Kostas Tsimikas kominn (staðfest!)

Nú rétt í þessu var tilkynnt á opinberu heimasíðu félagsins að búið sé að ganga frá fyrstu kaupum sumarsins/haustsins. Svosem ekkert stórkostlegt leyndarmál að þar er um að ræða hinn gríska Kostas Tsimikas sem kemur frá Olympiakos.

Þetta eru mjög líklega klassísk Klopp/Edwards kaup, leikmaður sem hefur ekki farið mikið fyrir í umræðunni en tölfræðin hjá honum er ekkert slor:

Hann tekur treyju númer 21, en það númer er búið að vera ónotað síðan Oxlade-Chamberlain skipti yfir í númer 15 fyrir ári síðan.

Velkominn Kostas, við hlökkum til að sjá þig inni á vellinum!

9 Comments

  1. ? þetta á að vera like putti en kemur örugglega ekki þannig út? Hefði allveg getað skrifað bara líkar þetta.

    YNWA.

    1
  2. Er þetta ekki bara solid kaup hjá Klopp ? er allavega sáttur meðað við það sem maður hefur lesið og séð um þennan leikmann gott að fá leikmann í að keppa við Robertson.
    Ef Thiago kæmi líka yrði maður bara ansi sáttur við þetta.

    2
    • Ekki miskilja mig væri hrikalega til í að sjá eitthvað stórt nafn koma en hvenær hefur Klopp þurft að kaupa stór nöfn ? hann hefur búið þá alla til !

      YNWA

      4

Fyrstu kaupin að nálgast?

Gullkastið – Liverpool er búið að kaupa leikmann!