Gullkastið – Liverpool er búið að kaupa leikmann!

Það er ekkert í hverjum leikmannaglugga sem Liverpool kaupir leikmann og því ber heldur betur að fagna kaupnum á Grikkjanum Kostas Tsimikas sem skrifaði undir samning við Liverpool í dag. Fórum yfir það ásamt helstu fréttum af okkar mönnum og boltanum almennnt.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 296

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

3 Comments

  1. Fréttir dagsins segja að Wilson og Grujic verði leikmenn Liverpool á næstkomandi tímabili ef það berist ekki ásættanlegt tilboð í þá. Geri ráð fyrir að allt undir 20m/p verði hafnað. Fagna þessu, Wilson getur alveg orðið mjög góður squad player og Grujic hefur verið að leika virkilega vel með Herthu. Það er væntanlega eitthvað undir þeim komið hvort þeir sætti sig við að spila minna en þetta eru pottétt leikmenn sem styrkja hópinn mikið og geta leyst vandræði til lengri tima litið. Báðir á fínum aldri og búnir að fá fína reynslu á síðustu árum auk Klopp getur 100p gert þá ennþá betri.

    2

Kostas Tsimikas kominn (staðfest!)

Liverpool er besta lið í heimi!