Liverpool var ekki alveg komnir af djamminu þegar þeir fóru til Manchester en tapið þar var leiðrétt um helgina með sex stiga sveiflu okkur í hag. Ungu strákar eru farnir að grípa sénsinn á meðan Origi og Ox eru í veseni. Thiago frá Bayern er nýjasta leikmannaslúðrið og Leicester er að klúðra Meistaradeildarsætinu.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn
MP3: Þáttur 293
Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.
Sælir félagar
Takk fyrir skemmtilegan þátt. En eru menn í alvöru að vona að Klopp kaupi 29 ára leikmann fyrir 30 millur +. Það er í reynd dýrara þegar upp er staðið en kaupa Hawertz 20 ára fyrir 80 millur+. Reikna má með Hawertz í 10 – 12 ár þá afskrifast 6 millur á ári sirka en 3 ár á “gamla” manninn sem eru þá 11 millur á ári. Þetta er gefins dæmi miðað við mínar reikningskúnstir og alvöru framtíðasýn. Ég veit að það kostar skuldsetningu en hvað kostar að veikja liðið með skítakaupum. Néi ég bara spyr.
Eina og kom fram í þættinum þá eru Kallar eins og Origi, Ox, Wilson og jafnvel Keita söluvara. Þeir ættu að geta komið með anzi mikið upp í kaup á Hawertz. Það væri yfirlýsing um að Liverpool væri ekki orðið satt og sælt heldur stefndi á annan meistartitil að ári. Að láta olíuliðin og MU hirða alla beztu bitana á markaðnum er hinsvegar hrein uppgjöf og ótrúlega eymdarlegt.
Það er nú þannig
YNWA
Sammála Sigkarl hér að ofan. Ég og við vitum að óvissu ástand vegna Covid er ekki að auðvelda okkur og fleiri varðandi kaup á leikmönnum en einhvern veginn finnst mér að við ættum að eiga einhverjar innistæður á bankareikningnum eftir velgengni síðasta árs og rúmlega það til að setja í leikmannakaup. Einn af þeim þremur sem komu inn í liðið á móti Aston Villa var ekki að hjálpa sér upp á framtíðina – Origi var út á túni! Ox líklegast kominn í sumarfrí. Keita var að standa sig vel og ef hann sleppur við meiðsli er hann alveg byrjunarliðskandidat. Svo eigum við alveg eftir að sjá meira af Minamino, Curtis Jones líflegur þessar fáu mínútur. Williams að þjálfast upp í bakverðinum – spurning hvort Trent gæti ekki komið inn á miðjuna ef svo ber undir. Harvey Elliot þarna líka.
Ég segi að það sé slúður sem tengir okkur við leikmann sem er að nálgast þrítugt og við erum ekki að fara eyða 30 milljónum punda í þannig leikmann. Ég trúi því ekki að óreyndu að Klopp eyði peningunum þar heldur gefi yngri og sprækari mönnum tækifæri – hann er lunkinn við að finna gimsteina þarna inn á milli.
Chelsea á eftir að styrkja sig enn frekar, City og MU gera það örugglega líka – við megum ekki fá það í andlitið á næsta tímabili ef eitthvað um meiðsli að hafa sitið eftir.
Væntanlega er Klopp með einhver tromp í erminni sem við vitum ekkert um en allavega kristaltært í mínum huga að það myndi hressa og kæta okkur stuðningsmennina að fá ein til tvö kaup í sumar sem styrkja hópinn.
Langar mjög mikið að segja að maður eigi að hætta þessu væli og slaka á að liðið sem er að rústa deildini núna sé nógu gott líka á næsta tímabili og það er klárt mál en á sama tíma þegar Werner , Kai havertz og svo Sancho ofl eru orðaðir við ja eða komnir til chelsea og united þá aukast gæði þessa liða það er bara þannig. Þetta er fyrir utan hvað City ofl gera.
Þurfum að styrkja liðið það sáu allir hvað gerðist fyrir City að missa lykilmannin Laporte úr vörnini ásamt jú Kompany sem var auðvitað leiðtoginn á vellinum.
það eina sem maður sér er að menn séu að fara sem er klárlega minni breidd þó ég hafi fulla trú á ungu strákunum líka eins og Williams, Elliot ,Jones og fleirum sem eru klárlega þvílíkt spennandi leikmenn og alls ekki leiðinlegt að fylgjast með þeim á uppleið.
En já aftur að vælinu hjá mér ég er sammála Sigkarl og fyrri ræðumönnum með það að við verðum að gera eh almennileg kaup og ef það er 29 ára leikmaður sem Klopp telur sig þurfa þá er mér sama ef hann hefur gæðin til að spila fyrir Liverpool.