Rafa Benítez stillir upp mjög sterku liði gegn Preston í 3. umferð FA Cup. Ég átti von á aðeins færri stjörnum í byrjunarliðinu en eftir að ég sá viðtal við Rafa fyrir leikinn þá skil ég þetta. Þar sagði gamli að hann vildi spila sterku liði í þessum leik og halda lykilmönnum í besta mögulega leikforminu og halda þessu títtnefnda “momentum” gangandi. En liðið er eftirfarandi:
Carragher – Hyypia – Agger – Insúa
Mascherano – Alonso
Babel – Gerrard – Riera
Keane
Bekkur: Reina – Torres – Aurelio – Lucas – Ngog – El Zhar – Skrtel.
Ég hef enga trú á öðru en að þetta Liverpool lið sigri þennan leik nokkuð örugglega og ætla að spá 0-3 sigri. Ég bið til Guðs um að við skorum snemma, ef svo gerist, þá gengur spá mín eftir 🙂
Þetta lið vinnur leikinn. Ekki orð um það meir
Þetta er virkilega sterkt lið. Ég spyr mig þó, þarf Carragher aldrei frí? Gæjinn er alltaf í liðinu, alveg sama hver mótherjinn er. Ekki að ég vilji Carra út, en ég hefði samt verið til í að sjá Darby í dag.
Benni jón ,carra er ofurhetja og ofurhetjur þurfa ekki frí 😀
Benni, Carra myndi sennilega tuska þig til ef þú segðir honum að hann þyrfti frí. 😉
Annars, verulega sterkt lið. Kemur aðeins á óvart verð ég að segja, en miðað við orð Rafa í gær var kannski við þessu að búast. Einnig grunar mig að kallinn vilji forðast óvænt tap eða jafntefli og aukaleik, sem gætu allt saman drepið niður móralinn í liðinu eins og hefur gerst undanfarin ár.
Kuyt fær allavega hvíld í dag sem er gott. Finnst samt alltaf nokkuð kjánalegt að hvíla Reina, við höfum dottið úr bikarkeppnum vegna varamarkmannsmistaka á síðustu árum. Væri gaman að sjá Torres og Skrtel hlaupa smá í lokin og jafnvel að gefa Aurelio eða El Zhar tækifæri.
Ef við eigum að vinna þrennuna þá þarf að klára þetta dæmi 🙂
Vó, miðað við að Torres er meiddur þá er þetta ansi mikið sú sóknarlína sem ég hef lengi viljað sjá. Lucas hefði kannski mátt fá þennan leik á kostnað JM og einhver annar en Carra í bakverði, held bara að KAR sé með þetta, það hefur enginn haft það í sér að segja honum að hvíla.
Ég hef svo fulla trú á Cavallieri og sérstaklega með alvöru lið fyrir framan sig, hann þarf að fá nokkra leiku til að vera nothæfur ef á þarf að halda og ef ekki núna þá hvenær?
Torres á bekknum og rauði herinn í stúku sem heitir eftir Shankly, það bara má ekki klikka.
Flott byrjunarlið, er sammála mönnum að ég hefði bara viljað sjá Reina, en það á ekki að skipta lykilmáli í dag. Spái sigri, 1-3 eða 2-4. Preston er dúndur sóknarlið.
Miðað við að Aurelio, Skrtel og Torres séu allir á bekknum….eru þá bara Degen og Kewell meiddir?
(hljótum að fá Kewell lánaðann til að styrkja FC Hospital)
Virkilega ánægður með liðið sem stillt er upp í dag!
tjelskí – southend 1-1
man.cit – nott.for. 0-3.
Hartlepool – Stoke 2-0.
Vonandi föllum við ekki í þessa gryfju líka!
Hey! Við erum löngu búnir að selja Kewell. Þarft aðeins að kíkja á rosterinn endrum og sinnum.
Djók, fannst bara eins og einhver þyrfti að segja þetta. Væri ekki internet spjall án þess.
Lítur allt vel út. Þessi Babel, er hann bara flækjufótur ….
Óttalega er Kean eitthvað klaufalegur í dag, maður var að vona að hann væri að hrökkva í gang, vonandi kemur það í seinni. Annars var maður einnig að vona að Babel gripi gæsina og sýndi meira. Annars er þetta frekar solid…
Ein pæling.
Hvað er í gangi með að vera að væla stanslaust yfir óöryggi hjá Keane í þessum leik? Hann spilaði ekki með gegn Newcastle OK. en það þýðir samt ekki að hann gráti sig í svefn og hafi ekki trú á því sem hann gerir.
Þegar hann t.d. gaf á A. Riera í lok fyrri hálfleiksins var hann Riera í miklu betra færi, samt er strax farið að segja að þetta sé skortur á sjálfsöryggi.
Viðurkenni samt fúslega að Keane á að vera búinn að skora 2-3 mörk.
Er þetta bara að fara í taugarnar á mér?
Mikið rosalega er Ryan Babel að spila fullkomlega hörmulega þessa dagana. Þegar hann er ekki með sjálstraustið himinhátt í skýjunum þá hrynur hans leikur. Þá sýnir hann ákvarðanatöku á við Paris Hilton og fótboltaskilning á við hreyfihamlaðan kaktus. Er þessi leikmaður með 3 vinstri fætur?
Hann er grínlaust farinn að minna mig á Heskey þegar hann var uppá sitt versta. Spurning að gera sama og við Dossena að selja þessa menn á meðan Liverpool fær enn eitthvað fyrir þá.
Aðeins 0-1 fyrir Liverpool og við skorum sennilega 2.markið í kringum 60.mín til að klára leikinn. Gerrard on a mission og er bara kóngurinn í þessum ham. Ef hann spilar svona út leiktíðiina þá eigum við frábæran séns á að vinna deildina.
Rólegur í ruglinu