Rauði herinn snýr aftur á Anfield eftir ógæfusama herferð í nágrannasveitarfélag. Miðlendingar Aston Villa eru komnir í heimsókn og eru í bullandi fallbaráttu. Okkar menn verða vonandi grjótharðir á að svara fyrir sig og safna stigum í sarpinn fyrir hugsanlegt stigamet í deildinni.
Byrjunarliðin
Eftir afhroðið gegn City þá gerir Klopp þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Origi kemur inn fyrir Firmino í framlínuna og Keita og Oxlade-Chamberlain koma inn á miðjuna fyrir Henderson og Wijnaldum.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Keita, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah, Origi.
Bekkur: Adrian, Wijnaldum, Firmino, Henderson, Minamino, Shaqiri, Jones, Elliott, Williams.
Dean Smith stillir sínu liði upp á eftirfarandi hátt og það vekur skemmtilega athygli að Pepe Reina er í markinu.
Blaðamannafundur
Klopp mætti pressunni á föstudaginn og fór yfir málin:
Upphitunarlag dagsins
Þar sem Birmingham-búarnir í Aston Villa eru mættir í Bítlaborgina þá er við hæfi að óskabörn Birmingham sjái um viðeigandi upphitun. Duran Duran og James Bond eru lagvissir og skotvissir að vanda og skjóta í mark eins og stórskotalið Rauða hersins:
Leikurinn hefst klukkan 15:30 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.
Koma svo, vil sjá burst. Villa getut ekkert og fær ávallt á sig fullt af mörkum.
Svo heldur markvörður Villa með hinu liðinu, það boðar bara gott.
5-6 núll.
Linkur fyrir áhugasama
http://ovostreams.com/liverpool-vs-aston-villa.php
Guð minn almáttugur, eru menn hættir. Afhverju er maður að eyða tíma í þetta.
Leyfa ungu strákunum að spila þetta er ekki boðlegt ef þeir ætla spila svona í seinni.
Og Klopp skipti ekki einu sinni Origi út af. Púff…
Greinilega hringja ákveðnar bjöllur. Nú sér herra Klopp það.
Sæl og blessuð.
Ekki er þetta merkilegur leikur – engin dauðafæri og við sjáum ekki þessa miðju sem er nýfarin út af fóðra framlíuna á neinu konfekti. Mjallhærður Origi var ekki að heilla. Hressist núna þegar Hendó, Gini og Firmino eru mættir. Held það sé hausthreingerning í kortunum.
Og… þá skorar Mané þetta undurfagra mark!!!
Flott sending frá Keita og enn betra mark frá Mané
Stoðsending hjá Keita. Það vekur von!
Af hverju fengum við ekki víti þegar þegar héngu í Salah?
Segðu…er VAR í sumarfríi….
Greinilegt víti! Hvar var VAR?
Hvað hefur Chambo átt margar feilsendingar???
Væri gaman að sjá Firmino setja eitt í lokinn
Ég get ekki séð að Origi og Ox séu framtíðarmenn í þessu liði.
JÁJÁ en ekki hvað Curtis Jones að skora vel gert!