober and in good spirits shortly before the alleged attack.
He said: “When Steven Gerrard found out it was my daughter’s birthday he bought her a bottle of champagne. He seemed in very good spirits. He wasn’t drunk at all. He and his party were in a separate room and I believe some of the people who were with him were footballers, though I couldn’t name them.”
Mr Watts, who left the venue 15 minutes before the alleged fight, added: “It was a really civilised occasion in a middle-class bar.”
Eins og flesta grunaði held ég að fyrirliðinn okkar hafi nú ekki verið að berja mann og annan í gær, auðvitað smá áhyggjuefni hversu lengi hann sat inni, en það er kannski vegna þess að hér á landi fá menn líklega að dúsa svona eins og fimm mínútur í löggubíl fyrir svipað athæfi þar sem mönnum er sagt að skammast sín bara.
Annars held ég að tjallinn ætti að fara skoða þetta tónlistarval hjá sér, var ekki íslenskur DJ í svipuðu máli um daginn? :p
Uppfært aftur: Því miður var ég líklega ekki alveg að fara með rétt mál þar sem það virðist vera að Gerrard sé einn af þeim sem var kærður. Vonum það besta, ég kem seint til með að trúa líkamsmeiðinum upp á fyrirliðann okkar, svo mikið er víst.
Uppfært 12:15 – Klúbburinn stendur heilshugar með fyrirliðanum eins og við var að búast, hér er þrællöng tilkynning frá klúbbunm í heild sinni:
“Steven has been an outstanding servant to Liverpool for the last 10 years and the club will give him all the support he needs at this time.”
Voru menn en ekki bara að halda upp á stórsigur og vera efstir í deildinni um áramót.
Saklaust hjá fyrirliðanum!!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL ÞIÐ ERUÐ BESTIR!!!!!!!!!!!!!!!
OG AGGER TIL AC MILAN http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1102524/AC-Milan-set-tie-8m-bid-Liverpool-defender-Agger-replacement-Nesta.html?ITO=1490
Þessir strákar fá nátla engan frið frá einhverjum fullum og feitum bullum. Vonandi að hann hafi komist klakklaust frá þessu!
Auðvitað finnst okkur, sem sjálfir hafa lent í smávegis átökum á djamminu og jafnvel þurft að dúsa í klefa eins og eina nótt, þetta ekkert tiltökumál en þegar þetta eru frægir menn og ég tala nú ekki um mann sem á að vera fyrirmynd ungra barna um víða veröld þá gæti þetta dregið einhvern dilk á eftir sér.
En persónulega þá fyrirgef ég honum.
Við vitum nú akkurat ekkert um þetta ennþá, hversu mikið Gerrard tók þátt í þessu og eins hvort þessi blessaði skoti hafi bara “átt þetta skilið” (þ.e. gerði eitthvað sem skilaði sér í því að hann fékk eins og einn gúmoren)!
Ef að Jermaine Pennant fer til Real Madrid skal ég … ja ég hreinlega veit ekki hvað væri viðeigandi slíkur er súrrealismi þessarar fréttar.
Fróðlegt verður að heyra fréttir af þessu máli SG í dag, en ljóst er að hann er verulega hataður af mörgum á Merseyside sem ekki halda með Liverpool. Við lestur ævisögu hans og líka kafla í bók Carra heyrir maður af ofboðslegum ágangi og dónaskap sem hann þarf að þola, sér í lagi frá aðdáendum United og Everton.
Auðvitað er hann fyrirmynd og ætti ekki að lenda í neinu, en við verðum líka að átta okkur á því að þessir drengir eru mannlegir og ekkert sjálfgefið að maður geti setið undir öllu.
Gerrard er “fiery character” og hefur alla tíð verið, ef hann kom líkamlega heill út úr þessu er ég viss um að þetta atvik verður eitthvað sem styrkir hann. Um leið og maður á aldrei að samþykkja ofbeldi, er ég sannfærður um að hann er sú týpa sem styrkist í mótlætinu og hann verður enn ákveðnari í því að gleðja aðdáendur sína!
Þetta er nú samt nokkuð heimskulegt hjá honum. Ef hann verður dæmdur sekur gæti hann orðið nokkuð lengi inni. Liverpool stjórnin sektar hann örugglega og vona að þetta gerist aldrei aftur. Vona bara að hann tók lítið sem engan þátt í þessu. Annars bara 2009 í 1sæti!!
Sammála höfundi. Hélt að Gerrard væri sá síðasti til að standa í svona löguðu. Þó svo að maður viti ekki mikð að þá hlítur hann að hafa tekið eitthvað þátt í þessum slagsmálum, þar sem hann gisti fangageymslur. Býst fastelga við því að hann hefur verið drukkinn og því látinn sofa úr ser áður en að hann er yfirheyrður frekar, ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal og að hann læri af þessu, gaurinn er fyrirliði(reyndar besti fyrirliði sem lið getur haft) og hann er fyrirmynd utanvallar líka
Er ekki líklegasta scenarioið að einhverjir vinir hans frá þessu breiðholti sem hann ólst uppí hafi verið að rífast við einhvern fávita sem hefur verið að abbast upp á hann. Það hafi endað með því að þessi maður hafi verið kýldur í framan ( skv. flestum fréttum les maður út að hann sé með blóðnasir og glóðurauga c.a. þrátt fyrir að reynt sé að gera meira úr því). Gerrard hefur varla tekið mikinn þátt í þessu sjálfur og ég held að Gerrard muni ekkert sitja neitt inni eða annað í þeim dúr. Hann mun losna í dag og það mun nánast verða það síðasta sem við heyrum af þessu máli.
Ég ætla að hann vona að hann hafi verið að berja Scholes eða Ferguson
sammála Jóhanni nr 10.
Held að Gerrard hafi einmitt verið með félögum sínum (vona það) og að e-r hafi drullaði yfir Stevie og þeir bara tekið hann og buffað hann…
Vona þetta…
Af fréttinni að dæma var hann einn sexmenninga sem handteknir voru. Það kemur í raun hvergi fram hvort hann hafi verið árásarmaður sem slíkur eða atburðarrásinni lýst frekar. Það gæti svosem verið að hann hafi barið aðra Neville systurina með hinni, en hver gæti staðist það?
Ég er svosem ekki sammála því að Gerrard sé sá síðasti í liðinu til að lenda í slagsmálum, en ég held að hann viti allt of vel hvað það myndi þýða að láta misvitrar fótboltabullur æsa sig út í slagsmál og læti.
10, er nokkur ástæða að skjóta inn kommentum um hverfi í Reykjavík? Umrætt hverfi, með 25 þúsund íbúa, er friðsæl íbúabyggð þar sem örfáir einstaklingar sem þar búa eru stundum að fremja glæpi. Veit um allavega tvö önnur hverfi í Reykjavík þar sem fleiri afbrot eru framin og ég er handviss að miðað við höfðatölu eru mörg svæði hættulegri en Breiðholtið.
Er ekki viss um að þeir Breiðhyltingar sem lesa kommentin hér gleðjist yfir því að vera taldir líklegir ofbeldismenn….
Alveg rétt, Breiðholtið er ekkert verra hverrfi en hvað annað og það á bara að fara varlega með hvað maður segir hérna, eða það finnst mér. Ég veit ekki hvað er mikið að marka þessar fréttir af SG, en það var á sky rétt áðan að það væri búið að kæra SG, maður verður bara bíða og sjá hvað kemur út úr þessu, vonum bara það besta. Afram SG og Liverpool…
Akkúrat, rétt hjá nr 15. Þar að auki held ég að Gerrard hafi alist upp í nokkuð góðu hverfi minnir mig…
Takk Maggi. Hafðu heiður fyrir vörnina.
Gerrard er ekki ólíklegasti liðsmaður Liverpool til að lenda í stympingum. Sami karlinn er örugglega seinþreittari til vandræða en Gerrard.. :-). Mér þykir ólíklegt að Gerrard sjálfur hafi látið hendur skipta. En hvað er fyrirliðinn að flækjast á pöpp um miðjar nætur kominn með vel í báðar tærnar!? Ef hann hefur setið inni í nótt til að láta renna af honum þá hlýtur hann hafið fengið sér all hressilegi neðan í því og það truflar mig meira en einhver fætingur.
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2008/12/29/steven-gerrard-we-must-enjoy-leading-way-liverpool-fc-latest-100252-22564711/
Hann er varla staddur á Anfield í dag að segja þetta fyrst hann á að vera í fangelsi! hehe
Langar aðeins að fá athugasemdir hinna, fjölmörgu akureyringa, sem lesa þessa góðu síðu. Um ummæli varabæjarfulltrúa Akureyringa.
http://sailor.blog.is/blog/sailor/entry/756563/
Jæja hver er snillingur í veðmálum hér inni.
Ég fékk vitrun og held að liverpool vinni þrennuna þetta árið og já mig langar að veðja uppá það. verst að ég hef aldrei gert það áður og sé ekki að það sé hægt á þessum helstu síðum. Það er jú hægt að veðja á að þeir vinni hvern titil fyrir sig en ekki hina frægu Þrennu. Gaman væri ef einhver gæti fundið stuðulinn á þessu 🙂
Það má nú ekki gleyma því að ýmsir góðir knattspyrnumenn hafa komið úr Breiðholti, Rúnar Kristinsson, Pétur Arnþórsson, nú var ekki Eiður Smári í ÍR.
Ef Gerrard væri úr Fellahverfinu væri Leiknir orðinn einn af allra stærstu klúbbum landsins, ekki bara klúbburinn með stórasta hjartað !
Það er ljótt að Gerrard lendi í svona, en við skulum vona að hann hafi bara verið saklaus áhorfandi !
Ég er alveg nett pirraður á þessu Gerrard dæmi, þetta kemur á versta tíma og ef þetta er satt finnst mér að hann eigi ekki að fá neina sérmeðferð hjá LFC, menn verða að taka afleiðingum gjörða sinna. Ég vona samt að sjálfsögðu að fyrirliðinn hafi komið sem minnst nálægt þessu!
Gerrard er sennilega langt því frá ólíklegastur til að lenda í svona dæmi. Fékk hann ekki einhvern glæpamann um árið til að redda sér úr klípu þegar einhver sækópati ætlaði að berja hann út af stelpumálum?
Mig minnir nú að einhver hafi boðist til þess að gera það fyrir hann og hann neitað því, eða var það Carra? :S
En varðandi þetta “grín” hjá bæjarfulltrúanum þá vill hann meina að þetta hafi verið léttur brandari. Mér finnst þetta frekar ódýr afsökun hjá honum.
En kannski er þetta svipað og með Alonso grínið sem gekk í gær sem sumir féllu fyrir.
Engin veðmálasérfræðingur mættur á svæðið sjá #20
🙂
Um hvað ertu að tala?-ahh sé það núna, bölvuð sían faldi þetta.
Hljómar eins og maðurinn sé að reyna að kynda aðeins í poolurum……eða sko hann hljómar reyndar eins og fávís besservisser en er eflaust að reyna að kynda í mönnum
Mesti leikari deildarinnar handtekinn. Magnað.
Ha!!!
Voru Ronaldo og Eboue líka teknir?
Didier Droppa? Var hann handtekinn?
Vonandi er þetta stormur í vatnsglasi.
Glen Johnson held ég að myndi styrkja liðið, búinn að vera frábær með Portsmouth.
Já víðir skipstjóri er ágætiskall þó svo að hann haldi með United. Mér er nákvæmlega sama hvort hann sé vara-aðstoðar-bæjarfulltrúa fulltrúi, eða hvað hann nú er. En það breytir ekki þeirri staðreynd að það er ekkert hægt að ræða um fótbolta við þennan mann. Það hef ég prófað sjálfur. 😉
Annars hef ég lítið um málið að segja á þessari stundu, en kem með fréttir um leið og Steven Gerrard hringir í mig til að spjalla um málið.
Carl Berg
Magnaðir á Stöð 2… segja í fréttayfirlitinu Gerrard hafi verið handtekinn fyrir að gefa manni kjaftshögg… mjög fagleg vinnubrögð
Tek undir með Magga #14. Og þetta er stormur í vatnsglasi.
Sammála Jónsa #32. Mjög asnaleg frétt. Það voru 6 menn handteknir, grunaðir um að meinta líkamsárás og síðan kemur Stöð 2 og fullyrðir að Capt. Fantastic hafi gert þetta. Lágmark að fara inn á BBC og gá a.m.k. hvort eitthvað er komið, áður en þú kemur með svona.
14 Maggi ég held að íbúar Huyton séu ekki sáttir við að vera stimplaðir ofbeldismenn eingöngu vegna þess í hvaða hverfi þeir búa eins og þú gerir. Ég talaði aldrei um að íbúar Breiðholts né Huyton væru ofbeldismenn mér finnst þessi hverfi bara um margt mjög lík. Bæði stór og mikil hverfi sem hafa alið af sér fjölmarga góða knattspyrnumenn. Leiðinlegt þegar menn lýsa sínum eigin fordómum svona óafvitandi útaf saklausum ummælum.
35.
“þessu breiðholti”. Með litlum staf. Ég sé allavega að fleiri en ég tóku eftir þínu orðalagi.
Svo ætla ég takk að biðja þig um að reyna ekki að halda því fram að ég sé með fordóma fyrir Breiðholti, hvað þá Breiðhyltingum. Bjó þar í 4 ár og starfaði þar í rúm 9 ár og get lofað þér því að það er flottur staður!
Staðfesti hérmeð að Breiðholtið er best, eintómir snillingar sem alið hafa manninn þar. Nema kannski í bökkunum, þar býr óþjóðalýður!
36
Einmitt, þessu hverfi sem svipar svo margt til Breiðholts. Úthverfi Liverpool borgar (reyndar sér bær í raun) austan frá. Meðallaun undir meðaltali borgarinnar og menntunarstig aðeins lægra en meðaltalið. Mér finnst meira hallað á Huyton í þessari umræðu en Breiðholtið. Þetta er ekkert vont hverfi og ekkert á við t.d. Toxteth sem Fowler vinur okkar er frá, eða Bootle hverfið hans Carragher.
Kapteinn Grjótharður hefur bara verið að bakka sína menn upp á pöbbnum eins og hann gerir inni á vellinum og ákveðið að láta sig ekki hverfa þó félagarnir láti einhvern óheppinn félaga fá smá tusk.
Áfram LFC!
Hver var það hjá Stöð 2 sem las fréttina?
Logi Bergmann unitedmaður hafði gaman af málinu öllu og Gaupi las svo fréttina.
Munurinn á fréttinni hjá Stöð2 og RÚV lýsti auðvitað mun á fréttamennsku stöðvanna tveggja almennt, því miður.
En ég hef orðið eilitlar áhyggjur af því að karlanginn er ekki enn kominn heim, nú væri gaman að vera á The Park að heyra hvað gengur á þessa stundina í borginni!
En Glen Johnson yrðu góð kaup og Bakkarnir eru auðvitað það besta í Breiðholtinu!!! 😀
Kostulegar umræður sem eru í gangi hér og þar um internetið. Fermingarbörnin á http://www.manutd.is vilja sjá Steven Gerrard í nokkra ára fangelsi og Moggabloggararnir eru að sanna sig sem samansafn af heimskustu pennum Íslands í dag.
Eina sem ég vil segja er, saklaus uns sekt er sönnuð.
p.s. Það væri gaman að heyra sögurnar sem ganga í Liverpoolborg akkúrat þessa stundina, eitthvað sem gæti kannski sagt manni hvað nákvæmlega gerðist. Og mikið vildi ég vita hvort að Gerrard væri enn inní klefa.
Talandi um leikaraskap …. þá var Ronaldo að gera tilkall til óskarsverðlauna nú rétt í þessu …. jeminn eini.
þessi varabæjarfulltrúa Akureyringa
er auli Man fan auli
Þetta eru slæmar fréttir en auðvitað bíða allir vitibornir menn eftir frekari fréttum af málinu. Það kemur auðvitað enn mjög margt til greina og ef til vill er þetta ekki mjög alvarlegt fyrir Gerrard. Hvað einhverjir slefandi fávitar, sem halda með Man Utd, segja um málið angrar mig ekki mikið.
Ég get nú ekki sagt að ég sé ánægður með Gerrard. Mörg ágæt sjónarmið hérna, en ef maður skoðar málið hlutlaust þá er þetta ekki sniðugt hjá honum. Þó eflaust rangur maður á röngum stað. Örfáir dagar í næsta leik þótt eflaust hafi leikmenn mátt fá sér í tána. Ef fröken Ronaldo hefði verið í svipuðum aðstæðum þá hefði maður nú innst inni vonast eftir að hann missti af nokkrum leikjum þannig að það er eðlilegt að Scums voni slíkt hið sama. Fyndið bara, því þeir eru ekkert í toppbaráttunni:P. Væri eðlilegra að heyra þetta frá Chelseamönnum…
Tek undir með nr. 31 ekki láta Víði æsa ykkur upp hann er einn af þessum rosalegu leiðinlegu united mönnum sem finnst ekkert skemmtilegra en að æsa Liverpool menn upp en svona utan við það alveg toppmaður. Allir hafa sína galla og hans er það að halda með united.
46
Er ekki líklegt að Gerrard hafi átt að fá bara frí í næsta leik eða í það minnsta vera á bekknum og þess vegna hafi hann fengið leyfi til þess að skemmta sér þetta kvöld. Sá átti það allavega skilið. Jólatörnin búin þar sem þessir leikmenn fá lítinn sem engan þátt að taka í gleðinni. Verða líklega að vera rólegri en andskotinn á gamlárs.
það var pooottþétt gert stóórann úlfalda úr pínulítilli mýflugu..
Samt skrítið að honum sé en haldið í steininum næstum sólahring seinna,það seigir manni að þetta sé eitthvað meira en smá slagsmál sem átti sér stað..Meina maðurinn var valla það fullur að hann sé en látinn bara sofa úr sér í grjótinu…Svo ég er annsi hræddur um að þetta sé eitthvað meira og verra en maður heldur
Jæja. Þá er komið upp úr dúrnum að upptökin að þessu voru væntanlega hjá Gerrard. Og ástæðan? Jú, hann vildi fá að ráða tónlistinni á barnum.
Ástæðan fyrir því að Gerrard, eins og öðrum sem voru handteknir, er haldið allan daginn er væntanlega sú að það þurfti að yfirheyra marga til þess að komast til botns í því sem gerðist.
http://www.timesonline.co.uk/tol/news/uk/crime/article5415935.ece
Það er heilmikil grein um þetta á dailymail og þó það sé kannski ekki áraðanlegasti miðillinn þá lítur þetta amk ekki svo illa út þar fyrir Gerrard en þar stendur m.a. :
A police source said: ‘Mr McGee retaliated and swore at Gerrard, which was when Gerrard’s mates turned violent and assaulted him.’
Friends of the England star insisted he had been reacting to provocation and had thrown no punches himself. Mr McGee was taken to hospital where he received four stitches to his forehead and treatment on a cut nose, swollen eye and a dislodged tooth.
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1102512/Pictured-moments-arrest-bar-brawl-Footballer-Steven-Gerrard-posing-young-fan.html
Maður veit ekki hversu mikla sök hann á af þessari handtöku og líklegt verður að teljast að hann hafi frekar verið að skakka leikinn en e-ð annað. Fyndnast er samt að menn eru að reyna að blanda Ronaldo og Eboue í málið, þegar alþjóð veit að Gerrard á það til að láta sig falla og það er minnst á það reyna menn um leið að snúa út úr hlutunum eins og 6.ára nei bíddu, 3.ára krakki sem allt þykist vita.
Kæmi mér ekki á óvart að Rafa hafi verðlaunað Gerrard fyrir stjörnuframmistöðu gegn Newcastle með því að gefa honum 1 frídag.
Síðast þegar Rafa gerði þetta fyrir leikmenn Liverpool endaði það líka í ofbeldi! Bellamy lamdi aumingja John Arne Riise með golfkylfu í æfingabúðum á sólarströndum Spánar.
Maður spyr sig hvort Rafa sé með svipu á lofti á æfingum og píni okkar menn áfram. Það virðist allavega einhver ödipusarduld brjótast fram hjá leikmönnum Liverpool þegar þeir fá sér aðeins í tánna. 🙂
Það að Gerrard sé enn rúmlega sólarhring seinna í varðhaldi getur þýtt þrennt;
1) Lögreglustjórinn er Man Utd maður.
2) Lögreglustjórinn er athyglisjúkur eða vantaði high-profile mál til að fá hærri fjárveitingu fyrir 2009.
3) Þetta er grafalvarlegt mál og Gerrard tók virkan þátt, annaðhvort persónulega, gefið skipun eða þekkir alla málsaðila og veit nákvæmlega hvernig hlutirnir æxluðust.
Einhvern veginn fer þetta allt saman, þó margur efist á tímabili. Vona að við sjáum fréttatilkynningu í fyrramálið um að Gerrard verði laus allra mála og þetta mál styrki hann í mótlætinu og Gerrard leiði liðið til meistaratitils í vor.
Fyrir það fyrsta skil ég þetta ekki alveg hjá þér (enda bara 3.ára og þetta er sett fram af líklega 6.ára pjakk)
En er svo mikill munur á barnaskap/gríni/böggi í kommenti 27 og 28?
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/liverpool/4016628/Steven-Gerrard-released-by-police-following-Southport-brawl.html
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/liverpool/4017060/Steven-Gerrard-released-from-custody-after-questioning-over-alleged-brawl.html
hann er amk laus, spurning hvernig stemmingin verður þegar hann labbar inn a melwood a morgun 🙂
LONDON — Liverpool captain Steven Gerrard has been charged by police with assault and affray over a brawl outside a bar that left a disk jockey hospitalized with facial injuries.
Merseyside police announced the charge early Tuesday — 24 hours after Gerrard was arrested in Southport while celebrating Liverpool’s emphatic 5-1 victory at Newcastle on Sunday that extended its lead atop the Premier League to three points.
A police official told The Associated Press that Gerrard was charged with assault and occasioning actual bodily harm.
Linkur á umræðu um þetta http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=234822.0
Gerrard ákærður af lögreglu?
http://www.usatoday.com/sports/soccer/2008-12-29-2049126523_x.htm
Ég hef lýst því yfir áður á þessari síðu, Gerrard er frábær fótboltamaður og leiðtogi inni á vellinum en hann hefur greinarvísitölu á við notaðan túrtappa.
Já og miðað við þetta svar er þín ekki mikið hærri. Þú veist nákvæmlega ekkert hvað gekk á.
Það er búið að kæra skunkinn, svo er þetta svo óþolandi mál með öllu og kemur á svo slæmum tímapunkti að hann hlýtur að vera seinfær.
Get.. a.. grip, þvílík móðursýki og þvæla. Til hvers að vera að geta sér til um hvað gerðist og koma með einhverjar yfirlýsingar, uppnefningar og dæma hann heimskan.. þvílík hræsni.
Jæja.
Ýmislegt að verða skýrara, en þó líka einhver vafi á því hvert hlutverk fyrirliðans var. Miðað við lestur manns í nótt og í morgun er líklegast að náungi sem stjórnaði músíkinni á þessum næturklúbbi hafi ákveðið að SG fengi ekki að fá óskalögin sín spiluð og síðan atað hann þvílíkum skít að vinir Gerrards óðu í málið og hann dróst svo inn í það. Því miður virðist starf Gerrards hafa verið upptök þess að umræddur plötusnúður brást illa við beiðni um Whamlag, eða hvað annað sem fyrirliðinni vildi heyra!
Miðað við það sem að upplýsingar um ensk lög segja hefði SG getað játað á sig þann verknað sem löggan sakaði hann um og þannig losnað úr steininum. Það að hann var svona lengi bendir til að talsverðar yfirheyrslur hafi farið fram og sök ekki legið á hreinu.
Hins vegar eru þeir sem á barnum voru sammála um það að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi, SG hafi verið bláedrú og í góðu skapi. Í “prívatpartýi” í litlum sal á staðnum og m.a. ákveðið að gefa afmælisbarni sem hann ekki þekkti kampavínsflösku.
Menn hér eru að ræða persónu Steven Gerrard. Ég skora á þá að ná sér í ævisögu kappans og kíkja svo á sjónvarpsþáttinn um hann. Gerrard hefur verið talinn skera sig úr á meðal leikmanna enska landsliðsins og LFC sem rólegur fjölskyldumaður sem varla snertir áfengi og er lítið úti á lífinu. Ég veit ekki hvort þið hafið séð myndir af hans gullfallegu konu, enda er hann ekki mikið að hendast í blöðin.
Enda er búið að veita honum orðu afar ungum fyrir að vera góð fyrirmynd og í fyrra fékk hann heiðursnafnbót frá John Moores háskólanum í Liverpool. Hann var einn af sendiherrum Liverpoolborgar sem menningarborgar Evrópu 2008 og sem slíkur hefur hann komið nokkrum sinnum fram til að ræða um mál hennar. Ekki er langt síðan hann fjallaði um þá von sína að glæpum í borginni, sem hafa verið margir, fækki mikið og þá sérstaklega ofbeldisglæpum.
Fyrir hann að lenda í slíku máli er verulega erfitt held ég, fyrst og fremst fyrir hann sem fjölskyldumann og stoltan Liverpoolbúa. Hann veit nákvæmlega hvað það er að vera fyrirliði LFC og fyrir hvað slíkir menn standa. Ég hlakka mikið til að sjá hvort hann eða félagið tjáir sig í dag, kannski er það honum einfaldlega of erfitt…
Aðrir íþróttamenn hafa lent í slíkum málum. Veit ekki hve margir muna eftir fangelsun Tony Adams þegar hann var fyrirliði Arsenal eða kæru á hendur Kobe Bryant. Þessir menn höfðu sama status og okkar maður þegar þeir lentu í sínum vanda. Voru fyrirliðar stórliða og heimsþekktar stjörnur.
Ég vona að SG fái sama stuðning frá liði sínu og þessir menn fengu, og að við aðdáendurnir leyfum fyrirliðanum okkar að njóta vafans og komum honum í gegnum þetta erfiða tímabil með stuðningi sem aldrei fyrr.
Ef einhver á þann stuðning skilið undanfarin ár er það Steven Gerrard!
duddi, hlustaðu á Ella það er engin sem veit nákvæmlega hvað gekk á þarna en það er ekki þar með sagt að það sé hægt að réttlæta þetta sem skeði, en við skulum spara stóru orðin og svo er það nú bara þannig þegar Bakkus er með í för þá ræður hann yfirleitt… það er alveg sama hvar menn eru í lífinu það getur öllum orðið á og þá taka menn út rfsingu fyrir það. En að skíta fólk svona út er ekki stórmannlegt og á engan rétt á sér hér… að mínu viti…
Plötusnúðurinn hefur örugglega verið að spila lyftutónlist eftir Simply Red (Skum).:)
Gerrard gaf honum smá olbogaskot svo voru aðrir sem kláruðu dæmið. Ef marka má (Daily Mail). Og talað um að Gerrard hafi verið almennt spakur.
Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði þetta aldrei verið gert svona mikið úr þessu.
Maggi, nákvæmlega rétt hjá þér og þeir sem eru að hrauna yfir SG í stað þess að standa með honu þá skil ég ekki hann þarf allan stuðning sem mögulegt er og hann hefur hann 200% frá mér. Læt hérna fylgja málshátt sem ég heirði einu sinni, en bara í góðu…
Það er oft betr að þeigja,
og vera álitin vittlaus.
Heldur en að tala,
og taka allan vava af.
Áfram Liverpoll og SG…
Maður vill helst ekki trúa neinu slæmu upp á Gerrard, en það fellur um sjálft sig þegar í ljós kemur að Phil Collins er í uppáhaldi hjá manninum…
http://www.guardian.co.uk/football/2008/dec/29/steven-gerrard-arrest-bar-brawl-fight
Tek heilshugar undir kommenti Magga (nr. 65), enda mjög traustur penni þar á ferð að mínum dómi. Babu heldur áfram að brillera í tilsvörum og komment hans gegn Gazza er flott! ástæðan fyrir að nafn ronaldo og drogba og ebbbúu´´uú … komu til var komment 27 og því var skýrt svarað í 28. Ótrúlegt að taka þetta svona upp, gazzi.
En kæru stuðningsmenn Liverpool … S.Gerrard á allan okkar stuðning skilið! Hiklaust!
Leiðindamál en hann og aðrir eru saklausir uns sekt er sönnuð!
Ég tek það fram að ég hef EKKERT álit á Daily Mail og tek þann miðil ekki alvarlega, enda reyna þeir að selja þetta með sleggju um að Gerrard gæti átt yfir sér 5 ára dóm.
En ég trú því sem komið hefur fram í nokkrum miðlum (t.a.m. DM í þessum link) að þessi blessaði DJ sem var laminn er harður United maður. Þar með lítur málið bara aðeins öðruvísi út fyrir mér og ég stórefa að sá kappi sé alveg saklaus og þetta snúist bara um að Gerrard hafi ekki fengið að hlusta á Phil Collins.
“Ekki” að ég sé að alhæfa neitt um einn ákveðinn flokk manna en….ALDREI treysta United mönnum. 😉 Þetta er svipað og Jón Gnarr sagði um danina…..hverjum er ekki sama þótt United maður sé barinn niður í bæ? 😉
(í guðs bænum farið ekki að taka þetta of hátíðlega og fara benda mér á að barsmíðar séu aldrei réttlætanlegar)
Ánægður með fyrsta skref liðsins okkar!
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N162692081230-1208.htm
Hann hefur bara viljað hlusta á “In the Air Tonight” enda klassalag með einu besta trommutakti veraldar. Nú eða “Sussudio” sem er annars schnillari. En þetta kemur á afar lélegum tímapunkti og ég vona svo sannarlega að hann verði fundinn saklaus. Bömmer.
Svo er einhver farinn að nota Súri sem viðurnefni hér. Taka það fram að það er annar súr gaur. Enda notar hann ekki Z.
Árið.
Þetta er ekki flókið ef að Gerrard hefur lamið einhvern þá hefur viðkomandi aðili örugglega átt það skilið. Menn hafa fengið á kjaftinn fyrir minna tilefni en að vera Man Utd fan.
Líkt og Babú frábið ég mer comment um að barsmíðar eru ekki réttlætanlegar.
Hið versta mál, því sekur eða saklaus, þá hrista svona mál upp í sálarlífinu hjá mönnum, og ekki ólíklegt að hinn góði taktur sem drengurinn var í á knattspyrnuvellinum raskist við þetta. Gerrard er einfaldlega lang mikilvægasti leikmaður Liverpool, og ef hann hikstar, þá hikstar liðið með.
Auðvita geta allir góðir drengir misst stjórn á skapi sínu og ég tala ekki um þegar að menn eru æstir upp af einhverjum sem er í því alla æfi að úthrópa mann og annan. En það á eftir að koma í ljós hversu alvarlegt þettað er, við bíðum bara og áfram LIVERPOOL og GERRARD
Hey! Toggi í #37 – Þetta var óþarfi 🙂
Thetta mal er natturulega ekkert annad en tyttlingaskitur og kaemist ekki einu sinni i baejarbladid a Siglufirdi, nema akkurat af thvi ad thad var Stebbi G. sem atti i hlut. Vidurkenni reyndar fuslega ad thad var adeins farid ad fara um mig a timabili thegar hann var buinn ad vera i steininum i naestum solarhring en nu er hann komin ut og einhver minnihattar fordaemiskaera verid gefin ut.
Maggi, komment 65: Gerrard er sa botboltamadur sem eg ber mesta virdingu fyrir i ensku deildinni og thad lidur ekki sa leikur sem eg thakka gudi fyrir ad hafa annan eins knattspyrnumann i uppahalds lidinu minu. En kommon, thad er eins og thetta komment thitt se skrifad af kolgedveikum stalker sem langar bara ad giftast greyid drengnum. Menn mega nu adeins vara ad roa sig………
Það er lítið að frétta þegar aðalfréttin er að:
A – ABBA spilandi United maður er laminn í Liverpool! (hvernig getur hann ekki átt smá dangl skilið?)
B – að breti missi tönn eftir slagsmál á bar!
C – lítið menntaðir “ruddar” frá Liverpool gisti fangageymslur eins og eina nótt!
🙂
Steve Gerrard fer á bar í Southport og hundrað Íslendingar fá móðursýkiskast.
Fiðrildi, vængir, Kína, stormur, hnattvæðingin í sinni tærustu mynd. 🙂
Ég lenti í slag í bíó á árinu, Rambo 4 hvorki meira né minna. Alveg án þess að ætla það. Býst þó við að Stevie G verði fyrir örlítið meira áreiti á almannafæri.
Ekki í 800 og 801 Daði, klárlega ekki!
Þetta kennir mönnum bara að vera ekki að fokka í Steven Gerrard. Hafa þeir ekki hlustað á lagið okkar:
sko.. ef það er einhver maður sem getur höndlað þetta þá er það Gerrard!! Maðurinn kemur tvöfaldur til baka að mínu mati!!
Sælir félagar
Ég vil þakka Magga fyrir að reyna að halda mönnum við jörðina í umfjöllun um þetta mál.
SG er eins og allir aðrir saklaus þangað til/ef sekt hans er sönnuð. Það er ekki ástæða til að æsa sig yfir bulli manna sem eru með kíkinn fyrir blinda auganu. Athugasemdir þeirra og sleggjudómar lýsa þeim betur en heil bók.
SG er afburða íþróttamaður, og hefur verið til fyrirmyndar í hvívetna. Að ætla að dæma hann eftir afar óljósum frásögnum af atburði sem getur hent alla að lenda í er besta falli vafasamt og í versta falli afburðaheimska.
Það er nú þannig
YNWA
He’s Big, He’s Hard.. Don’t Mess With Steven Gerrard!!!
Mikið óskaplega fara fréttirnar á stöð 2 í taugarnar á mér. Annan daginn í röð fjalla þeir um málið. Í kvöld sagði Hans steinar “5 ára fangelsi” í þrígang. Halda menn virkilega að einhver í hinum vestræna heimi fái 5 ára fangelsi fyrir það að berja tönn úr manni og hvað þá ef þú varst ekki sá sem veittir höggið????
Það er meira fjallað um þetta en þegar Leedsararnir hálf drápu einhvern krakka hérna um árið.
Djöfuls bull.
Alveg óháð þessu Gerrard-máli þá er hálfkjánalegt hvað margir hérna sjá það sem e-a málsbót að þessi DJ hafi ögrað Gerrard. Hvaða orð getur einhver ókunnugur sagt við mann sem verða þess valdandi að maður beitti ofbeldi á móti? Hvað getur e-r manneskja mögulega sagt til þess að það sé skiljanlegt svar að berja hana? Er það einhver afsökun fyrir Zidane jafnvel þótt Materazzi hefði kallað mömmu hans hryðjuverkah0ru?
Menn þurfa aðeins að hemja testósterónið í sér…
Kjartan, fyrir það fyrsta þá er ég nú á því að Materazzi hafi alveg fengið það sem hann átti skilið frá Zidane og finnst þetta ekki neitt geggjað dæmi hjá þér, verst bara að þetta var akkurat það sem Materazzi var að biðja um og rúmlega það. Veit ekki til þess að ítalinn hafi fengið eithvað gríðarlega samúð, menn aðallega bara hissa og hneykslaðir að Zidane hafi látið plata sig svona.
Þar fyrir utan var það að öllum líkindum ekki Gerrard sem lamdi DJ inn með bjórflösku….og ég efa það sé farið að gefa fimm ára dóma fyrir það.
Er síðan alveg vitað mál að fyrsta höggið hafi komið frá Gerrard og co ?
Fyrst ætlaði hann að fara frá liverpool, en svo hætti hann við. Það tók smá tíma að fyrirgefa honum það. Liverpool er á þeim stað sem það á heima, þá tekur hann uppá því að láta united aðdáanda ná sér upp og endar í jailinu.
3 strikes and you are out. Taktu þig saman í andlitinu. Við eigum annan snilling sem heitir Torres. Kannski við þurfum ekki svona vandræðagemsa eins og þig Gerrard.
Stöð 2 náttúrulega bara að velta upp skítnum. Segir mest um þá!
Ég aftur á móti ætla að fá að vera ósammála Kjartani. Heimsfrægir knattspyrnumenn eru mannlegir. Ég efa ekki í sekúndu að SG hafi fengið að heyra svívirðingar um sig og sennilega sína fjölskyldu. Everton og Unitedaðdáendur hafa því miður fallið ansi oft í þá gryfju.
Ef ég færi á bar í Reykjavík til að biðja um lag með Sálinni og fengi svívirðingar yfir mig og síðan dónaskap um mig og mína fjölskyldu myndi ég ekki sjálfkrafa labba frá held ég…
Púkinn á öxlinni hugsar sitt….!! Hann hefur ímugust á því að vera málefnalegur! So here goes….
Helvítis Scums. Síðan hvenær eru það fréttir að þeir séu barðir á bar í Liverpool borg!!
Sumir íþróttafréttaritarar á Stöð2 eru Asnar.
King Kenny:
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/7805384.stm
Kominn tími á að fá kónginn í starf á Anfield, bara eitthvað starf! Maðurinn er Liverpool í gegn, sannur dýrlingur…
Sennilega er þetta ekki neitt, en úff hvað maður hefði bara viljað sleppa því að þetta hefði gerst á þessum tímapunkti.
Ég verð nú að segja að mér finnst næstum í lagi að ausa yfir menn svívirðingum ef þeir biðja um óskalag með sálinni. Sömuleiðis ef menn biðja um lag með Phil Collins.
Kjánaleg hugsun að halda að það sé réttlætanlegt að bregðast við svívirðingum með ofbeldi, jafnvel þó um sé að ræða dónaskap gagnvart fjölskyldu manns. Réttu viðbrögðin væru auðvitað að labba bara frá svoleiðis dónaskap án þess að gefa því nokkurn gaum, auk þess sem það ber mun meiri merki um styrk og karakter að gera það. Að halda annað er bara merki um vanþroska að mínu mati.
Hinsvegar er svosem ekkert óeðlilegt að menn bregðist við á hinn veginn, þ.e.a.s. með ofbeldi. Stundum ráða menn bara illa við skapið í sér. En það er engu að síður ekki réttlætanlegt.
En burtséð frá því þá höfum við náttúrulega litla hugmynd um hvað fór þarna fram og hve mikinn þátt Gerrard átti í þessu. Skynsamlegast að bíða með að dæma hann þar til þetta skýrist betur.
Þið getið ekki verið að líkja Zidane, Materazzi og Gerrard við sjálfa ykkur og plötusnúðinn. Þetta eru allt atvinnumenn sem eiga að vera vanir að heyra svívirðingar án þess að svara með ofbeldi. Ólíkt því ef Maggi og Babú labba inn á bar og Kjartan fer að tala illa um mæður þeirra. Þá myndi maður alveg skilja að Maggi og Babú svöruðu með ofbeldi! 🙂
Eins finnst mér ekki hægt að líkja Zidane vs. Materazzi í úrslitaleik HM við Gerrard vs. plötusnúð á skemmtistað.
Ég veit bara ekki hvers vegna ég ætti að taka það nærri mér ef einhver deli úti í bæ myndi byrja að ausa úr sér svívirðingum um mig eða mína fjölskyldu. Breytir engu fyrir mig þó að hann gubbi út úr sér e-u misjöfnu um fólk sem hann veit ekkert hver er. Maður labbar bara burt frá svoleiðis rugludalli, alveg sama hver maður er. Ofbeldi er aldrei lausn á neinu og einhver orðflaumur frá ókunnugum er sennilega með verri afsökunum fyrir því.
Það var nokkuð ljóst hvað fór fram á vellinum forðum þegar Cantona tók karatesparkið fræga en ekki sat hann inn fyrir það. Virðist mönnum meira leyfilegt inn á vellinum en utan. Ofbeldi er óafsakanlegt í alla staði að mínu viti og menn ættu að varast að henda steini úr glerhúsi! Sjáum bara til hvernig þetta fer allt og dæmum svo….líka fréttamenn á Stöð 2 og víðar.
Ætli löggan kæri Fuller fyrir að lemja samherja… það voru víst nokkur vitni af þeim atburði segja menn….
Materazzi kallaði mömmu Zidane ekki hryðjuverkahóru. Zidane bauðst til að gefa Materazzi treyjuna sína en Materazzi sagði að hann vildi frekar fá systur hans. Þetta er staðfest af báðum. En það er sama hvað hann sagði þá réttlætir það ekki það sem Zidane gerði….þó þetta hafi verið nokkuð svalt að sjá.
Líklegast finnst mér að hinn hlédrægi fyrirliði hafi setið á sér en vinir hans hafi ætlað að sanna sig fyrir hetjunni og ráðist á blessaðan manninn. Ég trúi ekki öðru en hann hristi þetta af sér…..þ.e.a.s. ef hann fær ekki dóm eða missir af leikjum út af þessu atviki.
En er það semsagt réttlætanlegt að vaða yfir persónu og fjölskyldu fótboltamanns?
Kannski liggur þar kjarninn bara, þessir menn eiga bara að sætta sig við að vera úrhrök í augum annarra fyrir þann stórglæp að vinna við að spila knattspyrnu.
Því miður hefur slíkum uppákomum verið að fjölga og sífellt fleiri knattspyrnumenn orðið fyrir barðinu á heilaleysingjum sem telja sig í rétti að vaða inní þeirra líf á skítugum skónum.
Ósiður sem meira að segja hefur teygt anga sína til Íslands.
Hins vegar gerði okkar ástkæri fyrirliði sig sekan um mistök, og nú er að sjá hvernig hann bregst við. Ég er því afar glaður að sjá að Rafa styður sinn mann algerlega http://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/liverpool/4031713/Rafael-Benitez-backs-Steven-Gerrard-100-per-cent.html og að umræðan er farin að snúast um þær aðstæður sem karlinn var í og vangaveltur um hvernig hann bregst við þeim, http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1103272/Shame-Mr-Perfect-Steven-Gerrards-image-good-gets.html
Svo finnst mér Hans Steinar Bjarnason þurfa að rökstyðja ummæli sín í fréttum Stöðvar 2 varðandi það að SG ætti yfir höfði sér sekt og bann frá enska knattspyrnusambandinu.
Hef mikið leitað í allt kvöld að slíkum ummælum, en engin fundið og er svei mér þá á því að þarna sé um hreinan uppspuna að ræða, sem eru afar ámælisverð vinnubrögð og ekki til að auka álit á fréttastofu Stöðvar 2.
Nokkur högg á lélegann DJ á alltaf rétt á sér ef hann er ekki að spila réttu tónlistina,þetta er maðurinn sem stjórnar stemningunni og ef Steve G nær ekki að skemta sér vegna lélegs DJ þá bara um að gera að buffa hann….Og samkvæmt því sem maður les og heyrir um Carra þá var þessi DJ heppinn að þetta var bara Steve en ekki Carra því þá væri þessi maður væntanlæega ekki til frásagnar:)
Ég er sammála Magga í færslu 91…
Ég persónulega fæ ekki oft yfir mig svívirðingar(nema kannski frá United-mönnum)…
Þess vegna tel ég mig ekki í stöðu til að gagnrýna Gerrard harkalega, þó svo að ég ætla ekki að tala fyrir ofbeldi…Það að fá yfir sig svívirðingar trekk í trekk hlítur bara að hafa áhrif á okkur alla og menn hljóta að hafa einhver mörk þar sem menn missa stjórn á sér…
En hvað um það, ég verð að segja með fréttastofu Stöðvar 2 að hún hefur valdið mér vonbrigðum, alveg glötuð frétt og ekki þeim til sóma – Þetta er bara sama sindrómið og með róteringar Benitez, um leið og breska pressan fór að fjalla um málið þá fóru íslenskir kollegar að taka þá skoðun sem heilögum sannleika án þess að setja neina ritskoðun af stað, enda er búið að afsanna það. Morinho gerði held ég einn skiptingu minna yfir sama keppnistímabil og það sem er enn betra það er þegar þeim er bent á það, þá kúka þeir næstum á sig og rembast við að finna einhverja aðra afsökun…ætli að þeir Gúgli ekki eftir þeim rökum, kæmi mér ekki á óvart!!!
Ekki má heldur gleyma því að atvinnuíþróttamenn hafa það að atvinnu að vera með ofvirkt testósterón. Við getum þess vegna ekki gert þær kröfur til atvinnuíþróttamanna að þeir hagi sér eins og kellingar í kokteilboðum á milli þess sem þeir keppa í sinni íþrótt.
Eftir því sem vitni segir, þá á Gerrard að hafa ýtt við þessum D J með olnboga, og hann þá farið að rífa kjaft sem er náttúrulega heimska, en það talar engin um það, það er bara Gerrard sem er heimskur og heilalaus íþrótta maður, eða hvað? Auðvita eiga menn sem vinna á skemtistöðum (og reyndar allstaðar) að þjóna viðskiptavinum, hann hefði alveg geta spilað eitt eða tvö lög fyrir Gerrard, og málið dautt, allavegana hef ég beðið um lög á skemtistöðum og það hefur hingað til ekki verið vanda mál. En af því að þettað var M U bulla sem þeytti Abba væluskífum og Liverpool leikmaður sem bað um eitthvað annað, þá var um að gera að neita honum, og kasta orðum orðum til hans. þettað kalla ég heimsku eða heilaleysi. Og ef væri svo farið að skýta mig og mína fjölskildu út með eitthvað sem engin fótur væri fyrir, ja tja hver veit nema….Að hann fengi einn á kj….
Jæja drengir, á ekki að setja eitthvað uppgjör ársins eða eitthvað svo við getum hætt að pæla í þessu bulli?
Maggi:
“En er það semsagt réttlætanlegt að vaða yfir persónu og fjölskyldu fótboltamanns?
Kannski liggur þar kjarninn bara, þessir menn eiga bara að sætta sig við að vera úrhrök í augum annarra fyrir þann stórglæp að vinna við að spila knattspyrnu.”
Að plötusnúður úti í bæ ausi svívirðingum yfir fótboltamann og jafnvel fjölskyldu hans þýðir ekki að verið sé að vaða yfir hana. Það þýðir bara að einhver er að tjá sig og fótboltamaðurinn finnur bara nákvæmlega eins mikið fyrir því og hann kýs sjálfur. Fullt af öðrum möguleikum í svoleiðis stöðu en að berja viðkomandi.
Þetta með úrhrökin hljómar nú meira en lítið móðursýkislega. Þetta eru menn sem eru elskaðir og dáðir um allan heim, en þú vilt mála fórnarlambsmynd af þeim af því þeir lenda af og til í böggi. Þú verður að átta þig á því að þekktir einstaklingar verða að sætta sig við að fólk mun mynda sér skoðun á þeim, hver svo sem sú skoðun verður. Raunar verða allar manneskjur fyrir þessu. Þú virðist nú t.d. hafa ansi skýra skoðun á ManU og Everton aðdáendum. Svo ég skýri þetta út fyrir þér: Já, þessir menn verða að sætta sig við að vera úrhrök í augum einhverra fyrir það að spila fótbolta. En þeir fá líka að njóta þess að vera hálfguðir í augum mun fleiri fyrir nákvæmlega sama hlut.
Annars vona ég eins og flestir hérna að þetta sé stormur í vatnsglasi.
Þegar Steven Gerrard ákvað feta braut atvinnuknattspyrnumanns, þá hlaut honum að verða sér ljóst að allt hans atferli yrði undir smásjá fjölmiðla og almennings. Hann yrði opinber persóna eins og stundum er sagt. Sama á við um stjórnmálamenn, leikara, poppstjörnur o.s.frv.
Maður í þannig stöðu á að þola og vera þaulvanur því að svívirðingarnar séu ausnar yfir mann. Ef menn færu að slást í hvert skipti sem svívirðingum um fjölskyldumeðlimi er fleygt fram, þá væri ekki hægt að horfa á knattspyrnuleiki, því það væru bara slagsmál í gangi.
Að grípa til ofbeldis vegna kjaftbrúks er aldrei afsakanlegt. Sama hvað sagt er.
Tommi, þetta er ofsalega einfalt að segja, svona án þess að vita nokkuð um málið, sérstaklega ekki hversu þáttur Gerrard var stór.
Nú er ég ekki Liverpool maður og er bara á því að Steven Gerrard sé saklaus uns sekt hans er sönnuð. Eitt skil ég þó ekki hjá sumum ykkar hérna inni þar sem þið eruð að fullyrða að þessi dj sem var laminn hafi verið að ausa svívirðingum yfir Gerrard ég veit allavega ekki til að það sé neins staðar staðfest og svo er það annað að þó svo að hann hafi verið að því þá réttlættir það aldrei ofbeldi og hvað þá að hópur manns berji mann. Eins og ég sagði áður þá er ég ekkert að fullyrða um sekt Gerrard. Kannski var það Gerrard sem átti upptökinn að öllu saman,kannski var hann að reyna að stilla til friðar og ef hann hefur verið að reyna það þá hefði verið best fyrir hann að labba bara í burt frá þessu því miður. En meir var það ekki og ég óska ykur gleðilegs árs.
Ég trúi vart mínum eigin augum við lestur sumra kommenta hérna inni. Bíddu, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, en erum við ekki að tala um fyrirliðann okkar hann Steven Gerrard? Er það ekki náunginn sem var að ná þeim áfanga að hafa spilað með æskufélaginu sínu í 10 ár? Er það ekki maðurinn sem hefur fært okkur ótrúlegar gleðistundir með framlagi sínu til liðsins og að vera maðurinn sem klikkar aldrei á ögurstundum?
Nú koma fréttir fram með að hann hafi lent í ákveðnum aðstæðum þar sem talið er (samkvæmt flestum blöðum) að einhver ManYoo plötusnúður hafi lent í orðaskaki við hann, ýtt við honum og Stevie svarað með olnboganum og labbað svo strax í burtu, en félagar hans hafi lúskrað á viðkomandi? Ef eitthvað annað kemur í ljós en þetta má kannski endurskoða málið í heild sinni, en miðað við þær fréttir sem eru komnar fram finnst mér alveg með ólíkindum að sumir af LIVERPOOL stuðningsmönnum séu að stimpla hann sem ofbeldismann og eru að reyna að gera eins mikið úr þessu “ofbeldi” eins og hægt er. Ja, svei’attann. Hefði haldið að þessi leikmaður ætti aðeins meira inni hjá stuðningsmönnum liðsins en þetta.
Maðurinn hefur spilað meira en 10 ár sem atvinnumaður, þetta er í fyrsta skipti sem hann lendir í svona aðstæðum og allt bendir til þess að þetta sé blásið þvílíkt upp af fjölmiðlum og að hans “ofbeldi” hafi verið minna en menn sýna á knattspyrnuvellinum í hverri viku. Standið á bakvið ykkar mann, það er nóg af helvítis hrægömmum sem styðja lið andstæðinga okkar sem eru að nýta sér þetta til að drulla yfir okkar mann.
Alveg rétt, gleymdi einu. Hann Hans Steinar félagi minn hjá Stöð 2 fór heldur betur yfir strikið í sinni frétt í gær. Mér finnst alvarlegt mál þegar menn eru jafnvel farnir að skálda í fréttunum, mjög slæmt mál. Þetta kom frá FA um Steven Gerrard:
“The situation regarding Steven Gerrard is that this is currently not even a matter for discussion at the FA,” stressed an FA spokesman. “Nothing has changed since he was charged. If a player is convicted of a serious criminal offence then the issue of his selection for the national team would be considered on its individual merits. But no player is banned from international duty while they are the subject of a police inquiry.”
Hef trú á að þetta sé mál sem er búið hype upp svo mikið að margir eru með vitlausa skoðun á þetta, persónulega held ég að hann verði dæmdur saklaus.
Svo er annað mál og ég held að ég geti farið með rétt mál það veit engin hvað gerðist í raun og Hans Steinar fer þar fremstur í flokki segir bara eitthvað til að lýta út sem flottur fréttamaður meðan við hinir sem höfum verið að kanna þetta aðeins nánar vitum betur. stórlega efast um að við séum að fara sjá eitthvað nýtt Joey Barton mál í uppsiglingu, kannski hefur þessi Man Utd dj ætlað að gera sínu félagi greiða með því að koma Steven Gerrard í jailið, það er hægt að vera með svo margar samsæriskenningar að maður veit ekkert hvað er rétt eða rangt.
Langbest að leyfa þessu máli þróast og mynda svo skoðun um þetta, ekki dæma hann sem Clyde eða Annþór það er varla hægt að líkja fyrirliðanum okkar við þann múg.
væri ekki réttast að senda bara menn á þennan helvítis apagölt á stöð 2! Er hann með heimasíðu þessi ljóti asni?
Þú ert greinilega miklu betri maður en hann Grétar Örn ef marka má þessi orð þín hér að ofan!
Amen meistari SSteinn!!! Nuff said…
Gleðilegt ár, höldum áfram að vona að það verði sögulegt í meira lagi!!!
Það er talað um að maður eigi ekki að berja á þeim sem eru með virkilegan dónaskap og drulluhátt. En þeir sem eru með þennan hátt, eru mjög heiladaufir, þannig að það er kanski allt í laga að banka þá aðeins svo að heilinn fari í gang…. Annars er þettað uppblásnar fréttir sem virðast vera í uppáhaldi hjá stöð 2 og fleirum druslustöðvum . En gleðilegt ár Liverpool aðdáendur nær og fjær, já og allir íslendingar…
(Ritskoðað, enda margbúið að taka það fram að við líðum ekki skítkast á þessari síðu – KAR)