Mörkin
1-0 Sadio Mané 71.mín
2-0 Curtis Jones 89.mín
Leikurinn
Aston Villa sýndu klassa með því að standa heiðursvörð fyrir Englandsmeistarana og gerðu það öllu fagmannlegra en gert var fyrr í vikunni. Leikurinn byrjaði rólega en eftir 3 og hálfa mín hefði alveg mátt dæma víti er Salah lék á mann og annan inni í teignum og Douglas Luiz togaði hann niður án þess að reyna nokkuð við boltann.
Liverpool héldu boltanum mikið frá fyrstu mínútu en án þess þó að skapa sér opnanir og gestirnir voru með kraft í sinni nálgun þó að ónákvæm væri. Við reyndum að keyra upp hraðann á köflum en því miður voru lokasendingar oft misheppnaðar og illa gekk að skapa alvöru færi. Helstu fréttir voru gult spjald á Andy Robertson fyrir brot á Douglas Luiz um miðjan hálfleikinn og úr aukaspyrnunni áttu Villa skalla eftir fyrirgjöf.
Að hálftíma liðnum höfðu heimamenn ekki skapað eitt færi eða átt skot í átt að marki, en Douglas Luiz títtnefndur átt skot sem var beint á Alisson. Á 35.mín áttu Salah og Mané ágætt upphlaup og voru hælspyrnu frá því að spila Salah í gegnum vörnina. Smávegis líf færðist í okkar menn og Keita spilaði Salah í þröngt skotfæri sem var auðveldlega varið af Pepe Reina í markinu.
Fátt markvert gerðist fram að hálfleik og frammistaðan ansi döpur og bragðlítil.
0-0 í hálfleik.
Vonir stóðu til þess að Klopp myndi öskra liðið í gang með kjarnyrtri hálfleiksræðu en þær vonir urðu að vonbrigðum þar sem gestirnir komu sprækari úr tepásunni með nokkrum færum í upphafi seinni hálfleiks. Mikill kraftur var í Aston Villa og Liverpool í bölvuð brasi með fallbaráttudrengina frá Birmingham. Breytinga var þörf og eftir klukkutíma leik gerði Klopp þrefalda skiptingu með því að setja inn þá þrjá byrjunarliðsmenn sem hann hafði hvílt.
Keita fékk að halda áfram leik og það átti eftir að koma ágætlega út á 70.mínútu er hann átti góða sendingu á Mané í teignum. Senegalinn sparaði ekki slúttið og setti boltann sláin inn með vinstri fæti. Ísinn loksins brotinn og við þetta færðist meira líf í leik Liverpool. Salah féll í teignum stuttu síðar með vítaspyrnulykt og átti síðan skot fljótlega þar eftir sem að Pepe Reina gerði vel að verja.
Gestirnir gerðust örvæntingarfullir og fjölguðu sóknarmönnum inná í von um að jafna en fengu á sig skyndisókn í staðinn rétt undir lok venjulegs leiktíma. Curtis Jones var kominn inná sem varamaður og hóf sóknarupphlaup fram á við. Boltinn færðist á endanum á Robertson sem krossaði á Salah á fjærstöng og sá egypski skallaði til Jones sem kláraði snyrtilega í teignum með léttri viðkomu í Mings. Frábært fyrir Scouserinn unga að eiga öfluga innkomu með marki og það gæti ýtt undir fleiri mínútur fyrir hann það sem eftir lifir tímabilsins. Grealish átti gott skot í uppbótartíma sem að Alisson varði vel en leiknum lauk með öruggum heimasigri.
2-0 sigur fyrir Liverpool
Bestu menn Liverpool
Margir leikmenn okkar voru að spila undir pari megnið af leiknum en af þeim sem hrósa má fyrir frammistöðuna þá var Salah líflegur fram á við með margar skottilraunir og stoðsendingu í lokin. Keita tókst að snúa ekkert sérstakri frammistöðu framan af leik sér í vil er hann fékk að vera áfram inná og launaði traustið með stoðsendingu. Þá var Trent Alexander-Arnold viljugur fram á við að vanda og Alisson traustur í öllum sínum aðgerðum þegar á þurfti að halda.
Maður leiksins að mínu mati var Sadio Mané sem kom Liverpool loks á blað í leiknum með glæsilegu marki og var líflegur fram á við allan leikinn.
Vondur dagur
Keita, Origi og Oxlade-Chamberlain fengu séns í byrjunarliðinu en þeim gekk illa að nýta það tækifæri sem skyldi og sér í lagi var þeim síðastnefnda mislagðar fætur. Origi var í það minnsta með Robbie Fowler aflitun frá 1995 til að lífga leikinn upp en það dugði honum ekki til guðlegrar markaskorunar. Það var lýsandi þegar að Klopp skipti tveimur þeirra útaf ásamt Fabinho fyrir Henderson, Wijnaldum og Firmino til að stilla upp í sitt sterkasta lið síðasta hálftímann. Keita fékk þó að halda áfram leik en hann hafði verið skástur af þeim þremur og það reyndist vera góð ákvörðun þar sem hann lagði upp fyrsta markið fyrir Mané.
Tölfræðin
Umræðan
Eftir fyrsta klukkutímann þá stefndi í ansi leiðinlega umræðu meðal Liverpool-áhangenda þar sem lítið var að gerast og margt gagnrýnivert. En það er svo mikil seigla í þessu liði að þeir hafa gert það að góðum vana að vinna leiki og slíkur karakter liðsins þýðir að þeir halda endalaust áfram í leit að 3 stigum. Svoleiðis eiginleikar skila meistaratitlum eins og raun ber vitni og því ástæðulaust að eyða of mörgum neikvæðum orðum í það sem betur mætti fara. Jákvæðu punktarnir eru enn einn sigurinn, árangursrík innkoma Keita í byrjunarliðið og mark frá uppöldum Scouser í liðinu.
Alison Becker. Þvílík forréttindi að vera með þennan markmann. Fyrir mér er hann klárlega maður leiksins. Aston villa fékk allt of mikið af færum í þessum leik en út af því Alison lætur vörslunar lýta út eins og hann sé að spila á móti krökkum í þriðja flokki er stundum eins og það hafi aldrei verið nein hætta á ferð.
Sælir félagar.
Góður sigur en mikið assgoti var þetta eitthvað erfitt. Alisson mjög góður en sumir frekar slakir en nenni ekki að vera telja þá upp. Leikur liðsins gjörbreyttist eftir þreföldu skiptinguna og maður fékk þá trú að Liverpool mundi sigla þessu heim emeð einu eða tveimur mörkum.
Það hafðist og ég er helsáttur við það en ekki endilega leik liðsins. Það er greinilegt að það vantar Kay Hawertz í þetta lið til að halda styrk í skiptingum. Það var skrítið að sjá Pepe Reina í marki andstæðinganna en enginn getur kennt honum um þetta tap A. Villa
það er nú þannig
YNWA
Þessi leikur hjá okkar mönnum var ekki góður og það kemur lítið á óvart. Margir leikir á stuttum tíma . Ekkert í boði nema fleiri stig í safnið. Það sem skiptir máli er að klára þessa leiki án þess að leikmenn meiðist ílla og þetta er bara eins og æfingaleikir. Það hefur vissulega áhrif á liðið að stuðningsmenn okkar eru ekki á vellinum. Hugsið ykkur stemminguna sem hefði verið í dag. Allir syngjandi Champions of everything .
Aston Villa varðist nokkuð vel í dag enda liðið í bullandi fallbaráttu. Þetta hafðist þó og liðið varð mun beittara eftir 3 falda skiptingu. Hendo. Bobby og Gini eru alvöru leikmenn . Ox og Origi áttu dapran leik og Fabinho var ekkert spes heldur.
Svo var geggjað að sjá Jones skora sitt fyrsta mark í deildinni eftir að hafa skrifað undir nýjan samning.
Þetta Man city Rún…… er vonandi komið í pásu aftur eftir tap gegn Southampton. 9 tapið þeirra í vetur.
Liverpool hefur tapað 7 leikjum síðan tímabilið 17/18 hófst. Fint að leggjast á koddann í kvöld með þetta í huga.
YNWA.
Vonandi átta menn sig á því hversu mikið glapræði það væri að fara með Origi inn í næsta tímabil sem fyrsta kost af bekknum í sóknarlínuna.
Maður veit ekki hversu mikið er til í þessum Thiago sögusögnum en sé einhver fótur fyrir þeim þá hugsa ég að einhver af miðjumönnum okkar hverfi á braut.
Winjaldum væri líklegastur sökum samningsstöðu sinnar. Ef hann skrifar ekki undir fljótlega þá hugsa ég að FSG selji hann frekar en að hleypa honum inn í síðasta ár samnings. Hann er 30 ára og ólíklegt að hann bæti sig úr þessu. Winjaldum í skiptum fyrir Thiago væri eitthvað sem ég sæi gerast.
Keita. Heilt yfir talsverð vonbrigði síðan hann kom. Vandamálið er að hann hefur aldrei haldist heill í langan tíma. En sá tími sem hann hefur náð nokkrum leikjum í röð hafa sýnt okkur hversu öflugur hann getur orðið. Hann var þokkalegur í gær og gegn Everton, en miðað við að hann hefur verið meiðslalaus núna í langan tíma vill maður sjá meira frá honum, sérstaklega ef hann er að spila upp á framtíð sína.
Ég vona að hann fái eitt tímabil í viðbót.
Uxinn. Sl. sumar var talað um að Ox yrði í aukahlutverki fram að áramótum. Nú er að renna upp sá tími að hætta verður að taka tillit til meiðslana varðandi frammistöðu hans. Að mínu mati hefur hann skort stöðuglega í vetur. Samt hafa ratað inn 7 mörk í öllum keppnum þar af 3 í deildinni. Hugsa verður þó til þess að hann er enn aðeins 26 ára og möguleikinn á að hann nái aftur forminu sem hann var í fyrir meiðslin er enn góður svo ég tel nánast útilokað að hann fari.
Einnig verður að hafa í huga að leikið verður enn þéttar næsta tímabil, svo það yrði glannalegt að kaupa ekki cover í vinstri bakvörðinn.
Lovren er mögulega að fara og Joel Matip hefur sannað að það er ekki hægt að ganga út frá því að hann sé leikfær nema í helming tímabilsins. Þess utan á Gomez líka til að meiðast.
Reyndar spái ég því að í ljósi aðstæðna verði Lovren látinn renna út á samning og við förum inn í næsta tímabil með sömu fjóra miðverðina.
Breiddin í sóknarlínunni er svo annað áhyggjuefni. Elliot er líklega of ungur fyrir stærra hlutverk. Shaqiri fer nær örugglega. Mig grunar að Harry Wilson henti ekki leikstílnum, hann er einfaldlega of hægur til að spila á kantinum. Minamino er enn spurningarmerki. Hann hefur ekkert sýnt hingað til og eina vonin sem ég hef gagnvart honum er að breyta leikkerfinu og láta hann spila þá stöðu sem hann spilaði hjá Salzburg.
Vissulega býst maður ekki við stórum kaupum í sóknina, en ég trúi ekki öðru en að FSG séu tilbúnir að slaka aðeins á í bókhaldinu og greiða skynsamlegar upphæðir fyrir þá leikmenn sem við þurfum til viðbótar fyrir þétt næsta tímabil þar sem breiddin getur skipt sköpum.
Origi – Átti nokkur mögnuð mörk fyrir okkur á síðasta tímabili en er heilt yfir ekki nógu góður og vona ég að við seljum kappan í sumar.
Winjaldum – Má ekki fara, hann er algjör orkubolti á miðsvæðinu og hans framlag er mjög vanmetið.
Keita – Hefur verið vonbrigði en maður finnst samt eins og að núna sé hann aðeins að komast í gang. Hann er að haldast heill sem er fyrsta skrefið.
Ox- það er svo erfitt að komast eitthvað á flug þegar maður er úr og í liðinu. Til þess að Uxinn komist í gang þarf hann nokkra leiki í röð í byrjunarliðinu.
Lovren – Hann má fara, EF við erum að fá annan miðvörður annars ekki.
Við erum með gríðarlega sterkt byrjunarlið en okkur vanntar meiri gæði í breyddina.
Vinstri bakvörður – Hlýtur að vera ofarlega á lista
Sóknarmaður til að taka við af Origi – hlýtur að vera á dagskrá.
Ég vona að Winjaldum skrifi undir nýjan samning. En það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að það er ekki búið að ganga frá samningnum. Það er talið að hann sé að fá um 70þ pund á viku í dag, sem telst lágt miðað við mann í hans gæðaflokki og eitthvað segir manni að hann vilji ríflega hækkun.
Á meðan þessar Thiago sögur eru ekki kveðnar niður verður framtíð GW að teljast í lausu lofti, amk þangað til hann krotar undir.
Hvað er málið með þennan Thiago Alacantra á 32 mil 29 ára gamlan. Er eh til í þessum orðrómum hvað finnst mönnum um þessi mögulegu kaup ?
https://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-8492489/Jurgen-Klopp-refuses-drawn-rumours-linking-Liverpool-Bayern-Munichs-Thiago.html
Sælir félagar
Origi er ekki nógu góður fyrir meistaralið Liverpool þó hann sé alls góðs maklegur fyrir úrslitamörk sem hann hefur skorað. Hann vantar einfaldlega gæði.
Lovren verður látinn spila út samninginn sinn nema einhver kaup verði gerð og sala hans komi upp í kaupverðið.
Saq fer enda lítið á honum að græða nema söluverðið.
Matip verður áfram þar sem ekki er líklegt að nein miðvarðarkaup verði gerð en einhverjir unglingar verða ef til vill í hópnum á næstu leiktíð sem gætu orðið varnarmenn sem ná máli.
Thiago Alacantra verður ekki keyptur. Hann er of gamall fyrir Klopp og kostar of mikið miðað við það.
Kai Hawertz er sá sem Liverpool á að kaupa þó ekki séu til peningar. Það verður einfaldlega að fjármagna það með sölum og lánum.
Gini verður áfram, semur lílega til tveggja ára. Ef ekki verður hann seldur til að fjármagna kaup á alvöru sóknarmiðjumanni a la K. Hawertz.
Þar sem Kúluballi verður ekki keyptur (of dýr, of gamall) verður sóknin styrkt með manni í svipuðum verðflokki sem hefur aldur til að verða framtíðamaður hjá Liverpool. Þetta er amk mitt álit en hvað veit ég sosum.
Það er nú þannig
YNWA