Rauði herinn mætir í Lundúnaborg til að takast á við Fallbyssuskytturnar á Emirates-vellinum. Bæði lið eru með sitt hvort markmiðið til að spila upp á í formi stigamets og inngöngu í Evrópudeildina.
Byrjunarliðin
Bæði lið eru komin á skýrslu fyrir leikinn á eftir og Klopp stillir upp sérlega sterku liði og Oxlade-Chamberlain fær sénsinn inná miðjunni:
Liverpool: Alisson; Trent, Gomez, Van Dijk, Robertson; Fabinho, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain; Salah, Mane, Firmino
Bekkurinn: Adrian, Williams, Lovren, Shaqiri, Keita, Elliott, Jones, Minamino, Origi
Mikel Arteta hefur einnig skilað inn sínu liðsvali og það er eftirfarandi:
Aðalmarkaskorarinn Aubameyang byrjar á bekknum og þá væntanlega með uppkomandi bikarleik í huga og sama gildir um Bellerin og Ceballos en annars er liðið líkt því sem búist var við.
Blaðamannafundur
Klopp var á kantinum á fjar-blaðamannafundi í gær og sem fyrr var hann tungulipur og kjarnyrtur:
Upphitunarlagið
Í tilefni af því að fallbyssuliðið mætir því rósrauða í höfuðborginni þá er við hæfi að Guns N’ Roses trylli í lýðnum með Paradísarborginni þar sem fótboltagrasið er grænt og vel vænt. Rokk & ról!
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og minnum við að sjálfsögðu á heimavöll okkar, Sport & Grill í Smáralind. Boltatilboð yfir leikjum og um að gera að hafa samband uppá að panta borð.
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.
uxinn með þrennu !
Í fyrrihálfleik
Hmhm Luis nokkur í vörninni hjá skyttunum ætli Sala hafi nokkuð farið út að skjóta flugeldum.
Meðan það er enginn Millner eða Hendó, þá er þetta bestafalli jafntefli :/
#altafMilnerEðaHemdó
Er Milner meiddur ?
VVD langar ekkert í þetta stigamet.
Úff, eigum að vera 0-5 yfir
Jæja, alveg hættir 🙁
Djöfull eru menn lengi þunir eftir að hafa landað þeim enska.
Leik eftir leik eru þeir eins og höfuðlaus her.
Þvilik skita
Það verður að verzla í sumar. Margir farnir að hafa það ansi þægilegt án þess að stöðu þeirra sé ógnað.
Hversu sofandi geta menn verið, búið að gefa þeim 2 mörk á silfurfati með fáranlegum mistökum.
Klopp þarf að óskra vel á menn í hálfleik.
Djöfull er þetta lélegt.
Hvað halda þeir að þeir séu. Séu það góðir að þurfa ekki að hafa fyrir þessu.
Ef þetta er það sem koma skal eftir hlé, tap í dag og ég tek mér hlé fram á verðlaunar daginn. Koma svo!!!
Jæja farið þið bara að taka ykkur sumarfrí Liverpool þið greinilega nennið þessu ekki lengur og þegar þið gefið öðrum liðum 2 mörk þá eruð þið ekki lengur með hugan við leikinn.
Hver í Arsenal á afmæli í dag, við erum í gjafastuði 🙁
Alveg skelfilegt einbeitingarleysi hjá okkar mönnum. Er virkilega ekki meiri vilji til þess að taka stigametið.
Það er bara enginn leiðtogi þarna inn á vellinum…Virgil er kanski frábær að öskra á sína menn á sínu tungumáli með Hollandi… en liðið er oftast frekar hauslaust þegar Hendo eða Milner eru með bandið….
Óafsakanlegt. Algerlega. Virðingarleysi, kæruleysi, einbeitingarleysi, hroki. Drulla sér niður á jörðina og hætta að halda að það sé bara nóg að mæta í vinnuna.
Koma svo rauðir í seinni!!!!!!
Sælir félagar
Þegar menn sýna svona hroka og kæruleysi sem er ekkert annað en virðangarleysi fyrir andstæðingum sínum þá fer svona. Ég fer fram á að menn eins og Alisson og VvD sýni einbeitingu og virðingu í sínum leik. Það er ömurlegt að sjá svona frammistöðu eftir að vera komnir yfir. Svo yrði ég feginn ef farþeginn AOC (Ox) yrði tekinn útaf. Betra að hafa engann en hann inná. Hann hefur bverið yfirtakslélegur í undanförnum leikjum og nú þykir mér fullreynt. hann getur ekkert og á ekki að vera inná.
Það er nú þannig
YNWA
Væril til í að sjá Jones eða Keita koma inná fyrir uxann í hálfleik
guð hvaðég þoli ekki að herra Klopp er glottandi.
Keita má reyna meira….mörkin koma
Sæl og blessuð.
Það er eins og það sé eitthvert lögmál að við töpum þegar Hendó er ekki með.
Sjáum hvað gerist!
Er bannað að skjóta fyrir utan teig ?
Erum englands meistarar en eg er samt pirraður, get ekki sæt við að tapa stigum a moti asnenal
Nuna fáum við svissneskar sleggjur fyrir utan teig
Kemur ekkert ut ur þeasum Minamino
Djöfull er þetta lelegt og bitlaust.
Er farinn að kvíða fyrir 22 julí tapinu við chelsea og
taka við þessum bikar a tomum velli.
Klopp fær falleinkunn fyrir þennan leik. Það er bara þannig
Honum að kenna að besti miðvörður heims og besti markvörður heims gera byrjenda mistök?
Tja ef við erum alveg sanngjörn þá gat Klopp ekkert gert við þessum mistökum í vörninni 🙂
Hann fær falleinkunn af því að hann nær ekki að mótivera líðið. Svona einbeitingarleysi á ekki að sjást og þar ber stjórinn ábyrgðina
Held þetta sé nú ágætlega mótiverað hjá honum – bara hörmuleg mistök í tvígang en annars bara fullkomnir yfirburðir á ,,erfiðum” útivelli!
Betur fer er Omega rasin ennþa til
Ömurlegt
wonderful post.Never knew this, regards for letting me know.